Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 1. desember 1988 •. 'iyinríia^'Sb .r— BASAR! Hinn vinsæli köku- og munabasar verður í Laugarborg sunnudaginn 4. des. Kafiihlaðborð frá kl. 15.00. Sala basarmuna hefst kl. 15.30. Komið og gerið góð kaup! KVENFÉLAGIÐ IÐUNN. 10% jólaafsláttur til jóla af öllum fatnaði, skóm, veiðivörum og gjafavörum. • • WEYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Ein þeirra mörgu skýrslna sem mér berast í hendur er atvinnu- vegaskýrsla frá t’jóöhagsstofnun. Það sem vakti áhuga minn fyrir atvinnuvegaskýrslunni 1978-1986 var yfirlit, sent þar var að finna urn heildarþróun vinnumarkaðs- ins á þessu tímabili. Á þessu tímabili hafði aukning vinnuafls verið 23147 mannár. Petta svarar til 2893 ársverka á ári. Petta reiknast vera 11,6 mannáraaukn- ing á hverjum raunverulegum vinnudegi. I þessum skýrslum er vinnuafl- inu skipt í þrjá geira, sem eru fyrirtækjageiri, opinberi geirinn og félagslegi geirinn. Til fyrir- tækjageirans telst hinn almenni atvinnurekstur í landinu. Til Askell Einarsson. Áskell Einarsson: Tilfærsla til þjónustu- starfa 10% af vinnuaflinn opinbera geirans er talin opinber starfræksla ríkis og sveitarfélaga. Til félagslega geirans er talin starfsemi. sem rekin er af félaga- samtökum, hagsmunasamtökum og líknarsamtökum, hvort heldur þau njóti opinbers fjár eða ekki. Meðalaukhing vinnuafls á þessum árum er 22,8%. Hlut- lólama Til jólanna Ódýrt frá bensínsölum ESSO Sjónaukar 7x55 kr. 2.495.- ... Jólatilboð kr. 1.990.- Baðvogir kr. 3.665,- ........ jólatilboð kr. 2.980.- Símar kr. 2.150.- ............ Jólatilboð-kr. 1.750.- Kirkjur með Ijósi kr. 1.799.- . Jólatilboð kr. 1.580.- Kertastjakar kr. 990.- ...... Jólatilboð kr. 380.- Straujárn (gufa) kr. 3.415.- . Jólatilboð kr. 2.820.- Brauðristar kr. 2.795.- ..... Jólatilboð kr. 2.310.- Aðventuljós ★ Stjörnur með Ijósi ★ Ljósastjörnur ★ Jólatré ★Toppar á jólatré ★ Jólakúlur ★Allt til jóla- skreytinga ★ Esso Leiruvegi • Esso Tryggvabraut • Esso Veganesti ... 11 'Y'.... .. .. " Nyjar vörur - vandaðar vörur 0 fallslegur vöxtur atvinnugeira er þessi: Fyrirtækjageirinn Opinberi geirinn Félagsgeirinn einstakra Aukning 17,7% 37,2% 112,4% Kaupmannafélag Akureyrar Ljóst er af þessu að fyrirtækja- geirinn nær ekki meðaltalsaukn- ingu vinnuafls á þessum árum. Þetta svarar til að 4298 mannár hafi flust til þeirra atvinnugeira, sem hafa meiri aukningu en með- altalsaukning vinnuafls á þessu tímabili. Þetta er tilfærsla, sem svarar til 2,2 starfa á hverjum virkum degi á átta árum. Það sem er athyglisverðast við þetta, er að tæpur helmingur vinnuaflstil- færslunnar fer til félagslega geir- ans. Um 38,8% mannáraaukningar opinbera geirans er tilfærsla frá fyrirtækjageiranum, en 79,7% af vinnuaflsaukningu félagslega geirans. Þarna speglast sú stefna að færa stóran hluta velferðar- starfseminnar frá ríkinu til líknar- og áhugafélaga. Þetta er. .tjlfærsla frá atvinnuvegunum til sam- félagslegrar þjónustustarfsemi, eftir mismunandi leiðum. Hins vegar, ef athugaðar eru þjónustugreinar innan fyrirtækja- geirans, sem ná meiri aukningu en meðaltalsaukningu í landinu, kemur eftirfarandi í ljós: Mannár + 1492 + 1003 + 909 + 811 + 655 6. Menning og skemmtistarfsemi + 541 + 5411 Tilfærsla til þjónustugreina, inn- an