Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Birgir ísleifur Gunnarsson: VMA hefur ekki borið skarðan hlut frá borði - framkvæmdum hraðað með aukafjárveitingum „Ég tel að þetta sé ekki rétt. Það má auðvitað deila um hversu hratt eigi að byggja upp slíkar stofnanir en miðað við fjárveitingar til annarra fram- haldsskóla í Iandinu undanfar- ið hálft annað ár þá held ég að Verkmenntaskólinn hafi ekki Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar & Co. hf. á Akureyri er um þessar mundir að ganga frá samningi um sölu á 2.000.000 dósa af niðursoðinni rækju til Þýskalands fyrir 7 milljónir marka, eða um 177 milljónir íslenskra króna. í apríl síðastliðnum var gerður svipaður samningur um sölu á rækju til Þýskalands og samtals hljóða því þessir tveir samningar borið skarðan hlut frá borði,“ sagði Birgir Isleifur Gunnars- son, menntamálaráðherra, þegar hann var inntur álits á ummælum Árna Gunnarssonar alþingismanns um Háskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri. upp á um 14 milljónir marka, eða yfir 350 milljónir íslenskra króna. Báða þessa samninga mun fyrir- tækið afgreiða fram á næsta ár. í apríl síðastliðnum gerði K. Jónsson & Co. hf. einnig samn- ing um sölu á síldarafurðum til Sovétríkjanna fyrir 2.685.000 dollara eða um 120 milljónir íslenskra króna og á afgreiðslu hans að vera lokið fyrir 1. des- ember á þessu ári. -KK Árni Gunnarsson sagði í frétt hér í blaðinu á þriðjudag að hann teldi að réttast hefði verið að fresta stofnun háskóla á Akureyri um 1-2 ár því umræða og umstang um Háskólann hefðu tafið verulega fyrir uppbyggingu VMA. „Ég held að umræðan um Háskólann hafi alls ekki orðið til að tefja fyrir Verkmenntaskólan- uin. Hins vegar hafa menn mis- jafnar skýringar á því að setja upp háskóla á Akureyri, það er annað mál,“ sagði menntamála- ráðherra. Birgir ísleifur var spurður álits á því hvort hann teldi að rekja mætti húsnæðisskort VMA til stofnunar Háskólans. Hann sagði þá: „Háskólinn hefur ekki ýkja mikið húsnæði þannig að það skiptir, held ég, ekki sköpum. í dag er Háskólinn með hluta 1. hæðar hússins við Þingvallastræti og tvær kennslustofur í íþrótta- höllinni. Ég veit ekki hverju það hefði breytt fyrir VMA að fá þetta til afnota.“ - En telur þú að grípa verði til sérstakra ráðstafana vegna hús- næðisleysis VMA? „Ég kom á sérstakri samstarfs- nefnd mennta- og fjármálaráðu- neytis og bæjarstjórnar Akureyrar til að gera áætlun um húsnæðisþörf Háskólans m.a. með tilliti til mögu- legs byggingarhraða VMA. Nefnd- in leggur til að byggingu VMA verði hraðað á þann veg að sumarið ’88 verði 5. áfangi gerð- ur fokheldur og lokið við 5 kennslustofur fyrir næstu áramót. Sumarið 1989 verði hafnar fram- kvæmdir við 6. áfanga þannig að hann verði tekinn í notkun haust- ið 1990. Þetta kostar hins vegar nokkra aukafjárveitingu á þessu ári sem ekki er búið að afgreiða ennþá og liggur hún í fjármála- ráðuneytinu til ákvörðunar.“ EHB Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar: Selur rækju fyrir yfir 350 milljónir - Fyrirtækið hefur einnig gert samning um sölu á síldarafurðum fyrir um 120 milljónir Löggæsla á hálendinu: Með líku sniði og í fyrra - niðurskurður í þjóðvegagæslu Löggæsla á hálendisvegum í sumar verður með líku sniði og í fyrra. Þjóðvegaeftirlitið hefur umsjón með þessu samkvæmt sérstakri dagskrá sem útbúin er fyrir sumarmánuðina. Vega- eftirlitsbílum var fækkað úr sex í fjóra í hittifyrra og verða þeir einnig fjórir í sumar. Að sögn Ómar's Smára Ár- mannssonar aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar var eftir ákvörðun lögreglustjór- ans í Reykjavík, ákveðið að útbúa einn bíl til viðbótar upp á hálendið síðastliðið sumar, sem styrkingu við vegaeftirlitið. „Þessi hálendisbíll verður sett- ur upp á hálendið einhvern hluta, eða í tilfallandi verkefni í sumar. Þá verður að öllum líkindum ein- um vegaeftirlitsbíl lagt á meðan. Þaö sýndi sig í fyrra að það er full þörf á löggæslu þarna uppi á há- lendinu, bæði varðandi aðstoð og leiðbeiningar almennt. Það er líka þörf á því að lögreglan láti sjá sig á hálendinu, það veitir visst aðhald. Þessu ætlum við að reyna að halda uppi í sumar, en ég reikna með að það verði á kostnað þjóðvegalögreglunnar," sagði Ómar Smári. Hann segir fækkun vegaeftir- litsbíla vera mjög vafasaman sparnað, full þörf sé á aukinni löggæslu á þjóðvegunum, slysa- og óhappatíðnin sýni það glöggt. „Ég tel að allt ma*li með því að löggæsla á þjóðvegunum verði aukin frá því sem veriö hefur, löggæslan er stór þáttur í fyrir- byggjandi aðgerðum, það erekki nauðsynlegt að við kærum hvern einasta sem við náum í en það að að vita af okkur á vegunum er stór þáttur í löggæslunni." kjó Útgerðarfélag Akureyringa: Gísli Konráðsson hættir Staða annars framkvæmda- stjóra Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. hefur verið auglýst laus til umsóknar. Gísli Kon- ráðsson framkvæmdastjóri mun brátt láta af störfum vegna aldurs. Gísli hefur verið framkvæmda- stjóri ÚA um langt árabil, en hann verður 72ja ára í október í haust. Hann mun verða við störf út þetta ár og fram að aðalfundi félagsins í apríl á næsta ári. Gert er ráð fyrir að nýr framkvæmda- stjóri komi til starfa um næstu áramót og taki formlega og að fullu við starfinu þann 1. maí 1989. kjó

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.