Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 16
TEKJUBREF• KJARABREF Ö2> FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR Akureyri, fímmtudagur 30. júní 1988 rp)ÁRFESriNCARFÉLAGIÐ Ráðhústorgi 3, Akureyri Samherji hf. vill nýtt skip: „Við höfum lagt til atlögu við keifið" - segir Þorsteinn Már Baldvinsson Samherji hf. á Akureyri er nú að vinna að því að fá annað skip fyrir Þorstein EA, sem skemmdist mikið i hafís síðast- liðinn vetur eins og kunnugt er. Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samherja segir að þeir hafi nú fastmótað- ar hugmyndir um hvað fyrir- tækið ætli að gera. „t>að er hins vegar ekki víst að valdakerfi þeirra sem búa í Reykjavík sé sammála okkur,“ sagði Þorsteinn Már. Hann segir að hugmyndir þeirra gangi út á það að láta smíða nýtt skip í stað Þorsteins. „Við höfum tekið þá ákvörðun að reyna að fá því framgengt að við fáum að byggja nýtt skip fyrir Þorstein. Það er hins vegar úti- iokað að við munum bíða í heilt ár eftir svari frá Fiskveiðisjóði. Það gengur ekki að óhapp eins og henti okkur í vetur skuli ekki rúmast innan kerfisins. Það er útilokað að sætta sig við það. Samherji getur ekki beðið í heilt ár eftir svari sem kannski verður nei. Það er ekki hægt að fara þannig með fjárhag fyrirtækisins, ef svarið verður neikvætt, þá verðum við fyrir miklu fjárhags- legu tapi til viðbótar við óhapp- ið.“ Þorsteinn Már segir að allir séu sammála því að ekki borgi sig að gera við Þorstein EA, það væri óskynsamleg fjárfesting að gera við yfir tuttugu ára gamalt skip, þess vegna kemur ekkert annað til greina en fá annað skip. „Við ætlum okkur að leggja til atlögu við kerfið með það að markmiði að láta smíða nýtt skip fyrir okkur. Ég vil ekki trúa því að þetta kerfi sé orðið svo fast- læst að þau fyrirtæki sem eru í gjaldeyrisskapandi greinum hafi engan rétt til að eyða honum. Ég tel að málið snúist að miklum hluta um þetta þ.e. ekki tilflutn- ing á veiðiréttindum, heldur um það að þeir sem afla gjaldeyris hafi einhvern ráðstöfunarrétt yfir honum, að það séu ekki ein- göngu innflytjendur í Reykjavík sem hafi þennan ráðstöfunar- rétt.“ Þorsteinn kveðst ekki vita hve- nær málin skýrast, en þeir séu byrjaðir „slaginn". „Við erum lagðir af stað. Hvort það verður mánaðar ganga eða fimm mán- aða ganga það veit ég ekki nú. það er hrein fjarstæða að endur- byggja Þorstein og ég trúi því ekki enn að við búum orðið við þannig kerfi sem ekki getur gert ráð fyrir þannig óhöppum,“ sagði Þorsteinn Már að lokum. kjó Leitað skjóls. Mynd: TLV Óhjákvæmilegt að ráðast í dýpkun Dalvíkurhafnar „Það situr allt við það sama og við höfum ekkert grænt Ijós fengið frá ráðuneytinu um að við megum fara að vinna að þessu máli,“ segir Júlíus Snorrason formaður hafnar- nefndar Dalvíkurbæjar vegna dýpkunar hafnarinnar á Dalvík sem ráðast þarf í fyrr en seinna. Engin fjárveiting er á fjárlög- um 1988 vegna dýpkunar í Dai- Sauðárkrókur: Harður árekstur - bílbeltin björguðu Harður árekstur varð á Sauð- árkróki síðla sl. þriðjudags- kvöld, á gatnamótum Knarra- stígs, Skólastígs og Freyju- götu. Bifreið, sem ekið var frá Knarrastíg og inn á Skólastíg, fékk bifreið sem kom eftir Freyjugötu í hliðina bílstjóra- megin, með þeim afleiðingum að hún kastaðist til um nokkra metra. Fkki urðu nein alvarleg meiðsl á fólki, en bflarnir eru báðir nánast ónýtir. Hjá ökumanni bifreiöarinnar sem kom eftir Freyjugötu brotn- uðu framtennur og sauma þurfti nokkur spor í andliti. Farþegar í þeim bíl sluppu án meiðsla, svo og farþegar hins bílsins. Mesta mildi var að ekki urðu meiri meiðsl, sérstaklega á ökumanni bifreiðarinnar sem ekið var inn á Skólastíg, sem fékk hinn bílinn í bílstjórahurðina. Báðir ökumenn voru í bílbelti, svo og farþegar í framsæti. -bjb víkurhöfn, aðeins veitt 500 þús- und krónum til hafnarinnar. Eigi að ráðast í framkvæmdir nú þarf leyfi samgönguráðuneytis, vilji bærinn fjármagna þessa fram- kvæmd þangað til fjárveiting