Dagur - 09.06.1988, Page 15

Dagur - 09.06.1988, Page 15
9j júníi,t988i- DAGUR - 16? ÍSLANDSMÓTIÐ SlíHtB Júlíus tryggði Þórsurum stig - er hann skoraði úr vítaspyrnu á lokamínútunum gegn ÍA í gærkvöld „Það er ekki hægt að fara á lægra plan en þetta. Þeir áttu miðjuna alveg og við náðum ekki að spila okkar leik. Það er því ekki hægt annað en að vera ánægður með úrslitin,“ sagði Júlíus Tryggvason, leikmaður Þórs eftir að Þór og IA höfðu skilið jöfn á Þórsvellinum á Akureyri í gærkvöld. Lokatöl- ur urðu 1:1 og það var einmitt Júlíus sem tryggði Þórsurum eitt stig er hann jafnaði úr víta- spyrnu þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Það var ekki liðinn langur tími af leiknum í gærkvöld þegar Skagamenn höfðu náð yfirhönd- inni á vellinum, enda virkuðu þeir frískir og baráttuglaðir á meðan Þórsarar voru þungir og jafnvel áhugalausir. En þrátt fyrir að Skagamenn næðu fljótt tökum á leiknum áttu þeir í erfiðleikum með að skapa sér færi. Fyrsta færi leiksins var reyndar Þórsara. Hlynur komst þá í ágætt færi tveimur til þremur metrum utan við markteig en skot hans fór yfir markið. Á næstu mínútum fengu Akurnes- ingarnir tvö ágætis færi. í annað skipti bjargaði Nói Björnsson á línu eftir gott skot Haraldar Ingólfssonar en í hitt skiptið vippaði Baldvin markvörður boltanum yfir markið á glæsileg- an hátt eftir lúmskt skot Haraldar Hinrikssonar. Skagamenn mættu einnig frískari til síðari hálfleiks en smátt og smátt kom- ust Þórsarar meira inn í leikinn og fengu tvö ágætis færi á meðan Skagamenn komust lítið áfram. Það var síðan á 83. mínútu sem Skagamenn náðu forystunni. Sigursteinn Gíslason lék þá skemmtilega á tvo varnarmenn Þórs og renndi knettinum til Guðbjörns Tryggvasonar. Engin hætta virtist vera á ferðum fyrr en Guðbjörn skaut þrumuskoti af 20 metra færi sem hafnaði efst í hægra markhorninu. Ótrúlega glæsilegt mark og flestir töldu sigurinn nú Skagamanna. En þegar tvær mínútur voru til leiksloka fengu Þórsarar auka- spyrnu á miðjum vallarhelmingi Skagamanna. Guðmundur Valur Sigurðsson tók spyrnuna og sendi háan bolta inn í teiginn þar sem Siguróli Kristjánsson kom aðvíf- Mark Pórsara í uppsiglingu. Siguróli Kristjánsson skallar að marki IA. Markið er opið og boltinn á leið í netið en . . . A innfelldu myndinni sést hvar Halldór Askelsson heimtar vítaspyrnu en að baki hans veit Mark Duffield greinilega upp á sig sökina. Myndir: TLV andi og skallaði hann í átt að hægra markhorninu. Knötturinn var á leiðinni í netið þegar Mark Duffield sá sig neyddan til að forða marki með hendinni og Gísli Guðmundsson dómari dæmdi umsvifalaust víti. Júlíus Tryggvason skoraði örugglega úr spyrnunni og tryggði þar með Þórsurum stig á elleftu stundu. Baráttuleysi setti svip sinn á leik Þórsliðsins að þessu sinni og þó leikurinn hafi jafnast í síðari hálfleik náðu leikmenn liðsins sér aldrei á strik. Baldvin Guð- mundsson lék vel að þessu sinni og sýndi öryggi í markinu. Þá var Guðmundur Valur einnig góður en aðrir léku undir getu. Skagaliðið réði gangi leiksins lengst af en átti í erfiöleikum með að skapa séi færi. Ef á heild- ina er litið fengu Þórsarar fleiri færi þannig að e.t.v. má halda því frarn að úrslitin hafi verið sanngjörn. Ólafur Þórðarson var besti maður Skagaliðsins en Karl Þórðarson, Guðbjörn Tryggva- son og Sigurður Lárusson voru einnig góðir. l.iD l’órs: Baldvin Guómumlsson. Júlíus I ryggvason. Birgir Skúlason. Nói Björnsson, Siguróli Kristjánsson. Guö- muntlur Valur Sigurösson, Jónas Róhcrlsson, Kristján Kristjánsson (Ólaf- ur Þorhcrgsson á 56. mín.j. F.inar Ara- son (Birgir hór Karlsson á 6S. mín.). Hlynur Birgisson og Halldór Áskelsson. Liö ÍA: Ölafur Gottskálksson, Heimir Guömundsson, Siguröur B. Jónsson, Siguröur I.árusson. Mark Dulficld. Guö- hjörn Tryggvason. Haraldur Ingólfsson. Ólafur Þórðarson (Gunnar Jónsson á 74. mín.), Karl Þóröarson, Haraldur Hinriksson (Sigurstcinn Gíslason á 7K. mín.) og Aöalstcinn Víglundsson. Dómari: Gísli Guömundsson dæmdi lcikinn af miklu öryggi. Línuvcrðir: Bragi Bcrgmann og Haukur Torfason. JHB Fyrsta tap Leifturs - Víkingar unnu vígsluleikinn í Stjörnugrófmni 2:1 Stuðningsmenn Víkings bölv- uðu sínum mönnum upphátt og í hljóði og voru búnir að sætta sig við jafntefli í nýliða- slagnum og vígsluleiknum í Stjörnugrófinni í gærkvöld, þegar besti maður Víkingsliðs- ins, Atli Einarsson, skoraði sigurmarkið á 80. mín. Úrslitin urðu því 2:1 og fyrsti ósigur Enn tapar Völsungur - sanngjarn sigur Valsmanna á Húsavík í gær Völsungar eru enn án stiga eft- ir að þeir töpuðu fyrir Val á Húsavík í gærkvöld. