Dagur - 25.02.1989, Page 2

Dagur - 25.02.1989, Page 2
2 - DAGUR - 25: febrúar 1989 Samvinnuskólinn Bifröst Rekstrarfræði á háskólastigi. Samvinnuskólapróf í rekstrarfræðum á háskólastigi miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnu- lífinu, einkum á vegum Samvinnuhreyfingarinnar. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfærði- eða við- skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnu- skólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Markaðarfræði, verslunar- og framleiðslu- stjórn, fjármálastjórn og áætlanagerð, starfsmannastjórn og skipulagsmál, almannatengsl, lögfræði og félagsfræði, félagsmálafræði, samvinnumál o.fl. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð raunhæf verkefni og vettvangskannanir í atvinnulífinu auk fyrirlestra og við- talstíma o.fl. Námstími: Tveir vetur frá september til maí hvort ár. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, fél- agsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Barnagæsla á staðnum. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 27.000.- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Sam- vinnuskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupplýs- ingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Allt að 20 umsækjendur hljóta skólavist í Rekstrarfræða- deild. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Miðað er m.a. við regiur um námsiárt. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími 93-50000. FÉLAGSMÁLASKÓLI if Gissur Pétursson Egill H. Gíslason Finnur Ingólfsson 'JSH Arnar Bjarnason Hrólfur Ölvisson Helgi Pétursson Samband ungra framsóknarmanna og kjördæmissambönd Fram- sóknarflokksins hafa ákveðið að fara á stað með Félagsmálaskóla þar sem boðið verður uppá eftirfarandi námskeið: A. Grunnnámskeið í félagsmálum: Efni: Fundarsköp og ræðumennska, tillögugerö, stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill HeiðarGísla- son, Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og Hrólfur Ölvisson. Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á eftirtöldum stöðum ef næg þáttaka fæst: Reykjavík, Keflavík, Selfossi, Vestmannaeyjum, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, (safirði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið: Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarpi. Undirstöðuatriði í frétta og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er að því að halda námskeið á Akureyri. Þeir sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda aðila: Norðurland eystra: Skrifstofa Framsóknarflokksins, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16-18, sími 96-21180 og Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645. Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 96-71527. Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760. Samband ungra framsóknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins Fjármálaráðuneytið í skattskuldahreingerningum: Tíu þúsund framteljendur skulda tekju- og eignaskatt - reglur settar í gær um að dreifa megi uppgjöri á fimm ár Um 10 þúsund framteljendur skulda eigna- og tekjuskatta fyrir árið 1986 og samkvæmt áætlun fjármálaráðuneytisins er um að ræða hálfan fjórða milljarð króna, þegar áfallinn kostnaður hefur verið reiknað- ur. Hér er um að ræða skuldir sem til urðu áður en stað- greiðsla var tekin upp. Olafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra, setti í gær nýjar regl- ur um innheimtu á þessum skattskuldum þannig að ein- staklingar geta nú samið um uppgjör á sínum skúldum með skuldabréfum til 3ja, 4ra, eða 5 ára. Bréfin verða með jöfnum mánaðarlegum afborgunum og fyrstu afborgun þann 15. júní nk. Þau eru verðtryggð og bera 1,5-3,5% vexti, mismun- andi eftir lengd skuldabréf- anna. Engar skattskuldir verða felldar niður. „Við teljum ekki rétt að gefa mönnum eftir skattskuldir. Slíkt væri fordæmi sem gæti haft marg- víslega hættu í för með sér. Stað- greiðslan felur í sér menn geta ekki ýtt vanskilum á undan sér Hegranes SK-2 og Skafti SK-3 komu til Sauðárkrókshafnar í vikunni með góðan afla. Hegra- nesið var með 190 tonn eftir 5 veiðidaga og var aflinn að mestu þorskur. Skafti var með 135 tonn af þorski. Um 25 tonn fóru í gáma af afla Hegraness- ins, þannig að um 300 tonn fóru í vinnslu til frystihúsanna. Þar verður því nóg að gera næstu vikuna. „Það er allt komið á fullt hjá okkur. Þetta er búið að vera mjög stopult, það er að vísu verra að fá aflann svona í stórum Þórsarar höfðu lítið í sterka Keflvíkinga að gera í Flugleiða- deildinni í körfu á Akureyri á fimmtudagskvöldið. Yfirburð- ir ÍBK voru miklir og stærsta tap