Dagur - 15.09.1988, Side 2

Dagur - 15.09.1988, Side 2
2 - DAGUR - 15. september 1988 Húsfriðunarsjóður Akureyrarbæjar og friðlýst hús: Mun árlega veita styrki til viðhalds og endurbyggingar - fyrirhugað námskeiðshald í viðhaldi gamalla húsa SVA fær ekki inni í dælustöð Hitaveitunnar við Þórunnarstræti. Sf Sjálfsbjörg: Falla ber frá afnánii 2,5% hækkunar örorkubóta Mánudaginn 5. september sl. sendi Sjálfsbjörg I.s.f. svo- hljóðandi skeyti til Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra og Asmundar Stefánssonar, for- seta ASÍ. „Framkvæmdastjórn Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, leggur þunga áherslu á að fallið verði frá fyrirhuguðu afnámi 2,5% hækkunar örorkubóta 1. september. Sjálfsbjörg fagnar afstöðu forseta ASÍ í þessu máli og bendir á að örorkubótaþegar mega síst allra við nokkurri skerðingu á lífskjörum sínum. Það er von Sjálfsbjargar að tak- ast megi samstaða um að verja hag öryrkja." I þeirri umræðu er nú á sér stað um lausn efnahagsvanda þjóðar- innar vill Sjálfsbjörg vara sér- staklega við því að kjör öryrkja og annarra þeirra er minna mega sín verði skert. Á meðan að skattleysismörk eru u.þ.b. 46.000,- og lágmarks- laun samkvæmt samningi verka- lýðsfélaga t.d. starfsmannafélags- ins Sóknar eru u.þ.b. 33.040.-, eru örorkulífeyrir og tekjutrygg- ing samanlögð aðeins kr. 26.684.- f okkar samfélagi er það viður- kennd staðreynd að enginn lifir af Iágmarkslaununum. Flestir íslendingar stunda fleiri en eina vinnu til að komast af. Hér standa öryrkjar mjög höllum fæti. Ef öryrkinn á annað borð er fær um að verða sér úti um ein- hverjar atvinnutekjur er mjög fljótlega farið að skerða tekju- tryggingu hans. Bótum öryrkja er því haldið í algeru lágmarki, hvort sem þeir geta eitthvað unnið eða ekkert. Það má því alls ekki gerast að lífskjör öryrkja verði skert í þeim efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem framundan eru. Skarðsrétt Nú standa yfir réttir um land allt. Þessi mynd var tekin í Skarðsrétt í Skarðshreppi á dögunum. Heimamenn eru að reka fé inn í almenninginn. Mynd: -bjb Endastöð Strætisvagna Akureyrar: Verður í dönsku einingahúsi í stað dælustöðvar hitaveitu - lán upp á tæpa eina og hálfa milljón tekin til kaupa á húsinu og uppsetningar þess Danskt einingahús leysir enda- sföðvarvanda Strætisvagna Akureyrar. Húsið og uppsetn- ing þess kostar tæplega eina og hálfa milljón króna. Stjórn S.V.A. hafði farið þess á leit við stjórn veitustofnana að vagnstjórar fengju inni í dælu- stöð Hitaveitunnar við Þór- unnarstræti en beiðninni var hafnað. Lausnin varð því sú að einingarhúsið var keypt og er það á leið til landsins. Þegar lokið verður við að koma því fyrir sunnan innkeyrslunnar að F.S.A. við Þórunnarstræti verður nýtt leiðakerfi strætis- vagnanna tekið í notkun. Bæjarstjórn hefur heimilað Strætisvögnum Akureyrar að taka lán upp á 1.400.000 til kaupa á húsinu og uppsetningar þess. Ingi Þór Jóhannsson formaður strætisvagnanefndar sagði að leit- að hefði verið eftir aðstöðu í dælustöðinni með það fyrir aug- um að vagnstjórar og starfsmenn hitaveitu gætu samnýtt eldhús og setustofu sem þar er fyrir hendi. Hann taldi að ekki hefði þurft að ráðast í kostnaðarsamar breyt- ingar á húsnæðinu, þó af þessu hefði orðið, en einingarhúsið danska og það sem því fylgir kostar tæplega eina og hálfa milljón. „Ur því sem komið er var þetta skásti kosturinn," sagði Ingi Þór um húsakaupin. „Það er orðið mjög brýnt að nýja leiðarkerfið komist í gagnið, því það sparar okkur talsverðan skólaakstur og hefur í för með sér betri nýtingu á mannskap," sagði Ingi Þór. Sigurður J. Sigurðsson formað- ur stjórnar veitustofnana sagði það