Dagur


Dagur - 09.06.1988, Qupperneq 5

Dagur - 09.06.1988, Qupperneq 5
9. júní 1988 - D'AGUR - 5 Starfshópurinn bendir á, að eftir því sem útflutningur matfisks eykst verður brýnna að huga að vöruþróun og markaðs- og sölumálum. þeim komið fyrir í sjókví og þau alin þar við náttúrulegar aðstæð- ur í 6-8 mánuði eða þar til æski- legri sláturstærð er náð. Þær aðstæður sem nú eru uppi gefa sérstakt tilefni til að hyggja að kostum þessarar aðferðar, enda skapar hún færi á að nýta rými í nýjum strandstöðvum fram á næsta vor fyrir hluta þeirra seiða sem nú er óráðstaf- að. Um sölu seiða á erlendan markað ber þess að geta að almennt er bannað að flytja lif- andi fisk milli landa. Seiðaút- flutningur byggist á undanþágum frá slíkum laga- eða reglugerð- arákvæðum í hverju landi. Full- trúar LFH telja að Noregsmark- aður geti e.t.v. tekið á móti útflutningi á bilinu 0,5-1,5 m. seiða, en að fyrirvara yrði að gera við þá áætlun. Á síðasta ári var seld ein milljón seiða til Noregs, og tókst ekki að anna allri eftir- spurn. í framhaldi af því gerðu fiskeldismenn ráð fyrir því í byrj- un þessa árs að til Noregs mætti selja allt að 5 milljónir seiða í ár. Dæmi um ráðstöfun seiða Fulltrúar LFH telja að af þeim 6,7 milljónum seiða sem óráð- stafað er, séu 1,9 milljónir af stofnum sem séu best komnir í hafbeit. Þá er nú gert ráð fyrir að hægt verði að selja 0,8 milljónir til Noregs. En hver er hugsanleg ráðstöf- un þeirra fjögurra milljóna sem þá eru eftir? Til er í landinu eldis- rými sem rúmað gæti umræddan seiðafjölda á meðan seiðin eru innan við tiltekna stærð. í sumar verður tiltækt rými 373.000 m' sem skiptist þannig að 277.000 m' verða í sjókvíum og 97.000 m í strandstöðvum. Fyrirliggjandi áætlanir stöðva, sem ýmist hyggja á nýframkvæmdir eða stækkun rýmis, leiða til þess að rými gæti aukist í tæplega 550.000 m' á næstu tólf mánuð- um. Fessi áform fela í sér meiri lán- veitingar til fiskeldis sem svarar til 300 m.kr. í ár umfram það sem gert er ráð fyrir í lánsfjáráætlun. Jafnframt fela áform þessi í sér lánsfjármögnun á næsta ári að upphæð tæplega 500 milljónir króna. í umsögn framkvæmdasjóðs kemur fram að áætluð rýmis- þörf á árinu 1989 verður mest 720.000 m' miðað við nýliðun sem nemur 7 m. seiða næsta vor. Sú rýmisþörf nemur 170.000 m’ umfram það rými sem fyrirliggj- andi áætlanir eldisfyrirtækja fela í sér. Eignarhaldsfélag Verði uppbyggingu eldisrýmis hraðað miðað við fyrri áform kunna í ýmsum tilfellum að verða vandkvæði fyrir eigendur stöðva að mæta kröfu fjárfestingarlána- sjóða um 25% eiginfjárframlag. Peirri hugmynd hefur verið hreyft að stofnað verði eignar- haldsfélag er hefði að markmiði að eiga hlut í fiskeldisfyrirtækj- um í því skyni að styrkja tíma- bundið eiginfjárstöðu þeirra. Gera verður ráð fyrir að til að slíkt félag hefði bolmagn til að láta að sér kveða á þessum vett- vangi, yrði hlutafé að nema a.m.k. 100 m. kr. Rekstrarfjármögnun Flestar stærstu fiskeldisstöðvarn- ar hafa þegar tryggt sér banka- viðskipti til rekstrarfjármögnun- ar. Bankarnir munu almennt vera reiðubúnir til að fjármagna framleiðslu í samræmi við fram- leiðslugetu stöðvanna enda liggi fyrir fullnægjandi tryggingar. Nýjar fiskeldisstöðvar hafa yfir- leitt ekki komist í bankavið- skipti. Gera má ráð fyrir að bank- arnir endurskoði afstöðu sína til viðskipta við nýja aðila eftir því sem reynsla fæst af viðskiptum sem þegar eru komin á. Fram til ársins 1986 voru rekstrarlán eingöngu veitt gegn tryggingu í fasteignum. Vegna mikillar rekstrafjárþarfar þessar- ar greinar reyndist þessi háttur ófullnægjandi og því var sam- þykkt heimild til að veðsetja eldisfisk til tryggingar lánum. Til að bankar fái meira svig- rúm til að lána meira en þeir gera nú, þurfa eldisfyrirtæki að leita eftir frekari vátryggingum, eink- um