Dagur - 14.03.1989, Side 16

Dagur - 14.03.1989, Side 16
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF 02? FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR rF|ÁRFESriNGARFÉLACID Ráðhústorgi 3, Akureyri Rauðmagaveiðin hefur verið með eindæmum léleg: Man ekki eftir jafti lélegri rauðmagaveiði - segir Reimar Þorleifsson á Dalvík „Ég aan ekki eftir jafn lélegri rauðmagaveiði og er ég þó búinn að stunda hana til margra ára,“ sagði Reimar Þorleifsson, trillukarl á Dalvík, aðspurður um rauö- magavertíðina. Reimar vitjaði um 17 net sl. sunnudag og var afraksturinn 150 stykki. „Þetta er það besta til Sölumarkaður notaðra bíla hefur breyst - uppsveifla í bflasölu á Akureyri eftir að færðin batnaði Fjör er að færast í bílaviðskipti á Akureyri eftir að óveðrinu, sem ríkt hefur með köflum undanfarnar vikur, slotaði og færð til bæjarins varð þokka- leg. Almennt búast bílasalar, sem versla með notaða bíla, við góðu söluári í ár, en mark- aðurinn hefur breyst mikið undanfarið. Hjörleifur Gíslason hjá bíla- sölu Höldurs hf. sagði að stærsti hluti bílasölunnar á Akureyri byggðist á kaupendum sem kæmu úr nágrannabyggðum Akureyrar til að kaupa bíla. Ein góð sala út úr bænum leiddi oft af sér tvær til þrjár sölur innanbæj- ar. Góð sala hefur verið í vélsleð- um undanfarið en eftirspurn hef- ur ekki verið sérstaklega mikil eftir jeppum, þrátt fyrir erfiða færð. Skilin milli fólksbíla og jeppa hafa orðið ógreinilegri í hugum margra eftir að fjórhjóla- drifnir fólksbílar urðu algengari. - En eru notaðir bílar að hækka í verði? „Til að notaðir bílar hækki verulega verður að selja eitthvað af nýjum bílum. Það er ekki nóg að verðskráin yfir nýja bíla hækki og sala í nýjum bílum er léleg,“ sagði Hjörleifur. Einar Gunnarsson hjá Bílasölu Norðurlands sagði að rólegt hefði verið yfir bílasölum i febrúar en ástandið færi dagbatnandi núna. „Ég hef trú á að það verði góð sala í notuðum bílum í ár, ekki minni en í fyrra. En það dregur úr sölu á nýjum bílum. Þetta lýsir sér þannig að fólk kaupir frekar 1-2 ára gamla bíla en alveg nýja,“ sagði Einar. Hann sagði að fjór- hjóladrifnir bílar hefðu selst best undanfarið, aðallega Subaru, en þar fyrir utan væri mest spurt eft- ir litium, framhjóladrifnum jap- önskum bílum. „Greiðslugetan er ágæt, það virðist vera talsvert af peningum í umferð," sagði Einar. EHB þessa, þó ekki sé beint hægt að hrópa húrra fyrir aflanaum.“ Netin hafa verið lögð á hefð- bundnum rauðmagamiðum, frá Sauðanesi norður að Hrauni. Auk Reimars hefur Þorvaldur Baldvinsson lagt rauðmaganet en fengið fremur lítið. Sjómenn kunna ekki skýringar á þessari deyfð í rauðmaganum en Reimar getur sér þess til að þarna hljóti óvenju kaldur sjór að hafa eitt- hvað að segja. „Mér hefur virst sem sé æ minna af rauðmaganum á hefðbundnum miðum hér og þá verður hans vart mun síðar en var hér á árum áður,“ segir Reimar. I hönd fer grásleppuvertíðin en Reimar er ekkert of bjartsýnn á hana en segist sarnt ætla að prófa, „svona af gömlum vana.“ Grá- sleppunnar hefur enn ekki orðið vart, að sögn Reimars, svo horf- urnar eru ekki beint bjartar. Þá ríkir enn óvissa með verð fyrir grásleppuhrognin og vart að búast við að það liggi fyrir fyrr en eftir páska. óþh Reimar Þorleifsson kom með 150 rauðmaga sl. sunnudag úr 17 netum. Ekki beint liægt að hrópa húrra fyrir þeim afla, en hann er þó það skásta hingað til. Trillukarlar halda í vonina um að þetta lagist allt sainan með hækkandi SÓI. Mynd: óþh Góð loðnuveiði og allar þrær fullar íyrir austan: 7500 tonnum landað á Siglu- firði frá því á laugardag - „þeir veiða örugglega upp í kvótann,“ segir Ástráður Ingvarsson hjá loðnunefnd