Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 1. desember 1988 Litið í Litla skinnið: „Finnst leður alveg frábært - en vantar fleiri selskinn,“ segir leðursmiðurinn Hans Wium á Húsavík Litla skinnið er leðurverkstæði sem Hans Wium og Rakel Hermannsdóttir hófu rekstur á um miðjan október að Urðar- gerði 2 á Húsavík. Litla skinn- ið er óvenju mjúkt og sætt nafn á fyrirtæki, það var móðir Rakelar sem stakk upp á þessu nafni og eigendurnir kunna því vel. Innandyra ber mikið á mótorhjólafatnaði úr leðri, jafnvel gaddaarmböndum og öðru slíku sem stingur svolítið í stúf við nafn fyrirtækisins. En þarna er gott að koma, alúð- legt viðmót ræður ríkjum og einlægur áhugi fyrir starfinu og öllu sem leðri viðkemur. „Ég kalla mig leðursmið en það er ekki lögvernduð iðngrein. Ég var í leðurvinnu í gagnfræða- skóla, það var eitt fagið sem gef- inn var kostur á og þá byrjaði ég strax að sauma úr leðri. Síðar vann ég í tvö ár á stóru leður- verkstæði í Reykjavík og þar lærði ég það sem ég kann núna,“ segir Hans aðspurður um nám og fyrri störf við leðuriðjuna. En við hvað er mest unnið í Litla skinn- inu: „Það er draumurinn að geta stundað sem mest af nýsmíði og geta útfært eigin hugmyndir. Við gerum eiginlega allt, hingað er komið með flíkur sem þarfnast viðgerðar, skó sem þarf að skipta um rennilása í, veski sem þarf að gera við og allt upp í sófasett til að setja utan um. I dag er ég að sauma veski úr slönguskinni, kona kom með skinnið og bað mig að sauma veski úr því. Ég er að bíða eftir skinnum í jakka sem búið er að panta, er ekki enn búinn að safna efni á lager. Nýlega bjó ég til byssuólar fyrir veiðimann. í rauninni hefur verið alveg nóg að gera og fólk er smátt og smátt að átta sig á rnögu- leikanum á nýsmíðinni. Ég kaupi sauðskinnin á Akureyri og þetta eru miklu betri skinn en eru í jökkum sem eru innfluttir. Þegar saumað er svona eftir pöntunum er allt önnur vinna og frágangur á flíkunum, t.d. miklu betur geng- ið frá endum og saumum. Þú spyrð um verðið, það sem við saumum er yfirleitt ódýrara en fjöldaframleiðsla sem þú kaupir í búðum.“ Hans kemur með sauðskinn frá Akureyri og býður blaðamanni að kynna sér mýktina og styrk- leikann, einnig kemur hann með stykki sem hann er nýbúinn að endurnýja í innfluttum leður- jakka og stykkið sem tekið var úr jakkanum má auðveldlega rífa eins og pappír meðan Akureyrar- skinnið stenst allar atlögur. - Segðu mér aðeins frá leðri sem efni, kostum þess og göllum. „Ef hugsað er um að bera á leður er hægt að vera í því í rign- ingu og hvaða veðri sem er. Leð- ur er vindþétt og jakkar sem ekki eru fóðraðir með þessu leiðinlega glansfóðri eru hlýir, en glansfóðr- ið eyðileggur oft eiginleika leð- ursins og gerir fatnaðinn kaldan. Þú spyrð um galla, þetta er dýrt Fólk hefur verið mjög jákvætt. Myndir: IM efni. Við fílum leðrið æðislega mikið því það er beint úr náttúr- unni, ekkert gerviefni með ein- hverjum bakteríum og maður fær ekkert ofnæmi undan því. Ég hef gengið mikið í leðri, við eigum mótorhjól og notum leður í hlífð- arföt. Mér finnst leður alveg frábært." - Þú munt einnig hafa prófað að sauma úr selskinni, ertu spenntur fyrir því? „Já, ég er virkilega spenntur fyrir því. Það hefur eiginlega ekkert verið nýtt og þá aðallega til að hengja upp á vegg. Við erum að safna selskinnum, ætl- um að reyna að komast yfir sem mest af spýttum skinnum og einnig nýjum skinnum og læra sjálf að spýta þau. Skinnin ætlum við að senda í sútun til Þýska- lands. Það væri frábært ef ein- hver sem þetta les gæti útvegað okkur selskinn og best að nota tækifærið og nefna símanúmer- Uglan Olga. Uglan Olga med vetur! - étur nýru og mýs og er spikfeit, £ Brandugla hefur í vetur búsetu í bílskúr við Urðargerði á Húsavík. Uglan er kölluð Olga, matmóðir hennar er Kristlaug Pálsdóttir og greini- legt er að hún dekrar við fóst- urugluna sína. Kristlaug var spurð um tildrögin að búsetu þessa óvenjulega íbúa, hvernig búskapurinn í bílskúrnum gengi og hverjar framtíðar- áætlanir hefðu verið um hann gerðar. „Við eigum einnig heimili að Engidal í Bárðardal og þar kom uglan til okkar 20. september í haust. Uglan hafði verið að flögra þarna í kringum bæinn í nokkra daga og manninum mín- um datt í hug hvort ekki væri hægt að ná henni, reyndi og náði henni í háf. Þegar við fórum að skoða ugluna kom í ljós að hún var ákaflega horuð og auk þess er ský á hægra auganu og sennilega sér hún illa með því. Ég ákvað að hafa ugluna, taldi líklegt að hún gæti ekki veitt sér til matar vegna sjóndepurðar. Undanfarna tvo ■ . I X, is. Myndir: IM mánuði hefur hún eiginlega ein- göngu borðað nýru sem ég hef fært henni. Einstaka sinnum hef ég getað náð í mýs, maður hafði samband við mig og sagði að sennilega væri nauðsynlegt fyrir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.