Dagur - 22.12.1988, Side 5

Dagur - 22.12.1988, Side 5
22. desember 1988 - DAGUR - 5 Hátíðá Vopnafirði Eins og fram kom í Degi í gær flaug heimsins fegursta kona, Linda Pétursdóttir, til Vopnafjarðar í fyrradag þar sem hún verður um jólin í faðmi fjölskyldunnar. Móttökurnar sem Linda fékk hjá vinum og ættingjum á Vopnafirði voru höfðinglegar. Allir sem vettlingi gátu valdið á Vopnafirði, ungir sem aldnir, fóru út á flugvöll til þess að fagna fegurðardísinni. Ræður voru haldnar, fólk klappaði og kysstist. Stemmningin á flugvellinum á Vopnafirði var eins og á 17. júní, hreint ólýsanleg! Ljósmyndari Dags, Tómas Lárus Vilbergsson, var vitaskuld á Vopnafirði þegar Ungfrú heimur steig út úr vél Flugfélags Norðurlands. Hann festi heimkomuna á filmu. vnmtm imm mi>A. Mikið fjölinenni fagnaði Lindu við heimkomuna. Hér má sjá hluta hópsins og ef grannt er skoðað sést að annar hver maður er með inyndavél. lesendohornið Messur í Akureyrarkirkju Kona í Akureyrarsókn hringdi: Ég fékk Safnaðarblað Akur- eyrarkirkju fyrir skömmu og sá þá að þegar messur voru auglýst- ar var ekki getið um hvor sóknar- prestanna messaði í það og það skiptið. Sömu sögu er að segja um útvarpsauglýsingar varðandi almennar sunnudagamessur í Akureyrarkirkju, þar er einungis sagt í lok lilkynningarinnar: Sóknarprestar eða sóknarprest- ur, þannig að fólk veit ekki livor messar. Ég hef talað um þetta við marga og finnst öllum sem ég þekki að þessu þyrfti að breyta, því fólk vill gjarnan vita hvaða prestur messar hverju sinni. Sr. Birgir Snæbjörnsson svarar: „Ég vil undirstrika að við sókn- arprestarnir á Akureyri erum samstarfsmenn og leggjum áherslu á að hafa samstarfið sem best. Venjulega reynum við að fylgja þeirri reglu að messa ann- an hvorn sunnudag hvor um sig í Akureyrarkirkju en sú skipan getur þó riðlast ef annar okkar þarf að fara úr bænum eða er vant við látinn á annan hátt. Ég bendi þeim sem vilja vita um hvor okkar messar á að við setj- um venjulega stafina okkar undir messutilkynningar sem birtast í Degi.“ Samkort: Fékk nóg af fátæktarárunum Bæjarbúi bringdi... ...og kvartaði sáran undan fyrir- komulagi á umsóknum um Samkort. Við gefum bæjarbúan- um orðið: „Pað er ekki nóg með að þurfi að gefa út víxil með þrefaldri mánaðarúttekt, til þess að fá Samkort, heldur er ofan í kaupið krafist tveggja ábyrgðar- manna. Það er auðvitað gjörsam- lega frágangssök að einhverjir nágrannar mínir fari að ábyrgjast vöruúttekt mína. Petta myndi enda með því að hver einasti íslendingur væri koininn í ábyrgð fyrir matarkaupum náungans. Ég veit ekki til að önnur kreditkort hafi þennan háttinn á. Ef égborga ekki mánaðarlega geta mennirnir auðvitað innheiint þessa skuld eins og hverja aðra skuld. Það þarf enga ábyrgðarmenn fyrir henni. Þetta er gjörsamlega út í hött og gamaldags fyrirkomulag. Vegna þessa snarhætti cg við að taka Samkort. Ég fékk satt að segja nógaf því á fátæktarárunum að betla víxiluppáskriftir.“ Halldór Guöbjarnason hjá Samkorti svarar: Þarna er fyrirtækið að veita kort- hafanum lánsheimild. Parna er í raun um fyrirgreiðslu þess að ræða. Ef við ekki þekkjum við- komandi korthafa mjög vel er ósköp eðlilegt að þurfi tryggingu fyrir lánsheimildinni, hvort sem hún er 20, 40, 60 eða 100 þúsund. Á þetta má líta eins og hverja aðra lánsheimild sem menn fá í banka. Bankinn fer t.d. fram á tryggingu ef um er að ræða yfir- dráttarheimild. Kristján Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri á Vopnafiröi fór fyrir mót- tökunefndinni. . . . . . og fagnaði Lindu nieð virktum, svo sem sjá má. í faðmi fjölskyldunnar. Linda ásamt foreldrum sínum, þcim Pétri Olgeirssyni og Ásu Hólmgcirsdóttur og tveimur tilvonandi fegurðardrottningum. Þrengsli við Bögglapóststofuna Um einstefnu- akstursgötur: Aksturs- stefminni verði breytt Mjólkurbílstjóri úr sveitinni sem jafnvel er aö hugsa um að flytja til Akureyrar vildi lcggja orð í belg varðandi einstefnu- akstursgötur í bænum, en þær hafa verið til umræðu að undanförnu. „Nú er verið að breyta reglum varðandi einstefnuakstursgötur í þá veru að leggja á bílum hægra megin í nokkrum göturn þar sem áður hefur verið lágt vinstra megin. Þetta á t.d. við urn Munka- þverárstræti og Helgamagra- stræti. Menn hafa ekki verið ýkja ánægðir með þessa tilhögun, og kemur þar til að þegar lagt er hægra megin t.d. í Munkaþverár- stræti skellur snjór af þökum hús- anna niður á bílana. Ég legg til að akstursstefnunni verði einfaldlega snúið við, þann- ig að ekið verði niður þessar göt- ur sem ég minntist á hér á undan.“ Oft hefur verið kvartað yfir þrengslum á bílastæðinu austan við pósthúsið. Mjög erfitt cr að koma bílum að dyrum Böggla- póststofunnar. Og verða menn oft að bera stóra og þunga pakka langar leiðir að bílum sínum. Það veldur furðu manna, sem þurfa aö nýta þjónustu Pósts og síma, að stór hluti af bílastæðinu, eða um það bil þriggja metra breið rönd, meðfram húsinu, sem Ljós- myndastofa Páls er í, virðist vera frátekin fyrir einn einasta bíl. Hann stendur þarna þversum. Hver svo scm á hann. Væri ekki nær að nyrðri bílastæðaröðin væri færð alveg norður að húsveggnum. Og eiganda þvers- umbílsins gert að leggja í þá röð eins og öðrum. Það væri verðugt vcrkefni fyrir símstöðvarstjór- ann, aö koma þessu í kring fyrir aðaljólaösina á pósthúsinu. Margir yrðu honum þakklátir fyr- ir það. Viðskiptavinur P og s. Fhigmannatal er komíð út I bókinni er auk flugmannatals, saga F.Í.A. og myndir úr flugsögu íslendinga. Bókin fæst í Bókabúð Eddu, Akureyrí. % Sendum viðskiptavimun okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin á árinu. Flskbúðln Strandgötu 11, Akureyri. Sími 27211. ^ ________&

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.