Dagur


Dagur - 24.05.1988, Qupperneq 10

Dagur - 24.05.1988, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 24. maí 1988 Hafþór Kolbeinsson leikmaður KS skoraði 2 mörk gegn Tindastól á laugardag, bæði með skalla. Hér er hann í baráttu við varnarmann Tindastóls í leiknum íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild: KS-ingar með fljúgandi start - lögðu Sauðkrækinga að velli á laugardag 4:2 Siglfirskir knattspymumenn létu ekki sitt eftir liggja við að minnast 70 ára afmælis kaup- staðarins nú um helgina. Það voru nágrannarnir nýliðar Tindastóls sem fengu að kenna á þeim í fyrsta leik þessara liða í deildinni í vor, á malarvellin- um við Túngötuna á laugar- daginn. KS-ingarnir byrjuðu leikinn með látum og mörkin íétu ekki á sér standa. Á 3. mínútu skaút Bretinn Paul Frair bananaskoti þar sem hann var staddur í þvögu félagið á Skinfaxi, tímarit Ungmennafé- lags íslands, er komið út. Meðal efnis í blaðinu er úttekt Sigurðar Þorsteinssonar á því hvert sé besta knattspyrnufélag á íslandi. Yfirleitt er í þessu samhengi talað um besta liðið og er þá oft- ast verið að hugsa um meistara- flokk viðkomandi félags. En það er fleira en meistaraflokkur sem gerir eitt lið/félag gott. í úttekt- inni er tekinn fyrir árangur allra flokka félaganna á síðasta ári. Samkvæmt ákveðnum forsendum eru reiknuð út stig á hvert félag eftir því hvernig flokkar félagsins hafa staðið sig í keppni síðasta eina 6 metra fyrir utan teig og boltinn sveif yfir Gísla Sigurðs- son f markið. Skömmu síðar óð Róbert Haraldsson upp allan völl og skaut hörkuskoti í stöng, en Hafþór Kolbeinsson fylgdi vel eftir og skallaði í markið. Staðan 2-0 fyrir KS þegar aðeins 7 mínútur voru liðnar af leiknum. Áfram voru heimamenn mun ákveðnari, fljótari á alla bolta og grimmari og á 20. mínútu kom 3ja markið. Þegar Hafþór dauða- frír skoraði eftir langt innkast, sitt annað mark í leiknum og með skalla eins og það fyrra. En koll- Islandi? árs. Athugun sem þessi gefur mun víðari mynd af félögunum heldur en oftast fæst þegar horft er afmarkað á hvern flokk fyrir sig. Óhætt er að segja að niður- stöðurnar séu mjög forvitnilegar fyrir knattspyrnuáhugamenn um allt land. í Skinfaxa er einnig að finna umfjöllun um glímu, frjálsíþrótt- ir, siglingar og íþrótta- og félags- líf á Austurlandi, Skinfaxi, málgagn ungmenna- félaganna, kemur út sex sinnum á ári og fæst nú á blaðsölustöðum víða um landið. spyrnurnar hafa síður en svo þótt sterkasta hlið hans til þessa. Stólarnir virtust hreinlega ekki vera með á þessum fyrstu mínút- um og varla er hægt að segja að þeir hafi komist í snertingú við leikinn fyrr én hálftími var liðinn. Náðu þeir þá að rétta hlut sinn nokkuð og skora gott mark þegar 6 mínútur voru til leikhlés. Var Eyjólfur Sverrisson að verki, með skoti beint úr aukaspyrnu. Stólarnir komu mun grimmari til leiks í seinni hálfleik og var ekki annað að sjá en þeir væru líklegir til að snúa leiknum sér í vil. Sérstaklega eftir að þeim tókst að minnka muninn ennfrek- ar í 2:3 á 55. mínútu leiksins. Upp úr löngu innkasti skallaði Eysteinn Kristinsson yfir Axel í KS-markinu. Fór nú hrollur um margan heimamanninn þar sem hið góða forskot var nú nær upp- urið, en KS-ingar sýndu styrk sinn með því að rífa sig upp á nýjan leik. Sóttu þeir mun meir en gestirnir það sem eftir lifði leiksins og það var síðan hinn ungi og efnilegi Róbert Haralds- son sem gaf þeim rothöggið lið- lega 5 mínútum fyrir leikslok. Þá lék hann laglega á varnarmann Tindastóls og afgreiddi síðan boltann af lofti með góðu skoti í markið. Siglfirðingar voru vel að sigrin- um komnir og virðast til alls lík- legir í sumar. Var sigurinn síst of stór eftir gangi og færum í leikn- um. Tindastólsmenn ollu hins vegar vonbrigðum og það var því varla nema von að Bjarni Skinfaxi: Besta knattspymu- Jóhannsson þjálfari þeirra segði að leik loknum, að vonandi hefði liðið tekið út sinn lélegasta leik á tímabilinu. Hafþór Kolbeinssón lék mjög vel og var bestur KS-inga. Tómas Kárason dreif liðið áfram með dugnaði sínum og hörku og þá léku þeir vel á miðsvæðinu, Paul Frair og Róbert Haraldsson. Hjá Tindastóli komust þeir Hólmar Ástvaldsson, Eysteinn Kristins- son og Árni Ólason einna best frá leiknum. Sæmundur Víglundsson og hans menn dæmdu leikinn vel. -þá íslandsmótið 2. deild: ÍBV sigraöi Þrótt í Eyjum ÍBV sigraði Þrótt 3:2 í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gær. Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður í Eyjum í gær en mjög hvasst var á meðan hann fór fram. Leikur liðanna átti að fara fram á laugardag en var frestað þá vegna veðurs. Keppni í 2. deildinni hófst á miðvikudag en þá sigruðu ÍR- ingar Selfyssinga á gervigrasinu í Laugardal með þremur mörkum gegn einu. Daginn eftir léku FH- ingar þann sama leik eftir er þeir sóttu Breiðabliksmenn heim í Kópavog. Á laugardag fóru fram tveir leikir, KS sigraði Tindastól eins og fram kemur hér annars staðar á sfðunni og Víðir og Fylkir gerðu jafntefii 1:1 í Garðinum. Staðan í 2. deild Islandsmóts- ins í knattspyrnu að lokinni 1. umfcrð, er þessi: KS FH ÍR ÍBV Fylkir Víðir Þróttur Tindastóli Selfoss UBK 1 1-0-0 4:2 3 11-0-0 3:1 3 11-0-0 3:1 3 11-0-0 3:2 3 1 0-1-0 1:1 1 1 0-1-0 1:1 1 1 0-0-1 2:3 0 1 0-0-1 2:4 0 1 0-0-1 1:3 0 10-0-11:3 0

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.