Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 7
ðSQf isdme£3b .t -- RUÐAG -■ 3 1. desember 1988 - DAGUR-_7 Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjaíjarðar, telur að vegna aðsteðjandi samdráttar í þjóðfélaginu verði forsvarsmenn fyrirtækja að grípa tímanlega í tauma: Svar atvinmifvTÍrtækja felst í hagræðingu og nvjum tækifænim Sigurður P. Sigmundsson, franikvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Kreppa. Hugtak sem oft heyr- ist í þjóðmálaumræðunni þessa dagana. Góðæri liðinna ára er að Ijúka, segja menn, og á næstu mánuðum má búast við harðæri með tilheyrandi auka- verkunum. Sumir segja að efnahagskreppunnar verði mest vart á fyrstu mánuðum næsta árs. Aðrir hallast að langvarandi kreppu. Ekki alls fyrir löngu voru birt- ar niðurstöður könnunar Fjórð- ungssambands Norðlendinga á atvinnuástandinu á Norðurlandi og horfum í þeim málum á næst- unni. Könnunin staðfesti það sem menn hafa haidið fram, atvinnuleysisdraugurinn vakir og bíður eftir að ná völdum á Norðurlandi. Sums staðar mun honum takast að ná valdataum- um en á öðrum stöðum eru allar líkur á að honum verði haldið í skefjum. Starfsmenn Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar eru sífellt með púls- inn á atvinnulífi á Eyjafjarðar- svæðinu. Þeirra er að fylgjast með málum, reyna að styðja við bakið á framtakssömum mönn- um sem viðra álitlegar hugmynd- ir í framleiðslu nýrra vara og að koma sjálfir fram með hugmynd- ir og fylgja þeim eftir. Framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélagsins er Sigurður P. Sig- mundsson. í samtali við Dag sagði hann mikilvægt að forsvars- menn fyrirtækja á Eyjafjarðar- svæðinu brygðust rétt við aðsteðjandi samdrætti. Menn þyrftu strax að grípa í tauma áður en komið væri í óefni. En áður en Sigurður vék nánar að þessu ræddi hann um atvinnu- ástandið á svæðinu og hvernig horfði á því sviði á næstu mánuð- um. Blikur á lofti „Eyjafjarðarsvæðið er og hefur verið eitt sterkasta svæðið atvinnulega séð á landsbyggð- inni. En nú hriktir í burðarásun- um. I því sambandi nægir að nefna að vegna lokunar frysti- húsa í Ólafsfirði eru þar nú um 100 manns án atvinnu. Þá er sam- dráttur hjá Álafossi hf. og Skinnadeild Sambandsins hefur einnig átt í erfiðleikum. Á Akur- eyri hefur verið hefð fyrir iðnaði og því til sönnunar má nefna að fyrir tveimur árum starfaði um 45% af vinnuafli bæjarins við iðnað. Þetta hlutfall hefur nú lækkað verulega og ýmis teikn eru á lofti um að það muni lækka frekar. Til dæmis var Iðnaöar- deild Sambandsins með 570 ársverk fyrir ári en nú er Ála- foss hf., skinnaiðnaðurinn og skóverksmiðjan með um 360 ársverk. Á einu ári hefur ársverk- um því fækkð um 210 og munar um minna. Þarna eru því viss hættumerki og reyndar hefur maður áhyggjur af fleiri atvinnu- greinum, t.d. málm- og skipa- smíði. í þessum greinum virðast vera lítil verkefni framundan. Að öllu óbreyttu fer að kreppa veru- lega að þeim eftir áramót. Atvinnuástandið er reyndar nokkuð mismunandi á Eyjafjarð- arsvæðinu. Dalvík stendur enn mjög vel og sama gildir um Árskógshrepp. Hríseyingar hafa eðlilega áhyggjur af hráefnis- skorti. Hvað varðar atvinnumál í sveitum um þessar mundir er nokkuð gott hljóð í bændum, enda Eyjafjörður mjög gott land- búnaðarhérað." - Þú nefnir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af þróun mála í ákveðnum atvinnugreinuin. Til hvaða ráðstafana eiga forsvars- menn fyrirtækja að grípa til að mæta samdrættinum? „Það sem skiptir höfuðmáli nú er að menn staldri við og endur- skoði reksturinn. Til að mæta samdrætti verða fyrirtæki að leita allra leiða til að lækka útgjöld. Það er hlutur sem vill gleymast þegar vel árar. Fyrirtæki verða jafnframt að huga að þáttum sem geta leitt til hagræðingar og opn- að ný tækifæri. Nefna