Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 30. júní 1988 Verksmiðja Fóðurvörudeildar KEA, er til húsa neðst við Strandgötu á Akureyri. Dagur heimsótti Fóðurvörudeildina á dögunum og Gylfí Pálsson deildarstjóri sýndi okkur verk- smiðjuna og sagði okkur frá starfseminni. Fóðurvörudeildin framleiðir fyrst og fremst dýrafóður til land- búnaðarins. Þar er helst um að ræða þrjár tegundir af kúafóðri, kálfafóður og gyltufóður. Einnig er framleitt varpfóður, ungafóð- ur bæði fyrir lífunga og holda- kjúklinga. Annars konar fóður er líka hægt að fá s.s. reiðhestafóð- ur. Hráefnið sem unnið er úr er bæði innflutt og innlent, kol- vetnafóðrið er innflutt að mestu, en próteinfóðrið sem er að mestu fiskimjöl er innlent. Svo eru ýmiss konar önnur innlend hrá- efni notuð, það eru graskögglar, heykögglar, þangmjöl og fleira. Á síðasta ári framleiddi Fóður- vörudeildin um níu þúsund tonn af fóðri og felst framleiðslan í því að mala, blanda og köggla hrá- ' Heimsókn í Fóðurvörudeild KEA og KSÞ: „Við getum blandað nánast hvað sem er“ - segir Gylfi Pálsson deildarstjóri fóður handa þeim. Við seljum kanínufóður, andafóður og þess háttar," segir Gylfi. Hann segir allmarga bæjarbúa eiga regluleg viðskipti við deiidina og á vorin selst einnig áburður og fræ fyrir almenning. Mestur annatíminn er á vorin, þá er mest að gera í jarðræktinni og mikið er afgreitt af grasfræi og áburði. Yfir sumartímann er lægð í sölu kúafóðurs en að öðru leyti er framleiðslan nokkuð jöfn yfir árið. Gylfi sýndi blaðamanni hvem- ig verksmiðjan starfar, en hún er að mestu leyti sjálfvirk, hún er tölvustýrð og stjómunarstörfin lúta aðallega að eftirliti. Blöndun hráefnis er sjálfvirk, tölvustýrðar vogir sjá um að blanda allt hrá- efnið áður en það fer í vinnslu. Gylfi upplýsti að aðeins tvær verksmiðjur á landinu, sem eru staðsettar í Reykjavík séu sam- bærilegar við þessa. Að lokinni hringferð um verksmiðjuna kvöddum við Gylfa Pálsson deildarstjóra, töluvert fróðari um starfsemi þessa sem annars lætur fremur lítið yfir sér. kjó Hráefnið, f þessu tilviki fiskimjöl, kemur í heljarstórum sekkjum. Gylfi Pálsson deildarstjóri Fóður- vörudeildar. efnið. í ár er ráðgert að framleiða svipað magn, eftirspurnin er nokkuð stöðug miili ára. Fóðurvörudeildin selur einnig óunnið fóður i smáum skömmt- um-, s.s. grasköggla, fiskimjöl, malsmjöl, fyrir utan eigin fciður- blöndur. Stærsti hluti framieiðsl- unnar er seldur beint til bænda, en að hluta til er deildin heild- söluaðili til annarra kaupfélaga. Markaðssvæðið er fyrst og fremst Norðurland frá Húna- vatnssýslum austur til Þingeyjar- sýslna. Talsvert magn hefur verið selt austur á firði og í einstaka til- vikum til Vesturlands. Fóðurvörudeildin starfrækir einnig verslun. „Hingað kemur fólk og kaupir dúfufóður, smá- fuglafóður, nokkrir eiga hænur í útjaðri bæjarins, fólk kaupir hér Hér er verið að vigta fóður fyrir viðskiptavin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.