Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 13. desember 1988 Hvammstangi Til sölu er helmingur húseignarinnar að Brekku- götu 2 á Hvammstanga. Um er að ræða neðri hæð og kjallara gamla verslun- arhúss Sigurðar Pálmasonar á staðnum, samtals um 300 fm að grunnfleti brúttó. Húsið stendur á sjávarlóð í hjarta bæjarins og er til- valið fyrir verslunarrekstur, skrifstofustarfsemi eða til íbúðar eða félagsstarfsemi. Tilboðum í eignina skal skila fyrir kl. 12.00 á hádegi föstud. 30. desember 1988 til undirritaðs skiptastjóra sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Jafnframt er áskilinn réttur til að ganga til nánari samninga við hvaða tilboðsgjafa sem er. Guðmundur Arnaldsson, skiptastjóri þrotabús Verslunar Sigurðar Pálmasonar hf. Pósthólf 977, 121 Reykjavík, sími 91-641458. /Jólatví- menningur B.A. Bridgefélag Akureyrar eftir til jólatvímennings þriðjudaginn 13. desember. Afar frjálslegt keppnisfyrirkomulag. Nánar kynnt á staðnum. Meðal verðlauna er útbeinað jólahangikjöt, Lindu- konfekt, kerti ogspil, briddsbækur o.fl. Engin trygging er fyrir því að verðlaunin komi í hlut efstu para! Borðgjald er 100 krónur á mann hið minnsta, en þátt- takendum er frjálst að greiða mun meira. Borðgjaldið rennur óskipt til landssöfnunar Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Allt spilafólk á Akureyri og nágrenni er sérstak- lega hvatt til að mæta og taka makann með, ef þess er kostur. Spilamennskan hefst kl. 19.30 í Félagsborg. Opið hús í Hafnarstræti 90, laugard. 17. desemberfrá kl. 15-18. Akureyringar og nágrannar! Lítið inn og fáið ykkur hressingu. # FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR. Borgarbíó Alltaf nýjar myndir Símsvari 23500 Vantar blaðbera strax í neðri hluta Hrafnagilsstrætis, neðri hluta Eyrarlandsvegar, Möðruvallastræti og Skólastíg Ml Síminn er 24222 \I íþróttir I Þór spilaði tvo útileiki í 2. deild karla í handknattleik um helgina. Á laugardaginn mættu þeir ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla og töpuðu 32:16 í slökum leik. Á sunnudaginn hefndu Haukarnir ófaranna frá því á Akureyri fyrir rúmri viku og sigruðu Þór 28:21 eftir að Þórsarar höfðu haft yfírhöndina mestan hluta ieiks- ins. Dauft í Seljaskóla Eins og markatölurnar segja til um var leikur Þórsara gegn ÍR mjög slakur. ÍR átti hins vegar þokkalegan leik en þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrin- um. Ótrúlegir yfirburðir þeirra í fyrri hálfleik slógu Þórsara út af laginu og í hálfleik var staðan 16:5. Sagan nánast endurtók sig í seinni hálfleik þótt leikur Þórsara væri lítið eitt árangursríkari en í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það var enginn möguleiki á að veita ÍR keppni og þeir hömpuðu sigri í lokin, 32:16. Mörk ÍR: Finnur Jóhannsson 8, Ólafur Gylfa- son 7, Matthías MatthíassOn 5, Orri Bollason 4, Róbert Rafnsson 4. Frosti Guðlaugsson 4. Mörk Þórs: Kristinn Hreinsson 4, Ingólfur Samúelsson 4, Páll Gíslason 3, Atli Rúnarsson 2, Guðmundur Óli Jóhannsson 2, Jóhann Jóhannsson 1. Hefnd Haukanna Handboltalega var leikurinn í Hafnar- firði á sunnudaginn mun skemmtilegri á að horfa. Þórsarar áttu góða byrjun og leikur iiðsins var allur annar en dag- inn áður. Þeir komust í 5:0 á fyrstu 7 mínútunum en þá loks fóru Haukarnir í gang. Það var samt ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleikinn að jjeim tókst Páll Gíslason og Kristinn Hreinsson voru markahæstir hjá Þór í leikjunum fyrir sunnan. Mynd: JÓH Handknattleikur/2. deild karla: Haukarnir hefndu ófaranna á Akureyri - lögðu Þór 28:21 - Stórtap Þórs gegn ÍR að minnka muninn í tvö mörk en nær allar sóknir Þórsara skiluðu marki enda spiluðu þeir á köflum mjög öruggt og yfirvegað. Eftir að staðan hafði verið 14:12 