Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 30. júní 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ölvunarakstur Eftir hverja helgi berast fréttir af því að lögreglan hafi tekið svo og svo marga öku- menn fyrir meinta ölvun við akstur. Þótt fjöldi ökumanna missi bílprófið árlega af þessum sökum má hiklaust fullyrða að mun fleiri sleppi „með skrekkinn" og kom- ist upp með það að stjórna ökutæki undir áhrifum áfengis. Það er með ólíkindum hversu margir kjósa að aka ölvaðir, þótt þeim ætti að vera fyllilega ljóst hvaða hætt- ur það hefur í för með sér. Það er vanda- samt og ábyrgðarmikið starf að aka bíl. Til þess þarf óskerta athyglisgáfu og óbrengl- aða dómgreind og þess vegna eiga áfengi og akstur ekki samleið. Þrátt fyrir linnu- lausan áróður yfirvalda gegn ölvunarakstri lætur árangurinn á sér standa. Það er hryllilegt til þess að hugsa að hvorki meira né minna en fjórðung bana- slysa í umferðinni hér á landi má rekja til ölvunaraksturs. Þá eru önnur slys og eignatjón vegna ölvunaraksturs óteljandi. Viðbúið er að ölvunarakstursbrotum eigi enn eftir að fjölga þegar bjórinn verður leyfður, a.m.k. er reynsla annarra þjóða sú. Ljóst er að stórauka þarf eftirlit með ölv- unarakstri og herða jafnframt viðurlög við slíkum brotum verulega. Fangelsisvist og háar fjársektir eru vænleg vopn í barátt- unni gegn ölvunarakstri. Viðurlög þurfa að vera svo þung að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir setjast undir stýri undir áhrifum áfengis. „Eftir einn, ei aki neinn“, segir í einu slagorða Umferðarráðs gegn ölvunarakstri. Þó að áróður sem þessi sé af hinu góða virðist hann ekki hafa tilætluð áhrif. Þá þarf að grípa til annarra meðala. Ölvaður ökumaður er stórhættulegur sjálf- um sér og öðrum og hinn almenni vegfar- andi hlýtur að gera kröfu til þess að einskis verði látið ófreistað til að koma í veg fyrir að slíkir menn aki um vegi landsins. BB. Nýja AS/400 tölvukerfið 99 á engan sinn Iíka“ segir Gunnar Hansson forstjóri IBM á íslandi IBM á íslandi kynnti á dögun- um nýtt tölvukerfi, IBM AS/ 400. Hönnun tölvunnar hefur staðið yfir í langan tíma og hef- ur IBM á íslandi m.a. lagt í miklar fjárfestingar, í sam- vinnu við Orðabók Háskólans, að þýða öll forritin á íslensku. Að sögn Gunnars Hanssonar forstjóra IBM á íslandi á þessi tölva og kerfið sem henni fylgir engan sinn líka. IBM AS/400 er upplýsinga- kerfi sem svarar margháttuðum kröfum fyrirtækja af öllum stærð- um og í nær öllum atvinnugrein- um. Um er að ræða einhverja fjölhæfustu tölvu sem sett hefur verið á markað og opnast nú möguleiki á notkun mun fjöl- breyttari og fullkomnari hugbún- aðar en þekkst hefur í tölvum af þessari stærð. AS/400 kerfið er til í sex gerð- um sem miðast við allt frá 4 og upp í 400 virka notendur samtím- is og felur í sér nýstárlega og fjöl- þætta notkunarmöguleika, allt frá tölvuvæddum leiðbeiningum við uppsetningu, til tölvustýrðar kennslu og þjálfunar. Vél- og hugbúnaður allra tölvugerðanna er staðlaður. Pessi tölva sameinar ýmsa þá kosti sem S/36 og S/38 tölvurnar eru búnar, auk þess sem hún býr yfir fjölmörgum nýjungum bæði í vél- og hugbún- aði. Mikið verkefnaúrval verður þegar fyrir hendi, þar sem auð- velt er að flytja kerfi af System/36 og System/38 yfir á AS/400 eða nota þær tölvur samhliða AS/400 í sameiginlegu umhverfi. Stórátak í þýðingarvinnu fslenskir notendur eru kröfu- harðir og IBM á íslandi leitaði