Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 1. desember 1988 ÁTVR opnuð á Neskaupstað - Voru bæjarbúar þyrstir?: Sala meiri en gert var ráð fyrir í upphafi - sérlega góð sala í viskíi sem kláraðist strax Á Neskaupstað hefur nú verið opnað útibú frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í fyrsta skipti og hefur nýju verslun- inni verið tekið vel að sögn útsölustjórans Hermanns Beck. Verslunin er í tiltölulega nýju húsnæði með veiðarfæra- verslun Samvinnufélags útgerð- armanna. Húsnæðið er allt ný innréttað og er verslunin með sjálfs- afgreiðsluformi. Hermann er eini starfsmaður ÁTVR, en nýtur aðstoðar starfsfólks veiðarfæra- verslunarinnar ef með þarf. „Við opnuðum á byltingardaginn, 7. nóvember en þetta var löng með- ganga frá því að samþykkt var í almennri atkvæðagreiðslu að opna hér áfengisverslun," sagði Hermann. Aðspurður sagði hann Neskaupstaðarbúa hafa tekið versluninni vel og að þegar væri búið að selja meira en söluáætlun gerði ráð fyrir. „Þetta bendir e.t.v. til að bæjarbúar hafi verið orðnir þyrstir en einnig nágrann- ar okkar á Eskifirði, Reyðarfirði og jafnvel Seyðisfirði sem koma hingað í búðina. Við erum ekki með póstkröfuþjónustu svo þeir koma bara akandi. Ef menn eru að flýta sér mikið tekur ferðin þá ekki meira en 15-20 mínútur,“ sagði Hermann. Dagur heyrði orðróm þess efnis, að fyrstu dagana hefðu all- ar hillur tæmst. „Þetta er nú ekki alveg satt, en við réðum ekki fyrstu sendingunni sem kom hér. Þeir sendu okkur frekar lítið af viskíi, en hér er mikil viskí- menning svo það var ekki eftir fleygur af neinu sem heitir viskí rétt á meðan næsta sending var á leiðinni.“ Nú er mikið unnið á Neskaup- stað og nokkuð um aðkomufólk svo þar er einnig komin skýringin á hversu mikið hefur verið að gera í versluninni þegar tækifæri gefast. VG Húsavík: Endurskoðuð íjárhags- áætlun samþykkt Samvmnubankmn fær beina línu Utibú Samvinnubankans á Kópaskeri tók nýlega upp beinlínu samband, sem mjög flýtir fyrir allri afgreiðslu bankans. AUar færslnr fara nú jafnóðum inn til Reiknistofnunar bankanna og upplýsingar þaðan berast útibúinu á Kópaskeri samdægurs. Starfsfólk bankans var að vonum ánægt með breyting- una, en áður tók mun lengri tíma að fá nauðsynlegar upplýsingar. Á myndinni er starfsfólk bankans, þær Bryndís Helgadóttir og Eyrún Egilsdóttir. Benedikt Davíðsson útibússtjóri og Jóhann Ólafsson frá tölvudeild Samvinnubankans sem hafði umsjón með uppsetningu kerfisins. mþþ Blönduós: Drög að sanmingi víð Orkustoftiun - um eftirlit með jarðhitasvæðum Blönduósbær hefur gert drög að samningi við Orkustofnun um eftirlit með jarðhitasvæð- unum við virkjunarsvæði Hita- veitu Blönduóss. Einnig verð- ur tekið inn í það eftirlit jarð- hitasvæði í Sauðanesnesi. Að sögn Guðbjartar Ólafsson- ar tæknifræðings er þarna um að ræða svo kallaða forðafræðilega úttekt en í því felst stöðugt eftir- lit með borholunum og prufu- dæíingar til að fylgjast með hvað mikill forði af heitu vatni er í jörð á virkjunarsvæðinu við Reyki. Sauðanesnesið væri inni í athug- uninni með það í huga að ná þar viðbótarvatni og þá jafnvel sjálf- rennandi. Veitunefnd hefur fjallað um að einir 25 heitir pottar séu við hús í bænum og munu vera talsverð brögð að því að fólk tengi pott- ana við neysluvatnslagnir ýmist með beinni tengingu eða við krana. Það er með öllu óheimilt að nota í pottana annað vatn en frárennsli frá hitakerfi húsanna eða með sérlögn að pottunum sem þá yrði tengd í gegnum rennslismæli. Ákveðið hefur ver- ið að kaupa allt að 50 rennslis- mæla og setja á þá staði þar sem pottar eru og á aðra 25 staði þar sem ekki eru pottar. fh Endurskoðuð fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Húsavíkur var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag með átta atkvæðum, en fulltrúi Þ-listans sat hjá við atkvæöagrciösluna. