Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 15
íþróttir 1. desember 1988 - DAGUR - 15 1 !------------------------------------- Handknattleikur/1. deild karla: KA fór létt með bitlausa Blika KA átti ekki í erfíðleikum með að leggja slakt Breiðabliksliðið í 1. deildinni í handbulta í gærkvöld. Lokatölur urðu 25:19 eftir að KA var komið með 11 marka forskot á tíma- bili 24:13. Axel Stefánsson markvörður KA var hetja ieiks- ins og varði 23 skot í leiknum, þar af fjögur fyrstu víti Blik- anna. Leikurinn var mjög slakur og lítil skemmtun fyrir áhorfendur í Höllinni í gærkvöld. KA byrjaði á því að taka markahæsta mann 1. deildar, Hans Guðmundsson, úr umferð og við það riðlaðist all- ur sóknarleikur gestanna. Pað var t.d. ótrúlegt að sjá að línu- maðurinn Kristján Halldórsson stjórnaði sókn Blikanna. Þegar annað liðið er svona lélegt þá er alltaf hætta á því að leikur andstæðinganna detti ein- nig niður og það gerðist einmitt í gærkvöld. KA-liðið féll niður á lélegt plan og náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum. Einkum var það varnarleikur- inn sem var lélegur hjá KA- mönnum í fyrri hálfleik og svo síðustu 10 mínúturnar. Þá fengu hinir slöku sóknarmenn Breiða- bliks allt of mörg tækifæri af línu - Axel og úr horninu til að negla á mark- ið og minnka muninn. Leikurinn var í nokkru jafn- vægi framan af fyrri hálfleik en síðan tóku KA-menn kipp og bréyttu stöðunni úr 6:5 í 10:5. A þessum tíma varði Axel fjögur fyrstu víti Blikanna og þar með var draumurinn búinn hjá þeim. Breiðabliksliðið er hvorki fugl né fiskur án bræðranna Aðal- steins og Björns Jónssonar sem nú leika í Þýskalandi. Þegar Hans er tekinn úr umferð er eng- in ógnun að utan og þar með er auðveldara að taka hornamenn- ina og línuna. Bestur Blikanna í þessum leik var línumaðurinn Andrés Magnússon og svo var gamli jaxlinn Kristján Halldórs- son seigur. Axel Stefánsson átti stórleik í markinu hjá KA í gær. Það verð- ur að viðurkennast að sum skot Blikanna sem hann varði voru úr vonlausum færum en þ.að breytir því ekki að markvarslan var mjög góð. Sérstaklega þegar hann varði fjögur fyrstu víti Breiða- bliks. Guðmundur Guðmundsson átti einnig mjög góðan leik í sókninni og virðist nú vera að ná sér á strik eftir frekar slaka byrj- un á mótinu. Ólafur Hilmarsson Knattspyrna: Ragnar Rögnvaldsson knatt- spyrnumaður úr Breiðabliki hefur ákveðið að leika með Dalvíkingum í 3. deildinni næsta sumar. Ragnar er ekki öllu ókunnugur á Norðurlandi því hann lék með KA fyrir nokkrum árum. Hann er mjög leikinn knattspyrnumað- ur en hefur átt erfitt uppdráttar að tryggja sér fast sæti í liðum í 1. og 2. deildinni. Ragnar er lærður bakari og mun starfa í bakaríinu á Dalvík og á sjálfsagt eftir að styrkja lið þeirra Dalvíkinga mikið. Ragnar til Dalvíkur Getraunir: Þór hoppar hátt - en KA fellur um eitt sæti Þórsarar hafa heldur betur tekið við sér í getraununum og Hinrikáfram með Snæfell Hinn góðkunni knatt- spyrnumaður og þjálfari Hinrik Þórhallsson hefur ákveðið að þjálfa lið Snæ- fells í Stykkishólmi áfram næsta sumar. Hinrik þjálfaði liðið sl. sum- ar og var félagið aðeins hárs- breidd frá því að vinna sig upp í 3. deild. Mikil ánægja ríkti með störf Hinriks og var strax ákveðið að bjóða honum end- urráðningu. Mikill hugur er í þeim Snæ- fellsmönnum að komast upp um deild, en knattspyrnan hefur verið í töluverðri lægð á Snæfellsnesi undanfarin ár. eru nú áttunda söluhæsta félagið yfír Iandið, miðað við þrettánda sæti seinustu tvær vikur. KA féll um eitt sæti, en er samt örlítið á undan Þór því Knattspyrnufélag Akureyrar er í sjöunda sæti. Heildarsala Islenskra getrauna í seinustu viku var rúmar 2,7 milljónir sem er mjög gott miðað við að Lottópotturinn var þre- faldur í seinustu viku. Staðan á toppnum er óbreytt og er topp tíu þannig: Fram, Fylkir, KR, Valur, ÍA, ÍBK, KA, Þór, Stjarnan og Víkingur. Golfklúbbur Húsavíkur er líka iðinn við söluna og hækkar upp í 13. sæti. Þar á eftir koma Völs- ungar, en þeir eru í 18. sæti. Það verður því