í hálfleik komu Hafnfirðingar mjög ákveðnir í þann síðari. Greinilegt var að þeir ætluðu að leggja allt í sölurnar til að stöðva Þórsarana og það tókst. Þegar liðnar voru 8 mínútur af seinni hálfleik jöfnuðu þeir 16:16 og allt leit út fyrir spennandi lokakafla. Jafnt var á öllum tölum upp í 19 mörk en þá skildu leiðir. Úthald Þórs- ara var greinilega þrotið og Haukarnir skoruðu 6 mörk í röð. Á lokamínútun- um bættu Þórsarar tveimur mörkum við og lokastaðan varð 28:21. Leikurinn var nokkuð skemmtilegur á að horfa. Haukarnir hafa á að skipa sterku liði og þrátt fyrir ósigurinn lék Þórsliðið nokkuð vel. Þeir eiga nú að- eins einn leik eftir á útivelli og geta því bætt stöðu sína í deildinni verulega með sigrum á heimavelli. Mörk Hauka: Sigurjón Sigurðsson 10, Jón Örn Stefánsson 4, Arni Hermannsson 3, Gunn- laugur Grétarsson 3, Jón Þórðarson 3, Óskar Sigurðsson 3, Sigurður Sigurðsson 1, Ágúst S. Karlsson 1. Mörk Þórs: Páll Gíslason 6, Jóhann Jóhanns- son 5, Ingólfur Samúelsson 3, Kristinn Hreins- son 2, Atli M. Rúnarsson 2, Aðalbjöm Svan- laugsson 2, Sævar Árnason l.JOH Handknattleikur/1. deild kvenna: Þórsstúlkumar mættu oíjörlum sínum - töpuðu stórt fyrir Stjörnunni og FH Þórsstúlkurnar töpuðu stórt í báð- um leikjum sínum sunnan heiða um helgina. Á föstudagskvöld léku þær við stöllur sínar í Stjörnunni og töp- uðu 19:31. Á laugardaginn mættu þær FH í Hafnarfírði og máttu þola stórtap 13:34. Erla Rafnsdóttir reyndist erfíð í leiknum á föstudagskvöld gerðu Stjörnustúlkurnar út um leikinn strax í fyrri hálfleik. Fljótlega náðu þær góðu forskoti og leiddu í hálfleik, 16:8. Þórs- stúlkurnar náðu aldrei að ógna sigri þeirra í síðari hálfleik og því fór sem fór. Erla Rafnsdóttir reyndist Þórs- stúlkunum erfið og skoraði hún alls 13 mörk í leiknum. Lokatölur leiksins urðu sem áður segir 31:19 Stjörnunni í hag. Mörk Stjörnunnar skoruðu: Erla Rafnsdóttir 13, Herdts Sigurbjörnsdóttir 5, Guðný Gunn- steinsdóttir 4, Hrund Grétarsdóttir 3, Helga Sig- mundsdóttir 3, Guðný Guðnadóttir 2, Ingibjörg Andrésdóttir 1. Mörk Pórs skoruðu: María Ingimundardóttir 6, Valdís Hallgrímsdóttir 5. Inga Huld Pálsdótt- ir 4, Harpa Örvarsdóttir 2, Steinunn Geirsdóttir 1. Hugrún Felixdóttir 1. Valdís Hallgrímsdóttir var einna atkvæða- mest Þórsara um helgina. Úthaldið þraut í Hafnarfírði Leikurinn við FH á laugardaginn byrj- aði líkt og leikurinn á föstudagskvöld- ið. FH skoraði hvert markið af öðru en hvorki gekk né rak í sóknum Þórs. Það var ekki fyrr en liðnar voru 12 mínútur að Þórsstúlkur skoruðu sitt fyrsta mark en þá höfðu FH stúlkurnar skorað 8 mörk. Þær héldu uppteknum hætti það sem eftir var hálfleiks og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með Þórs- liðið. Staðan í hálfleik var 16:7. Fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks héldu Þórsstúlkurnar í horfinu en þeg- ar staðan var orðin 22:11 var sem allur vindur væri úr þeim, úthaldið var þverrandi eftir erfiða leiki. FH stúlk- urnar gengu á lagið og skoruðu 7 mörk í röð án svars frá Þór. Björg Gilsdóttir átti góðan leik á síð- ustu mínútunum og skoraði falleg mörk. Það sem eftir lifði skoruðu Þórs- stúlkurnar aðeins tvö mörk og lokatöl- ur urðu því 34:13. Lið FH var jafnt og varla hægt að segja að ein stúlka hafi borið af. í Þórsliðinu bar einna mest á Valdísi Hallgrímsdóttur og Maríu Ingi- mundardóttur. Mörk FH skoruðu: Björg Gilsdóttir 5, Heiða Einarsdóttir 5, Eva Baldursdóttir 5, Rut Bald- ursdóttir 5, Sigurborg Eyjólfsdóttir 4, Kristín Pétursdóttir 4, Berglind Hreinsdóttir 2, Inga Einarsdóttir 2, Árdís Aradóttir 2. Mörk Þórs: María Ingimundardóttir 6. Valdís Hallgrímsdóttir 4, Inga Huld Pálsdóttir 2, Berg- rós Guðmundsdóttir 1. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.