Dagur


Dagur - 23.11.1988, Qupperneq 16

Dagur - 23.11.1988, Qupperneq 16
TEKJUBREF• KJARABREF FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR FJARFESTINGARFELACID Ráðhústorgi 3, Akureyri Tíska að læra flugvirkjun: Meiri ásókn í námið en vinnumarkaðurinn getur tekið við - flugvirkjar í ástandið? Á þessu ári hafa að minnsta kosti 80 íslendingar sótt um lán til Lánasjóðs íslenskra námsmanna vegna náms í flug- virkjun, sem einkum er stund- að í Bandaríkjunum. Á síðasta ári sóttu 67 um lán vegna sama náms. Kostnaður vegna náms- ins nemur rúmlega 41 milljón króna. Á sama tíma og menn hópast vestur til Bandaríkj- anna að nema flugvirkjun er fyrirsjáanlegur samdráttur í greininni hér á landi. Félagar í Flugvirkjafélagi íslands eru tæplega 200. Um miðjan desember taka gildi upp- sagnir 13 flugvirkja hjá Flugleið- um og í kjölfar þess að flugfloti félagsins verður endurnýjaður verður ekki þörf fyrir flugvél- stjóra um borð og við það hverfa 55 störf flugvirkja. Kristján Tryggvason ritari Flugvirkjafélagsins segir atvinnu- horfur í greininni slæmar og enga þörf fyrir alla þá flugvirkja sem nú eru í námi. Það er hins vegar ekki pólitísk samstaða fyrir því hér á landi að takmarka frjálst val æskufólks og því geta allir sem það vilja stundað nám þetta, þó svo vinnumarkaðurinn taki ekki við öllum þeim sem ljúka námi í greininni. Flugvirkjafélag íslands hefur farið fram á að kannað verði hvort flugvirkjar geti fengið vinnu í faginu hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli og eru svör þar um væntanleg innan skamms. Þungar líkur er þó á að borgaralegir starfsmenn fái að sinna viðhaldi herflugvéla þar sem strangar reglur gilda þar um. Flugvirkjanemi sem blaðið spjallaði við sagðist ekki hafa haft hugmynd um alla þá íslend- inga sem stunduðu nám í flug- virkjun í Bandaríkjunum er hann hélt utan til náms í haust. Sér hefðu aldrei verið gefnar upplýs- ingar um þann fjölda er væri ytra og sagðist hann afar hissa á að svo frjálslega væri farið með fé skattborgaranna, að allir yæru sendir út og fengju lán þó svo að samdráttur væri í greininni á ís- landi. mþþ Sjá nánar á bls. 5. Axel Bragason flugvirki hjá Flugfélagi Norðurlands við vinnu sína í gær. Það virðist mjög í tísku um þessar mundir að læra flugvirkjun og hafa að minnsta kosti áttatíu manns sótt um ián til slíks náms á þessu ári, en fyrir- sjáanlegt er að vinnumarkaðurinn tekur ekki við öllum þeim fjölda. Mynd: GB Jóhanna Sigurðardóttir ávarpaði prmálaráðstefnu sveitarfélaganna: Mistök að fresta breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga SigluQörður: Háhitasvæði fannst í Skarðdal - góður árangur af tilraunaborunum fyrir hitaveituna Niðurstaða tilraunaborana fyr- ir heitu vatni á vegum Hita- veitu Siglufjarðar lofar mjög góðum árangri. Hitastigull í holu G í Skarðdal var afbrigði- lega hár, 240 gráður á kfló- metra, og svipuð niðurstaða var af borun tveggja grunnra borhola í nágrenninu. Sam- kvæmt skýrslu Orkustofnunar er líklegt að fundið sé háhita- svæði með umtalsverðu vatns- magni á þessurn stað. Hannes Baldvinsson, formað- ur veitunefndar Siglufjarðar, sagði að ellefu grunnar tilrauna- holur hefðu verið boraðar í síð- asta mánuði. Jarðhitasvæðið í Skútudal er talið fullnýtt og óheppilegt vegna hættu á snjó- flóðum. Staða hitaveitumála í Siglufirði er sú að það vatnsmagn sem fæst af gamla veitusvæðinu nægir bænum ekki til framtíðar því með sömu dælingu og nú er tíðkuð verður Skútudalssvæðið uppurið skömmu eftir aldamótin. „Það veit enginn um magnið eða hvort því verður náð með dýpri borunum en frekari rann- sóknir verða gerðar næsta sumar á vegum jarðhitadeildar Orku- stofnunar. Niðurstöður af þess- um tilraunaborunum benda til að svæði sé fundið þar sem um tölu- vert vatnsmagn er að ræða, berg- ið hitnar ekki svona mikið nema fyrir flutning varmaorku úr vatni. Við erum því mjög bjartsýnir á þessa jákvæðu niðurstöðu," sagði Hannes Baldvinsson. EHB frumvörp um verkaskiptinguna og tekjustofna sveitarfélaga