enga launung að sá kostur sem tekinn var kostaði ívið meira í peningum. Hins vegar hefði það verið mat starfsmanna hitaveit- unnar að breytingar á húsnæðinu hefðu orðið kostnaðarsamar. Auk þess þætti ekki heppilegt að fá aðra starfsemi inn í húsið þar sem viðkvæm starfsemi væri í gangi og stýrikerfi veitunnar er þar fyrir. Hann sagði vissulega æskilegt ef hægt væri að samnýta hlutina, en í þessu tilfelli hefði það ekki komið til greina. Það sem þó hefði ráðið endanlegri niðurstöðu varðandi mál þetta hefði verið að staðsetningin væri ekki nægilega heppileg ef haft væri í huga að endastöðin ætti að þjóna sjúkrahúsinu sem best. mþþ DAGTJR Blönduósi S 954070 Norðlcnskt dagblað Egilsstaðir: Sundlaug í stað „dúks í holu“ Menningarmálancfnd Akur- eyrarbæjar hefur ákveðið að styðja við bakið á því fólki sem á gömul friðlýst hús samkvæmt lögum, svo það geti haldið þeim í mannsæmandi horfi. Sameinaðir hafa verið tveir sjóðir, Húsafriðunarsjóður og Bygg'ngarlánasjóður Akureyr- arbæjar og heitir hann nú Hús- friðunarsjóður Akureyrarbæj- ar. Reiknað er með að umsóknir skuli berast á sér- stökum eyðublöðum fyrir 1. mars á hverju ári og að umsóknir verðir afgreiddar fyrir 1. maí. Leitað verður til fagmanna vegna afgreiðslu umsóknanna. Samkvæmt reglum Byggingar- lánasjóðs var aðeins lánað til endurbyggingar húsa sem voru eldri en 35 ára. Þegar húsnæðis- stofnun tók að lána til viðhalds og endurbóta á eldra húsnæði þótti ráðmönnum bæjarins sjóð- urinn ekki eins nauðsynlegur og hann var svo ákveðið var að slá þessum sjóðum saman. Sam- kvæmt reglugerð sjóðsins er til- gangur hans að vinna að friðun húsa og stuðla að varðveislu þeirra og annarra eldri húsa með viðkenningum, framlögum og/eða lánum til endurbyggingar eða viðhalds eftir nánari ákvörðun sjóðsstjórnar. Þá verða sömu- leiðis veittar sérstakar viður- kenningar með heiðursskjali eða verðlaunagripum til þeirra sem hafa gert sérstakt átak í þessum efnum. Stjórn sjóðsins annast Menningarmálanefnd Akureyrar- bæjar, en stofnframlag í sjóðinn eru eignir Byggingarlánasjóðs og Húsafriðunarsjóðs eins og þær voru bókfærðar í árslok 1987. Tekjur sjóðsins eru vextir og stofnfé sjóðsins árið á undan, framlag úr bæjarsjóði og gjafir og framlög. Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi Akureyrarbæjar sagði í samtali við blaðið, að full þörf væri fyrir framlög úr sjóði sem þessum. „Það er ekkert lítið mál fyrir eigendur að halda frið- lýstum húsum við.“ Jóni Geir hefur verið falið, ásamt Ingólfi Ármannssyni, að undirbúa nám- skeið í viðhaldi gamalla húsa. í samtali við blaðið sagði hann að áður hafi verið haldið slíkt nám- skeið á Akureyri. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða háttur verð- ur hafður á við námskeiðshaldið, en það veltur m.a. á hvaða fyrir- lesara og leiðbeinendur verður hægt að fá, VG Nú á haustdögum verður hafíst handa við byggingu 25 metra útisundlaugar á Egilsstöðum, en sundlaugin sem fyrir er á staðnum er „dúkur í ho!u“, eins og bæjarritarinn Stefán Bragason komst að orði um sundstaðinn. í vor er síðan ætl- unin að byrja af krafti á bygg- ingu nýju laugarinnar. Eglisstaðabær tók við teikning- um vegna byggingar íþróttahúss við menntaskólanum á staðnum og verður laugin staðsett skammt frá húsinu. Sundlaugarbygging- una kvað Stefán vera fjárfreka framkvæmd og allsendis óljóst hvort sveitarfélagið hefði bol- magn til að standa í byggingum. Það ylti á fjárframlögum ríkis, en framlögin þau vilja koma seint og illa. „Við komumst ekki hraðar en ríkið leyfir í þeim efnum,“ sagði Stefán. Endanlegar kostn- aðartölur liggja þó ekki fyrir. mþþ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.