spennandi að sjá hvernig þessa vika kemur út úr sölu og hvort Þórsarar komast upp fyrir KA. varði 23 skot þar af 4 víti stóð sig vel þann tíma sem hann fékk að spila og átti m.a. fimm sendingar sem gáfu mörk i fyrri hálfleik. Erlingur var öruggur í vítum en í heildina var þetta frekar slakur leikur hjá KA-lið- inu og verða þeir að gera betur á móti Gróttu á miðvikudaginn ef þeir ætla sér að sigra í þeim leik. Mörk KA: Guömundur Guðmundsson 7, Erlingur Kristjánsson 7/4, Pétur Bjarna- son 4, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 4, Haraldur Haraldsson 1, Jakob Jónsson 1 og Friðjón Jonsson 1. Varin skot: Axcl Stefánsson 23/4, Sigfús Karlsson 1. Mörk UBK: Svcinn Bragason 4/2, Krist- ján Halldórsson 3/1, Jón Þórir Jónsson 3/2, Andrés Magnússon 3, Hans Guð- mundsson 2, Þórður Árnason 2, Ólafur Björnsson 1, Pétur Arnarson 1. Varin Skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12 skot. Þórir Jónsson 4. Önnur úrslit 1. deild karla Valur-Víkingur 32:23 Grótta-Fram 18:18 ÍBV-Stjarnan 19-24 1. deild kvenna Frain-ÍBV 28:10 FH-Valur 17:13 Stjarnan-Haukar 20:20 1. deildin í blaki Þróttur-ÍS 3:0 HSK-Fram 3:1 Enski deildabikarinn West Ham-Liverpool 4:1 Guðmundur Guðmundsson stóð sig vel gegn UBK og skoraði 7 mörk. Mynd: TLV Karfa/yngri flokkar: Tindastóll stóð sig vel - nálægt því að komast í A-riðil Fyrsta fjölliðamót 9. flokksins í körfubolta var haldið um helgina 19. og 20. nóvember í gamla íþróttasal Valsmanna við Hlíðarenda. Norðanliðin Þór og Tindastóll tóku þátt í mótinu og voru Sauðkræking- ar ekki langt frá því að komast upp í A-riðil. Þeir töpuðu ein- ungis fyrir ÍR sem vann alla sína leiki og færist því upp. Sem fyrr segir var eini tapleik- ur Tindastóls gegn ÍR og var það fyrsti leikur þeirra í mótinu. Það tók leikmenn Tindastóls of lang- an tíma að átta sig á aðstæðum. Þeir náðu að klóra í bakkana í lokin og minnkuðu muninn úr 20 stigum niður í 5 stig. Þessi sprett- ur kom of seint og þegar blásið var til leiksloka höfðu ÍR-ingar unnið, 56:51. Önnur úrslit leikja Tindastóls: Tindastóll-Þór 61:33 Tindastól-ÍA 61:43 Tindastóll-ÚÍA 65:20 Atkvæðamestir í liði Tinda- stóls voru Pétur Vopni Sigurðs- son, Stefán Friðriksson og Ingi Þór Rúnarsson. Að sögn Alfreðs Guðmundssonar þjálfara pilt- anna voru aðstæður í gamla íþróttasal Valsmanna mjög slæm- ar og ekki bjóðandi til keppni. „Þar má nefna að önnur karfan var nær ónýt og það er til hábor- innar skammar að bjóða upp á svona lagað. Á meðan stóð nýja íþróttahúsið nær ónotað við hlið- ina. Svo mætti ekki nema einn dómari í upphafi og það er alveg orðið óþolandi hvernig KKÍ sér um keppni yngri flokkanna," sagði Alfreð. Ekki gekk eins vel hjá Þórsur- um og unnu þeir einungis einn leik. Stigahæstir leikmanna Þórs voru Örvar Erlendsson með 40 stig og Þorvaldur Arnarson með 20 stig. Annars var mikil breidd hjá Þórsurum og skoruðu flestir leikmennirnir körfu. Úrslit í leikjum Þórs Þór-ÚÍA 37:17 Þór-ÍA 38:40 Þór-UMFT 33:61 Þór-ÍR 25:49 Næsta fjölliðamót í B-riðli 9. Pétur Vopni Sigurðsson var atkvæða- mikill fyrir Tindastól. flokks verður haldið á Sauðár- króki 28. og 29. janúar og stefna Tindastólsmenn á sigur í því móti og tryggja sér með því sæti í A- riðli. bjb/ap Karfa: Þór-ÍS í Höllmni - í kvöld kl. 20.00 Þórsarar leika í Flugleiöa- deildinni í körfu í Höllinni í kvöld kl. 20. Andstæðing- arnir eru Stúdentar og eru liðin jöfn að stiguin í deild- inni. Þór marði sigur gegn ÍS eftir fratnlengingu þegar liðin mættust seinast á Akureyri og má því búast við spennandi viðureign í kvöld. f leikhléi verður að vanda hin spennandi vítaskotakeppni. Aö þessu sinni mæta Hörður Tuliníus, sem sigrað hefur í tveimur síðustu keppnum, og Stórþórsarinn Hallgrímur Skaptason. Báðir eru þekktir keppnismenn og er öruggt að ekkert verður gefiö eftir í þeirri keppni. Einn annar leikur er í Flug- leiðadeildinni en það er viður- eign KR og Hauka í Haga- skóla. Einnig fer leikur KR og FH í l. deildinni í handbolta fram í kvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.