Dagur - 25.02.1989, Page 9

Dagur - 25.02.1989, Page 9
'W fmm&\ <afe--*öK<5íyfc~-*) Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason Fingur Krösusar Klórað í bakkann Einn er þó sá sem er ekki á því að Þeir hafa svo sannarlega ástæðu til að brosa breitt Dustin Hoffman og Tom Cruise. Rain Man, vandræðabarn liollywood, er ioksins orðin að veruleika eftir margra ára undirbúning. Heimur kvikmyndanna getur tekið á sig hinar undarlegustu myndir. Það hafa ýmsir stór- leikarar, kvikmyndaleikstjórar og framleiðendur mátt reyna að undanförnu í sambandi við gerð myndarinnar Rain Man. Sagan á bak við hana er svo undarleg og á köflum fáránleg að stórblaðið Newsweek gerði hana að umfjöll- unarefni ekki alls fyrir löngu. Við skulum lyfta upp tjaldinu og með hjálp fréttaritara Newsweek virða fyrir okkur atburðina sem leiddu til þess að Rain Man varð um síðir að kvikmynd sem halað hefur inn rúmar 42 milljónir doll- ara á fyrstu 18 sýningardögunum og er talin líkleg til að komast í hóp þeirra sárafáu bíómynda sem gefa af sér yfir 100 milljónir doll- ara. Og þegar eru menn farnir að gefa Rain Man einn eða fleiri Óskara sem er nú líklega ótíma- bært. En frændur okkar Kanar eru hrifnæmir menn og ekkert að skafa utan af hlutunum ef sá gáll- inn er á þeim. Myndin sem þú færð ekki að sjá Á árinu 1984 fékk handritshöf- undurinn Barry Morrow hug- mynd að bíómynd. Hann var þá nýlega búinn að skrifa sjónvarps- leikrit um þroskaheftan einstakl- ing og nú datt honum í hug að spinna sama þráðinn svolítið lengur. Og þá varð sá Rain Man til sem áhorfendur fá aldrei að sjá. Sagan gekk fyrir sig eitthvað á þessa leið: Charlie Babbitt er miðaldra sölumaður sem ímyndar sér að lífið hafi leikið hann heldur grátt og til að bæta gráu ofan á svart hefur vinkona hans náð ágætum árangri sem lögfræðingur. Babb- itt á bróður, Raymond. Ray- mond er aðlaðandi ungmenni með ástríðu fyrir körfubolta og þroskaheftur. Raymond hefur nýlega erft peningafúlgu eftir föður sinn en Charlie sér ofsjón- um yfir þessu peningaláni bróður síns. Hann vill sitja einn að aur- unum. Bræðurnir leggja land undir fót og lenda í ýmsum ævin- týrum. Þeim eru brugguð bana- ráð og smám saman myndast með þeim vinátta sem verður órjúfanleg þegar Raymond bjargar Charlie út úr brennandi hlöðu. í lokin sjáum við bræðurna sitja saman og fylgjast með körfuboltaleik. Vinátta þeirra er innsigluð. Hvað gerðist svo? Barry Morrow fannst þetta held- ur gott handrit og kom því á framfæri við rétta menn. Þeir sáu í því efni í hjartnæma mynd, til- valda fyrir þá bræður Randy og Dennis Quaid að spreyta sig á. Bráðlega fékk United Artists áhuga. Kannski var þarna komið tækifæri fyrir kvikmyndaverið að búa til stórgróða-jólamynd sem bjargað gæti kvikmyndaverinu frá gjaldþroti. Og nú hófst leitin að rétta leikstjóranum. Og svo vill til að Barry Levinsons er einna fyrstur til að afþakka starfið. Hann hefur öðrum hnöppum að hneppa, nefnilega þeim að gera Good Morning, Vietnam. Það er hins vegar Marty Brest (Beverly Hills Cop) sem þiggur að leikstýra Rain Man en hafnar Good Morning, Vietnam. Von bráðar fá stórfiskarnir veður af brallinu og umboðsmað- ur Dustins Hoffmans sendir hon- um handritið í von um að leikar- inn fáist til að taka að sér hlut- verk Charlie Babbits. En Hoff- man sýnir Raymond meiri áhuga. Hóað er saman fundi með Hoffman, Barry Morrow og fleir- um. Þar kemur Hoffman öllum á óvart með yfirlýsingu sinni: „Þeg- ar fólk mun líta til baka á feril minn verður mín minnst fyrir tvö hlutverk; Ratso Rizzo og Regn- manninn. Ég vil gera þessa mynd og það fljótt." Én þetta er ekkert einfalt mál. M-G-M/UA (United Artists) vill fá myndina fyrir jólin 1987 og leikstjórar hafa í hótunum um að fara í verkfall. Tökur verða að hefjast ekki síðar en í apríl það ár. Brest á í sálarstríði, pressan er þung og hann gengur með aðra mynd í maganum og vonast til að geta vakið áhuga Hoffmans á henni. Það verður svo til að auka enn á kröfurnar um flýti að Tom Cruise vill fyrir alla muni fá að leika á móti æskuhetju sinni Dustin Hoffman. Síðar játar Cruise það fyrir Hoffman að hann, Tim Hutton og Sean Penn hafi