Dagur


Dagur - 23.11.1988, Qupperneq 3

Dagur - 23.11.1988, Qupperneq 3
23, nóvember 1988 - DAG.UR - 3 Kostnaður við viðhald og endurnýjun skólahúsa og heimavistar MA, sain- kvæmt áætlun sem gerð var árið 1986, er talinn vera um 96 milljónir í dag. Frystihús ÚA: Orugg viraia næstu þrjár vikuraar - hópur starfsmanna fer á fiskvinnslunámskeið „Þad er nóg að gera ennþá en þetta lítur ekki nægilega vel út, við erum þó nieð örugga vinnu næstu þrjár vikurnar eða svo,“ sagði Gunnar Lórenzson, yfir- verkstjóri hjá frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa hf., en eins og kunnugt er þá mun aflakvóti togara fyrir- Menntaskólinn á Akureyri: Mikilla endurbóta þörf á skólabyggmgunum I fjárlagafrumvapinu fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir fjögurra milljóna króna framlagi til við- halds á húsnæði Menntaskól- ans á Akureyri. Samkvæmt áætlun frá árinu 1986 er gert ráð fyrir að kostnaður við við- hald og endurnýjun skólahúsa og heimavistar nemi 64 millj- ónum króna á verðlagi þess árs. Jóhann Sigurjónsson, skóla- meistari MA, sagði að samkvæmt áætluninni frá 1. ágúst 1986 hafi verið gert ráð fyrir endurbótum næstu átta árin, þ.e. fram á árið 1994. Kostnaður við framkvæmd- ir hefur hækkað um nálega helm- ing frá því áætlun þessi var gerð og myndi hann nema um 96 millj- ónum í dag. Kostnaður vegna viðhalds og endurnýjunar í Menntaskólanum er umtalsverður af ýmsum orsök- um. Verið er að endurnýja alla gluggana í gamla skólahúsinu, einnig geretti og bönd, og síðasta sumar var lokið vinnu við endur- nýjun þaksins. Kostnaður við endurbætur á snyrtingum í kjall- ara mun vera hátt í þrjár milljónir en brýnt er að ráða bót á þeim þar sem heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemdir. Innan fáeinna ára verður að fara í framkvæmdir við lagfæring- ar á íþróttahúsinu, en þar hefur margt verið fært til betri vegar undanfarin ár. Möðruvellir, nýjasta hús skólans, er orðið tuttugu ára gamalt og þarfnast mikilla endurbóta. Steypustyrkt- arjárn eru víða komin út úr veggjum, gluggar allir ónýtir og margir lekir. „Þetta byrjaði að leka strax á þriðja til fjórða ári og hefur snarversnað síðan enda ekkert fyrir það gert. Heimavist- in er orðin 40 ára og á þeim tveimur árum sem við höfunt fengið fjárveitingar höfunt við endurnýjað tæplega Vs af glugg- unum. Heildarkostnaður við að endurnýja glerið í því húsi er um 1,7 milljónir króna, burtséð frá vinnu, endumýjun pósta o.fl. sem því fylgir,“ sagði skólameistar- inn. EHB Miðstjórn ASÍ hafnar hugmyndum norðanmanna um framkvæmdanefnd: tækisins vera á þrotum. Gunnar sagði að fólk hefði vantað til starfa á frystihúsinu allt síðastliðið haust en ástandið væri samt með betra móti um þessar mundir. Þó væri viðvarandi þörf fyrir aukinn mannskap til vinnu eftir hádegi og síðari hluta dags. Töluvert er til af ópökkuðum saltfiski hjá útgerðarfélaginu og verður hægt að vinna eitthvað við pökkun ef ekki fæst aukinn kvóti til togaranna. Þá verður hugsan- lega hægt að hefja vinnu við pökkun á hertum þorskhausum á næstunni. „Það er ekkert stór- vægilegt framundan hjá okkur nema þá tilfallandi verk eins og pökkun,“ sagði Gunnar, en minntist i' leiðinni á að í byrjun næsta mánaðar munu 30 til 40 starfsmenn fara á tíu daga nám- skeið fyrir fiskvinnslufólk. Nám- skeiðið verður að öllum líkindum haldið í húsakynnunt ÚA en það er starfsfræðslunefnd fiskiðnað- arins sem stendur fyrir námskeið- inu. EHB Egilsstaðir: Tannfræð- ingar í heimsókn Egilsstaöabúar fengu góða gesti á dögunum, en þá komu þangaö tveir tannfræðingar frá Reykjavík. Erindi þeirra var aðallega að fræða nemendur um gildi góðrar tannhirðu. Tannfræðingarnir hafa áður verið á ferð á Akureyri og fóru þá sömuleiðis í skóla og ræddu við nemendur um tannhirðu, mataræði og fleira er viðkentur tönnum. Þá fóru þeir í stórmark- aði og veitu fræðslu þeim er þess óskuðu. VG Félagsfundur í LAUF Norðurlandsdeild