Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 15
íþróttir 15. september 1988 - DAGUR - 15 segir Birgir Björnsson, þjálfari 2. deildar liðs Þórs Eins og kunnugt er hefur handknattleiksdeild Þórs ráðið þjálfara fyrir komandi keppnis- tímabil. Þjálfara þennan ætti að vera óþarfi að kynna en hann heitir Birgir Björnsson og er handknattleiksunnend- um að góðu kunnur. Birgir er einn af kunnustu handknatt- leiksmönnum Islendinga en hann var um árabil leikmaður með FH og íslenska landslið- inu í handknattleik og snéri sér síðan að þjálfun og þjálfaði m.a. KA-liðið í nokkur ár. Birgir hefur nú hafið störf hjá Þór og hann féllst á stutt spjall við blaðið um handknattleik og ýmislegt sem honum tengist. Fyrsta spurningin var hvernig tilfinning það væri að vera kominn til starfa hjá Þór eftir að hafa starfað svo lengi hjá KA. „Það er ágætistilfinning. Ég tel mig búa yfir ýmsu sem ég get miðlað og þegar þeir báðu mig að hjálpa sér gerði ég það með glöðu geði.“ - Hvenær tókstu til starfa? „Æfingarnar byrjuðu 10. ágúst og undirbúningur er nú kominn í fullan gang. Það hefur gengið ágætlega, ég er kominn með um 20 manna hóp. Ég hef yngri mennina með því Þór ætlar að senda 2. flokk karla í íslandsmót í vetur og ég sé einnig um að þjálfa þá. Strákarnir í 2. flokki koma líka til með að spila stórt hlutverk í meistaraflokki í vetur. Félagið missti mikinn mannskap eftir síðasta tímabil en það eru nokkrir eftir þannig að þetta verður byggt á blöndu af eldri og yngri mönnum. Þeir yngri verða þó í meirihluta." - Nú var sú ákvörðun tekin að fá ekki nýja menn í stað þeirra sem fóru heldur að byggja á yngri mönnum frá félaginu. Hvernig líst þér á það? „Mér líst vel á það. Það hefði auðvitað gert róðurinn léttari að fá nýja menn en þá hefðu ein- hverjir af þeim sem ég er að reyna að byggja upp orðið útund- an. Ég er ekkert svartsýnn, þetta tekur tíma, einhverja mánuði eða ár, en það skilar sér. Stóra spurningin er bara hvort þessir strákar fari ekki eitthvað annað um leið og þeir verða orðnir góðir.“ - Hvernig líst þér á veturinn? „Ég get ekkert sagt um það strax. Við leggjum áherslu á að halda okkur í deildinni en ég get ekki sagt neitt um möguleikana á því fyrr en ég sé hvernig við stöndum miðað við hin liðin. Ég hef ekkert séð til hinna liðanna og auk þess erum við með alveg nýtt lið þannig að allt tal um möguleika verður ekkert annað en ágiskanir. Aðspurður segist Birgir telja að það taki u.þ.b. tvö ár að byggja liðið upp þannig að raun- hæft sé að stefna að sæti í 1. deild. En er Akureyri nógu stór til að eiga tvö 1. deildar lið? „Já, alveg tvímælalaust. En það er auðvitað erfitt ef við miss- um alltaf mennina suður um leið og þeir komast í „landsliðs- klassa“. - Hvað er til ráða? „Það er lítið hægt að gera nema að auðvelda þessum strák- um á einhvern hátt að komast á landsliðsæfingar fyrir sunnan. En það má líka benda á að eftir því sem við getum meira því meira tillit verður tekið til okkar og þá er ekki fráleitt að hingað komi Knattspyrna: Róbert og Rutter í leikbann - Trausti ekki með Víkingi gegn Völsungi Tveir Siglfiröingar voru dæmd- ir í eins leiks bann á fundi aga- nefndar KSÍ á þriðjudag. Róbert Haraldsson og Steve Rutter hlutu báðir gult spjald í leik KS og ÍBV um síðustu helgi og þar sem báðir höfðu hlotið þrjú slík áður getur hvorugur þeirra leikið með KS gegn Þrótti um næstu helgi. Aðeins einn 1. deildarleikmað- ur var dæmdur í leikbann að þessu sinni. Það var Trausti Ómarsson, Víkingi, en honum var vísað af leikvelli í leik Vík- ings og Þórs um síðustu helgi. Trausti leikur því ekki með Vík- ingum gegn Völsungi á laugar- daginn. JHB SL-mótið: Báðir markmenn KA meiddir Ægir Dagsson, markvörður 3. flokks karla hjá KA mun leika sem markvörður með meistara- flokki félagsins gegn ÍA um næstu helgi þar sem báðir markmenn meistaraflokks eru frá vegna meiðsla. Haukur Bragason, aðal mark- maður liðsins hefur átt við meiðsl í hné að stríða í sumar. í vikunni þurfti hann að gangast undir upp- skurð vegna þessa og leikur því ekki meira með þetta keppnis- tímabil. Jónas Guðmundsson meiddist á læri á æfingu nýlega og nær ekki að leika gegn ÍA, en vonir standa til þess að hann verði orð- inn góður fyrir leikinn gegn Val í síðustu umferð. VG meira af liðum, t.d. landsliðum, og verði hér í æfingabúðum.