Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 5
LáúgardaguK 151^11^989 « DÁGUR - 5
I Uutverk vinnimnar
- eftir Helle Holt og Inge Mærkedahl
Hvernig er það að vera iðnaðarkona? Að því höf-
um við, bæði konur og karlar, of fáar fyrirmyndir.
Helle Holt hefur nú birt niðurstöður verkefnis sem
unnið er á vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar
og miðar að því að breyta kynskiptingu starfa á
vinnumarkaðnum. Inge Mærkedahl stjórnar þessu
verkefni. Þessar niðurstöður sýna m.a. að til þessa
höfum við fórnað vinnu kvenna á altari jafnréttis-
baráttunnar, en þannig þarf það ekki að vera um
alla framtíð.
„Við eigum að varðveita okkar
kvenlegu eiginleika og þróa okk-
ar eigin starfsaðferðir." Þannig
hljóðar framtíðarsýn konu sem
er að læra til málara. En fær þessi
framtíðarsýn staðist? Við trúum
því að við stefnum að því að svo
verði.
Iðnnám á bygginga- og málm-
iðnasviði er einokað af körlum.
Þannig hefur það alltaf verið og
hefur lítið breyst. Þó hefur kon-
um farið fjölgandi í þessum
greinum síðustu 10 árin, enda
þótt þær séu enn í miklum
minnihluta. Þær voru árið 1987
aðeins 5% nemendanna í málm-
iðnaði og 8% nemenda í bygginga-
iðnaði. I mörgum af þeim grein-
um sem fyrir 10 árum voru ein-
göngu stundaðar af körlum, út-
skrifast nú konur. Það á við um
greinar eins og málmsmíði, flug-
vélavirkjun, glergerð, plötusmíði
o.fl.
Við lifum á þeim breytingatím-
um að hefðir hafa ekki náð að
skapast varðandi menntun og
starf kvenna í karlaiðngreinum.
Á vinnustöðum og í skólum eru
karlmenn allsráðandi, sem verk-
stjórar, meistarar og kennarar,
og þeir hafa ekki vanist því að
umgangast konur sem nemendur
eða útlærðar sem iðnaðarkonur.
Konurnar í þessum fögum eru oft
aleinar. Bæði konur og karla
skortir fyrirmyndir að því hvern-
ig það sé að vera iðnaðarkona.
Hvernig lífi lifir hún? Konurnar
þurfa iðulega að sannfæra
kennara, starfsfélaga, fjölskyldu
og vini um að þær séu glaðar og
ánægðar í sínu starfi og að þær
þoli þær kröfur og erfiði sem fylg-
ir starfinu.
Upp úr 1970 og á þessum ára-
tug hefur áhuginn á því að fjölga
konum í óhefðbundnum störfum
farið mjög vaxandi. Áhuginn hef-
ur grundvallast jafnt á jafnréttis-
sjónarmiðum sem atvinnu- og
efnahagssjónarmiðum. Á síðari
árum hafa ýmsar tilraunir og
aðgerðir verið í gangi í þeim til-
gangi að auðvelda konum aðgang
að mörgum hefðbundnum karla-
greinum. En eitt er að fá konur
til að velja óhefðbundið nám.
Allt annað er að tryggja konun-
um með óhefðbundnu menntun-
ina sömu atvinnumöguleika og
körlum. Hvernig hefur það
gengið? Er kona sem er málari
jafn mikils metin og karl sem er
málari þegar þau standa frammi
fyrir því að selja verkkunnáttu
sína á vinnumarkaðnum?
Við höfum nýlega gefið út
skýrslu um það hvernig gengur
fyrir konur með iðnmenntun á
vinnumarkaðnum. Það er upp-
örvandi að komast að því að um
það bil 80% af þeim konum sem
hafa lokið námi í hefðbundnum
karlagreinum hafa í raun og veru
fengið vinnu. Þannig hefur orðið
viss uppstokkun á kynskiptingu
starfanna. Hversu mikið vitum
við ekki, þar sem okkur er
ókunnugt um hvort konurnar
vinna í sinni grein. 20% af kon-
unum hafa ekki vinnu og það er
miklu meira en hjá körlum með
sömu menntun. Atvinnuleysi er
yfirleitt mun meira hjá konum,
óháð því hvaða starfssvið þær
hafa valið. Það á bæði við um
kvennastörf, s.s. verslunar- og
skrifstofustörf og þjónustustörf,
sem og hefðbundin karlastörf,
eins og málm- og byggingaiðnað.
í mörgum tilvikum er atvinnu-
leysi kvenna helmingi meira en
karlanna. Atvinnuleysi kvenna
er langmest í tveimur stærstu
karlagreinunum. I öllum starfs-
greinum innan þessara sviða var
atvinnuleysi kvenna tvisvar ' til
þrisvar sinnum meira en karla.
Frá þessu er aðeins ein undan-
tekning en það er gullsmíði.
Sýnilegt er því að konum gengur
betur innan kvennagreinanna en
karlagreinanna.
