Dagur - 17.12.1988, Page 7

Dagur - 17.12.1988, Page 7
af erlendum veftvangi 17. desember 1988 - DAGUR - 7 t yfirfallstíflu í 77 m hæð yfir sjávarmáli báðum megin við hana eru 50 m langar jarðstíflur auk varnargarðs við austur- bakka. Þarna er myndað lítið lón sem vatninu er veitt úr um 1000 m langan skurð að inntaki. Inn- takið er einnig vegbrú með ísskolunarvirki og yfirfalli sem rekið er með nálalokum. Frá inntakinu fer vatnið um 520 m langa steinsteypta pípu sem er 1,9 m í þvermál að 18 m háum jöfnunarturni úr stein- steypu sem er 7,5 m að innan- máli. Frá honum er vatnið leitt að vatnsvél um 85 m langa stál- pípu sem er 2 m í þvermál. Stöðvarhúsið er 129 m að gólf- fleti, 15 m á hæð steinsteypt. Frárennslisskurður er 60 m lang- ur og nýtanleg fallhæð er 31 m. Vatnshverfill er af Francisgerð 1714 Kw. 428 sn/mín og rafali er 2000 KVA 6,6 KV. Spennir er 2000 KVA 6,6/23 Kv. Hann er tengdur með aflrofa um 350 m langa háspennulínu inn á Siglu- fjarðarlínu. Aflvélar eru frá Escher Wyss í Þýskalandi og raf- ali, spennir og rafbúnaður er frá ASEA í Svíþjóð. Virkjunin var hönnuð af Rík- arði Steinbergssyni og Ásgeiri Sæmundssyni. Verktakar við jarðvinnu voru Lyftir hf., Rækt- unarsamband Skagafjarðar og Norðurverk hf. Akureyri. Við byggingaframkvæmdir voru verk- takar Tréverk hf. Siglufirði og Norðurverk hf. Akureyri. Upp- setningu véla önnuðust Jón og Erling sf. Siglufirði. Tengingu rafbúnaðar og véla önnuðust Ásgeir Sæmundsson, Ingólfur Arnarson og sérfræðingur frá ASEA ásamt starfsmönnum Raf- veitu Sigluíjarðar. Rafstöðin var tekin í notkun 20. október 1976. Rekstur virkj- unarinnar hefur gengið mjög vel og allar hönnunarforsendur staðist, stöðin framleiðir 40% af framleiðslu Skeiðsfossvirkjunar nú eins og reiknað var með og jók aflið um 50%. Reiknað var með að virkjanirnar væru full- nýttar við sterka samtengingu með 20 Gwst framleiðslu. Árið 1983 framleiddi eldri virkjunin 11,2 Gwst, og Neðri virkjun 7,8 Gwst eða samtals 19,099 Gwst. Fyrsti stöðvarstjórinn við Skeiðsfossvirkjun var danskur, Jörgen Andersen að nafni, síðan Indriði Guðjónsson 1946-1975 og Heiðar Albertsson frá 1975 og síðan. Til að auka öryggi og koma í veg fyrir raforkuvinnslu með dieselvélum á svæðinu lögðu Raf- magnsveitur ríkisins háspennu- línu milli Dalvíkur og Ólafsfjarð- ar 1980. Spenna hefur síðan verið hækkuð milli Ólafsfjarðar og Skeiðsfossvirkjunar í 19 KV. Nú er unnið að athugunum á að auka enn raforkuflutning til Skeiðs- fossvirkjunarsvæðisins frá Lands- kerfinu, með styrkingu og spennu- hækkun á línum sem fyrir eru. Væntanlega verður það verk unnið á næsta ári. Stjórn Rafveitu Siglufjarðar Hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps fór sjálf með öll málefni fyrstu virkjunarinnar, og rafveitunnar en árið 1915 er fyrsta rafveitu- nefnd kjörin með oddvitanum séra Bjarna Þorsteinssyni sem formanni og Guðmundi Hall- grímssyni lækni og Gústav Blómquist sem meðnefndar- mönnum. Þegar Siglufjörður fékk kaup- staðarréttindi 20. inaí 1918, var kjörin ný rafleiðslu- og vatns- veitunefnd, og kosningu hlutu: Guðmundur Hannesson bæjar- fógeti, Bjarni Þorsteinsson prestur, Sigurður Kristjánsson, Friðbjörn Níelsson og rafstöðv- arstjórinn, Maron Sölvason. Um 1930 eru í rafveitunefnd Siglu- fjarðar: Guðmundur Hannesson bæjarfógeti, formaður og