Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 9
1. desember 1988 - DAGUR - 9 Hans með sclskinnsbuxurnar. ið okkar, 41864. Selskinnið er alveg frábært, t.d. er það alveg pottþétt fyrir íslenska veturinn, það er svo hlýtt og sterkt og hárin tolla vel á því. Eiginlega er það of hlýtt.“ Hans kemur með sel- skinnsbuxur sem hann hefur saumað sér og mikið notað. Bux- urnar eru mjög fallegar og ótrú- lega mjúkar og ekki sér á þeim þó að Hans segist hafa lent á göt- unni í þeim í mótorhjólaóhappi. Hans ræðir um hvað góð verkun á skinnunum sé mikilvæg: „Skinn sem hafa verið unnin hérna heima eru yfirleitt illa skafin og mikil fita eftir í þeim en ef skinn- in eru unnin eins og þessi er þetta alveg gæðaefni í allt mögulegt. Á sínum tíma var það meira til gamans að ég saumaði þessar selskinnsbuxur og mér datt ekki í hug að þær ættu eftir að gera svona mikla lukku. Einnig er hægt að nota selskinn með öðru efni, ég hef sett selskinn undir reimar á leðurbuxum og það gerði mikla lukku.“ - Vinnurðu úr fleiri efnum en leðri og selskinni? „Eg er með mjög fallega gæru sem er sútuð á Akureyri. Hér getur fólk fengið leðurfatnað eins og það vill hafa fatnaðinn, ákveð- ið sjálft snið og efni. Veiðimenn geta fengið sérsaumuð skotfæra- belti, hestamenn hnakktöskur, höfuðleður og beisli, það er eig- inlega allt hægt að gera. Við lit- um leðurfatnað, getum bæði breytt alveg um lit eða frískað upp snjáðan fatnað. Slysagöt er gert við, annaðhvort með því að skipta um heilu stykkin eða líma bót undir gatið.“ - Ertu bjartsýnn á framtíð Litla skinnsins? „Miðað við hvernig þetta er búið að vera síðan við byrjuðum, fólk hefur verið mjög jákvætt og nú er það farið að taka við sér með nýsmíði og meiriháttar breytingar á fatnaði. En í vor hugsum við okkur að fara til Reykjavíkur og taka við leður- verkstæði þar.“ IM setu á Húsavík [æf og skynsöm ugluna að fá mús annað slagið af því að mýs væru aðalfæða uglna á veturna. Núna er uglan búin að vera hjá okkur í rúma tvo mán- uði, er orðin alveg spikfeit, gæf og allt í lagi með hana. Ég ætla að reyna að hafa hana í vetur og sleppa henni svo aftur upp á heiðina næsta vor. Það er ekkert víst að hún fari langt frá okkur því hún er orðin svo hænd að okkur. Ég held að þetta sé ungur fugl. Við höfum mjög gaman af henni og mér finnst hún skynsöm, fyrst var hún í búri sem var með lúgum að ofan og hún var búin að læra að opna lúgurnar og þannig slapp hún út nokkrum sinnum en fór þó ekki langt." IM Þingeyjarsýsla: Hreingernmgarþjómistan með skrúbbana á loftí Hólmfríður Kr. Agnarsdóttir ug Jóhannes Pálsson færa til skáp svo hægt sé að gera hreint á bakvið hann. Hreingemingarþjónustan nefn- ist nýtt fyrirtæki sem Hólm- fríður Kristbjörg Agnarsdóttir hóf að reka nú í nóvember. Þjónustan sem boðið er upp á er hreingerning á heimilum, í fyrirtækjum og stofnunum, teppahreinsun og húsgagna- hreinsun og auk þess er hægt að fá gamalt bón fjarlægt og síðan bónað upp á nýtt. Að sjálfsögðu var Dagur viðstadd- ur er fyrsti veggurinn var þveg- inn á vegum fyrirtækisins og getur með góðri samvisku vott- að að þar var beitt hröðum handtökum og vönduðum vinnubrögðum. Jóhannes Pálsson, sem rekið hefur hreingerningarþjónustu á Akureyri í 16 ár var kominn til að kenna réttu handtökin við hreingerninguna en nemendur hans voru Hólmfríður og Jóna Þóroddsdóttir sem einnig mun starfa við hreingerningarnar. Hólmfríður var spurð um til- drögin að stofnum fyrirtækisins: „Ég starfaði við heimilishjálp í vor og líkaði það mjög vel, fannst mjög gaman að kynnast fólkinu sem ég vann fyrir og gaman hvað allir tóku mér vel. Fullorðinn maður sem ég var að vinna fyrir stakk upp á þessu við mig, sagði að ég væri á réttum aldri til að stunda hreingerningar. I rauninni hafa mér aldrei leiðst meiriháttar tiltektir. Ég hef verið að hugsa um þetta í sumar og svo sá ég fram á að ég yrði atvinnulaus og þá dreif ég í þessu. Mér vitanlega er slík þjónusta ekki til staðar hér í sýslu nema teppa- og húsgagna- hreinsun á Húsavík og svo er hægt að fá leigðar teppahreinsi- vélar.“ - Er rnikil fyrirhöfn og dýrt að hefja slíkan rekstur? „Ég þurfti að kaupa bíl og keypti fjórhjóladrifinn bíl til að vera betur fær um að geta veitt þessa þjónustu um alla sýsluna. Svo þurfti ég líka að kaupa vélar og fleira. Ásgeir Leifsson, iðn- ráðgjafi hjálpaði mér mikið með- an á undirbúningi stóð. Jóhannes Pálsson, sem rekið hefur svona fyrirtæki á Akureyri, hefur leið- beint mér, kennt, reynst mérein- staklega vel og stutt mig af ráðum og dáð og flciri hafa hjálpað til. Fólk hefur verið afskaplega jákvætt, tckið hugmyndinni um þennan rekstur vel og nú þegar liggja fyrir nokkrar pantanir á hreingerningu. Við verðum tvær sem vinnum við hreingerningarn- ar en síðan get ég fengiö fleiri til vinnu Cf þörf verður á.“ 1M Jóna Þóroddsdóttir, Jóhannes Pálsson og Hólmfríður Kr. Agnarsdóttir tilbúin að skúra, skrúbba og bóna. Myndir. im áNorðurlandi ■ Sambandsskíp að sunnan á Akureyri alla mánudagsmorgna. Takið vikuna snemma með SKIPADEILD SAMBANDSINS AKUREYRI Hafnarstræti 91-95, sími 27797

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.