hvað varðar bætur í þeim til- vikum þegar um er að ræða röð smærri tjóna. Sjálfsábyrgð nemur yfirleitt um 25% af birgðum svo að röð smærri tjóna getur valdið eldisstöðvum miklum búsifjum. Fjármögnun hafbeitar hefur þá sérstöðu að ekki er um að ræða áþreifanlegar birgöir sem bankar og tryggingarfélög geta lagt hald á. Lánshæfni hafbeitarstöðva byggist á endurheimtulíkum, skilyrðum á sleppistað, eðli haf- beitarstofns og kunnáttu þeirra sem sleppa. Fjármögnun til hafbeitar- stöðva felst í lánum til að kaupa seiði. Til að raunhæft sé að bankar láni hafbeitarstöðvum verður að gera ráð fyrir að ábyrgðir þurfi að koma í stað afurðaveða að svo miklu leyti sem önnur veð eru ekki tiltæk. í þessu sambandi væri hugsanlegt að fyrrgreint eignarhaldsfélag legði fram ábyrgðir í krafti eigin- fjárstöðu sinnar. Afrakstur af fískeldi Samfara vaxandi umsvifum í fiskeldi hafa viðhorf til sérstöðu og fjárþarfar greinarinnar breyst. Fyrirgreiðsla hefur aukist og komist í fastara form og lána- stofnanir hafa mótað ákveðnar kröfur varðandi fjárhagsstöðu og ytri skilyrði fyrirtækjanna. Viðunandi árangur í fiskeldi krefst þess m.a. að framleiðslu- kostnaður íslenskra fyrirtækja reyndist ekki hærri en hjá erlend- um keppinautum. Hér á landi bjóðast um margt betri skilyrði en víða annars staðar til fiskeldis. Sérstakar vonir má binda við hina íslensku aðferð sem þróast hefur við strandeldi. í eftirfarandi töflu er sett fram áætlun um skilaverðmæti 1 millj- ónar seiða með hinum ýmsu eld- isaðferðum. í töflunni kemur fram að framleiðsluverðmæti verður mest við að ala seiði í strandstöð. Þar þarf að kosta mestu til, en sá kostnaður felst að mestu í innlendum aðföngum: ET tók saman og stytti 1. Strandeldi 3 kg fiskur, 95% nýting, 250 kr/kg -712,5 m.kr. 2. Kvíaeldi 2,2, kg fiskur, 75% nýting, 220 kr/kg -363,0 m.kr. 3. Hafbeit 2,5 kg fiskur, 8,5% heimtur, 230 kr/kg -48,8 m.kr. 4. Útflutningur seiða 50 g seiði, 90% nýting, 75 kr/seiði -67,5 m.kr. Lokað á laugardögum frá 1. júní til 1. september Opnunartími aðra daga Manudaga-miövikudaga frá kl. 9-18. Fimmtudaga frá kl. 9-20. Föstudaga frá kl. 9-19. Verið velkomin HAGKAUP Akureyri Eyfirðingar, Þingeyingar og aðrir Norðlendingar Stórdansleikur verður í Freyvangi laugardaginn 11. júní. Stórsveit félagsins leikur undir stjórn Atla Guölaugssonar frá kl. 22.00-22.30 og síðan veröur stiginn dans. Mætum svo hress og kát og skemmtum okkurtil kl. 03.00. Allir velkomnir. FHUE 1 lúsnæöisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboó Stjórn verkamannabústaða á Eskifirði í umboði bæjarstjórnar óskar eftir tilboðum í byggingu fjög- urra leiguíbúð í tveggja hæða sambýlishúsi byggðu úr steinsteypu. Verk nr. z 04.01 ú*teikninga- safni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvors húss 390.7 m’ Brúttórúmmál hvors húss 1248.8 m3 Húsið verði byggt við götuna Dalbarð 6, Eskifirði og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna fer fram á bæjarskrifstofu Eskifjarðar, Strandgötu 49, 735 Eskifirði og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá miðviku- deginum 8. júní 1988 gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðju- daginn 21. júní 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. llúsnæðisstofnun ríkisins Sumarstuð T Sjallanum Hljómsveit Ingimars Eydal T Sjallanum föstudags- og laugardagskvöld Sjallinn 25 ára Matseðill 5úpa kvöldsins Rækjukokteill með hvítvínssósu og ristuðu brauði Hvítlauksristaður hörpuskelfiskur með glóðuðu brauði ★ Pönnusteiktur skötuselur með saffronsósu Fylltar smálúðurúllur með kryddjurtasósu ★ Meilsteiktlambafille með grænmeti og bökuðum kartöflum Hautasteik að hætti hússins ★ úanilluís með ferskum ávöxtum Djúpstelktur Cammembertostur með rifsberjahlaupi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.