Þórs á tímabilinu 122:85 var staðreynd. Það var ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi. Keflvíkingar byrj- uðu af miklum krafti og náðu strax forystunni og juku hana jafnt og þétt allan tímann. Að vísu náðu Þórsarar að halda tölunum niðri í fyrri hálf- leik og spila þá þokkalega vörn og var staðan í leikhléi 55:34 fyrir gestina. I síðari hálfleik var varnar- leikurinn slakur hjá báðum liðum og hugsuðu Keflvíkingar mest um það að ná boltanum til þess að skora fleiri stig. eins og gamla kerfið bauð upp á. Þess vegna var óhjákvæmilegt að grípa til sérstakra aðgerða til að hreinsa borðið,“ sagði fjármála- ráðherra í gær. Áðurnefnd skuldabréf munu verða í innheimtu hjá ríkisfé- hirði. Krafist verður trygginga fyrir bréfunum sem innheimtu- stofnun telur viðunandi t.d. með fasteignaveði, bankaábyrgð eða sjálfskuldarábyrgð tveggja manna. Innheimtustofnunum ríkisins verður falið að meta hvernig efnahagslegar forsendur einstaklinga eru og meta þannig á hve langan tíma uppgjör við ríkissjóð dreifist. Þeir sem vilja gera upp þurfa að sækja um fyrir 15. apríl og fá þeir svar fyrir 30. maí. Þeir sem enn kjósa að velta skuldinni á undan sér mega eiga von á sérstökum aðgerðum inn- heimtumanna ríkissjóðs. Ólafur Ragnar segir að mjög sé mismundi hve háa upphæð ein- staklingar skuldi. í mörgum til- fellum séu upphæðirnar óveru- legar en dæmi sé um allt að 6 milljóna skuld hjá einum ein- staklingi. Þess hefur orðið vart í ráðuneytinu á síðustu mánuðum skömmtum, upp á hagkvæmnina að gera,“ sagði Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar hf. í samtali við Dag. Hegranes og Skafti fara strax á veiðar aftur, Skafti að öllum lík- indum um helgina og Hegranesið á mánudag. Hegranes mun í næstu tveim veiðitúrum sigla með aflann á markað í Þýskalandi, þannig að Skafti mun einn veiða fyrir frystihúsin þar til Drangey og Skagfirðingur koma úr slipp í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að þeim seinki éitthvað og komi til heimahafnar 10.-15. mars nk. Þórsarar söknuðu greinilega Konráðs,en þótt hann hefði verið með þá hefðu heimamenn ekki haft roð við sterku ÍBK-liðinu. Hjá Þór bar mest á Birni Sveinssyni og Kristjáni Rafns- syni. Einnig stóð Einar Karlsson sig vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Hjá ÍBK voru þeir Guðjón Skúlason og Jón Kr. Gíslason mest áberandi en reyndar er liðið mjög jafnt og all- ir varamennirnir fengu að spreyta sig í síðari hluta leiksins. Stig Þórs: Kristján Rafnsson 20, Björn Sveinsson 19, Eiríkur Sigurðsson 16, Guðmundur Björnsson 16, Einar Karls- son 6, Jóhann Sigurðsson 6 og Einar Viðarsson 2. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 30, Sigurður Ingimundarson 18, Albert Óskarsson 15, Jón Kr. Gíslason 15, Axel Nikulásson 15, Nökkvi Sveinsson 9, Egill Viðarsson 9, Einar Einarsson 5. að einstaklingar hafa komið sjálf- viljugir og gert upp gamlar skatt- skuldir og þannig hafa komið inn um 600 milljónir frá því í ágúst á síðasta ári. JÓH Fjölskyldu- skeuuntun - í Höllinni Lyftingamenn á Akureyri standa fyrir mikilli skemmtun í íþróttahöllinni á sunnudag- inn. Þar verður m.a. stórbingó og margt annað verður þar sér til gamans gert. Þar má nefna að kraftlyftingamenn og lög- reglan munu reyna með sér í innanhússknattspyrnu. Skemmtunin hefst kl. 15.00 á sunnudaginn. Allur ágóðinn af skemmtun- inni fer til greiða kostnað vegna Norðurlandsmótsins í lyftingum sem haldið verður hér á Akureyri í apríl. Hestamannafélagið Léttir: Kaffisala í Skeifuiuii - alla laugardaga í vetur Hestamannafélagið Léttir á Akureyri verður með kaffisölu í Skeifunni, félagsheimili sínu í Breiðholti á morgun laugar- dag frá kl. 15. Félagið hyggst standa fyrir slíkri kaffisolu alla laugardaga í vetur en þarna yerður hægt að fá kaffi, gos og alls kyns meðlæti. Stjórn Léttis vill hvetja alla félagsmenn og aðra bæjarbúa til þess að koma í Skeifuna og njóta góðra veit- inga í þægilegu umhverfi. Fyrirlestur Hrafnhildar Schram: FeDur niður vegnaforfaDa Fyrirlestur Hrafnhildar Schram um „aldamótakonur“ í íslenskri myndlist sem vera átti í Myndlistarskólanum á Akureyri í dag kl. 14.00 fellur niður vegna forfalla. Fyririesturinn mun fara fram síðar og verður hann auglýstur nánar þegar þar aö kemur. Félagsráðs- ftmdurKEA Félagsráðsfundur KEA verður haldinn að Hótel KEA þriðju- daginn 28. febrúar n.k. Fund- urinn hefst kl. 10.30 árdegis. Félagsráðsmenn og deildar- stjórar eru hvattir til að mæta. Togarar ÚS: Góðuraflihjá Skafta og Hegranesi - næg vinna í frystihúsunum að nýju -bjb Flugleiðadeildin í körfubolta: Stórtap Þórsara

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.