Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 5
30. júní 1988- DAGUR-5 Gunnar Hansson forstjóri IBM á íslandi, og Jón Vignir Karlsson framkvæmdastjóri markaðssviðs IBM. tölvur erlendis og tæknifólk IBM annast bilanagreiningar og hluta af viðhaldi t.d. á hugbúnaði beint yfir símalínukerfið. Stýrikerfi IBM AS/400 ræður yfir mjög vönduðum búnaði til að annast kerfisstjórnun, sem hefur að geyma hjálpargögn við kennslu og felur í sér samskipta- og netbúnað og forrit til frekari kerfisþróunar. Einn höfuðþáttur stýrikerfisins sem nefnist OS/400 er innbyggður venslagagnagrunn- ur, búinn öflugu fyrirspurnamáli sem gerir hvers kyns upplýsingar mjög aðgéngilegar. Hægt er að tengja IBM AS/400 tölvuna mörgum ólíkum tölvu- kerfum. Hún getur samtímis gegnt hlutverki móðurtölvu, ver- ið samhliða tölva eða verið undir- skipuð annarri tölvu, allt eftir því hvað hentar hverju einstöku fyrirtæki. Að auki býðst notend- um AS/400 innbyggð tenging við tókanet IBM. Nýr staðall fyrir hugbúnað Nýja IBM-kerfið byggir á svo- kölluðum SAA staðli sem kynnt- ur var hjá IBM á síðastliðnu ári. Þrjár megingerðir af IBM tölvu- búnaði falla undir þennan staðal, en það eru PS/2 (með OS/2), AS 400 og stórtölvurnar af 370 gerð. Með þessum nýja staðli verður í framtíðinni mögulegt að keyra sömu verkefni á allar tölvugerð- irnar. SAA er ætlað að auka framleiðni því notendum og for- riturum eru fengin í hendur ein- föld, samræmd hugbúnaðartengi, þar með taldar auðskildar val- myndir og boðskiptabúnaður. Þessu til viðbótar geta háþróaðir eiginleikar sem byggðir eru inn í vélbúnaðinn og örforritið stór- lega aukið afköst forritara og létt störf þeirra sem hanna hugbún- að. Annar stór kostur er að gögn eru skilgreind óháð vélbúnaði. Ef t.d. er skipt um prentara eða diskadrif er óþarft að endurþýða forrit eða endurskipa gögnum. Verð á þessari nýju IBM AS/400 tölvu er frá rúmum tveimur mill- jónum króna til tæplega 25 mill- jóna króna. AP Þetta getur verið stórt vanda- mál, einkum á norðlægum slóðum, jurtir eru þar fjölærar og tún varanleg, þ.e. bara ræktuð einu sinni og landbúnaðurinn er einhæfur. Síðan var fjallað um lífeðlis- fræðilegan þátt kalsins, þar voru lagðar fram rannsóknarniður- stöður frá Kanada. Þriðji þáttur ráðstefnunnar fjallaði um hvern- ig svellþol erfðist, um mismun stofna og tegunda. Þar komu fram talsvert miklar upplýsingar um að framfarir, erfðaframfarir, úrval og árangur í kynbótum á þessu sviði hefur verið sáralítill.“ Bjarni sagði að það virtist sem bændur og aðrir verði að líta á skemmdir vegna svellkals, eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir það sé ekki hægt að ráða við þetta fremur en veðurfarið, svell- kalið sé erfiðast viðureignar af þeim kalflokkum sem áður voru nefndir. „Kannski þess vegna hefur þessi tegund kals verið sniðgengin, menn hafa frekar fengist við þessar skemmtilegu rannsóknir, s.s. rannsóknir á kali af völdum frosts, sveppa eða þurrka, en gengið á svig við það sem er erfiðast og kannski þýð- ingarmest. Þegar Skandinavarnir sáu kal- skemmdirnar hér, þar sem jafn- vel snarrótin var dauð sögðu þeir að við þessu væri í raun og veru ekkert svar og engin lausn í sjón- máli. Það eina sem hægt er að gera, er þá að láta túnin gróa upp sjálfkrafa af íslenskum gróðri, eða að endurvinna túnin og sá í þau upp á nýtt. Fjórði þáttur ráðstefnunnar fjallaði um hvernig hægt væri að fyrirbyggja og bregðast við kali, en þar var fátt um svör eins og ég sagði hér áður. Það eina sem virðist hægt að gera er aö búa túnin þannig úr garði að sem minnst vatn standi á þeim til dæmis með því aö hafa gott skurðakerfi þar sem hætta er á að vatn geti staðið á túnum." Bjarni sagði að ráðstefnur sem þessar hafi fyrst og fremst gildi fyrir vísindamennina sem vinna á þessu sviði, þeir fá tækifæri til að skiptast á upplýsingum, þeir geti rætt sameiginleg hagsmunamál og þarna er vettvangur til að skipuleggja sameiginlegar rann- sóknir sem miða að lausnum. „Varðandi svellkalið þá höfum við fátt í höndunum sem viö get- um gefið mönnum annað en þau hefðbundnu ráð sem við höfum gefið hingað til,“ sagði Bjarni Guðleifsson að lokum. kjó Aldnir og burtfluttír Öngulsstaðahreppsbúar Við komum saman í Freyvangi fimmtudaginn 30. júní kl. 14.30 og drekkum kaffi og dönsum á eftir. Kvenfélagið Aldan - Voröld. IWJ Dómara- námskeið KRA mun halda dómaranámskeið fyrir aðildar- félögin. Námskeiðið hefst föstudaginn 1. júlí kl. 20.00 í Lundarskóla. Leiðbeinandi verður Rafn Hjaltalín. Aðildarfélögum er bent á ákvæði um lágmarks þátt- takendafjölda. KRA. Leikja- og íþrótta- namskeiö Pórs Næsta námskeið hefst mánudaginn 4. júlí Gísli Bjarnason leiðbeinir. Innritun á skrifstofu Þórs milli kl. 16 og 18 alla daga í síma 22381. Þátttökugjald fyrir 2ja vikna námskeið aðeins kr. 400.- með grillveislu og allt. Knattspyrnudeild Þórs. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknartrestur á áöur auglýstum kennarastöðum við eftirfarandi skóla framlengist til 12. júlí næstkomandi: Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar kennarastöður í þýsku og stærðfræði/eðlis- fræði. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar kennarastöö- ur í íslensku, íþróttum ogtölvufræði. Einnig vantar stunda- kennara í faggreinum málmiðnaðar og myndmennt. Umsóknir ásamt uþþlýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 12. júlí næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum við- komandi skóla. Menntamálaráðuneytið. Sjallinn 25 ára Bubbi Morthens í Sjallanum fimmtudaginn 30.júní Verð Kr. 700,- Rúnar Þór og Jón Ólafs spila í Kjallaranum alla helgina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.