Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 30. júní 1988 ISLANDSMÓTIÐ Óvænt en sanngjörn úrslit á Akureyrarvelli: Loks fataðist Skaga- mönnum flugið - Lágu fyrir frískum KA-mönnum í gær Skagamenn töpuðu sínum fyrsta leik á þessu keppnis- tímabili þegar liðið mætti KA á Akureyrarvelli í gærkvöld. KA-menn áttu sinn langbesta leik til þessa og unnu óvæntan en tvímælalaust sanngjarnan sigur, 3:2. Barátta liðsins var til fyrirmyndar og það sýndi virkilegan „karakter“ þegar það náði að rífa sig upp úr lægð á mikilvægu augnabliki í síðari hálfleik og sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna. KA-menn komu frískir til leiks. Liðið fékk nokkur þokka- leg færi strax í upphafi sem ekki tókst að nýta en markið virtist liggja í loftinu. Á 27. mínútu dró svo til tíð- inda. Örn Viðar Arnarson fékk þá knöttinn á hægra horni víta- teigs Skagamanna og sendi hann með glæsilegu þrumuskoti neðst í markhornið fær. Ef eitthvað var virtust KA- menn hressast við þetta mark og þeir réðu nær algerlega gangi leiksins það sem eftir lifði hálf- leiksins. Þrívegis fengu þeir ágæt færi til að auka forystuna en tókst ekki að færa sér þau í nyt. Heimir Guðmundsson átti skot úr auka- spyrnu rétt yfir KA-markið á 35. Óheppnir Völsungar: Gerðu markalaust jafntefli við Víking á Húsavík í gær „Við ætluðum okkur að vinna leikinn en því miður tókst það ekki. Ég var ánægður með spil liðsins, sérstaklega í síðari hálfleik. Við áttum færi á að skora en tókst ekki að nýta þau. En þetta kemur í næsta leik,“ sagði Arnar Guðlaugs- son, nýráðinn þjálfari Völsungs, eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Víking á heimavelli í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu í gærkvöld. Völsungar léku í fyrri hálfleik undan hvassri suðaustanátt. Vindurinn setti mjög svip sinn á leikinn. Völsungar tóku þó fljót- lega yfirhöndina og annað veifið brá fyrir skemmtilegu spili hjá liðinu. Fyrsta hættulega mark- skotið átti Kristján Olgeirsson á 12. mín cn boltinn fór yfir. Vík- ingar komust lítt gegn hvössum vindi en vörðust vel. Á 18. mín- útu kom skemmtilegt þríhyrn- ingsspil hjá Völsungum, Grétar Jónasson komst upp hægri kant og gaf fyrir markið þar sem tveir Völsungar voru á auðum sjó en Vikingar komust inn í sending- una og bægðu hættunni frá. Stuttu síðar átti Atli Einarsson góða fyrirgjöf fyrir niark Völs- ungs en Hlynur Stefánsson náði ekki að skalla. Það sem eftir lifði hálfleiks pressuðu Völsungar þungt en náðu ekki að nýta þau færi sem gáfust. Víkingar mættu nokkuð grimmari til síðari hálfleiks og ætluðu sér greinilega að nýta vindinn til langskota. Hættuleg- asta skotið kom frá Andra Mart- einssyni en Þorfinnur sló boltann aftur fyrir markið. Nú komu Völsungar meira inn í leikinn og náðu að skapa sér færi með sókn- um upp kantana og hættulegum fyrirgjöfum. Má með sanni segja að sóknarmenn þeirra hafi oft verið grátlega óheppnir inni á markteignum. Eftir eina slíka fyrirgjöf skaut Guðmundur Guð- mundsson að ntarki en nafni hans Hreiðarsson í Víkingsmarkinu varði örugglega. Helgi Helgason var oft vel staðsettur við mark Víkings