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun er heildarfjárvöntun 15,944 millj- ónir króna. í máli Bjarna Þórs Einarssonar bæjarstjóra kom fram að fjár- vöntunin skiptist þannig að það er 8,4 milljónum verri innheimta en reiknað var með í fjárhags- áætlun, 5,6 milljónir vantar Leiðrétting í grein Dags í gær um stefnumót- unarátak Iðntæknistofnunar var ranglega sagt að fimm fyrirtæki á Akureyri tækju þátt í því. Hið rétta er að þrjú akureyrsk fyrir- tæki taka þátt í átakinu. Þá er rétt að geta þess að auk Ásgeirs Páls Júlíussonar hefur Guðbjörg Pálsdóttir umsjón með stefnu- mótunarátakinu af hálfu rekstr- artæknisviðs Iðntæknistofnunar. vegna þess að ákveðið var að taka minna af langtímalánum en fram kom í áætlun. Rekstur bæjarsjóðs kemur út 1,4 milljón- um hagstæðari en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir en framlög frá rík- inu vegna íþróttamannvirkja og annars er 3,3 milljónum lægri en reiknað var með. Samþykkt var á fundinum að skera niður rekstrar- og eignabreytingaliði um 7,665 milljónir en taka 8,279 milljónir sem skammtímalán. „Stærsti hlutinn af fjárvöntuninni er vegna erfiðari innheimtu sem stafar af tvennu: í fyrsta lagi hef- ur gengið illa að innheimta eftir álagningu og skuldir frá fyrra ári. Eftir að staðgreiðslukerfið komst á virðast menn eiga erfiðara með að borga eldri skuldir jafnhliða. Hins vegar er það erfið fjárhags- leg staða hjá okkar stærstu fyrir- tækjum í sjávarútvegsgreinum og Teyndar fleiri stórum fyrirtækjum á staðnum sem valda þessu. Sú staða fer væntanlega batnandi og maður reiknar með því að fá þetta allt saman með skilum á endanum,“ sagði bæjarstjóri í samtali við Dag. IM Lánasjóður íslenskra námsmanna: Vinnuhópur skipaður um breytingar á úthlutunarreglum Menntamálaráðherra hefúr skipað vinnuhóp sem á að fjalla um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hópnum er ætlað að fjalla um með hvaða hætti verði settar lánareglur sem komi í stað þeirra sem nú gilda og settar hafa verið á undan- förnum árum. Hópurinn á að skila áliti fyrir lok janúarmán- aðar 1989 og er einnig ætlast til að hópurinn geri grein fyrir breytingum á lánareglum þessa árs áður en fjárlög fá afgreiðslu á Alþingi. Vinnuhópurinn mun sérstak- lega fjalla um stöðu fyrsta árs nema gagnvart lánasjóðnum svo og aðra þætti sem mögulega mætti lagfæra í úthlutunarreglum sjóðsins. Kannað verður hvort nauðsynlegt er að breyta fram- færsluviðmiðunum í úthlutun lána til námsmanna og mun hóp- urinn gera það með því að beita sér fyrir framfærslukönnun meðal námsmanna heima og erlendis. Sæti í vinnuhópnum eiga allir fulltrúar námsmanna í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, einn iðnnemi og fjórir fulltrúar skipaðir af menntamálaráðherra. JÓH Húsavík: Útsvör 7,5 prósent á næsta árí Á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur sl. þriðjudag var sam- þykkt að álagningarprósenta útsvara 1989 verði 7,5% af útsvarsstofni. Samþykkt var að fjölga gjald- dögum fasteignagjalda í sex en þeir hafa verið fimm, verður fyrsti gjalddagi 1. feb. og síðan verða gjalddagar fyrsta hvers mánaðar og sá síðasti á árinu 1. júlí. Innheimt verður fullt álag, 25% á fasteignaskatt á íbúðar- húsnæði, eins og verið hefur á atvinnuhúsnæði en álag á fast- eignaskatt íbúðarhúsnæðis var 12,5% á þessu ári. Talið er að tekjur bæjarsjóðs af þessari hækkun nemi um einni milljón króna. Sorpgjöld munu hækka sem nemur um 30% milli ára og verða 2.600 af íbúðarhúsnæði en ýmist 9.500 eða 29.000 af atvinnuhúsnæði. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.