Dagur - 14.03.1989, Side 14

Dagur - 14.03.1989, Side 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 14. mars 1989 Neytendafélag Akureyrar og nágrennis boðar til almenns fundar í tilefni alþjóðadags neytendaréttar, miðviku- daginn 15. mars kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu 4. hæð. Fundarefni: Myndum vöruverðs og reglur um merkingu- og aukaefni í matvælum. Neytendur sýnið áhuga og mætið á fundinn. Stjórn N.A.N. -J kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Grænugötu 6 e.h. og ris, Akureyri, þingl. eigandi Margrét Randvers- dóttir, föstud. 17. mars '89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Hafnarstræti 77,3. og 4. hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Jóna Ákadóttir o.fl., föstud. 17. mars ’89, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Sveinn H. Valdimarsson hrl., Ásgeir Thor- oddsen hdl., Gísli Gíslason hdl. og Ingvar Björnsson hdl. Hjallalundi 3e, Akureyri, þingl. eig- andi Ragnar Daníelsson, föstud. 17. mars '89, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Bruna- bótafélag íslands. Kaupvangsstræti 21, Akureyri, þingl. eigandi Rafsegull hf., föstud. 17. mars '89, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Kaupangur v/Mýrarveg, O-hl., Akur- eyri, þingl. eigandi Haukur Adolfs- son föstud. 17. mars '89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Gústafsson hrl. Löngumýri 16, Akureyri, þingl. eig- andi Óttar Ingimarsson o.fl., föstud. 17. mars ’89, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Litluhlíð 2c, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Guðmundsson, föstud. 17. mars '89, kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Kristján Ólafsson hdl. Litluhlíð 2d, Akureyri, þingl. eigandi Óli H. Sæmundsson, föstud. 17. mars '89, kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Lækjargötu 18, Akureyri, þingl. eig- andi Jónas Bjarnason o.fl., föstud. 17. mars ’89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Steypustöð Dalvíkur, v/Sandskeið Dalvík, þingl. eigandi Steypustöð Dalvíkur hf., föstud. 17. mars ’89, kl. 14.30. Uppoðsbeðendur eru: Iðnlánasjóður og innheimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaðurinn í Eyjafjaröarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Eyrarlandsvegi 12 e.h. Akureyri, þingl. eigandi Herbert Halldórsson, föstud. 17. mars '89, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Búnaðarbanki íslands og Ragnar Steinbergsson hrl. Gránugötu 7, hesthús, Akureyri, tal- inn eigandi Kristján Þorvaldsson, v/B.R.Þ. s.f., föstud. 17. mars ’89, kl. 13.45 Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl. og Ólafur Garðarsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. Arnold Schwarzenegger í gufubaði með handklæðavæddum körlum og nöktum konum, sem er auðvitað afskaplcga æskilegt gufubaðsform en kannski of hættulegt annars staðar en þar sem sólarleysið hefur dregið alla náttúru úr mönnum. Enn er sólarlaust í Moskvu Borgarbíó sýnir: Rauðu hættuna (Read Heat). Leikstjóri: Walter Hill. Helstu leikendur: Arnold Schwarzen- egger og James Belushi. 1988. Ennþá hefur ekki runnið upp sól- ríkur dagur yfir Sovétríkjunum ef marka má bandarískar bíó- myndir. Þetta segir vitaskuld sína sögu um heimildagildi kvik- mynda, jafnvel í þeim tilvikum sem þær eru sagðar byggðar á sönnum atburðum þá taka leik- stjórar sér iðulega stórkostleg skáldaleyfi. En ekki meira um það. Þessi nýjasta framleiðsla Walt- er Hills er í flestu keimlík öðrum spennumyndum sem til okkar koma að vestan. Að vísu teflir hann saman lögreglumönnum tveggja heima. Hugmyndin er óneitanlega góð en úrvinnslan vel fyrir neðan meðallag. Þrauta- gangan byrjar í Moskvu og það þarf ekki að taka það fram að gráminn yfir Kreml er allsráðandi og sólin jafn fjarri og paradís er frá helvíti. Arnold Schwarzen- egger er einhvers konar lögga í Moskvu sem á í harðri baráttu við eiturlyfjasmyglara frá Georgíulýðveldinu. Hann tapar orrustunni en stríðið heldur áfram því vondi maðurinn flýr til Cicago og kemst þar undir mannahendur fyrir of hraðan akstur og óleyfilegan vopnaburð. Arnold er sendur vestur að flytja þann vonda heim aftur í járnum. En glæponarnir leika á samein- að lið löggæslumanna að austan og vestan og sá vondi sleppur úr haldi. Eltingaleikurinn hefst, Arnold neitar að fara tómhentur heim enda þá nokkuð vfst að hann muni ekki eiga sér viðreisn- ar von. í fylgd James Belushis, sem er eini ljósi punktur þessarar myndar, fer Arnold um borgina veltandi við hverjum steini í leit að eiturlyfjasmyglaranum landa sínum. Ég sagði víst í upphafi að þessi hasarmynd Hills væri í flestu keimlík öðrum slíkum. Þetta er kannski heldur mikið sagt því að einu leyti sker hún sig eftirminni- lega úr spennumyndaflórunni. Þrátt fyrir að lögreglan sé látin sigra að lokum þá er hún gerð svo heimsk að ég man ekki annað eins. Hvað eftir annað leika þrjótarnir þá alveg upp úr skón- um og það er alls ekki fyrir neina snilli að Arnold og Belushi standa að lokum yfir höfuðsvörð- um illmennisins. Það eru áhorf- endurnir sem gera kröfu um góð- an endi og við þeim óskum er orðið andstætt öllum gangi myndarinnar. Er það nokkur furða þó sögusagnir komist á kreik um lélegar sellur í heljar- menninu Arnold þegar hann fær hvert hlutverkið á fætur öðru sem endurspeglar slúðrið? Sagt er að leikarar geti fest sig í ákveðnum hlutverkum, til dæmis vonda og góða mannsins og því þá ekki heimska mannsins? Ein spurning að lokum; ætli Sovétmenn verði svona þurr- pumpulegir og grimmir til augn- anna af öllu sólarleysinu þarná fyrir austan? NU ER HANN TVOFALDUR Þetta eru tölurnar sem upp komu 11. mars 1989. Heildarvinningsupphæð var kr. 4.673.066.- Enginn var með 5 tölur réttar. 1. vinningur var kr. 2.151.826.- og færist hann yfir á 1. vinning næsta laugardag. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 374.216.- Skiptist á 8 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 46.777,- Fjórar tölur réttar, kr. 645.392,- skiptast á 209 vinningshafa, kr. 3.088.- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.501.632.- skiptast á 5688 Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 minútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Askriftar‘2i2‘ 96-24222

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.