Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 01.12.1988, Blaðsíða 11
1. desember 1988 - DAGUR - 11 Góður dagur á Sunnubóli Hver slier hendinni á inóti góðri súkkulaðiköku? Þarna hefur Jón Björnsson félagsmálastjóri sagt eitthvað skondið og bæjar- fulltrúunum Sigríði Stefánsdóttur og Birni Jósep Arnviðarsyni er skemmt, en salatið heillar Heimi Ingimarsson. Það voru allir í hátíðarskapi sem heimsóttu Sunnuból, nýjustu dagvist Akureyrarbæj- ar á laugardaginn var. Sunnu- ból var þá vígt formlega og af því tilefni var boðið til veislu á dagheimilinu. Það voru ekki síst börnin sem skemmtu sér vel, enda boðið upp á sleikjó og súkkulaðikökur sem alla jafna eru ekki á boðstólum. Um sjötíu manns komu í heint- sókn á Sunnuból vígsludaginn og voru starfsmenn ánægðir með daginn. Bergljót Rafnar formaður félagsmálaráðs hélt stutta tölu og gerði að umtalsefni uppeldishlut- verk dagvista. Hún sagði einnig frá tildrögum þess að ákveðið var að kaupa íbúðarhús umdir dag- vistina í stað þess að byggja og nefndi að meðal helstu kosta þess væri að húsið mætti selja þegar hverfið myndi „eldast" og þörf á dagvist í yngri hverfum bæjarins. Sr. Pálmi Matthíasson sóknar- prestur í Glerárhverfi vígði húsið, en hann ræddi einnig um mikilvægi þess að vel væri að börnum búið í samfélaginu. Séra Pálmi Matthíasson nælir sér ■ væna jólakökusneið cftir vígsluat- höfnina á Sunnubóli. Björg Sigurvinsdóttir forstöðu- maður Sunnubóls bauð gesti velkomna og sagði frá starfsemi heimilisins. Á Sunnubóli eru nú 23 börn, en fleirum verður bætt við síðar. Björg ræddi kosti þess og galla að reka dagvist í fyrrum íbúðarhúsi. Kostirnir eru margir og má þar nefna að dagvistin verður mjög heimilisleg, en gall- arnir einkum þeir að mikill skort- ur er á geymslum í húsnæðinu. Er Björg hafði gert grein fyrir starfseminni bauð hún gestum í kaffi og meðlæti og greip um sig mikill fögnuður hjá yngstu kyn- slóðinni þegar stór sleikipinna- skammtur blasti við á kaffiborð- inu. Starfsfólkið á Sunnubóli var ánægt með daginn, en fjöldi fólks lagði leið sína að heimilinu til að skoða húsakynni. mþþ 10-20% afsláttur af Damixa blöndunartækjum 2.-10. desember. Sérstök kynning föstu- daginn 2. desember. Sölumaður frá Damixa verður staddur hjá okkur þann dag. Verslunin er opin á laugardögum frá kl. 9-12 Byggingavömr Lónsbakka Sími 96-21400 dagskrá fjölmiðla SJÓNVARPIÐ FIMMTUDAGUR 1. desember Fullveldisdagurinn 17.40 Jólin nálgast í Kærabæ. Jólaalmanakið. 17.45 Heiða (23). 18.10 Stundin okkar - Endursýning. 18.40 Táknmálsfréttir. 18.45 Á Barokköld. Annar þáttur - Galdramenn í undralandi. 19.50 Jólin nálgast í Kærabæ. Jólaalmanakið. Stuttir þættir um undirbúning jólanna í Kærabæ sem sýndir verða daglega fram að jólum. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Ó guð vors lands. Þjóðsöngur íslendinga. Flutningur á nýrri upptöku með Sinfóníu- hljómsveit íslands. 20.40 Guðjón bak við tjöldin. Ótal lög eru til við ljóð Þórarins Eldjám. Flestir tónhöfundar hafa spreytt sig á að tónsetja lög hans. 21.35 Dagur vonar. íslenskt sjónvarpsleikrit eftir Birgi Sig- urðsson. 00.00 Hægt og hljótt. Jassþáttur með Pétri Östlund á Hótel Borg. 00.35 Dagskrárlok. SJÓNVARP AKUREYRI FIMMTUDAGUR 1. desember 16.00 Anna Karenína. Áhrifamildl harmsaga rússneskrar hefð- arkonu. 18.10 Jólasveinasaga. 18.35 Handbolti. 19.19 19.19. 20.45 Sviðsljós. Nú fer jólabókaflóðið að ná hámarki. í Sviðsljósi mun Jón Óttar Ragnarsson fjalla um nýútkomnar bækur og gefa þeim umsögn. 21.35 Forskot á pepsí popp. 21.50 Dómarinn. (Night Court.) 22.15 Vinir Edda Coyle. Ekki við hæfi yngri barna. 23.55 Laumuspil. (Hanky Panky.) Ekki við hæfi barna. - 01.40 Dagskrárlok. RÁS 1 FIMMTUDAGUR 1. desember Fullveldisdagur íslendinga 6.45 Veðurfregnir ■ Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 í garðinum 9.40 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Jón Gauti Jónsson á Sauðár- króki. 