Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 7
3Ö’ juríí 1988 - DÍÁÖUN - 7 Stórkostleg breyting á Bónusreikningi: i MEIRIMÖGULEIKAR EN >toUR HAFA ÞEKKST ÁINNLÁNSREIKNINGI Vextimir hækka með innstæðunni og geta orðið a.m.k. 7% umfram verðbólgu Frá og með 1. júlí munu Bónusreikn- Iðnaðarbankans njóta ýmissa sérréttinda sem eru einsdæmi á óbundnum reikning- um bankanna. Veigamesta breytingin er sú að tekin verða upp vaxtaþrep, þannig að vextirnir hækka eftir því sem innstæðan verður hærri. Vaxtaþrepin eru 4 talsins: 1. vaxtaþrep fyrir innstæðu allt að 50.000 kr. 2. vaxtaþrep fyrir innstæðu á bilinu 50.000-200.000 kr. 3. vaxtaþrep fyrir innstæðu á bilinu 200.000-500.000 kr. 4. vaxtaþrep fyrir innstæðu yfir 500.000 kr. Vextirnir hækka um 1% í hvert sinn sem nýju þrepi er náð. Þannig verða öruggir vextir í hæsta þrepi a.m.k. 7% umfram verðbólgu sem er það hæsta sem þckkist á óbundnum skipti- kjarareikningum bankanna. Vernd gegn verðbólgu. Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum kjörum tryggja eigendum Bónusreikn- inga vernd gegn verðbólgu. Á sex mánaða fresti eru borin sam- an verðtryggð og óverðtryggð kjör hvers vaxtaþreps og gildir sú ávöxtun sem hærri er. Þannig geta eigendur Bónusreikninga verið vissir um, að fá ávallt betri ávöxtunina hverju sinni. Innstæðan er alltaf laus. Innstæða á Bónusreikningi er laus til útborgunar hvenær sem er og án uppsagnar. Kostnaði við úttekt er haldið í lágmarki og reiknast einungis á það sem tek- ið er út, þó ekki ef um er að ræða vexti tveggja síðustu vaxtatíma- bila. Ýmis sérréttindi. Auk þess sem að framan getur njóta eigendur Bónus- reiknings ýmiss konar þjónustu og sérréttinda, s.s. afsláttar- þjónustu, sparnaðarþjónustu, fá glæsilega möppu og síðast en ekki síst fá ellilífeyrisþegar og hlutafjáreigendur Iðnaðarbank- ans sérstök kjör. Sérstaktboð: EUilífeyrisþegar fá hærri vexti strax „Okkur hjá Iðnaðar- bankanum langar til þess að koma til móts við þessa hópa á myndarlegan hátt“, segir Birna Einarsdóttir, forstöðuniaður markaðssviðs bankans. „Ellilífeyrisþegar njóta þeirra sérstöku kjara á Bónusreikningi að inneign þeirra fær strax vexti 2. þreps þótt hún sé undir 50 þús- und krónum. Sama regla gildir um hluthafa bankans.“ Birna segist vonast til þess að þessi tilhögun falli í góðan jarð- veg enda telji hún að þarna sé um góðan kost að ræða, fyrir lág- ar jafnt sem háar innstæður. Iðnaðarbankinn - nútímabanki enn einu sinni fyrstur með nýjungar. Það má búast við því að ásóknin verði mikil í nýja Bónusreikninginn. Valur Valsson, bankastjóri: Kostur sem sker sig úr og hentar jafht einstaklingum sem fyrirtækjum „Bónusreikningur sker sig áþreifanlega úr öðrum bankareikning- um í þessari breyttu mynd“, seg- ir Valur Valsson, bankastjóri. „Þessi breyting er gerð til þess að sameina á einfaldan hátt kröf- ur sparifjáreigenda um góða ávöxtun, sveigjanleika og öryggi. Ég tel Bónusreikning góðan kost fyrir alla þá sem vilja varð- veita og ávaxta fé sitt, jafnt lágar upphæðir sem háar og jafnt til lengri tíma sem styttri. Valur Valsson, bankastjóri, vill ánægða viðskiptavini. Einnig er það veigamikið at- riði að jafnhliða góðri ávöxtun og öryggi er Bónusreikningur alltaf laus, fólk getur gripið til peninga sinna þegar því hentar, fyrirvaralaust. BÍNUS REKNINGUR -torgarsig AUtásínumstad: Glæsilegmappa fylgirhverjum Bónusreikningi • Allir Bónusreiknings- eigendur fá glæsilega og gagnlega möppu, þar sem auðvelt er að varðveita alla pappíra varðandi reikninginn á einum stað, s.s. inn- og útborg- anir, yfirlit, stofnskírteini upp- lýsingar og reglur, auk þess ýmiss konar gögn sem að gagni koma. Bonusreiknmgur er óvenjulegur á fleirí sviðum en vöxtum. Reikningnum fylgja ýmsir gagnlegir hlutir. Eigendur Bónusreiknings fá afslátt af vörum og þjónustu Sú nýjung verður tekin , upp samhliða öðrum < breytingum á Bónus- reikningnum, að gefið verður út sérstakt afsláttarkort - Bónus- kort. Bónuskortið verður afhent eigendum Bónusreikninga og veitir þeim verulegan afslátt hjá nokkrum völdum fyrirtækjum á fjölbreyttum sviðum s.s. versl- unum, veitingastöðum, leikhús- um o.fl. Bónuskortið er í handhægu formi og auðvelt að hafa það í veskinu. BÚWUSKqct Bónuskort veitir afslátt á ýmsum stöðum. Þessi síða er auglýsing frá Iðnaðarbankanum. 0 Iðnaóarttankinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.