Dagur - 20.07.1988, Síða 4

Dagur - 20.07.1988, Síða 4
4 - DAGUR - 20. júlí 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÚLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÚSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Atvinnulíf í ógöngum Það blæs ekki byrlega fyrir fiskvinnslufyrir- tækjum á landsbyggðinni. Hvarvetna heyrast raddir þess efnis að áður en langt um líður muni hvert fyrirtækið á fætur öðru stöðvast vegna slæmrar lausafjárstöðu. Einna verst virðist ástandið vera á Vestfjörðum - reyndar er það svo slæmt að jafnvel Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sá ástæðu til að fara vestur á firði og ræða við forystumenn í atvinnulífi. Lýsing ráðamanna fyrir vestan er afar svip- uð þeirri sem Hermann Hansson gaf í Degi í síðustu viku. Lokun blasir við — svo einfalt er málið. Jónas Ólafsson, formaður Fjórðungs- sambands Vestfjarða var myrkur í máli þegar hann lýsti ástandi mála í Tímanum: „Það má segja, að allt sé á heljarþröm," og bætti því við að forráðamenn þjóðarinnar skildu ekki hver undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar væri. „Fjármagnið er búið að streyma af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins undanfarin þrjú ár og þetta er bara ekki hægt lengur. Ytri aðstæður hafa verið erfiðar líka hvað fiskverð varðar og allt er rekið með tapi eins og er, og verðbólgan drepin niður á kostnað landsbyggðarinnar. “ Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður, var ekki síður þungorður: „Ég fæ ekki séð að þetta sé sér vestfirskt fyrirbrigði. Ástæðan fyrir því að það ber meira á þessu á Vestfjörðum er fisk- vinnslan, þá sérstaklega hraðfrystiiðnaður- inn, undirstaða alls atvinnulífs... Það leysir engan vanda að auka fjárveitingu til fyrir- tækja sem eru þannig komin að þau eigi eng- in veð lengur. Þá er ekki nema um tvennt að ræða, að horfa fram á rekstrarstöðvun og það sem henni fylgir eða þá að lánardrottnar af- skrifi hluta af sínum kröfum eða breyti þeim í hlutafé. Það getur verið dagaspursmál hvenær reksturinn stöðvast. Það er varla að þessi fyrirtæki orki miklu meira en að kraka saman í launagreiðslurnar. “ Auðvitað geta menn deilt um af hverju svona er komið hjá fiskvinnslunni. Vel má vera að sum fiskvinnslufyrirtækin hafi ekki nýtt sér uppsveifluna á síðasta ári til að eiga varasjóð þegar illa árar. Þá er það ljóst að kaupmáttur jókst meira en góðu hófi gegndi. Hvað sem því líður verða stjórnvöld að taka á honum stóra sínum ef atvinnulíf á ekki að stöðvast á landsbyggðinni. ÁÞ. Horft yfir svæðið og cins og sjá má var krökkt af einkaflugvélum á flugdeginum. Sauðárkrókur: Vel heppnuð flughátíð - Sauðárkróksflugvöllur hér eftir nefndur Gestsson sveitarstjóri á Hofsósi setti fundinn og bauð gesti vel- komna. Þá flutti Þórir Kr. Þórð- arson prófessor ræðu um dr. Alexander og tengsl hans við Háskóla íslands. Pétur Einarsson flugmálastjóri flutti erindi um Flugfélag fslands nr. 2 og hlut Alexanders í stofnun þess og störf hans að flugmálum. Að lok- um talaði Sveinn Sæmundsson deildarstjóri hjá Flugleiðum um félagið í nútíð og framtíð. Að loknum hátíðarfundi var opnuð ljósmynda- og munasýn- ing í Safnahúsinu er tengdist dr. Alexander og flugsögunni. Þar var margt merkra mynda og muna. Eftir sýninguna var gest- um boðið til veislu á Hótel Aningu. Flugdagurinn á Sauðárkróks- flugvelli hófst kl. 13.30 á laugar- deginum og var fjöldi fólks og flugvéla mættur á svæðið. A Akureyri: Eimskipafélagið fær nýj a lyftara Alexandersflugvöllur Flughátíðin á Sauðárkróki um síðustu heigi, haldin til minningar um dr. Aiexander Jóhannesson sem hefði orðið 100 ára sl. föstudag, tókst með afbrigðum vel og voru forráða- menn hátíðarinnar yfir sig hrifnir hvernig til tókst. Hátíð- in byrjaði á föstudagskvöld með hátíðarfundi í Safnahús- inu og á Iaugardag var flugdag- ur á Sauðárkróksflugvelli. Þar flaug um nánast allt það sem flogið getur. Segja má að há- punktur hátíðarinnar hafi ver- ið á sunnudagskvöldið þegar Ioftbelgur fór á loft frá Sauðár- króki með tvo meðlimi Flug- klúbbs Sauðárkróks innan- borðs, formanninn Hauk Stef- ánsson og ritarann Sigurð Frostason. Hátíðarfundurinn í Safnahús- inu hófst með því að Ófeigur Matthías Á Mathiesen samgöngu- ráðherra flutti ávarp á flugdeginum. Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar hjá afgreiðslu Eimskipafélags Islands hf. á Akureyri. Hillur hafa verið settar upp í vöruskálanum, aðstaða fyrir starfsmenn verið bætt og nú síðast voru keyptir þrír rafmagnslyftarar í vöruaf- greiðsluna. Guðni Sigþórsson, forstöðu- maður Eimskipafélagsins á Akureyri, sagði að með hillu- væðingunni og kaupunum á lyft- urunum hefði verið stigið fram- faraskref í vörumeðferð og þjón- ustu. Lyftararnir, sem eru af Still-gerð, hafa 3,5 tonna lyfti- getu. Tveir verða notaðir í gámatæmingu og röðun í skálan- um en sá þriðji verður notaður á hafnarbakkanum og við að lyfta vörum í efstu hillurnar því hann er sérútbúinn til að lyfta upp í allt að 6,5 metra hæð. Jens Gíslason, sölustjóri hjá Globusi hf. - en Globus flytur inn Still-lyftara - sagði að lyftararnir væru v.-þýskir. Fyrirtæicið hefur sent tvo menn á sérstakt nám- skeið til að þjónusta Still-lyftara enda ekki vanþörf á því á 2. tug slíkra tækja eru nú komin á Eyj afj arðars væðið. Hvað aðrar breytingar varðar þá hefur Eimskipafélagið á Akureyri látið seja upp tengla fyrir 64 frystigáma á malbikuðu svæði austan vöruskálans. Fyrir viðskiptavini sem eru með laust efni í flutningum hafa verið settir upp sérstakir „bulk“-gámar og losunarbúnaður fyrir þá. EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.