Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 14
'U _ CJMrvAn ... ttPUI- t 14 - DAGUR - 1. desember 1988 Vidskíptaviiiir athugið! Vöruafgreiðsla á Akureyrarflugvelli verður opin til kl. 12.00 laugardaginn 3. desember. FLUGLEIÐIR jS —--------- * Háskólinn á Akureyri Opinn fyrirlestur verður í tengslum við heilbrigðisdeild laugardaginn 3. desember kl. 10.00-12.00. EFNI: Lög og reglugeröir varöandi starfsréttindi heilbrigöis- stétta. FYRIRLESARI: Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræöingur. STAÐUR: Húsnæöi Háskólans á Akureyri við Þórunnar- stræti, stofa 24 (Iðnskólahúsið). Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI. Skrifstofutækni Markmið með náminu er að mennta fólk til starfa á nútíma skrifstofum. Megináhersla lögð á viðskipta- greinar og notkun tölvu. ★ Tölvubókhald ★ Verslunarreikningur ★ Toll- og veröútreikningar ★ Innflutningur ★ Stjórnun og mannleg samskipti ★ Viöskiptaenska ★ Almenn skrifstofutækni Ath. Nú er nær fullbókað á janúarnám- skeið. Innritun lýkur 9. desember. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34 • Sími 27899. ★ Almenn tölvufræöi ★ Stýrikerfi ★ Töflureiknar og áætlanagerð ★ Gagnasafnsfræði ★ Tölvufjarskipti ★ íslenska ★ Bókfærsla .t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, EYÞÓR HELGI TÓMASSON, forstjóri, Ásvegi 32, Akureyri, lést að kvöldi þriðjudagsins 29. nóvember á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Hitdur Eiðsdóttir og börn hins látna HALLDÓR ÞORSTEINSSON, frá Grýtubakka i Höfðahverfi, til heimilis að Norðurbrún 1, Reykjavík, andaðist 27. nóvember sl. á Landspítalanum. Vandamenn. Eiginmaður minn, HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON, skáld, Eyrarvegi 23, Akureyri er látinn. Kristín Kristjánsdóttlr. Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg tekur við viðurkenningunni úr hendi Harðar Bergmann formanns Hagþenkis. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna: Viðurkenning veitt Kristmundi Bjamasyni á Sjávarborg - íyrir margháttuð rit- og fræðistörf hans Gunnar Gíslason fyrrv. prófastur á Glaumbæ, ávarpaði Kristmund og óskaði honum til hamingju með viðurkenninguna. Við borðið situr Kristmundur á milli dætra sinna, frá vinstri Guðnín, Bryndís og Heiðbjört. Myndir: -bjb Kristmundi Bjarnasyni á Sjáv- arborg í Skagafirði var í síð- ustu viku veitt viðurkenning frá Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna, í kaffisamsæti í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Hörður Berg- mann, formaður Hagþenkis, afhenti Kristmundi viðurkenn- inguna, 100 þúsund krónur, en þetta er í annað sinn sem Hagþenkir veitir slíka viður- kenningu. I fyrra var það nátt- úrufræðingurinn Helgi Hall- grímsson sem hana hlaut. Rökstuðningur stjórnar Hag- þenkis fyrir viðurkenningunni til handa Kristmundi er á þessa leið: „Viðurkenningin er veitt Krist- mundi Bjarnasyni fyrir fræði- mennsku og ritstörf sem einkenn- ast af elju, nákvæmni og listfengi. Afrakstur starfsins birtist í efn- ismiklum sagnaritum, ævisögum, ritgerðum, ritstjórn árbóka og safnrita og efnissöfnun fyrir þau, og skýringum og athugasemdum sem fylgja útgáfum sem hann hefur annast. Flest eru ritverkin tengd héraðssögu á Norðurlandi, einkum Skagafirði og Eyjafirði, en varpa einstöku og ómetanlegu Ijósi sínu á mikilvæga þætti í sögu þjóðarinnar, einkum atvinnu- og menningarsögu. í ævisögunum sameinast fræðileg nákvæmni og skáldlegt innsæi. Verkin eru rituð á vönduðu og auðugu máli. Nákvæmni og metnaður fræði- mannsins, Kristmundar Bjarna- sonar, birtist m.a. í því að í nafnaskrám hans er getið fæðing- ar- og dánarárs. Verkin og heim- ildaskrárnar bera vitni um fágæta þekkingu og elju þannig að heim- ilda er leitað um landið allt og út fyrir landsteinana. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga nýtur einstakra ávaxta af fræði- starfi, elju og útsjónarsemi Krist- mundar. Hann hefur ekki látið við það sitja að safna þangað opinberum gögnum heldur byggt þar upp safn einkaskjala og ljós- mynda sem ekki mun eiga sinn líka í neinu héraðsskjalasafni. Fyrir safnið gefur hann ásamt Hjalta Pálssyni út tímaritið „Safnamál“, sem hefur orðið fyrirmynd annarra safnrita á landsbyggðinni. Kristmundur er ótrúlega iðinn bréfritari, sendir hundruð bréfa árlega og svarar með þeim hætti margháttuðu kvabbi fræðimanna heima og erlendis og fólks sem fengið hefur áhuga á að grennsl- ast fyrir um ættir sínar, þ.á m. er margur Vestur-íslendingur. Þetta hefur aflað safninu virðingar og trausts utan héraðs." Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg er fæddur á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði árið 1919. Stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1940. Hóf búskap á Sjávarborg 1949 en hef- ur um langt skeið haft rannsóknir og ritstörf að aðalverkefni og gegnt starfi skjalavarðar við Hér- aðsskjalasafn Skagfirðinga. Helstu rit Kristmundar eru: Saga Sauðárkróks, 1-3, saga Dal- víkur, 1-4, Sýslunefndarsaga Skagafjarðarsýslu, Jón Ósmann ferjumaður, Þorsteinn á Skipa- lóni, 1-2. Hann hefur safnað efni til margra rita, einn og með öðrum, og séð um margs konar útgáfu. Má þar nefna Skagfirð- ingabók, ársrit Sögufélags Skag- firðinga; Heimdraga, 1-4, safn alþýðufróðleiks; minningarþætt- ina Langt inn í liðna tíð og Sögu frá Skagfirðingum 1685-1847 eftir Jón Espólín og Einar Bjarnason. Þá hefur Kristmundur þýtt tugi bóka. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, átti 5 ára afmæli á þessu ári, stofnað 1. júlí 1983. Félagar í dag eru 180 talsins. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.