Þessar niðurstöður benda til
tveggja atriða. Annars vegar að
breytingar þurfa að verða hjá
fyrirtækjum ef konur eiga að hafa
nokkurn veginn jafn góða
atvinnumöguleika og karlar í
óhefðbundnum störfum. Hins
vegar að konur eru almennt í
minni metum en karlar á vinnu-
markaðnum. Konur eiga frekar á
hættu að verða atvinnulausar,
ekki vegna skorts á menntun eða
vegna þeirra starfsgreina sem þær
hafa valið, heldur að því er virð-
ist eingöngu vegna þess að þær
eru konur. Vinnumarkaðurinn í
heild endurspeglar þessar
aðstæður. Þar sýnir sig að með
örfáum undantekningum er
atvinnuleysi meira hjá konum en
körlum, óháð menntun kvenna.
Vinnumarkaðurinn er kyn-
skiptur. Konur og karlar vinna
hvert í sínu fagi og hafa aðskilin
verkefni. Þannig er ástandið í
Danmörku og þannig er það í
flestum öðrum löndum. Aðeins
Vs af dönskum launþegum vinna í
starfsgrein þar sem eru nokkurn
veginn jafnmargar konur og
karlar. Þar er um að ræða greinar
eins og læknisfræði, blaða-
mennsku, kennslu, tæknistörf og
ljósmyndun. Tæplega helmingur
vinnur í nær einkynja umhverfi,
þar sem 90-100% eru af sama
kyni. Það á t.d. við um dýra-
lækningar, flugmennsku, hjúkrun,
verkfræði og sjúkraþjálfun.
í daglegum störfum á einstök-
um vinnustöðum verður til enn
frekari kynskipting. Konur og
karlar með sömu menntun vinna
ekki samskonar verkefni. Það má
kalla það sívirka kynskiptingu.
Hún verður til á þann hátt að
karlarnir sækjast eftir að vinna
þau störf sem eru mikils metin,
vel launuð, gefa möguleika á
stöðuhækkunum eða auknum
starfsréttindum. Störf kvennanna
feiast oft í aðstoð við karlmenn-
ina, þær ná miklum afköstum og
færni í því sem þær gera dagsdag-
lega, hins vegar gefa þau störf
sem karlarnir vinna meiri mögu-
leika á framförum og endur-
menntun. Fleiri kvenna- og
karlastörf eru svokölluð „dead-
end“ störf. Síðari ára vinnustaða-
rannsóknir hafa leitt í ljós að
slíkar tilhneigingar til sívirkrar
kynskiptingar er einnig að finna
innan svo mismunandi starfa og
starfsgreina sem lögfræði, læknis-
fræði, matvælafræði, málmiðnað-
ar, tæknifræði og bankastarfa.
Á vissan hátt má segja að
vinnumarkaðurinn sé meira kyn-
skiptur fyrir karla en konur, þar
sem starfsgreinar með bara körl-
um eru fleiri en hreinar kvenna-
greinar. Við bætist að karlar eru
oftar í stjórnunarstörfum innan
kvennagreinanna en öfugt. Karl-
ar hafa þannig í daglegu starfi
mun ineiri möguleika á að þurfa
ekki að mæta konum sem jafn-
ingjum og yfirmönnum, en aftur
á móti er erfitt fyrir konur að
komast hjá því að umgangast
karla annað hvort sem jafningja
eða yfirmenn. Karlar einangra
sig þannig meira í atvinnulífinu
en konur.
Þær atvinnuleysistölur sem við
vitnuðum í hér á undan benda til
þess að aðgerðir sem hafa að
markmiði að fjölga konun í karla-
störfum séu ekki endilega góð
leið til að tryggja konum atvinnu.
En hvernig á að meta það frá
jafnréttissjónarmiði? Við álítum
að fjölgun kvenna í karlastörfum
sé aðeins ein af mörgum aðferð-
um til að ná jafnrétti milli kvenna
og karla í okkar samfélagi. Ein
og sér dugir hún ekki og það er
svo sannarlega ekki sama hvernig
að henni er staðið. En við erum
sannfærð um að ekki megi sleppa
þessum þætti jafnréttisbaráttunn-
ar.
Mörg rök eru fyrir þessu. Mik-
ill hluti misréttis gagnvart konum
á vinnumarkaðnum, t.d. varð-
andi laun, atvinnuleysi, fjárhags-
legt sjálfstæði og lífeyrismál, er
beinlínis hægt að rekja til kyn-
skiptingarinnar á vinnumarkaðn-
um. Önnur rök eru þau að reynsla
kvenna, hugsunarháttur og eig-
inleikar eigi að setja svip sinn
á þær ákvarðanir sem eru teknar
í fyrirtækjum og stofnunum.
Áhrif stjórnenda og ráðamanna í
fyrirtækjum okkar ná yfir víðara
svið en venjulegan starfsdag eins
fyrirtækis. Konur eiga líka að
taka þátt í að móta þá samfélags-
þróun sem verður til vegna
ákvarðanatöku hjá einstökum
fyrirtækjum og stofnunum.
