Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 11
30. júní 1988- DAGUR - 11 hér & þor „Ég er alltaf svangur - segir hinn 280 kílóa þungi Norman Smith íí Norman Smith var um tíma orð- inn um 280 kíló að þyngd, gjör- samlega háður endalausu hungri og botnlausum maga. Eins og mannleg „Ókind“, át hann allt sem hann kom höndum yfir og gekk svo langt, að fremja afbrot til þess að komast yfir meiri mat. Þegar lögreglan kom til þess að handtaka hann tók hún enga áhættu, því 26 fílefldir lögreglu- menn mættu á staðinn ef ske kynni að hann reyndi flótta. Hann var aðeins 31 árs og dómarinn aumkvaði sig yfir hann. í stað þess að dæma hann til fangavistar, hlaut hann tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Réttarhöldin fóru fram í febrúar, en strax eftir þau ákvað hann að fara í megrun. Hann hef- ur þegar misst um 20 kíló en get- ur vel hugsað sér að léttast um 100 kíló í viðbót. „Ég var sjúkur í mat svo þegar mér bauðst tækifæri til þess að verða mér úti um auðfengna pen- inga, sló ég tii!“ sagði Norman þegar hann var beðinn um að útskýra hvers vegna hann tók þátt í þjófnaðinum. „Ég get ekk- ert að þessu gert, ég er alltaf svangur og mig dreymir meira að segja mat á næturnar." Norman missti atvinnu sína sem verkamaður vegna þess að hann var of feitur til þess að geta unnið. Þá fékk hann styrk frá rík- inu sem nam um 100 dölum á viku en sagðist hafa getað borðað fyrir minnst 300 dali á viku. „Ég bjó heima hjá mömmu og át allt sem ég fann, en það var samt aldrei nóg.“ Áður en hann fór í megrun, var dagskammtur hans af mat, hálft kíló af skinku, kíló af osti, um tvö kíló af kjöti, þrjú heil brauð, þrír skammtar af fiski og frönskum, kíló af sælgæti, tveir pakkar af kexi, heil súkkulaði- kaka og fimm lítrar af bjór. „Þyngd mín hefur eyðilagt líf mitt,“ sagði hann. „Ég get ekki farið í bað. Ég reyndi það stund- um en festist svo oft í baðinu að það var niðurlægjandi. Nú fer ég alltaf í sturtu. Eg þarf að láta sérsauma á mig föt því þau eru ekki seld svona stór í verslunum. Þau þurfa því að endast vel, því einn bolur kostar mig um 30 dali. Vinur minn bauðst eitt sinn til þess að aka mér í bæinn í gamla bílnum sínum. Við ýttum sætun- um aftur og ég þrengdi mér inn. Viti menn, ryðgað gólfið í bíln- um gaf sig, sætið lenti á götunni en sem betur fer vorum við ekki farnir af stað.“ Rúmið hans hefur sömuleiðis gefið sig undan þyngd hans. Það þurfti að sjóða málmrúmið sam- an og styrkja það með stálbitum, eins og reyndar hægindastólinn ' hans. Þegar lögreglan kom til þess að .handtaka hann, var hann sofandi log dreymdi auðvilað um mat. |„Þeir stóðu við rúmið og vöruðu mig við því að reyna að flýja. Ég hugsaði með mér að þeir myndu vera að gera að gamni sínu, ég sem varla gat hreyft mig, hvað þá istokkið út um gluggann." Þeir fóru með hann út að bílnum, en gátu ekki troðið hon- um inn. Kalla þurfti á „Svörtu Maríu“, en þrátt fyrir það, þurfti að taka sætin úr til þess að koma honum inn. „Þegar við komum á stöðina, var mér stungið í klefa, en þar sem þetta var í fyrsta skipti sem ég hef sleppt morgunverði, var ég orðinn vitstola af hungri eftir nokkra tíma. Þegar mér var sleppt var það fyrsta sem ég gerði, að borða 10 manna skammt af eggjum, fleski og baunum.