10.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. 11.00 Stúdentamessa í Háskólakapellunni. Eiríkur Jóhannsson guðfræðinemi prédik- ar. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir altari. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. 13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæturnar sjö.“ Sigríður Hagalín les (4). 14.00 Hátíðarsamkoma stúdenta í Há- skólabíói á fullveldisdaginn. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 íslensk tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. Þáttur um menningarmál í umsjá Friðriks Rafnssonar og Halldóru Friðjónsdóttur. 19.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni. 20.00 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. 20.15 Úr tónkverinu. 20.30 Tónleikar frá M-hátíðinni á Sauðár- króki í vor. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Fremstar meðal jafningja. Áttundi og lokaþáttur: Virginia Woolf. 23.10 1. desember, þjóðminningardagur í sjötíu ár. 24.00 Fréttir. FIMMTUDAGUR 1. desember Rás 2 fimm ára 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Afmælisdagskrá Rásar 2 í tilefni af 5 ára afmæli hennar. Margir fyrrverandi dagskrárgerðarmenn taka þátt í dagskránni. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Afmælisdagskrá Rásar 2 í tilefni af 5 ára afmæli hennar, framhald. 16.03 Dagskrá. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Útvarp unga fólksins býður til afmælisveislu. 21.30 Fræðsluvarp: Lærum ensku. 22.07 Sperrið eyrun. - Anna Björk Birgisdóttir leikur þunga- rokk á ellefta tímanum. 23.55 Hægt og hljótt. Djassþáttur með Pétri Östlund á Hótel Borg. Fyrri hluti. 00.30 Vökulögin. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Hljóðbylgjan FM 101,8 FIMMTUDAGUR 1. desember 07.00 Kjartan Pálmarsson er fyrstur á fætur og hjálpar Norðlending- um að taka fyrstu skref dagsins. 09.00 Pétur Guðjónsson mætir á svæðið, hress og kátur. 12.00 Ókynnt hádegistónlist, fín með matnum. 13.00 Þráinn Brjánsson, líf og fjör, enda pilturinn kátur með afbrigðum. 17.00 Kjartan Pálmarsson. Klukkan 17.30 er tími tækifæranna. Kjörið tækifæri til að selja eða kaupa ykkur að kostnaðarlausu. 19.00 Tónlist með kvöldmatnum, ókynnt. 20.00 Pétur Guðjónsson með tónlist á fimmtudagskvöldi. 22.00 Þráinn Brjánsson lýkur dagskránni. 24.00 Dagskrárlok. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. FIMMTUDAGUR 1. desembor 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. FIMMTUDAGUR 1. desember 7.00 Egg og beikon. Óhollur en bragðgóður morgunþáttur Stjömunnar. Fréttir kl. 8. 09.00 Níu til fimm. Lögin við vinnuna. Lítt trufluð af tali. Hádegisverðarpotturinn á Hard Rock Café kl. 11.30. Fréttir klukkan 10, 12, 14 og 16. 17.00 ís og eldur. Hin hliðin á eldfjallaeyjunni. Fréttir kl. 18. 18.00 Bæjarins besta kvöldtónlist. 21.00 í seinna lagi. Nýtt og gamalt i bland. Kokteill sem end- ist inn í draumalandið. 01.00-07.00 Næturstjörnur. Næturtónlist fyrir vaktavinnufólk, leigu- bílstjóra, bakara og þá sem vilja hreinlega ekki sofa. 989 ]BYLGJAN\ W FIMMTUDAGUR - 1. desember 08.00 Páll Þorsteinsson - þægilegt rabb i morgunsárið. Fréttir kl. 8 og Potturinn, þessi heiti kl. 9. 10.00 Anna Þorláks. Aðalfréttimar kl. 12 og fréttayfirlit kl. 13. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn ómiss- andi kl. 15 og 17. 18.00 Fréttir á Bylgjunni. 18.10 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavik siðdegis. 19.05 Meiri músík - minna mas. Tónlistin þín á Bylgjunni. 22.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson og tónlist fyrir svefninn. 02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.