Dagur - 08.03.1989, Page 1

Dagur - 08.03.1989, Page 1
Allt fyrir 72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 8. mars 1989 47. tölublað errabodin HAFNARSTRÆTI 92.602 AKUREYRI. SlMI 96-26708 . BOX 397 Slökkvilið Akureyrar kallað út í tvo bruna í gærkvöld með aðeins 8 mínútna millibili: Hús sem í eru þijú fyrir- tæki brann á Akureyri - og eldur kom upp að bænum Hjarðarhaga í Öngulstaðahreppi Slökkvilið Akureyrar var tví- vegis kallað út með aðeins 8 mín. millibili í gærkvöld. Kl. 19.48 var slökkviliðið kaljað að bænum Hjarðarhaga í Öngul- staðahrcppi en þar hafði kviknað í feiti á pönnu. Þegar slökkviliðsmenn komu að bænum á bíl Brunavarna Eyjarfjarðar, hafði húsfreyj- unni tekist að ráða niðurlögum eldsins en einhverjar skemmd- ir urðu af dufti og reyk. Það var svo kl. 19.56 að slökkvilið var kallað að Óseyri 20 en þar hafði komið upp eldur í bárujárnsklæddu timburhúsi, sem í eru 3 fyrirtæki, Skutull hf. Bátaverkstæði Birgis Þórðatíon- ar, auk bílaverkstæðis. Nánast allt tiltækt lið var kallað út og gekk slökkviliðinu greiðlega að ráða niðurlögum eldsins að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar vara- slökkvliðsstjóra en engu að síður urðu miklar skemmdir í brunan- um. I Á bílaverkstæðinu voru fjórir bílar og eru þeir mikið skemmdir, þar inni voru einnig gastæki sem slökkviliðsmenn grófu í fönn, enda kútarnir farnir að hitna. Þá urðu einnig mikl- ar skemmdir á bátaverkstæðinu og hjá Skutli, þó ekki hafi legið neitt endanlegt fyrir um það er blaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Gísli Kristinn sagði að það hefði verið heppilegt að tvö snjóruðningstæki frá bænum hafi verið á Óseyrinni þegar tilkynnt var um eldinn og þau hafi hjálpað til við að ryðja fyrir tæki slökkvi- liðsins að húsinu. -KK Slökkvilið Akureyrar að störfum við brunann að Óseyri 20 í gærkvöld. Mynd: TLV. Akureyri: Tindinni synjað um léttvínsleyfi „Þetta er gamaldags og illgirn- islegt sjónarmið því í dag fer enginn að drekka sig fullan af rauðvíni og rósavíni sem getur fengið bjór og sterk vín á næsta veitingastað,“ sagði Vil- helm Agústsson, en Bæjar- stjórn Akureyrar samþykkti í gær bókun bæjarráðs um að hafna Lindinni við Leiruveg um vínveitingaleyfi. Vilhelm sagði að hann hefði rætt við Ólaf Walter Stefánsson hjá dómsmálaráðuneytinu um leyfi til að veita lé'ttvín með mat í Lindinni. Ólafur taldi enga mein- bugi á veitingu slíks leyfis ef sam- þykki bæjarstjórnar fengist. „Við erum með fínasta eldhús, þjónustu á borð, matreiðslumann og annað tilheyrandi, alls ekki verra en aðrir veitingastaðir í bænum. Að fólk geti bara fengið Mix með matnum finnst okkur og gestunum leiðinlegt. Fólk á að geta komið í Lindina á föstudags- eða laugardagskvöldi og fengið sér steik og kannski rauðvínsglas með. Ég sé engan mun á Lindinni og því að fólk keyri inn á Bauta- plan, fari inn og kaupi vín eða bjór í almennu afgreiðslunni,“ sagði Vilhelm. EHB Bjarni Ásgeir Jónsson, stjórnarmaður í Félagi kjúklingabænda, um ummæli Jóhannesar Gunnarssonar: Réttast að fara í mál við formaim Neytendasamtakaima vegna atviimurógs ,Það virðist ekkert annað komast að hjá formanni Neyt- endasamtakanna en að ráðast með offorsi á kjúklinga- og eggjaframleiðendur. Hann hefur vísvitandi borið á borð villandi og rangar tölur um verð kjúklinga sem t.d. rit- stjóri DV hefur tekið beint upp og hamrað á í leiðaraskrif- um. Við getum ekki setið und- ir þessu lengur. I raun þyrfti að „Eins og köld vatnsgusa“ - segir Helgi Helgason framkvæmdastjóri Hiks sf. á Húsavík um orð Jóns Sæmundar