Dagur - 14.03.1989, Side 7

Dagur - 14.03.1989, Side 7
ffVMgbWMMM - 8X868 - 9 Knattspyrna: Þór vann tvo af þremur - vann Stjörnuna og Þrótt en tapaði fyrir ÍR Sigurpáll Árni AAalstoinsson stóð sig vel um helgina og var markahæstur KÁ-manna í leikjunuin tveimur. Mynd: tlv Staðan í 1. deild Valur 13 13-0- 0 356:262 26 KR 12 9-1- 2 302:271 19 Stjarnan 14 8-2- 4 319:302 18 FH 12 7-1- 4 326:299 15 Víkingur 13 6-1- 6 337:351 13 KA 14 5-2- 7 313:319 12 Grótta 12 4-2- 6 257:263 10 Fram 13 2-3- 8 276:315 7 ÍBV 12 1-3- 8 247:291 5 UBK 13 1-1-11 267:327 3 Staðaní2. deild HK 15 13-1- 1 398:292 27 Haukar 16 10-2- 4 369:312 22 ÍR 13 10-1- 2 329:252 21 Ármann 15 9-1- 5 348:348 19 Njarðvík 14 6-1- 7 349:338 13 Selfoss 15 7-0- 8 382:381 14 ÍBK 15 5-0- 9 330:363 10 Þór 16 5-0-11335:397 10 UMFA 15 4-0-12 328:364 8 ÍH 14 2-0-12 261:382 4 Handknattleikur 1. deild: KA í öruggu sæti eftir tvö jaftitefli - gegn KR 24:24 og Stjörnunni 23:23 KA gerði tvö jafntefli í 1. deild í handknattleik um helgina og siglir þar með lygnan sjó í deildinni. Jafnteflið á móti KR á föstudagskvöldið er mjög umdeilt þar sem Konráð Olav- son steig á línu er hann skoraði jöfnunarmark KR á síðustu sekúndum leiksins. Tíminn var of naumur fyrir KA-inenn og þeir máttu því sætta sig við 24:24 jafntefli. Á sunnudaginn lék KA við Stjörnuna og þeim leik lyktaði einnig með jafn- tefli, 23:23, eftir að KA hafði verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13. Umdeilt jafntefli í Laugardalshöllinni KA skoraði tvö fyrstu rpörkin í leiknum á móti KR á föstudags- kvöldið og hélt forystunni þar til 15 mínútur voru liðnar af leikn- um. Þá jafnaði Konráð Ólavson, 5:5. í næstu sókn KA-manna misstu þeir boltann og Páll Ólafs- son brunaði upp állan völl og kom KR yfir í fyrsta sinn í leikn- um. Páll tognaði illa í hné er hann stökk inn í vítateig KA og var borinn af leikvelli. Allt útlit er því fyrir að KR njóti ekki krafta hans í komandi leikjum. Meiðsli Páls brutu KR-liðið ekki niður og næstu 10 mínúturn- ar skiptust liðin á um að hafa frumkvæðið en jafnt var á öllum tölum. Pegar um 5 mínútur lifðu af hálfleiknum kom slæmur kafli hjá KA og KR komst 3 mörkum yfir. staðan í hálfleik var því 11:14 fyrir KR. Síðari hálfleikurinn var ögn skemmtilegri á að horfa en sá fyrri. KA-menn sóttu í sig veðrið og náðu að stöðva KR-ingana. Peir höfðu góðar gætur á Alfreð Gíslasyni og komst hann því lítið áfram. Axel Stefánsson átti góð- an leik í KA markinu og varði samtals 13 skot í leiknum. Þegar 10 mínútur voru liðnar af hálf- leiknum jöfnuðu KA-menn 18:18 og eftir það var jafnt á öllum tölum. Leikurinn varð talsvert spennandi í lokin en Erlingur Kristjánsson kom KA yfir 24:23 þegar aðeins 30 sekúndur voru til loka leiksins. KR-ingar voru fljótir fram og út í hornið barst boltinn til Konráðs Ólavsonar sem greinilega steig á línu er hann stökk inn í teiginn. Dómar- ar þóttust ekkert athugavert sjá við þetta og jöfnunarmarkið var því gilt. Markahæstir KA-manna í leiknum voru Jakob Jónsson og Sigurpáll Aðalsteinsson sem skoruðu 5 mörk hvor. Pétur Bjarnason og Erlingur Kristjáns- son skorðu 4 mörk hvor, Guð- mundur Guðmundsson 3 og Friðjóns Jónsson og Ólafur Hilmarsson 1 mark hvor. Hjá KR var Konráð Ólavson með 9 mörk en næstur honum kom Stefán Kristjánsson með 5 mörk. Alfreð Gíslason skoraði 3 mörk, þar af tvö úr vítum. Sanngjörn úrslit gegn Stjörnunni Á sunnudaginn mættu KA-menn Stjörnunni úr Garðabæ. Líkt og á föstudagskvöldið var byrjun KA-manna mun betri en eftir því sem á leikinn leið efldust leik- menn Stjörnunnar. Þegar 10 mínútur voru til loka fyrri hálf- leiks jafnaði Skúli