má stefnu- mótun, vöruþróun, framleiðni og markaðssetningu. Vanda þarf ákvarðanatöku um fjárfestingar. Sveigjanleiki þarf að vera í fram- leiðslu og sölu vegna þess hve sveiflurnar eru miklar." Aukin samvinna fyrirtækja „Sameining og samvinna fyrir- tækja er líka einn þeirra þátta sem nauðsynlegt er að huga vel að. Þetta er reyndar eitt af því sem við í Iðnþróunarfélaginu höfum verið að tala fyrir og mun- um leggja ríkari áherslu á. Það er alveg ljóst að með auknu sam- starfi geta fyrirtæki gert hluti sem þau hafa ekki burði til að standa ein að. Dæmi um góðan árangur af slíku er samstarf fjögurra járn- smíðafyrirtækja í Krossanesi. Þar hefur vel tekist til og vonandi er það öðrum fyrirtækjum til eftir- breytni. Ég tel að á mörgum svið- um séu hér allt of mörg fyrirtæki. Nægir þar að nefna bílaverkstæði og tré- og járnsmiðjur. Með þessu móti næst ekki nægilega góð heildarhagkvæmni. Hvert fyrirtæki er með sína yfirbygg- ingu og vélakost." - Hver verða skref Iðnþróun- arfélagsins á næstu dögum og vik- um í að búa atvinnufyrirtæki undir samdráttartíma? „Við ætlum okkur að ná betri tengslum við fyrirtæki með heim- sóknum og fundum og finna bet- ur þeirra þarfir og taka út stöðu ákveðinna greina og jafnframt að kynna þeim sem það vilja þá möguleika sem eru fyrir hendi til að mæta samdrætti. Jafnframt því að styrkja stoðir meginfyrir- tækjanna höfum við auga með nýjum möguleikum. Því má ekki gleyma. Við reynum að finna nýja möguleika í framleiðslu. Það er breytilegt hvort ný fram- leiðsla er best komin í nýju eða gömlu rótgrónu fyrirtæki. Ég er þeirrar skoðunar að ef þess er kostur eigi að setja nýja fram- leiðslu inn í fyrirtæki sem er í rekstri. Stofnun nýs fyrirtækis er ekki alltaf raunhæf því að það hefur sýnt sig að fyrirtæki sem fer af stað með lítið eigið fé getur oltið yfir við fyrsta áfall.“ Að taka mið af aðstæðum „Við höfum áhuga á að kanna hvort erlendir aðilar geti komið inn í einhver verkefni hér á svæð- inu. En sjávarútvegurinn er og verður framtíðin. Eg er á þeirri skoðun að við verðum að byggja upp fyrirtæki sem tengjast honum. Á því sviði höfum við reynslu og þekkingu sem við eig- um að nýta okkur. Ég tel að það borgi sig ekki að fara út í stóran samkeppnisiðnað. Við verðum að taka mið af aðstæðum. Á landsbyggðinni er sá iðnaður vænlegastur, að mínu mati, sem framleiðir dýrar einingar. Dæmi um þetta er framleiðsla fyrir- tækisins DNG. Við þurfum að sjálfsögðu að auka fjölbreytni í atvinnulífinu en það verður alltaf að taka mið af aðstæðum. For- svarsmenn fyrirtækja og sveitar- félaga eiga auðvitað að vera bjartsýnir en forsendur fyrir nýjungum verða að vera fyrir hendi. Annars gengur dæmið ekki upp, sama hversu duglegir menn eru.“ - Oft hefur því verið haldið fram að fólk sæki þjónustu í of miklum mæli út fyrir Eyjafjarðar- svæðið og jafnvel til annarra landa. I þessu sambandi eru nefndar verslunarferðir til Glasgow. Er þetta hættuleg þró- un fyrir svæðið? „Ég held að heimamenn geti miklu áorkað með því að nýta betur þá þjónustu sem býðst á svæðinu. Það er allt of mikið um það að hennar sé leitað út fyrir svæðið. Með því móti tapast umtalsvert fjármagn sem með réttu ætti að nýtast hér. Þetta gildir t.d. um verslun og þjónustu við sjávarútveg. Þetta þarf að breytast. Mér gengur betur ef nágrann- anum gengur vel. Þannig þurfa menn að hugsa. Þjónustan mun aldrei ná neinum gæðum nema því aðeins áð hún sé notuð. Það þýðir ekki að kvarta yfir lakri þjónustu eða vöruúrvali ef þjón- ustuaðilum er ekki gefið tækifæri til að byggja sig upp. Þá mega menn ekki gleyma margfeldis- áhrifum þjónustunnar. Ég. vil ekki stilla landsbyggð- inni á móti höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað væri æskilegast að geta litið á landið sem eina heild. Hins vegar