til Orðabókar Háskólans um aðstoð. Árangurinn er sá að nú getur fyrirtækið boðið öll skrif- stofukerfin sem fylgja AS/400 á íslensku. Hér er um að ræða rit- vinnsiu, tölvupóstkerfi, kerfi sem heldur utan um geymslu og nálg- un gagna, fullkomið fyrirspurna- kerfi inn á gagnagrunn og ýmis forrit sem annast tengsl við PS/2 og PC tölvurnar. Milli 12 og 15 manns unnu að þessu þýðingar- starfi hjá Orðabókinni En það eru ýmsar aðrar nýjungar sem fylgja þessu kerfi. Eitt af því er svokölluð IBMLink eða beinlínuþjónusta. AS/400 tölvan tengist stórtölvu IBM í Skaftahlíðinni sem aftur er tengd við alþjóðatölvunet IBM. Með þessu opnast möguleiki fyrir við- skiptavini að fá beinan aðgang að hinum fjölmörgu gagnabönkum IBM og geta þeir þannig fengið upplýsingar um t.d. vél- og hug- búnað og svör við ýmsum tækni- spurningum. Einnig komast þeir í beint tölvupóstsamband við starfsmenn IBM. Pá geta stór- Norræn kalráðstefna á Akureyri: „Svellkalið erfið- ast viðureignar“ Dagana 11.-13. júní síðastlið- inn var haldin á Akureyri kal- ráðstefna á vegum Norræna búvísindafélagsins, NJF. Helstu sérfræðingar á Norður- löndum koma saman annað hvert ár og halda ráðstefnu um kal frá ýmsum sjónarhornum. Einum þátttakanda frá Norð- ur-Ameríku er síðan allt- af boðið á þessa ráðstefnu og í ár kom hann frá Kanada. Norræna kalráðstefnan var nú haldin í fyrsta sinn hér á ís- landi. Bjarni Guðleifsson fram- kvæmdastjóri Ræklunarfélags Norðurlands var spurður nánar út í þessa ráðstefnu. Bjarni segir að kalskemmdir séu af misjöfnum toga og þær séu margþætt fyrirbrigði. Þáð geta verið sveppir sem valda rotkali, það geta verið bein frost sem valda frostkali, eða þurrkur sem kemur vegna þurra- kulda eða vegna þess að plönt- urnar lyftast upp úr moldinni. Það hafa áður verið haldnar ráð- stefnur um allt þetta og nú var komin röðin að því að halda ráð- stefnu um svellkal. Svellkal er algengasta tegund kalskemmda á íslandi og reyndar mun útbreidd- ara en áður var talið, t.d. algengt segir Bjarni Guðleifsson í norðurhéruðum Skandinavíu. Það hefur líka komið í ljós að svellkal er mun algengara hér á landi en álitið var. Þess vegna þótti tilvalið að halda ráðstefn- una hér, einnig hafa vérið gerðar nokkrar rannsóknir á svellkali hér á íslandi. Ráðstefnan hér heppnaðist mjög vel, menn voru ánægðir með aðbúnað allan svo og framkvæmd ráðstefnunnar. Þó að nú sé gott ár hvað snertir kalskemmdir hér á Norðurlandi, kal er með minnsta móti, þá var farið út í Höfðahverfi þar sem urðu kalskemmdir í vor, og það reyndist hægt að skoða þetta fyrirbrigði. „Það má segja að þessi ráð- stefna hafi sýnt það að við hér á Norðurlöndum erurn fremur að fást við hagnýta hluti hvað varðar þessar skemmdir, þ.e. hvernig hægt sé að draga úr þeim með áburði, með því að slá öðruvísi, með því að nota aðrar grasteg- undir o.s.frv. Þær upplýsingar sem við fengum frá Kanada- manninum snérust hins vegar um hvað er að gerast inni í plöntun- um, inni í plöntufrumunum þeg- ar þær kelur, þ.e.a.s. lífeðlis- t’ræðilegar og lífefnafræðilegar skýringar. Ég tel þetta hafi verið mjög gott sambland af hagnýtum og fræðilegum upplýsingum. Þarna voru flutt yfir 20 erindi. Fyrst var farið ; útbreiðslu kalskemmda og hvað þær þýddu mikið fjárhags- lega. Þar kom fram að það er tal- ið að kal valdi tjóni upp á u.þ.b. 6 milljarða íslenskra króna árlega á Norðurlöndum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.