Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 13
íþróffir 30. júní 1988 - DAGUR - 13 l Mjólkurbikarinn 3. umferð: Tindastóll í 16 liða úrsKt eftir sigur á Magna - úrslitin 2:1 í framlengdum leik Tindastóll er kominn í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið Magna 2:1 á Sauð- árkróksvelli í gærkvöld, í framlengdum og rislitlum leik. Kalsaveður og rok settu sitt mark á leikinn á náðu leik- menn ekki að sýna áferðarfal- lega knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 0:0 eftir daufan fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins og fljót- lega fór að bera á mikilli hörku. En þegar lengra dró á hálfleikinn náði Tindastóll yfirhöndinni og sótti stíft að marki Magna, en tókst ekki að gera mark, þrátt fyrir mörg dauðafæri. Magna- menn fengu ekki umtalsverð færi í fyrri hálfleik, en börðust af hörku. Strax í byrjun seinni hálfleiks fékk Tindastóll gullið marktæki- færi. Guðbrandur Guðbrandsson komst inn fyrir vörn Magna, lék á markvörðinn en þrumuskot hans lenti í stönginni og út. Heppnin var ekki með Guðbrandi í þess- um leik. Fimm mínútum síðar kemur svo fyrsta mark leiksins. Eyjólfur Sverrisson tók auka- spyrnu fyrir Tindastól í öðru horni vallarins og skaut boga- bolta beint í mark Magna, glæsi- Akureyri: Ólympíu- legt mark. Á 13. mínútu seinni hálfleiks jafnar svo Sverrir Heimisson fyrir Magna með glæsilegu þrumu- skoti utan af teig, upp undir markslána. Pað sem eftir var seinni hálfleiks gerðist fátt markvert, og var sá kafli lélegast- ur í leiknum. Framlenging blasti við og voru leikmenn orðnir þreyttir. Staðan því 1:1 að lokn- um venjulegum leiktíma. Fyrri hálfleikur framlengingar var tíðindalítill en í þeim seinni réðust úrslit leiksins. Á 2. mínútu skoraði Eyjólfur aftur úr auka- spyrnu fyrir Tindastól, á sama KA sigraði í þremur leikjum af Ijórum þegar yngri flokkar félagsins mættu KS á KA-vell- inum á Akureyri á sunnudag. Leikirnir voru liðir í Islands- mótinu í knattspyrnu og unnu Siglflrðingarnir leik 5. flokks en KA vann hina leikina. 3. flokkur KA-menn höfðu geysilega yfir- burði í þessum leik og gersigruðu hátt og hann gerði í fyrra mark- inu. Það sem eftir lifði leiks sóttu bæði lið án afláts og Magni átti mörg þrumuskot að marki Tinda- stóls en Gtsli Sigurðsson varði vel. Bestir í liði Magna voru Tómas Karlsson í vörninni og hinn ungi Þorsteinn Jónsson. í annars slöku liði Tindastóls, stóð Björn Sverr- isson upp úr sem aftasti maður, auk þess sem gamla kempan Rúnar Björnsson átti ágæta spretti. Dómari leiksins, Páll Leó Jónsson, stóð sig svona þokka- lcga, en ekki meira. -bjb KS-inga 14:0. Jón Egill Gíslason hafði sig mikið í frammi að venju og skoraði 5 mörk, Helgi Níels- son skoraði 3, Karl Pálsson 2 og þeir Karl Karlsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Þórður Guðjónsson og Höskuldur Þórhallsson gerðu 1 mark hver. 4. flokkur Yfirburðir KA-manna voru einn- ig miklir í leik 4. flokks þótt ekki yrði sigurinn jafn afgerandi og hjá 3. flokki. Lokatölurnar urðu 9:0 og það voru þrír menn sem skoruðu 2 mörk hver, þeir Val- garður Gíslason, Brynjólfur Sveinsson og ívar Bjarklind. Kristinn Kristinsson og Rúnar Snæland skoruðu 1 mark hver og 1 markið var sjálfsmark. 