væntanleg Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, sagði við upp- haf fjármálaráðstefnu sveitar- félaganna í gær að sé litið á sveitarfélögin í heild þá sé afkoma þeirra sæmileg og fjár- hagsstaða þeirra viðunandi en þó sé áberandi hversu misjöfn staða þeirra er. í máli hennar kom fram að fjárhagsleg staða sveitarfélaganna á Stór-Reykja- víkursvæðinu er góð en hinn hluti sveitarfélaganna er mis- munandi illa stæður, sum hver afar illa stæð. Jóhanna hét fundarmönnum því að beita sér fyrir að hags- muna sveitarfélaganna verði gætt við skuldaskil sem framundan eru hjá mörgum illa stæðum fyrirtækjum í landinum. Hún vék að stöðu margra þessara fyrir- tækja gagnvart sveitarfélögunum og sagði: „Við getum svona rétt ímyndað okkur hver stærð þess- ara vandamála er ef við t.d. hugs- um okkur að upphæð sem sam- svaraði helmingi útsvarstekna Reykjavíkur væri útistandandi hjá einum aðila og næðist ekki inn. Slíkt ástand mun nú ekki einsdæmi á landsbyggðinni.“ Ræðumenn á ráðstefnunni í gær véku nokkuð að skerðingu sem fyrirsjáanleg er á tekjum Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Fær flæðilínu um jólin Kolbeinsey í næstsíðustu veiðiferð ársins Vinnsla hjá Fiskiðjusamlagi Uppistaðan af hráefninu sem Húsavíkur hefur verið með til hússins berst er afli Kol- eðlilegum hætti síðan 8. nóv. beinseyjar en eitthvað af báta Kolbeinsey ÞH-10. flski hefur einnig verið lagt inn. Kolbeinsey landaði um 150 tonnum í síðustu viku og reiknað er með að skipið landi aftur I þessari viku. Horfur eru á að skipið Ijúki við að veiða upp í kvóta sinn í næstu veiði- ferð og landi þeim afla í fyrstu viku desember. Strax og vinnslu lýkur hjá Fiskiðjusamlaginu fyrir jól verð- ur farið að vinna að lagfæringum á húsnæði fiskvinnslunnar og settur upp búnaður fyrir flæði- línu, eins og settur hefur verið upp í nokkrum fiskvinnsluhúsum á undanförnum mánuðum. Reiknað er með að verkið taki upp undir mánuð en að sögn Tryggva Finnssonar fram- kvæmdastjóra tefst vinnsla mjög lítið af þessum framkvæmdum, vinnslu verður hætt 4-5 dögum fyrr en á undanförnum árum og starfsfólk verður fastráðið til 20. desember. Tryggvi sagðist reikna með að vinnsla hæfist á ný, að afloknum breytingunum, viku eða tíu daga af janúar en það er nánast eins og verið hefur síðast- liðin ár. ... IM Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á næsta ári og fyrirhuguðum breyt- ingum á verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ráðherra sagðist telja frestun verkaskiptingarinn- ar og meðhöndlunina á Jöfnunar- sjóðuum hafa verið mistök. Fram kom að innan skamms verður lagt fram frumvarp um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og frumvarp um tekjustofna sveitarfélaga. Ráð- herra sagðist telja að lögfesta eigi frumvarp um verkaskiptingu á yfirstandandi þingi og að það taki gildi í einu lagi í ársbyrjun 1990. Muni frumvarpið ekki ganga í gegn á þinginu gæti liðið langur tími uns það verði tekið upp aftur. JÓH Alnæmisvika hefst í dag Álnæmisvika hefst í dag. Til- gangur með henni er að auka almenna umræðu um alnæmi en útbúið hefur verið sjón- varpsefni sem sýnt verður í auglýsingatímum og einnig I Fræðsluvarpi. Þá verður einnig umfjöllun um alnæmi í dagblöðum, dreift fræðsluefni í skóla og fleira. Þessi vika er ákveðin í framhaldi af heimsráðstefnu heilbrigðisráð- herra í London en þar var ákveð- ið að 1. des nk. verði, um allan heim, tileinkaður alnæmi. JÓH Raufarhöfn: Rauðinúpur að klára kvótann Rauðinúpur ÞH-160, togari Jökuls hf. á Raufarhöfn, er nú í sinni næstsíðustu veiðiferð. Kvóti skipsins er um það bil að klárast, en eftir eru nokkrir tugir tonna, að sögn Hólmsteins Björnssonar framkvæmda- stjóra. Hólmsteinn sagði að togarinn myndi sennilega landa úr síðustu veiðiferðinni í kringum 5. des- ember og síðan færi hann í slipp. Aðspurður sagði hann að kvóta- staðan hefði ekki ráðið því að togarinn færi í slipp í desember því langt er síðan sú ákvörðun lá ljós fyrir. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.