fæst. Nú þegar gæta togarar stað- arins grunns í höfninni og Júlíus er ekki bjartsýnn á næsta vetur, verði ekkert að gert. Nýr togari kemur til Dalvíkur í haust og rist- ir hann dýpra en þeir togarar sem fyrir eru þannig að búast má við að þetta skip eigi í erfiðleikum með að athafna sig í höfninni. Samkvæmt þeim athugunum sem fram hafa farið þarf að taka 30-40.000 rúmmetra af efni úr höfninni og kostnaður er talinn 10-11 milljónir króna. Júlíus seg- ir að ekki sé nóg að dæla sandi úr höfninni heldur þurfi einnig að nota gröfuskip við dýpkunina. „Það er náttúrlega ekki nokk- urt einasta ástand að þegar fjarar út þá standa skipin á botni. Og ég er voðalega smeykur um að þeg- ar kemur fram á næsta vetur muni okkur ekki takast að koma nýja skipinu inn í höfnina," segir Júlíus. Bæjaryfirvöld á Dalvík hafa kynnt samgönguráðherra og þingmönnum kjördæmisins þetta vandamál sem við blasir en ekk- ert bólar enn á viðbrögðum. en ,Við getum ekki annað vonað að okkur verði gert kleift að ráðast í þessar framkvæmdir. Þetta er mjög bagalegt fyrir stað eins og Dalvík og auðvitað er grátlegt til þess að vita að ráða- menn skuli ekki skynja hvaða þýðingu þetta hefur fyrir staðina. Á höfnunum lifa staðirnir að stórum hluta,“ segir Júlíus. JÓH Dauft yfir söluá nýjum bílum - gengisfellingar- skrekkurinn aö líða hjá Bílasalar á Akureyri eru sam- mála um að erfitt sé nú að selja nýja bfla. Kippurinn sem í söluna kom áður en til gengis- fellingar kom hefur nú fjarað út og allt að því viðburður að nýir bílar seljist. „Fólk bíður eftir hvað Jón Baldvin gerir næst,“ sagði Sigurður Valdi- marsson umboðsaðili Ingvars Helgasonar á Akureyri. Oddur Óskarsson hjá Höldi hf. sagði lítið til af ’88 árgerðinni og þeir væru allir uppseldir. Beðið er eftir nýjum bílum af árgerð 1989. „Það er að komast á jafn- vægi, menn hafa losnað við skrekkinn í kjölfar gengisfelling- arinnar, enda flestir á nýjum bílum. Það er talsvert af pöntun- um fyrirliggjandi varðandi kaup á nýjum bílum, en helsta vanda- málið er að losna við gamla bílinn. Það er ekki svo auðvelt,“ sagði Oddur. „Það hefur verið talsvert um afhendingar hjá okkur að undan- förnu, en við erum farnir að merkja að samdráttur er á næsta leiti,“ sagði Valdemar Valsson hjá Bílasölunni Stórholti. Hann sagði þó að þeir hefðu afhent svipaðan fjölda nýrra bíla í þess- um mánuði og í sama mánuði í fyrra. „Mér sýnist að næsti mán- uður muni vera daufur hvað sölu á nýjum bílum varðar,“ sagði hann. Sigurður Valdimarsson sagði fólk almennt hrætt við að festa kaup á nýjum bílum og mjög erf- itt væri að losna við eldri bíla. Hann taldi markaðinn alls ekki mettaðan, áhugi væri mikill, en kaupmáttur hefði minnkað svo mikið að fólk hætti sér ekki út í bílakaup. Til marks um það sagði Sigurður að vanskil hefðu stór- aukist og væru mun meiri en í fyrra. mþþ Austurland: Minni vegaframkvæmdir en undanfarin ár Framkvæmdir á Austurlandi á vegum Vegagerðarinnar verða minni á þessu ári en undanfar- in ár. I norðurhluta umdæmis- ins verða lagðar klæðingar á tvo vegarkafla alls um 8,6 kflómetra. Þeir vegarkaflar sem lagt verð- ur bundið slitlag á í sumar eru annars vegar 4 kílómetra langur vegarkafli við Seyðisfjörð og hins vegar 4,6 kílómetra langur kafli á Upphéraðsvegi, í gegnum Hall- ormsstaðaskóg. Fjárveiting til fyrrnefnda verksins er um 13,8 milljónir en til þess síðarnefnda verða veittar 12,9 milljónir. Hluti þessara fjárhæða fer þó til greiðslu eldri skulda. Eins og undanfarin ár verður það vinnuflokkur frá Vegagerð- inni á Akureyri sem sér um lagn- ingu slitlagsins á þessu svæði. Að sögn Guðjóns Þórarinssonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Austu'rlandi er gert ráð fyrir að verkið verði unnið á bilinu 4.-10. júlí. Auk þessara verkefna verða meðal annars gerðar endurbætur á veginum upp úr Vopnafirði auk þess sem vegarkafli á Jökuldals- heiði verður lagfærður. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.