hefur því verið skipt upp í þessa tvo meginpóla vegna þess að höfuðborgarkjarninn með sína 140 þúsund íbúa er all.t of stór. Næsti kjarni, sem er Akur- eyri, er 10 sinnum minni. Þarna er of mikill munur. Þegar ég tala um að heimamenn eigi að nýta betur þjónustu hér í heimabyggð er ég ekki að segja að þeir eigi að hætta að sækja hana suður. Eg er einungis að benda á að til þess að Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið eflist og stækki verði menn að hlúa að þjónustu hér og gefa þeim sem hana annast tækifæri til að eflast. Fjármagnsflutningur- inn er í dag að mestu leyti á einn veg. Reykvíkingar sækja tiltölu- lega lítið hingað en umtalsvert fjármagn fer suður.“ Mjólkurkýrin er svelt - Hver er raunveruleg ástæða fyrir því að eyfirsk fyrirtæki sem og annar atvinnurekstur í landinu standa nú skyndilega frammi fyr- ir samdrætti eftir góðæri undan- farinna ára? „Það sem stendur upp úr er hin mjög svo slæma staða útflutn- ingsgreínanna. Sjávarútvegurinn er burðarásinn í efnahagslífi okk- ar og hefur áhrif á afkomu allra annarra greina. Það er knýjandi að útflutningsgreinunum sé skapaður rekstrargrundvöllur. Stjórnvöld verða að átta sig á því að ef mjólkurkýrin er -svelt, þá mjólkar hún að sjálfsögðu ekki. En það er ekki auðvelt að rétta frumvinnslugreinarnar við. Þar verður margt að koma til. Skuld- breytingar og aukin lán eru í sjálfu sér engin lausn. Það sem er mest knýjandi er að hin almennu rekstrarskilyrði séu fyrir hendi til langs tíma. Lækkun fjármagnskostnaðar er hluti af þessu dæmi og síðan þarf gengið að vera rétt skráð. Ég tel að gjaldeyririnn sé of ódýr.“ Samkeppnisiðnaöurinn á einnig undir högg að sækja í dag sem helgast m.a. af tollabreytingun- um um síðustu áramót og þeirri staðreynd að launakostnaður hér er mun meiri en í þeim löndum scm við erum að keppa við, t.d. Taiwan og Kóreu. Við eigum því litla möguleika á að standast samkeppni í verði við vörur frá þessum löndum. Gott dæmi um norðlenska t'ramleiðslu sem varð fyrir barðinu á tollabreytingun- um er endurvinnsla á gúmmíi. Á einum degi var grundvellinum kippt undan þeirri framleiðslu scm var og er mjög athygl- isverð." Sofandi ráðamenn - Ertu að segja að stjórnvöld hafi ekki haldið nægilega vöku sinni? „Stjórnvöld liafa vissulega sof- ið á verðinum en það hafa fleiri gert. Þenslan hefur verið allt of mikil og það hefði þurft að slá á hana miklu fyrr. Það sem stjórn- völd verða að stefna að er hæfileg þensla og hæfilegar tekjur. Við verðum að átta okkur á því að atvinnuvegunum eru takmörk sett með getu til að standa undir þeim miklu lífsgæðum sem við sækjumst eftir. Þjóðin lifir ein- faldlega allt of hátt miðað viö forsendur. Grunnur þessara lífs- kjara er ekki fyrir hendi. Það er ekki hægt að krefjast betri lífs- kjara nema framleiðslan skili meiri hagnaði." - Menn eru ósammála um leiðir í efnahagsstjórnun á þess- um erfiðleikatímum. Sumir eru eindregið þeirrar skoðunar að markaðurinn verði óheftur að fá að ráða ferðinni en aðrir segja eins konar handvirka efnahags- stjórnun nauðsynlega. Hver er þín skoðun á þessu? „Þó að ég sé í grundvallaratrið- um því fylgjandi að markaðurinn eigi að ráða, þá verður að segjast eins og er að við íslendingar kunnum ákaflega illa að fara með frelsið. Fjárfestingaæðið er dæmi um það. Því miður virðast þekkt hagstjómartæki, t.d. ákvörðun vaxtastigs, ekki virka hér. Bjart- sýni íslendinga á sér engin takmörk. í efnahagslegri upp- sveiflu taka flestir áhættu og ávísa á framtíðina. Þetta gildir ekki aðeins um fyrirtæki heldur einnig einstaklinga. Svar mitt við þessari spurningu er því á þá lund að hér þurfi einhvers konar blandaða efnahagsstjórnun, án þess þó að ég sé tilbúinn að útfæra hana nákvæmlega hér.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.