Dagur - 23.11.1988, Síða 5

Dagur - 23.11.1988, Síða 5
23. nóvember 1988 - ÐAGUR - 5 Á samdráttartíma í flugvirkjun eru 80 nemar að læra fagið í Bandaríkjunum: Þarf að flölga flugfélögum eða senda flugvirkja í ástandið? - pólitísk samstaða um að takmarka frjálst val æskufólks ekki fyrir hendi Hér á landi er ekki pólitískur vilji fyrir því að takmarka frjálst val æskufólks til náms og því cru að minnsta kosti áttatíu nemar úti í Bandaríkjunum að læra flugvirkjun. Námið er dýrt, en skóiagjöldin ein og sér eru upp á rúm- lega 6000 dollara, cða 274 þúsund krónur fyrir þrjár annir. Mynd: kga Að minnsta kosti 80 íslending- ar hafa á þessu ári sótt um námslán til Lánasjóðs íslenskra námsmanna vegna náms í flugvirkjun í Bandaríkj- unum. Á síðasta ári sóttu 67 um námslán vegna flugvirkja- náms. Á sama tíma og ungir piltar þyrpast til Bandaríkj- anna að læra flugvirkjun eru atvinnuhorfur flugvirkja á Is- landi slæmar. Þann 15. des- ember taka gildi uppsagnir 13 flugvirkja hjá Flugleiðum og 55 störf hverfa í kjölfar þess að flugfloti félagsins verður cndurnýjaður, en þá verður ekki lengur þörf fyrir flugvél- stjóra. Flugvirkjar hafa leitað til utanríkisráðuneytisins og farið fram á að kannað verið hvort flugvirkjar gætu fengið vinnu hjá ameríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Flugvirkjanám er einkum stundað í tveimur skólum í Bandaríkjunum, annar er í Tulsa, Oklahoma og hinn er í Florida. Á síðasta ári námu heildarútgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna vegna 703 námsmanna í Bandaríkjunum rúmlega 311 milljónum króna. Þórður Gunnar Valdimarsson hjá Lánasjóðnum sagði að meðallán til nema í Bandaríkjunum hafi á síðasta ári verið 442 þúsund krónur á ári. Lán til framfærslu er 57% af heildaraðstoðinni, skólagjöldin eru 34% og afgangurinn er í formi aukalána og ferðastyrkja. Skólagjöld flug- virkjanemanna eru rúmlega 2000 dollarar á önn og eru annirnar þrjár, sem gerir rúmlega 6000 dollara í skólagjöld yfir tímabil- ið. Kostnaður við námið rúmlega 41 milljón króna Framfærsla allra nema í Banda- ríkjunum var að meðaltali 252 þúsund krónur, skólagjöldin 150 þúsund krónur og aukalán og Hættulegir ljóskastarar við Akur- eyrarkirkju Bílstjóri hringdi: „Ég vil vekja athygli á varhuga- verðri slysagildru á neðanverðum Eyrarlandsveginum á Akureyri. Eins og allir vita er Akureyrar- kirkja flóðlýst í skammdeginu og hefur það tíðkast í áraraðir. Ekki er nema gott um það að segja. Nú háttar hins vegar svo til að geysisterkir ljóskastarar við suðurhlið kirkjunnar beinast beint upp í Eyrarlandsveginn og blinda ökumenn sem aka niður götuna. Þetta hefur ekki verið svona áður og ég vil beina því til hlutaðeigandi að þetta verði lag- fært hið fyrsta. Nauðsynlegt er að setja hlíf af einhverju tagi á kast- arana til að þeir kasti ekki ljósi ferðastyrkir tæplega 40 þúsund krónur. Flugvirkjanemar borga talsvert hærri skólagjöld en með- altalið segir til um, eða 274 þús- und krónur á ári. Þórður Gunnar sagði að á þessu ári hefðu sjóðn- um borist að minnsta kosti 80 umsóknir um lán frá flugvirkja- nemum, en ekki er útséð um að sú tala sé endanleg þar sem nem- ar eru teknir inn í skólana á þriggja mánaða fresti og næsti hópur er væntanlegur um ára- mótin. Kostnaður vegna náms flugvirkjanemanna er heldur hærri en meðaltalið, eða 516 þús- und krónur á ári. Kostnaður vegna menntunar um 80 flug- virkjanema nemur því rúmlega 41 milljón króna á árinu. Tekið