Dagur - 22.12.1988, Síða 14
14 - DAGUR - 22. desember 1988
Raftækni — Akureyri
Sérverslun með rafvörur í Miðbænum.
Við höfum úrval raftækja frá þekktum
og viðurkenndum framleiðendum.
Jólaseríur og stjörnur, úti og inni. Jólatrésfætur, sænskir.
Hárblásarar. Rakvélar, dömu og herra.
Djúpsteikingapottar. Örbylgjuofnar, Moulinex og Philips.
Kaffikönnur, 8 tegundir. Brauðristar, 6 tegundir.
Hrærivélar. Hraðsuðukatlar og könnur.
Ryksugur • Straujárn • Vöfflujárn.
Hitateppi fyrir háls, bak og allan líkamann.
Að ógleymdum Eumenia þvottavélunum okkar.
(Hver fær vél nr. 300?)
Við bendum fólki eindregið á að athuga verð hjá okkur
áður en þið ákveðið kaup á rafvörum. Það getur borgað
sig. Svo er staðgreiðsluafsláttur af öllum stærri tækjum
yfir 10 þús. kr.
P.s. Við minnum á Nilfisk þjónustuna okkar.
Með jólakveðju.
Ingvi R. Jóhannsson,
Brekkugötu 7, Akureyri, sími 26383.
^ . óyð ^
Mýjar vorur V J Kaupmannafélag
- vandaðar vörur \L7 Akureyrar
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
Á NORÐURLANDI EYSTRA
Vistheimilið Sólborg
Hjúkrunarfræðingur óskast í 50% starf sem
fyrst á nýju ári.
Vinnutími aðlagast að þínum óskum.
Verksvið: Ábyrgð á lyfjabúri og afgreiðsla úr því,
eftirlit með lyfjagjöfum og ýmislegt.
Hjúkrunar- og leiðbeiningastörf.
Uppl. í síma 21755 milli kl. 10.00 og 16.00.
Forstöðumaður.
Afmæliskveðja:
Tryggvi Kristjánsson 100 ára
100 ára er í dag Tryggvi Krist-
jánsson. Hann mun vera elsti
borgari Akureyrar nú. Tryggvi
fæddist á Meyjarhóli Svalbarðs-
strönd 22. des. 1888 og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum, Friðriku
Guðmundsdóttur og Kristjáni
Guðmundssyni ásamt tveim al-
systkinum og einum hálfbróður.
Tryggvi missti föður sinn 14 ára
gamall og kom það þá í hans hlut
að sjá um búrekstur með móður
sinni, þar til hann kvæntist árið
1910 Jóhönnu Valdimarsdóttur
frá Leifshúsum þar í sveit. Þau
eignuðust fjögur börn, Laufeyju,
Friðriku, Kristján og Jón, og eru
þau öll búsett á Akureyri. Þau
hjón stunduðu búskap á Meyjar-
hóli til ársins 1944, en fluttu þá til
Akureyrar og bjuggu í Brekku-
götu 15.
Tryggvi hóf störf sem lager-
maður við heildverslun Valgarðs
Stefánssonar og vann þar nokkur
ár, en síðan hjá Eimskip við upp-
skipun og önnur verkamanna-
störf. Síðustu starfsárin vann
hann hjá Kristjáni syni sínum
sem starfrækir bólstrun og
burstagerð.
Konu sína missti Tryggvi árið
1965 og dvaldist eftir það hjá
Kristjáni syni sínum og konu
hans Þórdísi. í janúar 1983 vist-
aðist hann á Dvalarheimili aldr-
aðra í Skjaldarvík. Þaðan á hann
margar góðar minningar um sam-
skipti við starfsfólk og vistmenn.
Þar verður þó aðeins einn nefnd-
ur Halldór Albertsson sem var
honum ómetanlegur vinur og
félagi við þessar breyttu aðstæð-
ur.
í febrúar síðastliðnum hrakaði
heilsu hans nokkuð og var hann
þá fluttur á Dvalarheimilið Hlíð
á hjúkrunardeild, þar sem hann
er nú rúmfastur, líkamsþrekið
búið en hugsunin skýr, og fylgist
hann daglega með fréttum í út-
varpi.
Tryggvi var mikill gleðimaður
á sínum yngri árum. Hann var
einn af stofnendum Ungmenna-
félagsins „Æskan“ á Svalbarðs-
strönd og stuðlaði þar að
skemmtanahaldi og leiklist, sem
hann hafði mikinn áhuga á. Eftir
að hann fluttist til Akureyrar lék
hann með Leikfélagi Akureyrar,
meðal annars Ketil í „Skugga-
sveini“.
En alvaran var líka í huga
hans, hann gegndi mörgum trún-
aðarstörfum í sinni sveit og átti
allmörg ár sæti í hreppsnefnd.
J.T.
Bamakór á Lúsíuhátíd
í grein sem birtist í Degi 16. desember frá Lúsíuhátið Karlakórs Akureyrar var vegna mistaka ekki minnst á
barnakór ■ umsjá Birgis Helgasonar. Barnakórinn, sem Birgir Helgason æfði vegna söngs á Lúsíuhátíð og við
guðsþjónustur í Akureyrarkirkju um jólin, söng fjögur lög með Karlakór Akureyrar undir stjórn Atla Guð-
laugssonar og Birgis Helgasonar. Hér að ofan er mynd af kórunum þessu til áréttingar. Barnakórinn mun syngja
í Dvalarheimilinu Hlíð á aðfangadag og við messu í Akureyrarkirkju á 2. jóladag eins og verið hefur undanfarin
ár. EHB
CASIO
hljómborð í miklu úrvali
—
Verð frá kr. 3.980.
Jókagjöf sem gleður
unga sem aldna AKURVIK
%
Nýjar vörur
- vandaðar vörur
ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233
Kaupmannafélag
Akureyrar
KaupiÖ
jolagjofma
á bensínstöðvum
ESSO
Nýtt greiðslukortatímabil.
Ef verslað er fyrír
meira en kr. 3.500.-
lengist lánstíminn
til 1. mars.
Bensínstöðvar