5. flokkur Siglfirðingar sigruðu örugglega í leik A-liðanna, 1:4. Því miður tókst ekki að afla upplýsinga um markaskorara KS en Óskar Bragason skoraði eina mark KA- manna. KA sigraði hins vegar í leik B- liðanna, 2:1, og það voru Tómas Jóhannsson og Stefán Sigurðsson sem skoruðu mörk KA en ekki er vitað hver skoraði mark KS. JHB Golfmót á Húsvík: Magnús vann Víkurbarða- bikarínn Víkurbarðamótiö, punkta- keppni í golfí var haldin á golf- vellinum við Húsavík sl. sunnu- dag. Keppt var í fyrsta sinn um farandbikar sem hjólbarða- verkstæðið Víkurbarðinn gaf Golfklúbbi Húsavíkur og voru 24 þátttakendur í mótinu. Magnús Hreiðarsson fékk 43 punkta og hreppti bikarinn sem Tryggvi Bessason, annar eigandi Víkurbarðans aflienti. í öðru sæti varð Ingimar Hjálmarsson með 39 punkta og í þriðja sæti Hreinn Jónsson með 36 punkta. IM hlaup Ólympíuhlaup í tilefni Ólympíu- dagsins, sem var 21. júní, fer fram á Akureyri á laugardag- inn kemur. Hlaupið hefst kl. 14 á Ráðhústorgi og endar þar. Það er Ungmennafélag Akur- eyrar sem sér um framkvæmd hlaupsins. Keppt verður í 5 km skemmti- skokki og 10 km hlaupi. Fyrstu sex í hvorum flokki hljóta ólymp- íupening og auk þess verða þrenn pör af hlaupaskóm í aukaverð- laun, sem dregið verður um. Þá fá allir þátttakendur ólympíubol. Eyðublöð til skráningar liggja frammi í Sundlauginni og á íþróttavelli Akureyrar og er fólk beðið að tilkynna einnig vega- lengdina sem það liyggst hluupa. Einnig er hægt að skrá sig við rás- mark á hlaupdag. Þátttökugjald er kr. 200 fyrir fullorðna en kr. 100 fyrir 16 ára og yngri. Jón Egill Gíslason hefur skorað mikið af mörkum fyrir KA í sumar. Mynd: KG Ingimar Hjálmarsson, Magnús S. Hreiðarsson með Víkurbarðabikarinn, Hreinn Jónsson og Tryggvi Bessason, annar eigandi Víkurbarðans. Mynd: im Knattspyrna yngri flokka: Jón Egill með 5 mörk gegn KS SSSc Utboð Ólafsfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gerð íjsróttasvæðis í Ólafsfirði. Utboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunni að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði og Verkfræðiskrifstofu Sigurð- ar Thoroddsen, Glerárgötu 34, Akureyri frá 30. júní. Tilboðin verða opnuð á bæjarskrifstofunni, Ólafsvegi 4, þriðjudaginn 5. júní kl. 14.00. Bæjartæknifræðingur. jpLAWDSVIRKJUN Vinnubúðir tii 16 einingar stærð 2,40x5,40 m, mesta hæð 3,20 m þar af 11 svefneiningar, 2 samliggjandi sem stofa 1 forstofa og þvottaeining, 1 eining eldhús án skápa og 1 snyrtiein- ing með 2 klósettum og sturtu. Auk þessa 5 eininga hús, hentugt sem sumarbústaður. Tilboðum sé skilað til skrifstofu Landsvirkjunar Glerár- götu 30, Akureyri fyrir 10. júlí nk. Landsvirkjun. AKUREYRARB/tR Unglingavinna Flokksstjórar óskast til starfa nú þegar. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og hafi reynslu af verkstjórn. Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu umhverfisdeildar í síma 25600. Garðyrkjustjóri. Vantar vélstjóra á 60 tonna rækjubát frá Dalvík nú þegar. Upplýsingar í síma 96-61416 eða um borð í bátnum í síma 985-20162. Otur hf. Útgerðarfélag Akureyringa hf. auglýsir lausa til umsóknar stöðu annars framkvæmdastjóra félagsins. Krafist er góðrar menntunar og starfsreynslu. Gert er ráð fyrir að nýr framkvæmdastjóri komi til starfa um næstu áramót og taki að fullu við starfinu 1. maí 1989. Umsóknir skulu sendar stjórnarformanni Sverri Leóssyni, sími 96-22841, sem veitir nánari upplýs- ingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. við Fiskitanga. 600 Akureyri. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUNNAR JÓHANNESSON, fyrrverandi kennari, Þingvallastræti 6, Akureyri, sem lést hinn 27. júní verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. júlí kl. 13.30. María Ágústsdóttir, Bergrós Sigurðardóttir, Þórarinn Magnússon, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Gfsli Pálsson, Þorgils Sigurðsson, Björk Sigurjónsdóttir og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.