sem strákpjakkar löngum setið fyrir utan heimili stórstjörn- unnar og manað hvern annan til að berja upp á. En Cruise er tveimur áratugum yngri en Charlie Babbitt sögunn- ar. Morrow rís því upp gegn val- inu á Cruise en er látinn fara. í hans stað kemur Bass, fyrrver- andi lögfræðingur sem skrifaði handritið að Black Widow og er þekktur fyrir röskleika við skriftir. Hann fær aðeins tvo mánuði til að fara yfir handritið og fínpússa það. Þetta tekst hon- um þrátt fyrir hlaupabólu og tímaskort. Brass heldur sig við góðu málalokin. Bræðurnir eru sáttir í enda myndar og una vel við sitt dorgandi niður á bryggju. Allt í vaskinn Um þetta leyti eru allir orðnir taugaveiklaðir. Brest leitar töku- staða í Chicago og Las Vegas og að tillögu Cruise er þriðji hand- ritshöfundurinn ráðinn, Richard Price (The Color Of Money). Hann fær að skrifa 40 síður sem ekki finna náð fyrir augum Hoffmans og Brests. Price missir starfið og Michael Bortman er ráðinn í hans stað. Allar þessar sviptingar koma svitanum út á framleiðanda myndarinnar Guber og hann bið- ur því Mark Johnson, sem fram- leitt hefur allar myndir Barry Levinsons, um að taka að sér ráðgjöf og aðstoð við gerð mynd- arinnar. Johnson er hins vegar ekki á lausum kili í svipinn en árið eftir er hann orðinn fram- leiðandi Rain Man. Ogsvofellurrothöggið. Innan þriggja vikna á að hefja upptökur en þá tilkynnir forstjóri UÁ Tony Thomopoulos að hætt hafi verið við allt. Marty Brest er hættur. Enginn veit af hverju og hann neitar að tala við nokkurn mann. leggja árar í bát. Það er umboðs- maðurinn Mike Ovitz sem í upp- hafi vakti athygli Dustin Hoff- mans á Rain Man. Hann vill hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Ovitz kemur handriti Bass yfir til Spán- ar þar sem Steven Spielberg er að vinna að Empire Of The Sun. Spielberg sýnir áhuga en neitar að binda sig. Hann samþykkir þó að mæta til viðræðna með þeim Hoffman og Cruise, Á meðan þessu fer fram er Hoffman byrjaður að finna til efasemda um Raymond. Hann á að vera þroskaheftur en þó að búa yfir einstökum hæfileikum. Þetta ástand kallast á fagmáli savant Syndrome og er dregið af franska orðinu savoir sem þýðir að kunna. Hoffman fær veður af einhverfi (autism) og um leið sér hann opnast fyrir sér nýtt og krefjandi verkefni. Hoffman vill eitthvað nýtt og krefjandi. Hann er leikari af lífi og sál. Bass er nú ráðinn á ný til að umskrifa hand- ritið enn einu sinni. „Nú varð gjörbreyting,“ segir Bass. „í staðinn fyrir geðfellda persónu sem vakti samhug varð til önnur sem vildi ekki leyfa neinum að koma nærri sér og var langt frá því að vera geðfelld. Um leið sáu allir að hamingju- sami endirinn hafði verið höfuð- meinið allan tímann. Hann var ekki trúverðugur. Það var þó erf- itt að gefa hann upp á bátinn. Ein af helstu kennisetningum Holly- wood er sú að áhorfendur vilji að allt falli í ljúfa löð, allir brosi og hamingjan sé tryggð þegar tjaldið falli. Bass og Spielberg bjuggu því til brothættari hamingjuendi en venja var til. Raymond fer á hælið aftur en hefur áður fullviss- að bróður sinn um að þeir muni alltaf vera saman í andanum. En þrátt fyrir að Spielberg sé kominn með puttana á kaf í Rain Man hefur hann ekki enn skrifað undir samning. Hann er skuld- bundinn Paramount um að gera þriðju Indiana Jones myndina um vorið 1989. Það er október 1987 og hann er ekki viss um að geta gert hvorutveggja. Bass skil- ar handriti númer tvö, Hoffman og Cruise eru reiðubúnir en Spielberg er á báðum áttum. Og áður en nokkur veit af er hann hættur við allt saman. Eins og hundur á roði Vísast hefðu andlega heilbrigðir menn gefist upp við svo búið. En Dustin Hoffman er ekkert venju- legur. Þegar hann fær veður af góðu hlutverki hangir hann á því eins og hundur á roði. Enginn fær að taka það frá honum. Hann hafði vingast við tvo bræður, annan einhverfan hinn ekki, til að geta notað þá sem fyrirmynd að Raymond. Hann og Cruise deila daglegu brauði með drengj- unum, fara í keilu með þeim og orð þeirra og athafnir verða sjálf- krafa hluti af handritinu. Þegar Hoffman lék í Tootsie fór hann iðulega um götur New York klæddur eins og