en komst lítt gegn varn- armönnum Víkings. Víkingum tókst nánast ekki að skapa færi í hálfleiknum og leikurinn var flautaður af án marka. Leikmcnn Völsungs: Þorfinnur Hjaltason. Helgi Helgason. Cirétar Jónasson (Sn.evar Hreinsson á 69. mín), Sveinn Freysson, Björn Olgeirsson, Eiríkur Björgvinsson, Kristján Ol- geirsson, Guömundur t». Guömundsson, Theó- dór Jóhannsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson. Leikmenn Víkings: Guömundur Hreiðarsson. LJnnsteinn Kárason. Siguröur (iuönason. Hall- steinn Arnarson, Gunnar Gunnarsson, Atli Helgason, Andri Marteinsson (Lárus Guö- mundsson á 70. mín), Trausti Ómarsson, Atli lánarsson. Hlvnur Stelansson. Björn Bjart- marsson. Gul spjöld: Trausti Ómarsson á 30. mínútu. Dómari: Ólafur Lárusson. JÓH Helgi Helgason var oft nálægt því að skora gegn Víkingi. mínútu og þar með eru færi ÍA í fyrri hálfleik upptalin. Það voru ekki liðnar nema 3 mínútur af síðari hálfleik þegar ÍA jafnaði. Þá kom sending fyrir KA-markið frá vinstri, Haukur virtisl hafa boltann en náði hon- um ekki og Gunnar Jónsson var ekki í vandræðum með að senda hann í opið markið. Akurnesingar voru betri aðil- inn næstu mínúturnar en smátt og smátt komu KA-menn meira inn í leikinn og á 72. mínútu náðu þeir forystunni. Anthony Karl var þá felldur innan víta- teigs og vítaspyrna var dæmd sem Örn skoraði úr. KA-menn höfðu nú öll völd á vellinum og á 77. mínútu fékk Anthony Karl boltann inn í teig ÍA eftir sendingu frá Valgein, skaut úr þröngri stöðu í Ólaf í markinu og þaðan í netið. KA- menn sóttu síðan áfram og hefðu getað bætt við mörkum en það voru þó Skagamenn sem skoruðu síðasta mark leiksins á síðustu mínútunni. Það var Haraldur Ingólfsson sem skoraði með við- stöðulausu skoti frá vítateig. Anthony Karl Gregory var mjög frískur og hættulegur í framlínunni og var besti maður- inn í jöfnu KA-liði. Ólafur Gott- Anthony Karl Gregory (t.h.) olli oft usla upp við mark Skagamanna. Mynd: TLV skálksson var mjög góður í marki Akurnesinga og þá var Ólafur Þórðarson sterkur á miðjunni. Liö KA: Haukur Bragason, Erlingur Kristjáns- son, Jón Kristjánsson, Friðfinnur Hermannsson (Arnar Bjarnason á 68. mín.), Bjarni Jónsson, Halldór Halldórsson, Örn Viðar Arnarson, Gauti Laxdal, Porvaldur Örlygsson, Anthony Karl Gregory, Valgeir Barðasón (Árni Her- mannsson á 86. mín.). Lið ÍA: ólafur Gottskálksson, Hafliði Guðjóns- son, Siguröur Lárusson (Haraldur Ingólt'sson á 62. mín.), Siguröur B. Jónsson, Ólafur Þórðar- son (Sigursteinn Gíslason á 82. mín.), Karl Þóröarson, Aðalsteinn Víglundsson, Gunnar Jónsson, Mark Duffield, Heimir Guðmundsson, Guðbjörn Tryggvason. Gult spjald: Gauti Laxdal á 68. mínútu. Dómari var Þorvarður Björnsson og var slakur. Línuverðir: Þóroddur Hjaltalín og Ari Þórðar- son JHB Leiftur lá á Laugar- dalsvelli í gær Fram sigraði Leiftur með tvcimur mörkum gegn engu á Laugardalsvellinum í gær- kvöld. Sigur Framara var sanngjarn en Leiftursmenn börðust vel í leiknum. Fram byrjaði af miklum krafti og virtist ætla að labba yfir Leift- ursliðið. En varnarmennirnir og Þorvaldur í markinu voru öruggir og brátt komu