“ - Nú tókstu aðeins að þér þjálfun í eitt tímabil. Hefði ekki verið æskilegt að hafa meiri tíma til að byggja upp liðið? „Það er rétt að ég tók aðeins að mér að þjálfa liðið í vetur og síðan kemur í Ijós hvernig það gengur. Ég geri mér fulla grein fyrir að það er í fyrsta lagi eftir tvö ár sem vænta má verulegs árangurs en ég er hins vegar búinn að standa í þessu í 35-40 ár og er ekki tilbúinn að binda mig til lengri tíma í einu.“ - Eitthvað sem þú vilt bæta við þetta? „Ekki nema það að ég vonast til að geta átt góða samvinnu við KA í vetur hvað varðar æfinga- leiki og annað enda er það nauð- synlegt bæði fyrir okkur og þá. Ég á reyndar ekki von á öðru en að það gangi vel. Ég hef ekki hitt þjálfarann þeirra ennþá en ég hef trú á að við höfurn leikið hvor gegn öðrum í Evrópukeppninni 1972, hann þá með Partizan Belovar og ég með FH.“ JHB Birgir Björnsson, þjálfari Þórs í handknattleik, á æfingu fyrir skömmu. Mynd: TLV - kom inn á í hálfleik og skoraði jöfnunarmarkið Eyjólfur Sverrisson stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik í knatt- spyrnu með U-21 árs landslið- inu sl. þriðjudag gegn Hollend- ingum á Valbjarnarvelli í Laugardal. Þetta var fyrsti leikur liðsins í Evrópukcppn- inni. Leiknum lauk með jafn- tefli, 1:1, og skoraði Eyjólfur jöfnunarmark Islendinga þeg- ar fimmtán mínútur voru til leiksloka, en Eyjólfur kom inn á eftir leikhlé í stað Ólafs Kristjánssonar FH-ings og fór í stöðu vinstri tengiliðs, sem hann hefur ekki áður spilað. Fyrri hálfleikur var dapur af hálfu íslendinga og um miðjan hálfleikinn náðu Hollendingar að skora, og var það mjög fallegt mark. Leikur íslands breyttist mikið í seinni hálfleik, eftir að Eyjólfur kom inn á. Þá kom Valsarinn Steinar Adolfsson inn á um miðjan seinni hálfleikinn og breytti leik liðsins enn meir. Þeg- ar stundarfjórðungur var svo til leiksloka kom jöfnunarmark Eyjólfs. Hann vann skallaeinvígi við einn Hollending og skallaði boltann fyrir fætur Rúnars Krist- inssonar sem tókst að koma bolt- anum inn í teig Hollendinga. Þar var Eyjólfur kominn, tók boltann, lék framhjá einum varn- armanni og þrumaði í marknet Niðurlendinganna. í samtali við Dag sagðist Eyjólfur vera ánægður með að hafa skorað mark í sínum fyrsta landsleik. „En það hefði verið skemmtilegra að vinna Hollend- inga, þetta eru áþekk lið og við eigum að geta unnið þá, þótt þetta séu allt atvinnumenn. Auð- vitað hefði maður viljað spila all- an leikinn, en það er ekkert við því að gera. Maður ætlaði nú varla að trúa því að maður hafi skorað, það var rosaleg tilfinn- ing,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur hefur skorað sex mörk í þrem leikjum með lands- liðinu, akkúrat helming af mörk- um liðsins og í tveim leikjanna hefur hann ekki spilað allan leiktímann. Það eru því allar lík- ur á að hann leiki með landslið- inu 28. þessa mánaðar í Finn- landi gegn heimamönnum í Evrópukeppninni. Það má a.m.k. mikið gerast hjá Júrí Sedov landsliðsþjálfara ef hann velur ekki Eyjólf í þann leik. -bjb Eyjólfur Sverrisson í leik með Tindastól fyrr í sumar. Mynd: -bjb Knattspyrna: Ejjólfur stóð sig vel með U-21 árs liðinu „Allt tal um möguleika er aðeins ágiskanir“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.