Dagur


Dagur - 15.09.1988, Qupperneq 1

Dagur - 15.09.1988, Qupperneq 1
71. árgangur Akureyri, fímmtudagur 15. september 1988 174. tölublað Hi*aí)a feaffld Akureyri: Hugarfars- breyting í garð hettu- mávanna Lítil umræða hefur átt sér stað í sumar um máva og leiðindi af þeirra völdum, en í fyrra angr- uðu þeir bæjarbúa á Akureyri töluvert. Mætti draga þá álykt- un af því, að lítið hafí verið um máva í sumar. Svo mun ekki vera, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar for- manns Umhverfisnefndar Akur- eyrarbæjar. „Þeir voru talsvert á ferli á næturnar í sumar bæði á tjaldsvæðinu og á ákveðnum lóð- um í Þorpinu. Ég er ekki frá því að hugarfarsbreyting í garð hettumávanna hafi átt sér stað, því ég hef tekið eftir því nokkr- um sinnum að fólk hefur verið að gefa þeim að éta.“ Ef fólk telur sig hafa orðið minna vart við mávinn í sumar, sagði Þorsteinn að það mætti e.t.v. rekja til ýmissa breytinga sem átt hafa sér stað. „í Krossa- nesi er nú t.d. farið að geyma beinin sem alltaf lágu á planinu í lokuðum geymum og þá er minna um máv á öskuhaugunum því það er farið að ganga mun betur um haugana en verið hefur. Nú er á staðnum maður á jarðýtu sem urðar rusl jafn óðum.“ VG Það er aldrei of snemmt að byrja að spá í skólatöskur og pennaveski. Mynd: GB Hótel Stefanía Akureyri: Byggingafrain- kvæmdir í haust - Stefán Sigurðsson eigandi óhress með Edduhótelin Þeir á Hótel Stefaníu á Akur- eyri hyggjast hefja bygginga- framkvæmdir nú í haust. Fyrir- hugað er að byggja í sundið á milli Hafnarstrætis 81 og 83, ásamt matsal og eldhúsi á bak- lóð Hafnarstrætis númer 85. Alls eru þetta um 300 fermetr- ar að stærð og kostnaðarætlun hljóðar upp á 15 milljónir króna. Stefán Sigurðsson eigandi Hótel Stefaníu sagði mikla þörf fyrir viðbótarhúsnæði, en m.a. verður aðstaða fyrir starfsfólk í nýja húsnæðinu, sem og eins og fyrr sagði eldhús og matsalur. „Það er full löngun til að byrja á þessu í haust," sagði Stefán. Sumarið kom þokkalega út, að sögn Stefáns. Þó vantaði mikið upp á að það hefði verið eins gott og sumarið 1987. „Ég kenni Eddunum um það. Hótelin hafa tekið mjög mikið til sín af fólki og það fer enginn í samkeppni við þau, en í sumar var boðið upp á gistingu fyrir 800 krónur á nótt- ina,“ sagði Stefán. „Við stöndum það ekki af okkur. Við verðum að fara að funda eitthvað um það mál.“ Stefán var nokkuð bjartsýnn á að veturinn yrði góður, en sagði Slegið á þensluna með fjáröflun innanlands - ítarlegar tillögur framsóknarmanna um efnahagsaðgerðir Breytingartillögur Framsókn- arflokksins við tillögur forsætis- ráðherra í efnahagsmálum ganga mun lengra í verðstöðv- un en tillögur forsætisráðherra og Alþýðuflokks, að sögn Steingríms Hermannssonar, utanríkisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Gert er ráð fyrir víðtækum aðgerðum til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að fella gengið, skatt- lagningu fjármagnstekna til jafns við launatekjur, afnámi lánskjaravísitölu og breyttum grundvelli hennar við 10% verðbólgu, lækkun raunvaxta í 6% og ákvörðun vaxtamunar með lagasetningu, náist ekki samkomulag við viðskipta- bankana. Slegið verði á þenslu með þvi að afla fjár innan- lands. Þá er reiknað með 200 milljóna króna niðurgreiðslu til landbúnaðarins vegna kostnaðarhækkana sem urðu fyrr í sumar. Verðbólguhjöðnun verður hraðari