Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 6
6-DAGUR-9. júní 1988 Fj árfestingafélagið: Opnar skrifstofu í húsakynnum FA Eins og flestum mun kunnugt hefur Fjárfestingarfélagið hf. opnað skrifstofu í húsakynnum Ferðaskrifstofu Akureyrar við Ráðhústorg þar sem öll almenn verðbréfaviðskipti fara fram. Einnig mun þessi skrifstofa þjóna þeim sem eru og verða í Frjálsa Íífeyrissjóðnum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er einkum ætlaður þeim, sem ekki eru skyldaðir til þess að vera í öðrum lífeyrissjóði, eins og t.d. sjálfstæðir atvinnurekendur. lögfræðingar, forstjórar, tann- læknar o.fl. Þá er og þeim sem greiða í hina lögbundnu sjóði heimilt að greiða jafnframt í Frjálsa lífeyrissjóðinn til þess að tryggja sér hærri lífeyri þegar þeir láta af störfum. Valur Blomsterberg, sem hef- ur umsjón með Frjálsa iífeyris- sjóönum verður á Akureyri fimmtudaginn 9. júní nk. og flyt- ur erindi um lífeyrissparnað og svarar fyrirspurnum þeirra, sem vilja kynna sér Frjálsa lífeyris- sjóðinn á Hótel KEA kl. 17.15. igm Skógræktarfélag Eyfírðinga Gróðrarstöðin í Kjarna: Plöntusala í fullum gangi ★ Barrtré, ýmsar tegundir ★ Lauftré, ýmsar tegundir ★ Skrautrunnar, ýmsar tegundir ★ Berjarunnar, ýmsar tegundir ★ Limgerðisplöntur, ýmsar tegundir ★ Klifurplöntur, ýmsar tegundir ★ Skógarplöntur, ýmsar tegundir ★ Rósir IJrval af stórum lerki- og blágrenitrjám Leitlð upplýsinga í síma 24047. Póstsendum um allt land. ^__________________________________/ Þórsarar byggja félagsheimili: „Mardr komið og lafft hond a ploginn - segir Guðmundur Sigurbjörnsson Undanfarna mánuði hafa Þórsarar unnið við byggingu félagsheimilis á íþróttasvæði sínu við Glerárskóla. Fyrsta skóflustungan var tekin 26. september á síðasta ári og síð- an þá hefur verið unnið af krafti við bygginguna. Húsið sem er um 450 fm að grunn- fleti, er á þremur hæðum og samtals er gólfflöturinn um 1150 fm. í dag er búið að steypa upp kjallarann og alla milliveggi á aðalhæð. Blaða- maður Dags var á ferð á svæð- inu í vikunni og hitti þar að máli Guðmund Sigurbjörnsson hafnarstjóra á Akureyri en hann á sæti í bygginganefnd félagsheimilisins. Hann var fyrst spurður að því hvernig framkvæmdir við húsið hafí gengið. Baldvin Guðmundsson smiður og markvörður Þórs, við vinnu sína í byggingunni. „Það er ekki hægt að segja annað en að þær hafi gengið ágætlega. Við í byggingarnefnd settum okkur það markmið í upphafi að Ijúka þessari fram- kvæmd á einu og hálfu ári en það hefur síðan allt breyst. í upphafi töldum við okkur hafa nokkuð góðar upplýsingar um það hversu mikið fjármagn við fengjum úr bæði íþrótta- og félagsheimila- sjóði ríkisins en það verður mun minna en talað var um. Við vor- um sannfærðir um það í upphafi af ráðamönnum og þ.m.t. þing- mönnum okkar, að við fengjum í það minnsta 4,5 milljónir króna í framkvæmdir á þessu ári úr íþrótta- og féiagsheimilasjóði en sú tala verður ekki nema um 1,3 milljónir. Þá hefur einnig verið erfitt að sækja í pening hjá fyrir- tækjum og einstaklingum í Þannig stendur félagsheimilisbyggingin í dag. Feréamál á Norðuríandi Miðvikudaginn 22. júní nk. verður gefið út blað helgað ferðamálum á Norðurlandi. Þeir sem áhuga hafa á því að auglýsa í blaðinu, hafi samband við auglýsingadeild Dags fyrir 10. Mynd tekin við aihendingu VISA-styrksins. T.v. Jóhann Ágústsson, stjórn- arformaður VISA íslands, Halldór Halldórsson og Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA Islands. VISA veitir HaUdóri Halldórssyni hjarta- oglungnaþega, prstuðning Stjórn VISA íslands - Greiðslu- miðlunar hf. samþykkti fyrir nokkru að veita Halldóri Hall- dórssyni, hjarta- og lungna- þega, fjárstyrk að fjárhæð kr. 300.000. til að létta undir með honum og fjölskyldu hans vegna hinnar kostnaðarsömu læknismeðferðar og þeirrar endurhæfíngar, sem nú tekur við. Eins og kunnugt er var skipt um hjarta- og lungu í Halldóri 2. febrúar sl., en hann hélt til Eng- lands 26. september í fyrra til að leita sér lækninga, eftir að hafa átt við sjúkleika að stríða árum saman. Afhending styrksins hefur beð- ið heimkomu Halldórs, en þriðjudaginn 31. maí, afhenti Jóhann Ágústsson, stjórnarfor- maður VISA, honum styrkinn í kaffisamsæti sem efnt var til hjá VISA íslandi, að Höfðabakka 9, Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.