“ Allt frá þeirri máltíð, hefur Norman reynt að hemja matar- lyst sína. Hann segir það vera ákaflega erfitt og að sér líði hræðilega illa hverja mínútu dagsins, en hann er ákveðinn í þessu. „Ég er orðinn hundleiður á að vera feitur og ógeðslegur. Von- andi tekst mér að losna við fleiri kíló,“ sagði hann að lokum. Hér sýnir Norman „aðeins“ dagskammt af mat sem hann var vanur að láta ofan í sig. ríl dogskrá fjölmiðlo SJÓNVARPIÐ FIMMTUDAGUR 30. júni 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Heiða. Nýr, teiknimyndaflokltur byggð- ur á skáldsögu Johanna Spyri. 19.25 íþróttasyrpa. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Stangveiði. (Go Fishing). 21.05 Matlock. Bandarískur myndaflokkur um lögfræðing í Atlanta. 21.55 Svíþjóð og Sovétríkin. (Record Magazinet). Er Sviþjóð hernaðarlega mikil- vægt fyrir Sovétrikin? Sýnd er sovésk heimildamynd og á eftir ræðast við Sergej Aksjonov yíir- maður sovéska sendiráðsins i Sviþjóð og Bo Hugemark yfir- maður varnarmála í Sviþjóð. 22.55 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI FIMMTUDAGUR 30. júní 16.40 Votviðrasöm nótt. (A Night Full of Rain.) Mynd um stormasamt samband bandariskrar jafnréttiskonu og italsks blaðamanns sem búsett eru i Róm. Aðalhlutverk: Giancarlo Giann- ini og Candice Bergen. 18.20 Furðuverurnar. (Die Tintenfische.) 18.45 Dægradvöl. (ABC's World Sportsman) 19.19 19.19. 20.30 Svaraðu strax. 20.50 Á heimaslóðum. Farið fram f fjörð. Umsjón: Helga Jóna Sveinsdóttir. 21.55 Sofiðút. (Do not Disturb.) Mike Harper er framkvæmda- stjóri hjá stóru uilarvinnslufyrir- tæki sem á ítök víða í Evrópu. Starfið krefst mikflla ferðalaga tU annarra landa, en það á eigin- kona hans, Janet, erfitt með að þola. TU að vekja athygli eigin- manns sins á sér hyggst Janet beita bragði, sem oft hefur reynst vel á skjánum, og gera hann afbrýðisaman með þvi að sýna öðrum manni áhuga. AðaUrlutverk: Doris Day og Rod Taylor. 23.35 Viðskiptaheimurinn. (WaU Street Joumal.) Nýir þættir úr viðskipta- og efna- hagsUfinu. 00.00 Á nálum. (Panic in Needle Park.) Ung stúUra yfirgefur fjölskyldu sína og flyst tfl New York í leit að ævintýrum. Hún hittir skemmti- legan pUt sem þvi miður neytir fíkmlyfja og stundar rán. Fljót- lega samlagast hún þessum nýju lifnaðarháttum og sekkur dýpra og dýpra með hverjum deginum sem líður. Lærdómsrík mynd fyrir ungt fóUt með ævin- týraþrá. Aðalhlutverk: A1 Pacino og Kitty Winn. Ekki við hæfi barna. 01.50 Dagskrárlok. 0 RÁS 1 FIMMTUDAGUR 30. júni 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpóstur - Frá Norður- landi. Umsjón: Jón Gauti Jónsson. 10.00 Fréttir - Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. 11.00 Fréttir - Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit ■ Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ Tilkynning- ar. 13.05 í dagsins önn. 13.35 Miðdegissagan: „Lyklar himnaríkis" eftir A. J. Cronin. 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Heitar lummur. Umsjón: Inga Eydal. (Frá Akur- eyri.) 15.00 Fréttir. 15.03 Ertu að ganga af göflunum, '68? 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. 19.40 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Kvöldstund barnanna. 20.15 Tónlistarkvöld Rikisút- varpsins. Listahátíð i Reykjavík 1988. Tónleikar „Empire Brass kvint- ettsins" í Háskólabíói 12. júní. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Ljóð frá ýmsum löndum. 23.00 Tónlist á síðkvöldi. 24.00 Fréttir. fljóðbylgjan FM 101,8 FIMMTUDAGUR 30. júni 07.00 Pétur Guðjónsson leikur tónlist við allra hæfi og spjallar við hlustendur. 