Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 4
5 - flUOAQ - 886 í líicJmsesb .1 4 - DAGUR - 1. desember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fullveldi í 70 ár í dag eru liðin 70 ár frá því ísland fékk fullveldi með sambandslögunum við Dani. Um hádegisbil fyrir réttum 70 árum var fáni hins nýja fullvalda ríkis í fyrsta sinn dreginn að húni við stjórnarráðshúsið. Sú stund var stór, ef til vill sú stærsta í langri sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. í stólræðu, sem Jón Helgason biskup flutti þenn- an dag, sagði hann m.a.: „Frá þessum degi er hin íslenska þjóð viður- kenndur húsbóndi á þjóðarheimilinu, og segir sjálf fyrir á þjóðarbúinu án allrar íhlutunar af annarra hálfu, með fullri og óskoraðri ábyrgð á öllum sínum gerðum. “ Frá því að þessi orð voru töluð hefur orðið meiri breyting á högum íslendinga en á nokkru öðru 70 ára tímabili í sögu þjóðarinnar. Með samstilltu átaki hefur þjóðinni tekist að byggja hér upp vel- ferðarsamfélag, sem jafnast fyllilega á við það sem best gerist meðal annarra þjóða. Okkur hefur þannig auðnast að láta ofangreind orð Jóns Helga- sonar rætast og þau eru sem betur fer enn í fullu gildi. En við megum samt aldrei gleyma því hversu auðveldlega þjóðin getur glatað sjálfstæði sínu, hvort sem um er að ræða efnahagslegt eða menn- ingarlegt sjálfstæði. Við verðum öll sem eitt að standa vörð um þessa dýrmætustu eign okkar, alltaf. Segja má að þjóðin standi að mörgu leyti á tíma- mótum í þessari eilífu baráttu. Bættar samgöngur og stórfenglegar tækniframfarir hafa í sameiningu rofið einangrun landsins á fáum árum með þeim afleiðingum að ísland er nú í þjóðbraut, berskjald- aðra en nokkru sinni fyrr. Erlend menningaráhrif eiga greiðari aðgang að almenningi en dæmi eru um áður og erlendar skuldir þjóðarbúsins vaxa dag frá degi. Efnahagslegu- og menningarlegu sjálf- stæði þjóðarinnar stendur viss ógn af þessari þróun, þótt hún eigi sér margar jákvæðar hliðar. Við erum komin út á hálan ís og verðum að kunna fótum okkar forráð, því mörgum þjóðum hefur orð- ið hált á þessu sama svelli. Tími veigamikilla ákvarðana er skammt undan. Við þurfum t.d. senn að gera upp hug okkar varð- andi aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Við lifum á tímum stórra markaðssvæða, þar sem náttúruleg landamæri eru engin hindrun. Erlendir aðilar hafa fullan hug á að taka þátt í nýtingu þeirra miklu landgæða, sem við höfum fram til þessa setið ein að. Og þótt þeir bjóði sitthvað í staðinn er það okk- ar að vega og meta. Affarasælast hlýtur að vera að fylgja áfram þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið í 70 ár. Meginkrafan er að þjóðin haldi sjálf um taum- ana, „segi sjálf fyrir á þjóðarbúinu, án allrar íhlutunar af annarra hálfu", svo aftur sé vitnað í orð Jóns Helgasonar biskups. Með þeim hætti tryggjum við best áframhaldandi fullveldi þjóðar- innar. BB. viðtal dagsins Á fimm ára afmælisdegi Rásar 2: Þá voru prímadonmimar margar - spjallað við Kristján Sigurjónsson sem verið heftir dagskrárgerðarmaður Rásarinnar frá upphafi í dag eru liðin fímm ár frá því Rás 2 fór í loftið. Starfsmenn stöðvarinnar ætla að minnast þessa í dagskránni í dag og líta yfir farinn veg. Vegurinn hefur verið hlykkjóttur og margir af starfsmönnunum hafa keyrt út af í kröppustu beygjunum og margir þeirra eru einmitt við stjórnvölinn á öðrum stöðvum. En nokkrir starfsmenn Rásar- innar á fyrstu dögunum halda sig enn á veginum, þar á meðal Kristján Sigurjónsson sem nú starfar við Svæðisútvarpið á Akureyri. Hann hefur verið með frá byrjun og hyggur ekki á breytingar. „Ég held að við séum bara tveir starfsmenn eftir af þeim sem voru við fyrstu dagskrána. Hinn er Skúli Helgason. Síðan komu Gunnar Salvarsson og Svavar Gests fljótt inn í dagskrána og þeir eru enn á fullu,“ segir Kristján. Fyrsta sporið - Var starfið á Rás 2 þitt fyrsta spor á útvarpsbrautinni? „Já, eiginlega má segja það. Ég hafði að vísu gert tvo barna- tíma árið 1978 þegar ég var í Kennaraháskólanum en að öðru leyti hafði ég ekki komið nálægt útvarpi. Ég hafði skrifað Jóni Erni, tónlistarstjóra, bréf sumarið 1983 þar sem ég bað um að fá að vera með tvo eða þrjá þætti um þjóðlagatónlist þegar stöðin byrj- aði sendingar. Síðan sendi ég Þorgeiri