Gunnsteinsson í fyrsta skipti í leiknum, 9:9, en aftur tóku KA-menn forystuna og leiddu með tveimur mörkum 15:13 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks- ins jöfnuðu Stjörnumenn. Varn- armönnum KÁ gekk illa að ráða við Sigurð Bjarnasorf sem skor- aði 4 fjögur falleg mörk í hálf- leiknum. Allan síðari hálfleikinn var jafnræði með liðunum og jafntefli því sanngjörn úrsiit. Bæði liðin fengu þó tækifæri til að gera út um leikinn, Sigurður Bjarnason skaut yfir KA-markið þegar um 1 mínúta var eftir af leiknum en KA-mönnum tókst hins vegar ekki að nýta sína síð- ustu sókn og urðu því að láta sér eitt stig nægja. Sigurpáll Aðalsteinsson lék vel í þessum leik, skoraði 6 mörk. Erlingur Kristjánsson átti einnig ágætan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 4 mörk. Axel Stefánsson hefur fengið harða samkeppni um markmannsstöðuna því vara- markvörðurinn Björn Björnsson stóð sig stórvel þann tíma sem hann fékk að spila og varði 5 skot á mikilvægum augnablikum, þar af eitt vítakast frá Gylfa Birgis- syni. í liði Sjörnunnar voru þeir Gylfi Birgisson, Skúli Gunn- steinsson og Sigurður Bjarnason í sérflokki en minna sást til ann- arra leikmanna. Brynjar Kvaran varði 4 skot í markinu. JÓH Knattspyrna: Þórsarar með öðlingamót - næsta sumar á Akureyri Þórsarar léku þrjá æflngaleiki í knattspyrnu fyrir sunnan um helgina. Þeir töpuðu fyrsta leiknum 5:2 fyrir IR, en unnu síðan Þrótt 3:0 og Stjörnuna 2:0. Norðanmenn virkuðu frekar daufir í fyrsta leiknum enda í fyrsta skipti sem þeir leika knatt- spyrnu í ár. ÍR-ingar gengu því á lagið og komust í 3:0 í fyrsta hálf- leiknum, en leikið var 3x30 mínútur. Þórir Áskelsson minnkaði muninn fyrir Þór og er þetta fyrsta markið og fyrsti meistara- flokksleikurinn hjá piltinum. Efnileg byrjun það! Bjarni Sveinbjörnsson minnk- aði síðan muninn úr víti sem Árni Þór Árnason fiskaði. Duric- ic þjálfari var með ýmsa tilrauna- starfsemi í þessum leik og fengu allir leikmenn Þórs að spreyta sig. Undir lok leiksins bættu IR- ingar tveimur mörkum við og endaði því leikurinn 5:3. Á laugardagsmorguninn var spilað við Þrótt og fóru Þórsarar létt með Sæviðarsundsdrengina. Valdimar Pálsson, Bjarni Svein- björnsson og Bojan Tanevski skoruðu mörk Norðanmanna. Eftir hádegi var síðan leikið við Stjörnuna og aftur sigruðu Þórsarar. Tanevski skoraði fyrra markið og Kristján Kristjánsson bætti síðan við öðru marki undir lok leiksins. íþróttafélagið Þór hefur ákveðið að standa fyrir „Polla- móti Öldunga“, 30 ára og eldri, á Akureyri næsta sumar, nánar tiltekið föstudaginn 30. júni og laugardaginn 1. júlí. Gert er ráð fyrir að mótið standi frá hádegi föstudaginn 30. júní til kl. 19.00. Þá verði gert hlé og menn geti ráðstafað kvöldinu á þann hátt sem þeir kjósa. Morguninn eftir verður boðið upp á golfkeppni milli liðanna og hefst hún kl. 8 árdegis. Til keppninnar er boðið tveimur full- trúum liðanna og verður fyrir- komulagið níu holu keppni. Mótinu sjálfu verður síðan framhaldið kl. 13.00 og áætlað er að ljúka því kl. 18.00. Um kvöldið verður síðan sam- eiginlegur kvöldverður og verða þar verðlaun afhent fyrir besta sóknarmann mótsins, besta varn- armanninn, besta markvörðinn, markakóng mótsins og síðast en ekki síst persónuleika mótsins. íþróttafélagið Þór tekur að sér að bóka flug og hótel fyrir vænt- anlega þátttakendur, ef þeir óska þess. Allar upplýsingar um þetta mót má fá hjá Benedikti Guð- mundssyni vs. 21210 eða hs. 23918 á Akureyri. Bjarni Sveinbjörnsson skoraði tvö mörk um helgina. Hér sést hann í leikn- um gegn Þrótti. Mynd: KK

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.