skal fram hér að þessi tala, 516 þúsund krónur á ári, miðast.við einstakling. Ef um er að ræða að nemi sé með fjölskyldu sína úti er framfærslulánið hærra. Flugvirkjun er lögvernduð iðn- grein á íslandi og er námi flug- virkja þannig háttað, að bóklegt nám er að mestu stundað í Bandaríkjunum og tekur það 18 mánuði. Að því loknu þurfa nemarnir að komast í verklega þjálfun heima á íslandi og tekur hún tvö og hálft ár. Að því loknu hafa þeir öðlast réttindi til að gangast undir sveinspróf í grein- inni. Ekki eru gerðar aðrar kröf- ur til væntanlegra flugvirkjanema en að þeir hafi lokið grunnskóla- prófi. Samdráttur fyrirsjáanlegur í greininni Tæplega 200 félagar eru nú í Flugvirkjafélagi íslands, þar af eru 168 starfandi hjá Flugleiðum, að sögn Kristjáns Tryggvasonar ritara félagsins. Hann sagði atvinnuhorfur í greininni mjög slæmar um þessar mundir og síð- ur en svo að útlitið yrði bjartara í framtíðinni. Hjá Flugleiðum væri frekar verið að fækka flugvirkj- um en hitt. Um miðjan desember taka gildi uppsagnir 13 flugvirkja í------------------ Umræddur Ijóskastari við Akurcyr- arkirkju. beint í augu ökumanna. Þetta getur verið mjög hættulegt því mikill fjöldi barna og unglinga gengur eftir og yfir þessa götu í skammdeginu.” hjá félaginu og í kjölfar þess að flugfloti þess verður endurnýjað- ur fækkar um 55 störf í greininni þar sem ekki er þörf fyrir flugvél- stjóra í nýju vélunum. „Það er engin þörf fyrir alla þessa flugvirkja. Það er engin aukning fyrirsjáanleg í þessari grein hér á landi og ef eitthvað er blasir við atvinnuleysi hjá þeim sem fyrir eru,“ sagði Kristján. Hann sagði að Flugvirkjafélagið gæti ekkert gert til að draga úr þeirri gífurlegu ásókn sem virtist vera í þetta nám, en þó hefði þetta mál verið rætt nokkuð í félaginu og þá á hvern hátt væri hægt að stjórna því hversu margir færu til náms í greininni. Frjálst val æskufólks skal ekki takmarkað Stefán Ólafur Jónsson deildar- stjóri í verk- og tæknimenntunar- deild menntamálaráðuneytisins sagði að vissulega væri ásókn í þetta nám mun meiri en vinnu- markaðurinn gæti tekið við. Það væri hins vegar ekki pólitísk samstaða um að setja mönnum hömlur varðandi námsval. „Það er ekki pólitískur vilji fyrir því að takmarka frjálst val æskufólks," sagði Stefán Ólafur. Hann sagði að efla þyrfti upplýsingar til Undirritaður sá á forsíðu Dags þann 15. þessa mánaðar frétt um slysfarir í Skagafirði þar sem skepnur komu við sögu. Þar var orðið rolla haft í stórletraðri fyrirsögn. Undirritaður er ekki ævinlega ánægður með frammistöðu blaðamanna Dags, t.d. þegar nöfn góðkunnra borgara á Ákur- eyri eru brengluð þannig að fólk eignast fyrirvaralaust föður með allt öðru nafni en það þekkti áður. Dæmi um slíkt blasti ein- mitt við á 5. síðu téðs tölublaðs. Það sem kom undirrituðum til að ganga að ritvélinni var það stílbragð blaðamanns að setja saman í fyrirsögnina orðin rollu og hross. Örð þessi eiga hvort um sig sinn sess í huga gamals sveita- manns og fara alls ekki vel saman. Undirritaður vill því ein- dregið benda blaðamönnum á gamalt og gott íslenskt orð í stað- inn fyrir hross og sómdi sér á þeirra sem hyggjast stunda bæði flugvirkjanám sem og annað nám þar sem atvinnuhorfur hér á landi væru ekki góðar. Hann benti á að þegar ættu fjöldatakmarkanir sér stað í nokkrum deildum við Háskóla íslands, en það hefði vafist fyrir mönnum hvernig hægt væri að takmarka aðgang manna að t.d. námi í flugvirkjun. Stefán