samkvæmt þessum tillög- um, að sögn Steingríms, en sam- kvæmt tillögum forsætisráðherra og Alþýðuflokks, vegna þess m.a. að tekið verður fastar á vaxtamálum. Gert er ráð fyrir frystingu fiskverðs til 10. apríl. ítarlegar tillögur eru um aðgerðir til hjálpar útflutningsgreinum. Ekki er einblínt á stöðu frysting- arinnar heldur er horft til allra þátta útflutningsgreina, m.a. er ullariðnaði, sem stendur í svip- aðri stöðu og frystingin, ætluð sambærileg aðstoð. Létt verði ýmsum gjöldum, t.d. launatengd- um gjöldum, af útflutnings- og samkeppnisgreinum, raforku- verð til útflutningsiðnaðar verði lækkað. Afurðalán verði endur- skoðuð og vaxtamunur á þeim minnkaður. Settur verði á stofn sérstakur útflutningslánasjóður sem annist aðstoð og aðra sér- staka fyrirgreiðslu til útflutnings- greina. Sett verði upp tímabund- ið sérstök deild við Fram- kvæmdasjóð sem fái þrjá millj- arða króna til umráða, en tekjur til deildarinnar verði teknar af aðstöðugjöldum þar sem þau eru hæst og umfram það sem er í ýmsum öðrum sveitarfélögum. Þessi ráðstöfun verði til þriggja ára. Lán úr sjóðnum yrðu notuð til skuldbreytinga, afborgana- og vaxtalaus í þrjú ár. „Ég vil taka skýrt fram að við erum ekki hrifnir af millifærslu en ég vil kalla þessa leið bak- færslu, við færum til baka frá þeim sem notið hafa vitlaust skráðs gengis til útflutningsgrein- anna,“ sagði Steingrímur um tillögurnar. EHB 1 tillögum framsóknarmanna er m.a. gert ráð fyrir aðstoð við ullariðnaðinn. að þó yrðu menn að fara að hugsa sinn gang alvarlega. Hann sagði að nauðsynlegt væri að byggja upp eins konar prógramm í tengslum við svokallaða helg- arpakka. Fylla þyrfti upp í eyður sem mynduðust hjá fólki á milli leikhús- og dansleikjaferða og væru ýmsir möguleikar fyrir hendi í þeim efnum. Nefndi Stefán í því sambandi að bjóða mætti upp á margs konar útilíf, jazzuppákomur og að jafnvel væri hægt að fá verslunareigend- ur til að hafa verslanir opnar lengur á laugardögum. Þetta væru enn sem komið er óform- legar hugmyndir, en þær þyrfti að ræða við helstu hagsmunaaðila fljótlega. mþþ Hækkun bifreiðaiðgjalda: Frestað meðan verðstöðvun erí gildi Ríkisstjórnin setti bráða- birgðalög og kom í veg fyrir fyrirhugaða hækkun trygginga- félaganna á bifreiðaiðgjöldum, sem taka átti gildi 1. septem- ber sl. Var það gert vegna verð- stöðvunarinnar sem nú er í gildi. Eins og skýrt hefur verið frá í Degi, átti samfara hækkuninni að breyta greiðslufyrirkomulagi bifreiðaiðgjalda þannig að í stað eins gjalddaga á ári yrði þeim fjölgað í 12. „I raun og veru átti ekki að hækka verð á iðgjöldum heldur aðeins leiðrétta þau. Auk þess átti að hækka vátryggingarfjár- hæðir,“ sagði Ólafur Jón Ingólfs- son hjá Almennum Tryggingum í samtali við blaðið, en nú er beðið eftir því að verðstöðvun verði aflétt svo hægt verði að fram- kvæma breytinguna. VG Raufarhöfn: Nýr togari árið 1990? Stefnt er að því að fá nýjan togara til Raufarhafnar eftir um 2 ár. Rauðinúpur, togari hreppsins, er nú 16 ára gamall. Gunnar Hilmarsson sveitar- stjóri sagði ekkert endanlega hafa verið ákveðið ennþá. „Skrokkur Rauðanúps er mjög góður en hann er orðinn sæmi- lega gamall. Við erum jafnvel að leita að einhverjum til að verða okkur samferða við nýsmíði því það er hagkvæmara, en allt kem- ur til greina.“ VG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.