Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 16
TEKJUBREF• KJARABRÉF QT> Akureyri, fimmtudagur 1. desember 1988 FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR TJARFESTINGARFELAGID Ráðhústorgi 3, Akureyri Viimslustöðvun framundan hjá Þoimóði ramma og Sigló - atvinnuástand hefur ekki verið eins tvísýnt á Siglufirði í mörg ár Atvinnumál í Siglufirði eru í mikilli óvissu um þessar mund- ir og hefur ástandið ekki verið eins tvísýnt um langt árabil. Tvö stór fyrirtæki, Þormóður rammi hf. og Sigló hf. hafa til- kynnt vinnslustöðvun vegna hráefnisskorts. Vinna fellur niður hjá fyrirtækjunum síðari hluta desember fram í janúar og starfsfólk fer á atvinnu- leysisbætur. Hafþór Rósmundsson, for- maður verkalýðsfélagsins Vöku og atvinnumálanefndar, sagði að vinnslustöðvunin hjá Sigló myndi líkast til standa frá 16. desember og jafnvel út janúarmánuð. Ástæðan er sú að fyrirtækið er búið með alla rækju og fær ekki meira til vinnslu fyrr en í fyrsta lagi síðari hluta janúar. Vinnslu- stöðvun verður í frystihúsi Þor- móðs ramma frá 22. desember fram í miðjan janúar. Samkvæmt kjarasamningum er heimilt að tilkynna vinnslustöðv- un með fjögurra vikna fyrirvara ef hráefnisskortur er yfirvofandi í frystihúsum og öðrum vinnslufyr- irtækjum sjávarútvegsins. „Þetta þýðir að vinna fellur niður eftir Skagaströnd: Aílakvóti togaranna endist ekki út árið - þrátt fyrir mikil kaup á kvóta frá öðrum útgerðum Togarar Skagstrendings hf. hafa aflaö mjög vel það sein af er þessu ári og hefur Skag- strendingur ítrekað auglýst eftir aflakvóta til kaups. Frysti- togarinn Arnar er nú búinn að skila á land aflaverðmæti fyrir um 360 millj. króna og afla- verðmæti ísflsktogarans Arn- ars mun nú vera liðlega 110 milljónir. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur fékk á skrifstofu Skag- strendings er fyrirtækið nú búið að kaupa um 2600 tonna afla- kvóta umreiknaðan í þorskígildi. Nokkur viðbrögð urðu við fyrstu auglýsingum Skagstrendings eftir kvótakaupum en nú hefur dregið verulega úr framboði á þorsk- kvóta en menn vilja heldur selja kvóta í öðrum fisktegundum. Nokkurt framboð er af ýsukvóta en Skagstrendingur hefur ekki áhuga á frekari kaupum á honum. Þorskígildið í kvóta sem seldur hefur verið að undanförnu á milli útgerðarfélaga hefur verið átta krónur kílóið miðað við þorskígildi. Þrátt fyrir kvótakaup Skagstrendings eru togararnir nú sennilega í síðustu veiðiferð þessa árs því líkur eru á að kvóti skipanna endist ekki út árið. fh þessar fjórar vikur og viðkom- andi starfsmenn fara á atvinnu- leysisbætur þar til hráefni fæst á ný,“ sagði Hafþór. Umtalsverðir rekstrarerfiðleik- ar virðast steðja að Þormóði ramma. Fyrirtækið hefur sótt um skuldbreytingarlán til atvinnu- tryggingasjóðs útflutningsgreina vegna skulda við Siglufjarðarbæ. Samkvæmt níu mánaða uppgjöri fyrirtækisins er ljóst að mjög hef- ur snúist á verri veg í rekstrinum á þessu ári miðað við ágætan rekstur undanfarin tvö ár. Kunn- ugir menn telja næsta víst að Sigló hf. muni einnig sækja um lán til atvinnutryggingasjóðs. „Þessi fyrirtæki skiluðu bæði hagnaði á góðæristímabilinu en síðan hefur afkoman farið til fjandans á þessu ári eins og hjá mörgum öðrum,“ sagði Hafþór, en taldi að þrátt fyrir erfiðar horfur væru ýmsir ljósir punktar innan um, t.d. Egilssíld, en það er blómlegt og vaxandi fyrirtæki. Einnig hafa margar minni útgerð- ir gengið þokkalega og stöðug og mikil vinna er hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. EHB