gjald- keri, Guðmundur Skarphéðins- son skólastjóri, ritari, Ottó Jörg- ensen símstjóri, Kristján Dýr- fjörð rafvirki og Ole Hertervig bakari. Bæjarfógetaskrifstofan annaðist ávallt bókhald og inn- heimtu fyrir rafveituna. Gæslu- menn rafstöðvarinnar voru þá Jón Kristjánsson og Sigurhjörtur Bergsson. Eins og áður hefur verið sagt frá tók hlutafélag danskra aðila að sér rekstur Rafveitu Siglu- fjarðar árin 1935 til 1939, raf- veitustjóri hjá því fyrirtæki varð fljótlega Anton Kristjánsson raf- virki. Siglufjarðarkaupstaður yfirtók reksturinn aftur 1940 og var Anton rafveitustjóri til ársins 1947. Á grundvelli vatnalaga frá 1923 og orkulaga frá 1946, var Rafveitu Siglufjarðar sett reglu- gerð árið 1949, þá var rafveitu- stjóri Páll Einarsson rafvirki, Ásgeir Bjarnason tæknifræðingur 1950 til dauðadags 1960, Tryggvi Sigurbjarnason verkfræðingur frá 1961-1966 og síðan Sverrir Sveinsson iðnfræðingur. Með breyttri skipan bæjarmála , í Siglufirði frá 1979, var fimm manna nefnd falin stjórn Raf- veitu, Hitaveitu og Vatnsveitu bæjarins. Síðan 1981 hefur Hita- veitan verið undir sömu fram- kvæmdastjórn og Rafveitan. Frá árinu 1982 hefur bókhald bæjarsjóðs og veitustofnana ver- ið sameinað svo og reiknings- útskrift og innheimta á skrifstofu bæjarins. Nú er unnið að athugun á meiri samvinnu þessara fyrir- tækja og hafa þegar verið samin drög að reglugerð í því sambandi af núverandi formanni veitu- nefndar Hannesi Baldvinssyni. Veitunefnd skipa nú auk hans Guðmundur Árnason símst.stj., ritari, Björn Jónasson sparisj.stj., Sigurður Ómar Hauksson framkv.stj. og Rögnvaldur Þórð- arson símaverkstj. Siglfirðingar áttu framsýna for- ustumenn þegar ákvarðanir voru teknar um uppbyggingu þessara fyrirtækja í byrjun aldarinnar. Sama dag og Rafveita Siglufjarð- ar var vígð þann 18. desember 1913, var einnig tekið í notkun nýtt veglegt skólahús fyrir barna- skólann, sem enn er notað, og lagður grundvöllur að byggingu vatnsveitu. Við það tækifæri sagði sr. Bjarni Þorsteinsson sóknarprest- ur m.a. „Við tökum við þeim samtímis þessum stofnunum mennta og ljóss. Ég vona, að það sé fyrirboði þess, að yfir voru dýru og veglegu menntastofnun megi hvfla meira ljós, meira and- legt ljós, og að hér muni ekki aðeins vera bjart af rafljósum, heldur muni bjartsýni í andlegu tilliti birta upp framtíðina.“ Ég tel að þeir menn sem við tóku og hafa stýrt málefnum þessara fyrirtækja bæjarins á liðnum áratugum hafi haft þann stórhug einnig sem frumherjarnir höfðu, og vona að svo verði um ókomna framtíð. Siglufirði 12.12. 1988 Sverrir Sveinsson. Mengun andrúnisloftsins veldur ofsafengnum hvirfilbyljuin Fréttir af eyðileggingu af völdum fellibylja, sem eiga upptök sín í hitabelt- inu, berast okkur æði oft og áhrifanna gætir jafnvel hér norður í höf, þó að í smáu sé miðað við þau svæði jarðar, þar sem þeir æða af mestuni krafti. Aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu veldur því, að fellibyljirnir magnast. Það mun koma illa niður á löndum við Mexíkóflóa og víðar. Það eru margar og margvíslegar afleiðingar, sem eiga eftir að fylgja í kjölfar þess, hve mjög mannfólkið mengar andrúmsloft- ið nú á tækniöld. Vísindamenn óttast m.a., að tvöföldun koltvísýrings í and- rúmsloftinu muni valda heiftar- legri hvirfilbyljum í nánd við hitabeltið, en til þessa hafa þekkst. Til