09.00 Rannveig Karlsdóttir með góða tónlist og kemur öllum i gott skap. 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Pálmi Guðmundsson á dagvaktinni og leikur bland- aða tónlist við vinnuna. Tónhst- armaður dagsins tekinn fyrir. 17.00 Pétur Guðjónsson leikur létta tónlist. Tími tækifær- anna er kl. 17.30 til kl. 17.45. Síminn er 27711. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónllst. 20.00 Linda Gunnarsdóttir með tónlist í rólegri kantinum. 22.00 Kvöldrabb. Steindór G. Steindórsson fær til sin gesti í betri-stofu og ræðir við þá um þeirra áhugamál. 24.00 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 30. júni 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akur- eyri.) 10.05 Miðmorgunssyrpa. 12.00 Fréttayfirlit ■ Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. 16.03 Dagskrá. 18.00 Sumanveifla. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tekið á rás. Fylgst með tveimur leikjum i 1. deild íslandsmótsins í knatt- spymu, leik ÍBK og Þórs og KR og Vals. 22.07 Af fingrum fram. 00.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verð- ur endurtekinn frá mánudegi þátturinn „Á frivaktinni" þar sem Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. Veðurfregnir kl. 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10,11, 12,12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. RlKISUIVARHÐl AAKUREYRU Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. FIMMTUDAGUR 30. júni 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður- lands. FM 104 FIMMTUDAGUR 30. júni 07.00 Bjarni Dagur Jónsson. Lífleg og þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýsingar auk frétta og viðtala. Eréttir kl. 8. 09.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Seinni hluti morgunvaktar með Helga Rúnari. Fréttir kl. 10 og 12. 12.00 Hádegisútvarp. Bjarni Dagur veltir upp frétt- næmu efni, innlendu jafnt sem erlendu í takt við vel valda tónlist. 13.00 Jón Axel Ólafsson. Leikið af fingrura fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Fréttir kl. 14 og 16. 16.00 Mannlegi þátturinn. Árni Magnússon leikur tónlist, talar við fólk um málefni líðandi stundar og mannlegi þáttur til- verunnar í fyrirrúmi. Fréttir kl. 18. 18.00 íslenskir tónar. Innlend dægurlög að hætti hússins. 19.00 Stjömutiminn á FM 102.2 og 104. Gullaldartónlist í einn klukku- tíma. Syngið og dansið með. 20.00 Siðkvöld á Stjörnunni. Gæða tónlist leikin fyrir þig og þína. 24.00-07.00 Stjömuvaktin. 989 BYLGJAN FIMMTUDAGUR 30. júni 07.00 Haraldur Gislason og morg- unbylgjan. Litið i blöðin og spjallað við gesti. Hressileg tónlist á milli. Fréttir kl. 7, 8 og 9. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hressilegt morgunpopp bæði gamalt og nýtt. Fréttir kl. 10 og 11. 12.00 Hádegisfréttir - Aðalfréttir dagsins. 12.10 Hörður Arnarson. Sumarpoppið allsráðandi. Fréttir kl. 13, 14ogl5. 16.00 Ásgeir Tómasson, í dag - I kvöld. Ásgeir Tómasson spflar þægi- lega tónlist fyrir þá sem eru á leiðinni heim og kannar hvað er að gerast. Fréttir kl. 16 og 17. 18.00 Kvöldíréttatimi Bylgjunnar. 18.15 Margrét Hrafnsdóttir og tónhstin þin. 21.00 Þórður Bogason með góða tónlist á Bylgjukvöldi. - 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. - Bjami Ólafur Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.