Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 1
Filman þín á skiliö þaö besta1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422 Pósthólf 196 Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Jólagleði VMA: Dansað í kringum jólatré fyrir upplestrarfrí í gær var síðasti kennsludagur nemenda í Verkmenntaskólan- um á Akureyri og af því tilefni var haldin jólagleði nemenda og kennara í íþróttahöllinni á Akureyri. Þar var ýmislegt til skemmtunar, en í dag hafa nemendur væntanlega snúið sér að alvarlegri málefnum, því fyrstu haustannarprótin hefjast á morgun. Jólagleðinni stjórnaði Baldvin Bjarnason skólameistari og í ávarpi gaf hann nemendum m.a. góð ráð fyrir próflesturinn. Skemmtunin samanstóð af tveimur leikþáttum, söng og dansi kringum stæðilegt jólatré sem komið hafði verið fyrir í salnum. Leiklistarklúbburinn „Stælt og stolið" reið á vaðið og voru þættirnir „Bændur hafa orðið“ og „Kvikindaleiga mynd- bandahúsanna" m.a. á dagskrá. Þá flutti leikklúbburinn „Fram úr hófi“ sömuleiðis stuttan þátt. Að því loknu, steig fram nýstofnaður kór VMA undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. í kynningu hafði skólameistari orð á því, að það þyrfti þolinmæði til þess að stunda kórstarf og því hefði fækkað nokkuð í kórnutn frá upphafi. Hvort ástæðan fyrir karlmannsleysi í kórnurn er runn- in af sömu rót skal látið ósagt hér, en stúlkurnar sungu fjögur jólalög við góðar undirtektir. Hápunktur skemmtunarinnar var síðan, er allir nemendur og kennarar gengu kringum jólatréð og sungu jólalög við undirleik Jóhanns kórstjóra. VG Blátt furðufyrirbæri féll í sjóinn út af Norðurlandi: Lfldega loftsteinn Laust fyrir klukkan 19 sl. þriðjudag hrapaði furðufyrir- bæri í hafíð norður af landinu. Þessa varð vart í Eyjafírði, Skagafírði og einnig eru fregn- ir af hrapinu í S.-Þingeyjar- sýslu. Af skiljanlegum ástæðum hef- ur ekki fengist staðfest hvað þarna var á ferðinni. Tveir mögu- leikar hafa verið nefndir, loft- steinn og gervihnöttur. Magnús Jónsson, veðurfræðingur, hallast frekar að fyrrgreinda mögu- leikanum. Hann segir að hrap gervihnatta, t.d. njósnahnatta, sé yfirleitt tilkynnt strax en slík til- kynning hafi enn ekki borist. Sjónarvottum ber saman um að skærblár bjarmi hafi verið af fyrirbærinu. Þorsteinn Skapta- son, rafvirki á Dalvík, var að rölta heim að húsi sínu þegar honum varð litið til himins og sá hvar bláleitt furðufyrirbæri geyst- ist til jarðar frá suðri til norðurs: „Af þessu virtist vera blár bjarmi. Ég heyrði hálfgerðan hvin, sem ég áttaði mig ekki fyrr en eftir á að hefði verið frá þessu. Mér virtist fyrirbærið sundrast á meðan það var á lofti í norðri. Ljósið var nokkuð stórt en þó var ekki svo gott að átta sig á því.“ Magnús veðurfræðingur segir að þegar fólk telji sig sjá stjörnu- hrap sé í raun um að ræða hrap loftsteina. „Spurningin er hversu stórir þeir eru og hversu langt þeir ná inn í gufuhvolfið áður en þeir ná að brenna upp.“ óþh Sannkölluð hátíðarstemning í Höllinni í gær Erlingur Óskarsson, bæjarfógeti á Siglufirði, settur bæjarstjóri í Ólafsfirði til desemberloka: Siglufj arðaryfirvald í Ólafsfirði til ársloka Erlingur Óskarsson, bæjarfógeti á Siglufírði, verður lögyfír- vald Ólafsfírðinga til loka árs. Erlingur var settur bæjarfógeti í Ólafsfírði frá og með 8. sept- ember til loka nóvember og í gær, þegar Dagur náði tali af honum, hafði hann fallist á þá málaleitan dómsmálaráðu- neytis að sinna einnig bæjar- fógetastöðu í Ólafsfírði út des- ember. „Mér skilst að erindis- bréfíð sé á leiðinni að sunnan,“ sagði Erlingur. Það virðist ætla að ganga brösuglega að finna framtíðar- lausn á fógetamálum Ólafsfirð- inga. Staðan var auglýst á sl. vori en árangur