þessa hefur það hvirfilbyljir hafa orðið álíka mörgum að fjörtjóni ár hvert og jarðskjálftar. Koltvísýringur í andrúmsloft- inu vex jafnt og þétt. Því veldur brennsla jarðefna, þ.e.a.s. olíu, gass og kola. Útreikningar, fram- kvæmdir með aðstoð tölva, benda til þess, að tvöföldun á koltvísýringsinnihaldi andrúms- loftsins geti leitt til þess að vindhraði geti orðið allt að 60 prósentum meiri en nú getur átt sér stað. Það þýðir, að til verða hvirfilbyljir með 40-50 prósent meiri eyðileggingarkrafti en hing- að til hafa farið sögur af. Á hverju ári ferst fjöldi manna, og mörg hús eyðileggj- ast, skip og akrar, af völdum hvirfilbylja, sem eiga upptök sín í hitabeltinu. Það getur því haft verulega þýðingu að vita, hver áhrifin verða af aukningu kol- tvísýrings í andrúmsloftinu. Það eru vísindamenn við tækniháskólann í Massachusetts, sem með aðstoð tölva hafa kom- ist að framangreindum niður- stöðum, en við tilraunir sínar notuðu þeir sérstakt líkan og tek- ið var tillit til vinda og veðurfars hvarvetna á jörðinni. Samkvæmt útreikningum þess- um verða verstu hvirfilbyljirnir á Mexíkóflóa og Bengalsflóa, en einnig munu hættulegir fellibyljir fara vaxandi á svæðinu umhverfis Filippseyjar. Helsta leiðin til að koma í veg fyrir skelfilegar afleiðingar af aukningu koltvísýrings er sú, að breyta um orkugjafa, nota orku vinda og vatns í stað þess að nota olíu, kol og gas, einnig kemur kjarnorkan til greina, en þá er bara að henni fylgi ekki önnur Heili mannsins þroskaðist og varð svo stór sem raun ber vitni vegna þess, að frá örófi alda borðuðu menn alhliða fæðu og fengu fitu bæði frá fiskum og landdýrum. Þetta er skoðun enska vísinda- mannsins Michael Crawford, sem vinnur við samanburðar-lyfja- fræði. Ástæðan var því ekki sú, að maðurinn hefði þörf fyrir meiri vitsmuni til að standa sig í samkeppninni við aðrar tegundir. Á þeim tíma, þegar nútíma- maðurinn var á afríska þróunar- stiginu, urðu flest dýranna, sem lifðu á gresjum hitabeltisins, stærri en maðurinn, en heilabú þeirra stækkaði ekki að sama skapi. í hlutfalli við skrokk- þyngdina minnkaði heilinn. Crawford er þeirrar skoðunar, að orsök þessa megi rekja til þess á mengun og kannski enn hættu- legri. hverju dýrin nærðust, en dýrin á gresjunum átu aðallega gras. Eftir því sem dýrin stækkuðu skorti þau í vaxandi mæli ómett- aðar fitusýrur, sem eru uppistað- an í miklum hluta heilavefsins. í tímans rás hafa margir vís- indamenn velt vöngum yfir því, hvers vegna maðurinn þyrfti stór- an heila. Crawford telur þessa spurningu leiða menn á villigöt- ur. Maðurinn hafði ekkert með stóran heila að gera, en hann þróaðist af sjálfu sér, vegna þess að mennirnir lifðu ekki á gresjun- um heldur úti við hafið. Þar fékk heilinn fituefni, sem jöfnum höndum höfðu orðið til í sjó og á landi. Það var þessi alhliða fæða, sem olli því, að heili mannsins stækk- aði þessi ósköp. (III. Vidcnskab 2/KX. - Þ.J.) (III. Vidcnskab. - Þ.J.) Þess vegna er heili mannsins svona stór VERÐBREYTINGAR- STUÐULL FYRIRÁRÐ 1988 --1---------------s„....„l..JW; ....... Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 7514. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir árið 1988 og nemur hann 1,1848 miðað við 1,0000 á árinu 1987. Reykjavík 1. desember 1988 RSK RlKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.