Sigurjónssonar alþingismanns ,Orð Jóns Sæmundar Sigur- Verðmæti óseldra birgða Hiks jónssonar, alþingismanns, um er yfir 40 milljónir króna. Á þessu stigi er ekki séð að hægt verði að selja þær en Helgi segir að lagmetisframleiðendur hafi blásið út slæmt ástand á lag- metismörkuðum er eins og köld vatnsgusa í andlitið á okkur,“ segir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Hiks sf. á Húsavík. „Slík ummæli eru ekki til að auðvelda okkur að rétta úr kútnum. Þau má túlka þannig að við lagmetisfram- leiðendur höfum ekki verið að segja fólki satt um stöðu mála.“ Helgi segir staðreyndir málsins liggja fyrir og engum blöðum sé um það að fletta að Hik hafi tap- að á annan tug milljóna vegna þess að markaðir í Þýskalandi lokuðust. að vissulega reyni menn allt til að halda áfram baráttunni og leita nýrra leiða út úr ógöngunum. „Staða okkar er auðvitað mjög slæm og af þeim sökum höfum við ekki getað staðið við ýmsar skuldbindingar." Helgi Helgason. Að sögn Helga bíða lagmetis- framleiðendur enn eftir við- brögðum stjórnvalda við aðgerð- um grænfriðunga. „Við teljum sem fyrr að hér sé um að ræða ríkisstjórnarmál. Þetta er pólitísk ákvörðun,“ segir Helgi. „Okkur þykir sanngirnismál að stjórnvöld taki á þessu máli með okkur því það er vægast sagt óeðlilegt að við berum allan kostnað af þessu hvalastríði," segir Helgi Helga- son. óþh fara í mál við Jóhannes Gunn- arsson, formann Neytenda- samtakanna, vegna sífclldra árása hans því hér er ekki um neitt annað að ræða en atvinnu- róg,“ segir Bjarni Ásgeir Jónsson, kjúklingabóndi á Reykjum í Mosfellsbæ, en hann á sæti í stjórn Félags kjúklingabænda. Bjarni er hér að vísa til þeirra miklu umræðna sem orðið hafa í fjölmiðlum um verðlag á kjúkl- ingum og eggjum, og raunar einnig kartöflum. Talsmenn Neytendasamtakanna hafa sagt að verðhækkanir á þessum vöru- flokkum hafi verið langt umfram verðlagsbreytingar í landinu og þær hafi verið látnar afskiptalaus- ar í skjóli einokunarlaga. Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Dag að sam- tökin hefðu alls ekki sagt sitt síð- asta orð í þessu máli og sverð yrðu ekki slíðruð fyrr en fram- leiðendur hefðu fengist til að lækka verð á þessum vörum veru- lega. Hann sagðist viðurkenna að kjúklinga- og eggjaframleiðend- ur hafi ekki brotið lög, en mein- semdin væri að núgildandi búvörulög bjóði upp á einokun og taumlausar verðhækkanir. Það hefðu framleiðendur notað sér t.d. með stofnsetningu dreif- ingastöðvarinnar Alifuglasalan hf. í Mosfellsbæ. Jóhannes sagði að í farvatninu væru aðgerðir af hálfu Neytendasamtakanna til að knýja fram verðlækkun þessara vara. Meðal annars sagði hann koma til greina að hvetja neyt- endur til að sniðganga kjúklinga og egg. Þá sagði hann að upplýsa þyrfti neytendur um verðlag á þessum vörum í nágrannalönd- unum, þannig að þeir gætu sjálfir dæmt um hvort þeir létu bjóða sér verðlagningu hérlendra framleiðenda. Bjarni Ásgeir segir það alrangt hjá Jóhannesi Gunnarssyni að kjúklingar hafi hækkað í verði á undanförnum misserum langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Hann bendir á að fram- færsluvísitalan hafi hækkað um 93,17% á tímabilinu ágúst 1985 til og með febrúar 1989 en á sama tíma hafi heildsöluverð á kjúkl- ingum hækkað um 56,15% (260 kr. í ágúst 1985 en 406 kr. í febrúar 1989). „Þetta þýðir ósköp einfaldlega að það hefur orðið raunlækkun á kjúklingum en ekki þessi svívirðilega hækkun sem Jóhannes Gunnarson talar sífellt um,“ segir Bjarni Ásgeir Jónsson. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.