Landssambands áhuga- fólks um flogaveiki heldur félagsfund að Hótel KEA laugardaginn 26. nóvember nk. kl. 14.00. Einar Valdimarsson, sérfræðingur í heila- og tauga- sjúkdómum, flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Félagsmálin rædd. Kaffiveitingar. Nýir félagsmenn velkomnir. Stjórnin. Dregur úr lýðræði sem starf ASÍ byggist á - tillaga Alþýðusambands Norðurlands um fækkun fulltrúa á ASÍ þing hefur byr Fyrir yfirstandandi ASÍ þingi liggur tillaga frá Alþýðusam- bandi Norðurlands sem, ef hún verður samþykkt, myndi hafa þær afleiðingar að fulltrúum á ASÍ þingum fækkaði úr 512 í 322. Færri fulltrúar kæmu frá fjölmennari félögum en minni félögin hefðu sama fjölda full- trúa eftir sem áður. Miðstjórn ASÍ hefur mælt með að tillaga þessi verði samþykkt. Önnur tillaga Alþýðusam- bands Norðurlands veldur meiri skjálfta í miðstjórn ASÍ. Þar kveður á um að miðstjórn ASÍ skuli velja fimm manna fram- kvæmdanefnd er fari með dagleg verkefni milli funda. í greinar- gerð frá miðstjórn Alþýðusam- bands Norðurlands segir að svo fjölmenn miðstjórn sem nú er komi sjaldnast öll saman til fund- ar auk þess sem starfið verði þyngra í vöfum. „Tillagan, ef samþykkt yrði, myndi draga úr lýðræði, sem starf ASÍ byggist á í dag. Þegar rætt var um fjölgun í miðstjórn á síð- asta ASÍ þingi var mjög varað við þeirri þróun af þeim sem á móti fjölgun voru, að með fjölgun mið- stjórnarmanna úr 15 í 21 færðist hið raunverulega framkvæmda- vald í hendur fárra manna fram- „36. þing ASÍ leggur áherslu á að öllu launafólki séu tryggð laun vegna fráveru frá störfum í veikinda- og slysatilvikum í eitt ár. Þetta sé tryggt með kjarasamningum og lögum. Kannað verði með hvaða hætti tryggja megi launafólki betri rétt með þeim möguleikum sem til staðar eru í dag,“ segir í drögum að ályktun þings ASÍ um veikindarétt og tryggingar. kvæmdanefndar. Miðstjórn getur ekki mælt með tillögunni," segir í umsögn miðstjórnar ASÍ um til- lögunar. JÓH f ályktunardrögunum er vikið að réttarstöðu launafólks við sölu og yfirtöku fyrirtækja og hvatt til þess að nefnd verði sett á laggirn- ar er tryggi rétt fólks f slíkum málum. í þeim tilvikum þegar um er að ræða uppsagnir launafólks þá sé fólki ævinlega tilkynnt ástæða uppsagnar. Tryggt verði enn- fremur að áunnin réttindi glatist ekki þótt skipt sé um vinnustað. JÓH Drög að ályktun ASÍ þings: Laun í veikinda- og slysatilvikum í eitt ár VERSLUNARMIÐSTÖÐ ÞINGEYINGA SPARIÐ YKKUR SPORIN • HJÁ OKKUR ER ÚRVALIÐ MATBÆR GARÐAR Rúmgóð og þægileg matvöruverslun i/cc\/in a o\/s\m Ritföng, skólavörur, leikföng, bús- . . . Úrvals kjötborð, ávaxtaborð, VbrlvAVAKVUKU- áhöld, gjafavörur. . . grænmetistorg . .. VERSLUN Vandaður fatnaður og skór.... Allt til sauma og á prjónana .... Rúm- fatnaður, gluggatjöld, handklæði, snyrtivörur, skartgripir.... BYCGINCA VÖRUR Efni til nýbygginga, viðhalds, endur- bóta. Úrval raftækja . .. Hljómflutn- ingstæki, sjónvörp, hljómplötur, geisladiskar. . . SÖLUDEILD KONDITORI Ljúffeng brauð og kökur .... Hér geta menn tyllt sér niður og fengið sér hressingu og Ijúffengt meðlæti ( þægilegu umhverfi.... NAUSTAGIL Söluskáli og bensínafgreiðsla. Opið frameftir á kvöldin : . . . Ýmsar nauðsynjar auk gosdrykkja og sæl- gætis . . . . Frí afnot af þvottaplani, ryksugu, olíusugu .... Bensín oggos af sjálfsölum allan sólarhringinn . . . HUGSAÐU UM EIGIN HAG TIL OKKARÁTTÞÚ ERINDI íþróttavörur, léttur sportfatnaður. . . Allt fyrir veiðimanninn . . . . Úr, tölvur, reiknivélar, Ijósmyndavörur, framköllunarþjónusta .... FOSSHÓLL GLJÚFRABÚ LAUGAR REYKJAHLÍÐ í útibúunum færðu það sem þarf til daglegra nota auk ýmiss konar sérvöru. VÉLADEILD Allt frá handverkfærum upp í dráttar- vélar .... Hjólbarðar, rafgeymar, varahlutir, reiðtygi, öryggisvörur, alls kyns aukahlutir í bílinn .... KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA S 41444

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.