Norðanpiltarnir meira inn í leikinn. Þeir áttu nokkrar góðar sóknir en svo gegn gangi leiksins skoraði Fram. Innkast var tekið upp við endamörkin og gefið var á Guðmund Steinsson. Hann lék á tvo varnarmenn Leifturs, sendi fyrir markið og þar kom Pétur Árnþórsson og þrumaði knettin- um í markið án þess að Þorvaldur ætti nokkra möguleika á því að verja. Jafnræði var nteð liðunum í seinni hálfleik og ef eitthvað sótti Leiftur meira. Þeir áttu ágætt marktækifæri um miðjan seinni hálfleik er Friðgeir Sigurðsson tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Framara. Fast skot Frið- geirs fór í vörnina og þaðan aftur til hans - þá renndi hann knettin- um inn á Óskar Ingimundarson en Birkir Kristinsson í marki Fram varði skot Óskars stórglæsi- lega. Síðara mark Fram kom á 38. mínútu síðari hálfleiks. Aðdrag- andi var nokkuð skondinn, Framarar áttu skot á markið og tapaði 0:2 fyrir Fram Árni Stefánsson varði það glæsi- lega með báðum höndum í horn. Öllum til undrunar og Leifturs- mönnum til mikils léttis þá dæmdi Magnús Jónatansson dómari hornspyrnu en ekki víta- spyrnu. Það var hins vegar skamntgóður vermir því úr horn- spyrnunni skoraði Pétur Ormslev með skalla. Leiknum lauk því með sann- gjörnum sigri Fram 2:0, því þeir voru sterkari aðilinn allan leik- inn. Bestur Leiftursmanna var Þor- valdur Jónsson markvörður og varði hann oft mjög vel. Haf- steinn Jakobsson barðist vel á miðjunni og Steinar Ingimundar- son var ógnandi frammi. Framliðið var jafnt að vanda. Einna bestur hjá þeim var Orm- arr Örlygsson en hann virðist vera í mjög góðu formi þessa dagana. Einnig átti Steinn Guð- jónsson ágæta spretti. Dómari var Magnús Jónatans- son og átti hann frekar slakan dag. Honum var frekar laus höndinn í sambandi við gulu spjöldin og fengu sjö leikmenn að kenna á því, fjórir Framarar og þrír Leiftursmenn. Samt var þetta frekar prúðmannlegur leik- ur. Liö Fram: Birkir Kristinsson. Kristján Jónsson. Jón Sveinsspn, Ormarr Örlygsson. Viðar Þor- kelsson. Kristinn R. Jónsson, Ómar Torfason, Guðmundur Steinsson, Pétur Ormslev, Steinn Guðjónsson, Pétur Arnþórsson. Liö Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Guömundur Garðarsson, Sigurbjörn Jakobsson, Árni Stef- ánsson, Gústaf ómarsson, Hafsteinn Jakobs- son, Halldór Guðmundsson, Óskar Ingimund- arson (Helgi Jóhannsson), Friðgeir Sigurösson (Friðrik Einarsson), Steinar Ingimundarson, Höröur Benónýsson. Gul spjöld: Pétur Arnþórsson, Viöar Þorkels- son, Ormarr Örlygsson, og Guðmundur Steins- son úr Fram. Hörður Benónýsson, Steinar Ingi- mundarson og Árni Stefánsson úr Leiftri. AP Staðan 1. deild Þrír leikir fóru fram í 8. umferð í gær og urðu úrslit þeirra þessi: Völsungur-Yíkingur 0:0 KA-IA 3:2 Fram-Leiftur 2:0 Staðan í deildinni er þessi: Fram 8 7-1-0 17: 2 22 ÍA 8 4-3-1 13: 6 15 KR 7 4-1-2 12: 9 13 KA 8 4-1-3 10:12 13 Valur 7 3-2-2 10: 6 11 Þór 71-4-2 7: 9 7 Leiftur 8 1-4-3 6: 9 7 ÍBK 7 1-3-3 9:12 6 Víkingur 8 1-3-4 5:13 6 Völsungur 8 0-2-6 3:14 2 Markahæstir: Guðmundur Steinsson Fram 7 Pétur Ormslev Fram 5 Gunnar Jónsson í A 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.