Ólafur benti á að við sama vandamál væri að etja á fleiri sviðum og nefndi í því sambandi að verið væri að mennta fleiri lækna en vinnu- markaðurinn tæki við, svo væri einnig um arkitekta og fólk sem héldi til náms í hótelrekstrar- fræðum. Fólk legði á sig langt, dýrt og krefjandi nám þó svo margt benti til að það fengi ekki vinnu við hæfi er heim kæmi. Benti hann sérstaklega á hótel- rekstrarfræðina í því sambandi og sagðist vita til þess að íslend- ingar sem stundað hefðu slíkt nám væru jafnvel farnir að reka hótel í Danmörku þar sem vinna hefði engin fengist við hæfi heima á íslandi. Flugvirkjar í ástandið? í samtali við Kristján Tryggvason ritara Flugvirkjafélagsins kom fram að verið væri að kanna möguleikann á því að flugvirkjar nefndum stað og það er orðið bykkja. Svo má ekki gleyma þeim sveitaskepnum sem mjólkin kemur úr. Þær heita beljur. Sem sagt, nöfnin á þessum gætu fengið vinnu hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Þar eru til staðar um 300 störf fyrir flugvirkja, að sögn Kristjáns. Þorsteinn Ingólfsson skrif- stofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins sagði að það mál hefði verið kannað, en endanlegt svar hefði enn ekki borist skrifstofunni. Hann átti hins vegar von á því fljótlega. „Það er ljóst að ýmsir vankantar eru á þessu máli. Spurningin er hvers konar störf menn sætti sig við,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að strangar reglur giltu um rekst- ur herflugvéla og ekki væru á því miklar líkur að borgaralegir starfsmenn gætu sinnt viðhaldi siíkra véla. Þorsteinn sagði vissu- lega rétt að í sjálfu sér væri undarlegt að íslenska ríkið kost- aði menn til náms sem síðan færu í vinnu hjá ameríska hernum. Hann taldi þó að bjartari tímar væru framundan í greininni í kjölfar þess að viðhald á vélum í millilandaflugi færi fram hér, en til að svo verði þarf að koma upp aðstöðu sem nú er ekki fyrir hendi. Bjóst Þorsteinn við að slíkri aðstöðu yrði komið upp á næstu árum. Ekkert annað en bruðl Dagur ræddi við flugvirkjanema sem hélt utan til Oklahoma í haust og var hann þungorður mjög. Sagðist hann ekki hafa haft hugmynd um allan þann fjölda íslendinga sem væri í þessu námi er hann ákvað að stunda nám þetta. Hann hefði hvergi fengið um það upplýsingar og sagðist hann hafa orðið hissa er hann uppgötvaði íslendinganýlend- una þar ytra. „Ég er yfir mig hissa á að öllum þessum fjölda skuli vera hleypt í þetta nám á sama tíma og samdráttur er í greininni heima. Þetta er ekkert annað en bruðl með peninga skattborgaranna," sagði flug- virkjaneminn. niþþ gamaldags sveitaskepnum eru: Rolla, bykkja og belja, gömul og góð íslensk orð, mjög þægileg í beygingu. Guðmundur Gunnarsson. Hátalarakerfi í íþróttahöllina Mig langar til að koma á framfæri handboltaleikina er þetta lítils- við húsnefnd Iþróttahallarinnar á Akureyri að þeir sjái sóma sinnT' því að kaupa hátalarakerfi í húsið. Það er til háborinnar skammar að kynna ekki leik- menn á þeim íþróttamótum sem þar fara fram. Og fyrir okkur áhorfendur sem borgum okkur inn til dæmis á virðing, við viljum gjarnan vita hverjir það eru sem leika. Maður heyrir menn vera að spyrja hver annan hver þessi eða hinn sé. Það kostar ekki svo mikið að kaupa tvo hátalara, magnara og hljóð- nema og fá einhvern sæmilega skýrmæltan til þess að kynna. Með von um skjótar úrbætur. Rafn. íesendahornið Rolla, bykkja og belja

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.