Dagur - 20.07.1988, Síða 5

Dagur - 20.07.1988, Síða 5
20. júlí 1988 - DAGUR - 5 svæðinu voru um 2000 manns og á milli 40 og 50 flugvélar af öllum stærðum og gerðum höfðu raðað sér upp. Aldrei áður hefur jafn mikill fjöldi flugvéla og fólks ver- ið samankominn á Sauðárkróks- flugvelli. Dagskráin hófst með því að Snorri Björn Sigurðsson bæjar- stjóri Sauðárkróks flutti setning- arræðu, en Snorri átti síðar eftir að koma við sögu í flugdeginum. Þá flutti Matthías Mathiesen samgönguráðherra ávarp og í máli hans kom m.a. fram að minning dr. Alexanders Jóhann- essonar yrði heiðruð með því að hér eftir verði Sauðárkróksflug- völlur nefndur Alexandersflug- völlur. Að loknu ávarpi ráðherra hófst flugsýning. Hvert atriðið tók við af öðru, hverju glæsilegra og stóð sýningin yfir í nærri 4 tíma í norðan andvara með sól öðru hvoru. Varnarliðið byrjaði með því að sýna björgun úr þyrlu og fleiri kúnstir. Þyrlan var svo til sýnis á eftir. Orion-ratsjárflugvél varn- arliðsins flaug nokkrunt sinnum yfir svæðið og síðan þutu fjórar F-15 orrustuþotur framhjá með tilheyrandi drunum og látum. Næst fór Björn Thoroddscn á loft á listflugvél sinni og Magnús Nordal sýndi svipaðar brellur á listflugvél sköntmu seinna. Einn af hápunktum hátíðar- innar var fallhlífarstökk Snorra Björns bæjarstjóra. Hann stökk í farþegafallhlíf með kennara og áður en Snorri stökk hentu menn grín að því að nú þyrfti að fara að leita að varabæjarstjóra. En til allrar hamingju heppnaðist stökkið vel og Snorri Björn lenti heill á húfi. Að loknu stökki sagðist hann ekki liika við að stökkva einhvern tímann aftur, þetta hefði verið meiriháttar lífs- reynsla. Af fleirum loftförum sem svifu yfir voru svifflugvélar, mótorsvif- dreki, módelflugvél, þyrla Land- helgisgæslunnar, flugvél Flug- málastjórnar, Frúin hans Ómars o.fl. Fallhlífarstökkvarar stukku aftur og hjá einum flæktist í fall- hlífinni en varafallhlífin bjargaði honum og lenti hann heilu á höldnu. Að lokum var reynt að koma loftbelgjum á loft og eftir margar tilraunir tókst að koma breska loftbelgnum upp, en tveir sænskir belgir komust ekki vegna óstöð- ugra vinda. Þá var dagskráin tæmd og flugdegi lokið. Eins og fyrr sagði tókst flughátíðin mjög vel og eiga forráðamenn hennar heiður skilið fyrir það. -bjb Frúin hans Ómars að lokinni sýningu. Þyrla varnarliðsins sýndi gestum ýmsar kúnstir. Hún er myndarleg Frúin hans Ómars, séð að framan! Forstöðumaður Eimskipafélagsins á Akureyri og sölustjóri Globus hf. við nýju lyftarana. Stóri 42 tonna lyftarinn er í baksýn. Mynd: ehb Reiðskóli Æskulýðsráðs Akureyrar og hestamannafélagsins Léttis 25 ára í tilefni 25 ára afmælis reiöskólans eröllum nemend- um skólans í sumar boðið til grillveislu að Hamra- borgum fimmtudaginn 21. júlí nk. kl. 5-7 e.h. Eldri nemendur skólans og kennarar einnig vel- komnir. Æskulýðsráð Akureyrar. Hestamannafélagið Léttir. AKUREYRARBÆR Hitaveita Akureyrar Lokun vegna sumarleyfa Allar deildir H.A. verða lokaðar 23. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa og verða engar nýlagnir eða tengingar framkvæmdar þetta tímabil. Vakt verður á síma á vinnutíma og bilanavakt eins og venjulega. Sjá símaskrá. TÍMAMÓT í REKSTRI FYRIRTÆKJA Tölur á blaði geta gefið upplýsingar um góða afkomu og trygga stöðu fyrirtækja, en þær koma að takmörkuðum notum sem rekstrarfjármagn. Vanskil, erfið innheimta o. fl. kostar bæði tíma og fé og geta skipt sköpum um afkomu fyrirtækjanna. Kröfukaupadeild KAUPÞINGS hf. kaupir og/eða innheimtir: — Reikninga — Víxla — Euro-Visa afborgunarsamninga — Euro-Visa sölunótur og greiðir handhafa skuldaviðurkenningar andvirðið samdægurs. ééi KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Siml 96-24700 KROFU KAUPA DEILD iKAUPÞINGS HF Bolholti 4 ■ simi: 68 90 80 TOLUR A BLAÐI VERÐA AÐ PENINGUM STRAX

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.