Ástvaldssyni líka afrit af bréfinu og hann hafði strax sam- band við mig og fékk mig í prufu- upptöku. Þar með byrjaði þetta allt sarnan." Kristján hafði fyrst um sinn umsjón með þjóðlagaþætti en sumarið 1984 fór hann í morgun- þátt. Þar vann hann í fyrstu með Jóni Ólafssyni, sem nú er einn af eigendum Stjörnunnar, Sigurði Sverrissyni, Ásgeiri Tómassyni og Páli Þorsteinssyni, Bylgju- útvarpsstjóra. Síðar vann hann mest með Kolbrúnu Halldórs- dóttur og Sigurði Salvarssyni en samfleytt vann Kristján við morgunþáttinn í þrjú ár. „Það var mjög gaman að vinna við morgunþáttinn. Hann var all- an tímann eins konar flaggskip í dagskránni og ekkert til sparað við vinnslu hans. En síðan tók ég mig upp og flutti norður vorið 1987 og þá fann ég að nóg var komið af svo góðu og ég þurfti að breyta til.“ Kristján segir að það starf að kynna tónlist í útvarp geti verið mjög þreytandi til lengdar og nauðsynlegt fyrir menn að hugsa sig um eftir vissan tíma. „Maður fær nóg ef maður gerir ekkert annað í langan tíma og lífið verð- ur hálf óraunverulegt. Hins vegar dragast menn alltaf að þessu aftur. Það er eins og menn fái einhverja útvarpsbakteríu sem er vel skiljanlegt þar sem starfið er skemmtilegt." Lærifaðirinn Gunni Sal I Kristján mun halda suður yfir heiðar í dag ásamt Margréti Blöndal og ætla þau í sameiningu að stjórna hálfum öðrum klukku- tíma í morgunútvarpi Rásar 2 þar sem gamlir félagar líta inn, þeirra Kristján Sigurjónsson. á meðal Páll Þorsteinsson, Þor- geir Ástvaldsson og „morgunliðið“ eins og Kristján kallar fyrrver- andi félaga sína í morgunþættin- um. Þar verður gamli góði and- inn rifjaður upp. „Starfsandinn á Rásinni var virkilega góður og maður kynnt- ist fjölda fölks á þessum vinnu- stað. Auðvitað höfðu menn mis- jafnar skoðanir hver á öðrum enda margar „prímadonnur“ á stöðinni sem þóttust hafa á hreinu hvernig ætti að vera í útvarpi," segir Kristján og bætir við að reyndar hafi flestir á þessum fyrstu árum stöðvarinnar verið fólk með litla starfsreynslu í útvarpi. „Eiginlega voru það ekki nema Þorgeir og Palli sem voru nokkurn veginn með það á hreinu hvernig útvarpsefni ætti að vera. Hinir lærðu eitthvað af þeim, voru kannski ekki alveg sammála, en flestir litu til þeirra og ekki síður til Gunnars Salvars- sonar sem ég tel vera frumkvöðul í því hvernig á að kynna tónlist í útvarpi, tæknilega séð. Hann er minn lærifaðir á þessu sviði, sá maður sem ég hef lært einna mest af. Gunnar er mjög rólegur og þægilegur og laus við allan diskótekarastíl. Hann talar held- ur aldrei niður til hlustenda og gerir þá að fíflum eins og mörg- um útvarpsmönnum hættir til í dag.“ Rásin á uppleið Kristján segist hafa það á tilfinn- ingunni að Rás 2 sé á uppleið. Rásin sé orðin tvískipt, annars vegar dægurmálaútvarpið sem hann telur mjög gott og hins veg- ar tónlistardeildin sem hafi verið í töluverðri lægð allt fram á síð- ustu mánuði. Hættan sé þó sú að mikið sé keyrt á sama fólkinu, en slíkt geti valdið því að lokum að fólk þreytist og hafi ekkert að segja annað en innantómt mas. „Mér finnst að vísu mikill munur á Rás 2 og hinum stöðv- unum hvað þetta varðar. Á mörgum þessara stöðva er ekki hlustandi á dagskrárgerðarmenn- ina vegna þess að þeir hafa bók- staflega ekkert að segja. Oft finnst mér þetta fólk hafa lítið vit á tónlist og vera illa heima í músík. Á þessu eru þó undan- tekningar, t.d. Þorgeir Ástvalds- son á Stjörnunni.“ Kristján flutti sig um set þegar hann hafði unnið í Efstaleitinu í þrjú og hálft ár. Þá var stefnan sett á Akureyri og Svæðisútvarp- ið þar sem hann hefur fengið nasaþef af ýmsum öðrum öngum útvarpsmennskunnar t.d. frétta- mennsku. Hins vegar segist hann ætla að gefa öðrum eftir frétta- mannsstarfið, hann kunni betur við sig í annarri dagskrárgerð. - Ætlar þú að verða í hópi starfsmanna Rásar 2 þegar stöðin verður 10 ára? „Ef einhver nennir að hlusta •á mig,“ svarar hann stríðnislega um hæl. „Ef ég fæ að vera áfram með þjóðlagaþætti eins og ég stýri núna á sunnudögum þá er ég til í það. Þarna er ég að spila músík sem ég kann best við sjálf- ur og ég held að þeir sem eru að kynna tónlist verði að kunna vel við þá tónlist sem þeir eru að kynna. Annars kemur leiðinn í gegn.“ JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.