Mynd: TLV Álafoss hf. Starfsmannafundur vegna tilhæfulausrar fréttar Starfsmenn Álafoss hf. munu vinna fulla vinnuviku fram að áramótum. Sojuz, sovéska Hljóðbylgjan komin í loftið í Reykjavík: Nær nú eyrum um 80% landsmanna - „Draumurinn orðinn að veruleika,“ segir Pálmi Guðmundsson I dag hefjast útsendingar Hljóðbylgjunnar á Akureyri í Reykjavík. Stöðin útvarpar því nú frá tveimur stúdíóum í einu, frá Akureyri um Norðurland og frá Reykjavík á höfuðborgarsvæðið. Ekki er þó ætlunin að þetta fyrir- komulag verði á nema um mánaðar skeið því þá fær stöðin línu frá Ákureyri til Reykjavíkur þannig að öll dagskrá verður send þaðan út. „Okkur líst ágætlega á þetta og finnst spennandi að byrja hér. Þessi hugmynd var búin að blunda í okkur lengi og nú er þetta að verða að veruleika. Og mottökurnar í Reykjavík hafa verið góðar,“ sagði Pálmi Guð- mundsson, útvarpsstjóri Hljóð- bylgjunnar, í gær þegar starfs- fólkið var að leggja síðustu hönd á undirbúninginn í Ármúlaskólanum í Reykjavík en þar fær Hljóðbylgjan afnot af aðstöðu Utrásar, útvarps framhaldsskólanna. Að sögn Pálma verða 6-7 starfsmenn við stöðina í Reykjavík, þar af 4 sem koma frá Hljóðbylgjunni fyrir norðan. Sent verður út frá kl. 8 á morgnana til kl. 01 á kvöldin alla virka daga og frá kl. 10 til 04 um helgar. Með þessu nýja útibúi telja þeir Hljóðbylgju- menn sig ná til um 80% lands- manna. JÓH Starfsmenn Rcykjavíkurdeildar Hljóðbylgjunnar í stúdíóinu í Ármúla- skóla í gær. Frá vinstri: Snorri Sturluson, Hafdís Eygló Jónsdóttir, Pálmi Guðmundsson útvarpsstjóri og Linda Mjöll Gunnarsdóttir. Mynd: jóh samvinnusambandið, pantaði nokkurt viðbótarmagn af ullar- vörum fyrir skömmu. Hér er um að ræða verkefni fram að áramótum. Aðalsteinn Helgason, aðstoð- arforstjóri Álafoss, hélt fund með starfsfólki fyrirtækisins í gær til að leiðrétta frétt sem Svæðis- útvarpið á Akureyri sendi frá sér á þriðjudagskvöldið. í þeirri frétt var haldið fram að góðar líkur væru á að stór samningur við Sovétmenn væri að komast í höfn. „Það eina sem var rétt í fréttinni er að Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss, er í Moskvu ásamt Vali Arnþórssyni, og að starfsfólkið fer að vinna fulla vinnuviku á ný. Allt annað var beinlínis rangt,“ sagði Aðal- steinn Helgason. Hann benti ennfremur á að töluvert langt væri í land með að rammasamn- ingurinn milli þjóðanna væri upp- fylltur, en annað mátti skilja á umræddri frétt. Hvað samninga við Sovétmenn snerti þá tækju þeir alltaf langan tíma. Samning- ar upp á milljónir dollara væru aldrei gerðir fyrirvaralaust, hvorki á Islandi eða í Sovétríkj- unum. EHB Ólafsflörður: Sæver hf. lýst gjaldþrota A stjórnarfundi Sævers hf. í Ólafsflrði sl. þriðjudag var tek- in sú ákvörðun að lýsa fyrir- tækið gjaldþrota. Beiðni um gjaldþrot var send til Erlings Oskarssonar bæjarfógeta á Siglufirði í gær, en hann fær hana trúlega ekki í hendur fyrr en á morgun, föstudag, sem er annar tveggja föstu vikulegu þjónustudaga hans í Ólafsfirði. Óþarft er að rekja sögu Sævers hf. Rekstur fyrirtækisins hefur lengi staðið á brauðfótum og var reynt til hins ítrasta að tryggja hann. Meðal annars var sam- þykkt á aðalfundi þess í septem- ber sl. að hluthafar í Sæveri hf. afsöluðu sér hlutafé í fyrirtækinu til bæjarsjóðs Ólafsfjarðar. Hlut- hafar voru um 150 talsins þar af áttu Ólafsfjarðarbær, tvö frysti- hús staðarins og Kaupfélag Eyfirð- inga stærstan hlut. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.