Loðnuveiði hefur verið með líflegasta móti síðustu sólar- hringa á miðunum við Eystra- horn. Þróarrými er nú af skornum skammti á Austfjörð- um og hafa skipin því þurft að sigla norður og landa afla sín- um til loðnuverksmiðja á Norðurlandi. Miklu magni af loðnu hefur ver- ið landað hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði síðustu daga. Á laugardag lönduðu þar Börkur NK (1183 tonn), Jón Finnsson RE (1149 tonn) og Hólmaborg SU (1461 tonn). Á laugardag kom síðan Jón Kjartansson SU með 1119 tonn til Siglufjarðar og í gær lönduðu þar Beitir NK Byggingariðnaðurinn á Dalvík: Viðar hf. mun væntanlega byggja þjónustu- og iðnaðarhús í sumar - Tréverk hf. bíður eftir svari um smíði 7 kaupleiguíbúða Byggingarfyrirtækið Viðar hf. á Dalvík hefur fengið úthlutað lóð við Gunnarsbraut 8 til byggingar iðnaðar- og þjón- ustuhúss. Ekki liggja fyrir endanlegar teikningar af hús- inu en Hilmar Daníelsson, hjá Viöari hf., segist binda vonir við að hægt verði að hefja framkvæmdir í sumar. Hugmyndin er að húsið verði á tveimur hæðum, nálægt 600 fer- metrum að grunnfleti. Hilmar segir að Viðar hf. nýti hluta rýmis í húsinu en afgangsrýmið verði selt til iðnaðar- og þjónustufyrir- tækja. Hann segist vongóður um að hægt verði að seija allt rýmið, enda sé ótvírætt þörf fyrir það á Dalvík. Hann bendir á að langt sé um liðið síðan byggt hafi verið hús á Dalvík sem ætlað er fyrir iðnað og þjónustu. Auk þessa húss' við Gunnars- braut hafa Viðarsmenn hug á að byggja upp raðhús í sumar og þá er hugsanlegt að byggt verði parhús. Fyrirliggjandi eru teikn- ingar af parhúsum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort í byggingu þeirra verður ráðist á þessu ári. Að sögn Hilmars Daníelssonar er stefnt að því að afhenda 8 íbúðir á næstunni. Þar af eru 4 íbúðir í verkamannabústaða- kerfi, 2 kaupleiguíbúðir og 2 leiguíbúðir í eigu Dalvíkurbæjar. Óvissu gætir með komandi sumar hjá Tréverki hf. á Dalvík. Þær upplýsingar fengust hjá Braga Jónssyni að fyrirtækið hafi sótt um fyrirgreiðslu til byggingar 7 kaupleiguíbúða. Engin svör hafa enn fengist frá Húsnæðis- stofnun en búist er við að þau liggi fyrir fljótlega eftir páska. Að undanförnu hafa Tréverks- menn unnið við frágang íbúða fyrir stjórn verkamannabústaða við Reynihóla og Lynghóla. Þær verða væntanlega afhentar þann 20. maí nk. Þá eru 4 kaupleigu- íbúðir í smíðum og segir Bragi að stefnt sé að afhendingu þeirra síðla sumars. óþh (1299 tonn) og Hilmir SU (1325 tonn). Að sögn Þórhalls Daníelssonar var von á meiri loðnu í gær en ekki hafði fengist staðfest hvaða skip voru þar á ferðinni eða hversu mikið magn af loðnu þau báru. Þórhallur sagði að þróar- rými væri nægilegt, þrátt fyrir að svo mikið magn af loðnu bærist á fáum dögum. „Við njótum góðs af því þegar gerir svona góðar aflahrotur. Þrærnar fyllast fyrir austan og þá kemur ekkert annað til greina en að sigla norður fyrir land. Ég vona bara að þetta verði svona áfram. Við getum tekið við mun meiri loðnu,“ sagði Þórhall- ur. Frá áramótum hefur verið landað 15.558 tonnum af loðnu úr 15 skipum til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Loðnubræðsla hófst sl. sunnu- dag hjá Síldarverksmiðjunum og er nú unnið á vöktum. Það er því líf og fjör í loðnunni á Sigló og vonandi að svo verði um hrið. Ástráður Ingvarsson, hjá loðnunefnd, var vel ánægður með lífið og tilveruna þegar Dag- ur náði tali af honum í gær. Hann sagði veiðina vera góða og í sín- um huga væri enginn vafi að það tækist að veiða upp í kvótann. „Ég hef lengi haldið því fram og sé enga ástæðu til að breyta þeim spádómi,“ sagði Ástráður. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.