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri en á mjög slæmum grasvelli og var knattspyrnan eftir því. Leikurinn var tíðindalítill þangað til á 26. mínútu þegar Jón Grétar átti gott skot á Völsungs- markið sem Þorfinnur varði í stöng og út. Á 28. mínútu komst Guðni einn í gegnum vörn Völs- unga en Þorfinnur bjargaði meistaralega með góðu úthlaupi. Fyrsta markið kom svo á 42. mínútu. þá átti Sigurjón mjög gott skot frá vítateig óverjandi fyrir Þorfinn. Völsungar byrjuðu seinni hálf- leik af krafti og jöfnuðu leikinn á 49. mínútu. Það gerði Aðalsteinn eftir að hann komst inn í send- ingu sem ætluð var markverði Vals. Valsmenn tóku síðan forystu á 60. mínútu með marki Tryggva Gunnarssonar eftir að Skarp- héðni hafði mistekist að hreinsa frá. Um miðjan hálfleikinn var Kristjáni Olgeirssyni vikið af leikvelli og þá var eftirleikurinn Valsmönnum auðveldur og Tryggvi bætti við öðru marki á 85. mínútu og úrslitin urðu því 3:1. Völsungar voru afspyrnuslakir í þessum leik og verða að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara. Valsmenn léku þokkalega miðað við aðstæður. Liö Völsungs: Þorfinnur Hjaltason, Helgi Helgason, Sveinn Freysson, Theo- dór Jóhannsson. Guömundur Jóhanns- son, Björn Olgeirsson, Kristján Olgeirs- son, Stefán Viðarsson (Jónas Hallgríms- son á 63. mín.), Skarphéðinn ívarsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson og Snævar Hrcinsson. Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Þorgrímur Þráinsson, Sigurjón Kristjáns- son, Magni Blöndal Pétursson, Jón Grét- ar Jónsson, Steinar Adólfsson, Guðrii Bergsson, Hilmar Sighvatsson (Tryggvi Gunnarsson á 35. mín.), Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, og Páll Bragason. Dómari: Eysteinn Guðmundsson Línuverðir: Þorvarður Björnsson og Geir Þorsteinsson. ASG Leiftursmanna í 1. deild var staðreynd. „Mér fannst við eiga meira skilið,“ sagði Þor- valdur Jónsson markvörður og fyrirliði Leifturs eftir leikinn. Það voru Ólafsfirðingar sem fengu fyrsta færið í leiknum strax á 4. mín. Sigurbjörn skaut þá yfir markið af stuttu færi eftir send- ingu Steinars. Leikurinn var ann- ars mjög rólegur framan af og ekki fyrr en á 24. mín. að næst var ástæða til að glenna glyrnurn- ar. Hafsteinn skailaði boltann þá fyrir fætur Steinars sem tók þó þann kost að nota höfuðið. Guð- mundur Hreiðarsson markvörður Víkings varði vel. Leiftursmenn voru enn að naga sig í handarbökin eftir þetta þegar Lárus Guðmundsson skor- aði fyrsta mark leiksins nokkuð óvænt í eitt af fáum skiptum sem hann losnaði úr gæslu Árna Stefánssonar. Eftir markið sóttu Víkingar meira fram að hléi. Leiftursmenn áttu einnig fyrsta færið í síðari hálfleik en þá skall- aði Steinar framhjá opnu marki Víkinga eftir sérkennileg varn- armistök þarlendra manna. Á 67. mín. var Steinar svo aftur á ferð- inni og nú brást honum ekki bogalistin. Einn og óvaldaður á markteig skoraði hann fyrsta úti- mark Ólafsfirðinga í I. deild eftir fyrirgjöf Harðar og staðan var jöfn 1:1. Hvort lið átti nokkur löng skot að marki eftir þetta en veruleg hætta skapaðist ekki upp við mörkin. Leiftursmenn voru sprækir um stund en bökkuðu þó fullmikið. Víkingar náðu yfir- höndinni og þegar há fyrirgjöf barst fyrir markið beið Atli Einarsson „undir“ vörninni og skoraði viðstöðulaust. Bestir Leiftursmanna í þessum leik voru bræðurnir Sigurbjörn og Hafsteinn Jakobssynir. Þor- valdur var góður og verður ekki sakaður um mörkin tvö. Liðin scm lcku voru þannig skipuö: Leiftur: Þorvaldur Jónsson. Árni Stefánsson, Friðgeir Sigurösson (Hclgi Jóhannsson 82.), Guðmundur Garðars- son, Gústaf Ómarsson, Hafsteinn Jakohsson, Halldór Guðmundsson (Friðrik Einarsson 79.), Hörður Benónýs- son, Lúðvík Bergvinsson, Sigurbjörn Jakobsson, Steinar Ingimundarson. Gult spjald: Friðgeir Sigurðsson. Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson. Andir Marteinsson, Atli Einarsson. Atli Helgason, Hlynur Stefánsson. Jóhann Þorvarðarson, Jón Oddsson (Sigurður Guðnason 79.), Lárus Guðmundsson (Björn Bjartmarz 75.). Stefán Halldórs- son, Trausti Ómarsson, Þórður Marels- son. Dómari: Guðmundur Sigurðsson var síður en svo óskeikull. ET

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.