af þeirri auglýsingu var enginn. Skúli Guðmundsson, fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu, segist fastlega gera ráð fyrir að staðan verði aftur auglýst í byrj- un næsta árs. Hann segir að ákvörðun urn næstu skref verði að liggja fyrir fyrir áramót. „Við erum óhressir með að ekki skuli fundin á þessu lausn til frambúðar,“ segir Bjarni Grímsson, bæjarstjóri í Ólafs- firði. „Það hefur m.a. komið í ljós í sambandi við staðgreiðslu- uppgjör að hér hefur vantað mann til þess að fylgja þeim mál- um eftir. Ef fógeti hefði verið hér til staðar er ólíklegt að vitleysa í staðgreiðsluuppgjöri Ólafsfjarð- arbæjar hefði komið til.“ Bjarni segist ekki hafa á því skýringu af hverju lögfræðingar séu tregir til að gerast bæjarfóg- etar í Ólafsfirði. „Þó er líklegt að þar hafi launamálin mest að segja, a.m.k. hafa settir fógetar hér gefið í skyn að Ólafsfjörður sé ekki stórt brauð og þar af leið- andi lítið að hafa upp hér.“ Fógeti þeirra Siglfirðinga hefur brugðið sér til Ólafsfjarðar tvisv- ar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Þessi skipan mála hefur lukkast fyrst og fremst vegna velviija veðurguða, en færð yfir Lágheiði hefur til þessa ekki spillst sem heitið getur. Erlingur segist telja nrjög mikilvægt að fógeti hafi aðsetur í Ólafsfirði. „Ég get nefnt allar þinglýsingar og ákvarðanatöku tengda embætti lögreglustjóra ef eitthvað sérstakt kemur upp á. Mönnum getur legið mjög á með þinglýsingar og töf á þeim getur satt að segja kostað stórfé,“ segir Erlingur Óskarsson. óþh Tuttugu ár frá fyrstu sjónvarpsútsendingunni í Eyjafirði: Umferð hvarf af götum Akureyrar og lögregla greip til samlíkuigar við aðfangadagskvöld í kvöld klukkan 18.00 verður fólk eflaust á ferli og lætur Sjónvarpið ekki hafa mikil áhrif á ferðir sínar. Fyrir nákvæmlega tuttugu árum var hins vegar ekki köttur á kreiki á Akureyri á þessum tíma. Ástæðan: Jú, menn biðu spenntir eftir fyrstu útsendingu Sjónvarpsins í Eyjafírði, en hún var send út sama dag og íslendingar minntust þess að hálf öld var liðin frá því landið varð fullvalda ríki I konungs- sambandi við Danmörku. 1. desember árið 1968 bar upp Dagur fyrir 20 árum. á sunnudag og hófst dagskráin með Helgistund sem séra Þórir Stephensen, þá prestur á Sauðár- króki flutti. Rannveig og Krummi birtust næst á skjánum og kynntu Stundina okkar. Meðal efnis í þættinum má nefna upp- lestur Gunnars Magnús á sögunni Suður heiðar, Vefaradans Þjóð- dansafélagsins, nemendur úr Öldutúnsskóla komu í heimsókn og Gullveig Sæmundsdóttir föndraði með börnum. Eftir kvöldmat voru fréttir á dagskránni og þá klukkustundar langur þáttur: ísland fullvalda 1918 og að honum loknum var þáttur sem nefndist Evrópa skemmtir sér, þar sem sýndir voru dansar og sungnir söngvar frá ýmsum Evrópulöndum. Ann- ar þáttur Afglapans eftir sögu Dostowjefski var síðastur á dagskrá Sjónvarpsins fyrir tuttugu árum. „Klukkan 6 á sunnudaginn, 1. desember, hvarf umferð af göt- um Akureyrar og líkti lögreglan því við aðfangadagskvöld,“ segir í frétt Dags um fyrstu sjónvarps- útsendinguna. Dagur segir enn- fremur að á bilinu 12-1400 sjón- varpstæki hafi verið keypt á svæðinu, en nú eru tæplega 6000 sjónvarpstæki til í Eyjafirði. „Kunningjar komu í heimsókn til þeirra sem keypt höfðu sjónvarps- viðtækin,“ segir Dagur í desem- ber 1968, en hann treysti sér ekki til að giska á hversu margir hefðu setið við þau tæki sem til voru, „en margir hafa þeir verið.“ „Það var mikil eftirvænting ríkjandi út um allt land og hvar- vetna sem Sjónvarpið kom var mikil ánægja,“ sagði Pétur Guð- finnsson framkvæmdastjóri Sjón- varpsins þegar við töluðum við hann í gær. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.