Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 5
„Iitffl ísbjöm einn í vanda“ Örn og Örlygur hafa gefið út bók, sem sérstaklega er ætluð fyrir yngstu börnin. Hún nefnist „Lítill ísbjörn einn í vanda“ og er eftir Hans de Beer. Þýðandi er Helga Einarsdóttir, bókasafns- fræðingur. Sagan segir frá Lassa litla ísbjarnarhún, sem verður við- skila við pabba sinn og berst á ísjaka suður í höf, alla leið til Afríku. Lassi kynnist framandi, litskrúðugri veröld, lendir í ævintýrum og eignast flóðhestinn Hippa að vini. Samt festir hann ekki yndi þar og á hvalbaki kemst hann síðar norður í svöl heim- kynni sín og hittir fjölskyldu sína á nýjan leik. í fréttatilkynningu frá út- gefanda segir m.a.: „Þetta er hlý og einlæg saga fyrir yngstu börnin. Hún hefur notið mikilla vinsælda og unnið til verðlauna erlendis." Tímaritið „Geð- hjálp“ komið út Út er komið 2. tbl. tímarits Geðhjálpar, samtaka fólks með geðræn vandamát. í blaðinu er að finna greinar eftir fjölmarga aðila, leika sem lærða. Rósa Steinsdóttir skrifar um geðræn vandamál barna og myndmeðferð. Hope Knútsson gerir hlátrinum skil í skemmti- legri grein. Elín Ebba Ásmunds- dóttir er með grein um gildi iðju- þjálfunar. Starfsemi Geðhjálpar í vetur eru gerð skil. Gísli Ásgeirs- son og Matthías Kristiansen þýddu grein um misþroska börn. í grein Hugo Þórissonar er fjallað urn samskipti foreldra og barna. Fransiska Gunnarsdóttir ræðir við Andrés Magnússon lækni um skammdegisþunglyndi. Ennfrem- ur er farið nokkrum orðum um þá kosti sem starfsmenn á geð- deildum þurfa að vera gæddir. 1. desember 1988 - DAGUR - 5 o«n> ..,4„i- ► CtllOArt K Hægt er á einfaldan hátt að setja inn á upptöku daginn, mánuðinn, áriö, klukkutímann og minúturnar (t.d. 21.08.88/19:30:00). Eftir að einu sinni er búið að stilla inn dagsetningu og tima er hvenær sem er hægt að kalla upplýs- ingarnar fram aftur þvi klukkan gengur þótt slökkt sé á vélinni. Einnig er hægt að setja titil inn á mynd, t.d. Sigga 5 ára eða Jólin 1988 og geyma tvo titla í minni. Þá er hægt að velja um átta liti i letrið. ^■jM|Ótrúlega 'WpSlitlar spólúr 9.4 cm á breidd og 6cm á hæð. Fáanlegar 30 mín., 60 mín., 120 min. og 180 min. Sex sinnum Zoom linsa. Sjálfvirkur og handvirkur fókus. CCD myndrásir. Þriggja tima upptökuspólur. Innbyggður hljóðnemi. Tengi fyrir aukahljóðnema. Ljósnæmi 12 lux. Heyrnartólstengi. Sjálfvirk og handvirk hv/tuviðmiðun. Stafrænt (digital) minni til texta og i myndinnsetninga. A Hreinar myndklippingar. K Hrein myndinnsetning. Video-8 videomyndavélakerfið frá Sony fer nú sigurtör um heiminn og fjölgar þeim stöðugt framleið- endunum sem veðja á video-8 sem framtíðarmyndavélakerfið, enda skiptir ekki máli hvaða mynd- bandstæki eða sjónvarpstæki þú átt, video-8 passar Allt sem er tekið upp sést jafnóðum i innbyggðum skjá þannig að það fer aldrei á milli mála hvað er verið að gera. Þá er skjárinn líka notaður i afspilun og skiptir þá ekki máli hvort þú ert uppi á Vatnajökli, i miðri Sahara eða bara niðri við Tjörn. Þú getur hvenær sem er skoðað upptökurnar á staðnum. Einnig gefur innbyggði skjárinn upplýsingar um allar gjörðir véiarinnar ásamt upplýsingum um birtu, rakastig, ástand rafhlöðu og svo framvegis. JAPIS Er myndin í fókus eða ekki? Á Sony CCD-F330 þurfurn við ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis hlutum eða þá birtu- og hvítustillingu því hægt er að hafa allar stillingar sjálf- virkar og sér þá vélin um að allt sé rétt, þú þarft bara að fylgjast ^- með þvi sem þú ert að taka upp. ý ^ Vélin sér um \ \ \ afganginn. \ SKIFW3ATA1 - S(MI 96 25611 PASSAR VIÐ ÖLL T/EKI Þar sem myndavélin er líka afspilunartæki er hægt að tengja hana við öll sjónvarpstæki og sýna beint af vétinni eða tengja við heimiHsmyndbandið og „klippa", þ.e.a.s. færa á milli þau atriði sem þiö viljið varðveita af upptökunni eða búa til eintök til að senda vinum og vandamönnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.