Dorothy. Hann leikur nú sama leikinn. Hann snæðir morgunverð með Tony Thomopoulus og í heila klukku- stund tekst honum að forðast augnatillit forstjórans og er held- ur undarlegur í allri framkomu. Ónotatilfinning hríslast niður hrygglengju Thomopoulus en þegar hann sér að Hoffman er líka eitthvað skrýtinn í göngulagi áttar forstjórinn sig. Hoffman er orðinn Raymond. Þegar Spielberg hefur snúið baki við Rain Man ákveður Hoffman að hafa samband við leikstjóra Tootsie, Sidney Pollack, og athuga hvort hann sé ekki tilkippilegur að taka mynd- ina að sér. Þetta vekur óneitan- lega furðu þegar hafður er í huga eldurinn á milli þessara tveggja við gerð Tootsie. Pollack tekur þegar til starfa. Hann ræður tvo uppáhalds handritshöfunda sína og vill breyta handritinu einu sinni enn. Og núna á það að fara í upprunalega horfið með áherslu á Charlie sem er í miklu meira afhaldi hjá Pollack en nokkru sinni Raymond. En allt í einu er Pollack hættur. Hann hefur þó skrifað undir og ráðið starfsfólk. Nú hafa hvorki fleiri né færri en þrír leikstjórar gefið Rain Man upp á bátinn og verkfall handrita- höfunda er yfirvofandi. Bjargvætturinn Örlögin ráða lífinu, sagði Krist- ján frá Djúpalæk í ágætum sjón- varpsþætti á dögunum. Líklega myndi Dustin Hoffman taka und- ir þau orð. Fyrir tilviljun hittir hann Barry Levinson í fjölleika- húsi. Hann biður hann að lesa uppkast Bass og hringja í Pollack til að telja í hann kjark. Levinson hringir en áhugi hans á Rain Man vaknar við lestur handritsins. Eiginkona hans hvetur hann líka til verksins þegar hún sér hvað manni sínum líður. Það er því himnasending fyrir Levinson þegar Pollack hættir. Hann er til reiðu. Og sannleikurinn er sá að Levinson og Hoffman deila svip- uðum skoðunum. „Málið er það,“ segir Levinson, „að ég kæri mig lítið um hina venjubundnu söguuppbyggingu. Það eru per- sónurnar sem skipta mig mestu. Það eru þær sem ákveða atburða- rásina en ekki einhverjir tilfall- andi atburðir. Tökum Charlie sem dæmi. Hann kemst áfram á persónutöfrum en skyndilega mætir hann persónu sem ekkert vill kaupa, sem ekki verður plöt- uð og ekki heilluð. Þegar þú get- ur ekki lengur notað þá hæfileika sem þú ert vanur að nota til að pota þér áfram þá snýstu gegn sjálfum þér. Þetta er einmitt það sem Charlie gerir." Þessi orð Pollacks hefðu allt eins getað komið úr munni Hoffmans. Enn einu sinni upphefst kapphlaupið við tímann. UA vill myndina fyrir jólin 1988. Levin- son fær átta vikur til að undirbúa tökur. Hann vill breyta handrit- inu. Meðal annars finnst honum Charlie vera í ómögulegu starfi. Þeir taka tal saman leikstjórinn og Cruise. „Við röbbuðum um hraðskreiða bíla og erlenda bíla og síðan um gráa bílasölumark- aðinn og allt í einu sagði Barry. Já þetta er það sem við gerum, látum Charlie höndla með bíla á gráum markaði.“ Á þennan hátt kom Levinson vilja sínum fram, ekki með nein- um látum heldur hljóðlegu tali og átakalausu. Kvikmyndatakan hefst og skotin eru tekin í þeirri röð sem þau munu birtast í myndinni sem er sjaldgæf vinnu- tilhögun leikstjóra í dag. Hoff- man gengur illa að ná tökum á Raymond en smám saman verða þeir eitt. Undir lokin vaknar ugg- ur með Levinson um að væntan- legir áhorfendur kunni að fá þá tilfinningu fyrir Raymond að honum sé að batna. Hann finnur því upp á nýju atriði sem á að koma í veg fyrir þann misskiln- ing. Alveg undir lokin forfallast sá sem á að leika geðlækninn og Levinson lætur tilleiðast að leika hann sjálfur. Dauðir rísa upp Þegar Rain Man er loksins orðin að bíómynd er kvikmyndaverið sem staðið hefur að gerð hennar allan þennan tíma komið að fót- um fram. M-G-M/UA á að seljast. Það hefur ekki lengur for- stjóra eða framkvæmdastjóra og flestir starfsmenn þess eru á braut. En nú er allt útlit fyrir að vandræða myndin, eins og Rain Man hefur á undanförnum árum verið kölluð í Hollywood, bjargi fyrirtækinu. Fjórir kunnustu leikstjórar Bandaríkjanna hafa haft hönd í bagga með henni, sex handritshöfundar og átta fram- leiðendur svo eitthvað sé talið. Og nú er þetta vandræðabarn orðið að fingri Krösusar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.