fyrirtækjageirans, er 5411 mannár frá öðrum greinum þessa sama geira. Ef aukningu í heil- brigðisþjónustu einkaaðila og þjónustuviðgerðum er bætt við, er tilfærslan innan fyrirtækjageir- ans, til ýmiss konar þjónustu- starfsemi 5926 mannár. Þegar á heildina er litið hafa 10224 mannár flust til þjónustu- greina á þessum átta árum frá öðrum atvinnugreinum. Aukn- ingin skiptist þannig, að 58% er tilfærsla innan fyrirtækjageirans, en 42% vegna tilfærslu vinnuafls frá fyrirtækjageiranum til opin- bera og félagslega geirans. Þetta nálgast það, að 5,1 mannár hafi bæst við þjónustustarfsemina á hverjum virkum vinnudegi á þessum átta árum. í"Ef við röðum þeim atvinnu- greinum, þar sem mannáraaukn- ing hefur verið meiri en 1000 störf á þessum átta árum, er röð- 'n ÞeSS': Mannár 1. Smásöluverslun 2215 2. Heildverslun 2023 3. Þjónusta v/atvinnuvega 1981 4. Velferðarstofnanir 1876 1. Þjónusta við atvinnuvegi 2. Peningastofnanir 3. Heildverslun 4. Hótelrekstur 5. Smásöluverslun 5. Sjúkrahús og heilbrigðisst. 1803 6. Fiskiðnaður 1578 7. Peningastofnanir 1560 8. Veitingarekstur 1246 9. Annar matvælaiðnaður 1155 Samtals 15433 Allar þessar greinar ná meðal- talsaukningu vinnuafls, nema fiskiðnaður. Atvinnugreinar,. með meiri aukningu en nemur meðaltalsaukningu opinbera geirans þ.e. 37,2% eru þessar: Heildverslun, þjónusta við atvinnuvegi, vélferðarstofnanir, peningastofnanir og veitinga- rekstur. Þessar greinar, sem búa við verulega umframaukningu til- heyra allar, nema velferðarstofn- anir, fyrirtækjageiranum. Þetta segir ekki alla söguna. Aðrar greinar sem hafa, aukningu umfram meðalaukningu opin- bera geirans eru þessar: Menningar- og skemmtistarf- semi, stjórnsýsla sveitarfélaga, elliheimili, heilbrigðisstarfsemi einkaaðila, sérskólar, Háskóli íslands, menntaskólar, stjórnar- ráð og Alþingi, ýmsar þjónustu- viðgerðir og hagsmunasamtök. Það er eðlilegt að spurt sé frá hvaða greinum leitar vinnuaflið. í landbúnaði og trjávöruiðnaði fækkar mannárum um 1789 störf. Til þess að átta sig betur á þessu þarf að athuga hvaða aðrar grein- ar ná ekki meðaltalsaukningu fyrirtækjageirans. Þær eru þessar: Byggingastarfsemi, sam- göngur, persónuleg þjónusta, málm- og skipasmíði, vefjaiðnað- ur, rekstur Pósts og síma, varnar- liðið, fiskveiðar og rekstur vatns- veitna. í opinbera geiranum eru það utanríkisþjónusta og rann- sóknarstarfsemi, sem ekki ná meðaltalsaukningu fyrirtækja- geirans. Megin niðurstaðan er þessi: Á árunum 1978-1986 hafði megin- hluti vinnuaflsaukningar í land- inu leitað til viðskipta og þjón- ustustarfa. Þessi tilfærsla skiptist í tvennt. í fyrsta lagi með tilflutn- ingi vinnuafls til opinbera og félagslega geirans frá fyrirtækja- geiranum. I öðru lagi tilfærsla frá úrvinnslu- og frumgreinum við viðskipta- og þjónustustarfsemi, innan fyrirtækjageirans. Samfélagsleg starfsemi er að taka á sig nýja mynd, með vexti félagslega geirans þ.e. hin félags- lega velferðarstarfsemi í landinu. Þær úrvinnslugreinar, sem eru undirstaða atvinnulífs á Akureyri og víðar á landsbyggðinni búa við samdrátt. Þangað er að leita skýringa á mörgu í atvinnulífi hér á Akureyri og annars staðar á landsbyggðinni. (Byggt á erindi, fluttu í Rotaryklúbbi Akureyrar 18. nóvember sl.) Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.