Okkur verður að takast að
breyta einkynja munstrinu ef við
ætlum að ná jafnrétti í samfélag-
inu milli kvenna og karla. Karlar
og konur verða að finna - upplifa
á sjálfum sér - lífsskilyrði hvers
annars. Vinnan og innihald
hennar, hvernig hún er launuð og
metin, tengist nú mörgum kyn-
bundnum ranghugmyndum, sem
eiga sinn þátt í því að negla kon-
ur og karla niður hvert á sínu
sviði. „Konur hafa engan
metnað, konur láta stjórnast af
tilfinningunum, karlmenn hafa
yfirsýn, karlar hafa vit á tækni-
legum þáttum, konur eru hand-
lagnar og hafa félagslega
innsýn“. Margar af ranghug-
myndunum myndu líklega hverfa
ef fleiri konur og karlar fengju
reynslu af og þyrftu að lifa við
vinnuskilyrði hins kynsins.
Kannski myndu láunin í kvenna-
greinunum hækka og vinnuum-
hverfi og samskiptavenjur á karla-
vinnustöðum batna?
Við erum ekki að halda því
fram að karlar og konur eigi og
geti deilt með sér allri lífsreynslu.
Við erum ólík og við verðum að
virða þann mismun, en hvorki
jafnrétti almennt eða milli kynja
er greiði gerður með allt of mik-
illi einkynjun, hvorki í mennta-
kerfinu eða á vinnumarkaðnum.
Við vitum að goðsagnir og vana-
bundin hugsun þrífst best í
menningarumhverfi sem er ein-
angrað og hindrar það með fram-
þróun.
Þau áhrif sem aðgerðir til að
fjölga konum í karlastörfum hafa
haft hingað til, benda til þess að
við höfum fórnað vinnu kvenna á
altari jafnréttisbaráttunnar. En
þannig þarf það ekki að vera um
alla framtíð, ef karlar og konur í
hinum ýmsu fyrirtækjum og opin-
berum stofnunum vilja breyta
kynskiptingunni. Reynslan hefur
leitt í ljós að það gerist ekki af
sjálfu sér. Allt of margar venjur
og hefðireru yfirsterkari. Sjaldan
er unnið að því meðvitað í starfs-
mannastefnu fyrirtækja að koma
á eða uppræta kynskiptingu
starfa. Meginstefnan er einungis
að tryggja fyrirtækinu sem bestan
starfsgrundvöll. Það er samt sem
áður staðreynd að starfsmanna-
stefnan er „útfyllt með kynjum“ í
þeim ákvörðunum sem teknar
eru daglega, á þann hátt að það
viðheldur kynskiptingunni.
Fjölgun kvenna í karlastörfum
mun ekki hafa tilætluð áhrif ef
ekki verður unnið markvisst að
því innan fyrirtækja og stofnana
að taka jafnréttismálin til
umræðu og að setja markmið þar
að lútandi í starfsmannastefnu
fyrirtækjanna. Þar getur t.d. vcr-
ið um að ræða endurmenntun,
samningsbundið nám, tilfærslur á
milli starfa, vinnutíma, skipu-
lagningu stjórnunarstarfa o.fl.
Fyrsta skrefið getur verið að
viðurkenna að kynskiptingin sé
fyrir hendi hjá fyrirtækinu. Oft er
kynskiptingin meðvitaðri en
menn gera sér grcin fyrir, bæði
hjá stjórnendum og starfsmönn-
um fyrirtækja. Við getum bent á
ýmsa skammtíma- og langtíma
ávinninga samfara því að breyta
kynskiptingunni, t.d. betri vinnu-
móral, betri nýtingu á stjórnun-
arhæfileikum, betri möguleika á
að finna góðan starfskraft á
vinnumarkaði þar sem ungu fólki
fer sífellt fækkandi, betri nýtingu
á hæfileikum kvenna og betri
framleiðslu sem í meiri mæli tek-
ur mið að þörfum kvenlegra
neytenda.
Við erum sannfærð um að
mikilvægustu breytingarnar sem
varða jafnrétti kynja á vinnu-
markaðnum verða að gerast inn-
an einstakra vinnustaða. Það eru
vinnuveitendur og stéttarfélög
sem á komandi árum verða að
leiða þróunina í þessa átt.
Hver er ástæða þess að í Dan-
mörku hefur ekki verið gerður
samningur um jafnréttismál milli
aðila vinnumarkaðarins sem
skyldar þá til að koma sér saman
um jafnréttisstefnu í atvinnulíf-
inu, eins og gert hefur verið í
Noregi og Svíþjóð? Kannski væri
góð hugmynd að vinna að því að
það verði stofnaðar jafnréttis-
nefndir á stærri vinnustöðum sem
bæru ábyrgð á framgangi jafn-
réttis bæði gagnvart stjórnendum
og starfsmönnum? Það sem hið
opinbera getur gert - burtséð frá
hlutverki sínu sem vinnuveitandi
- er að stuðla að því að konur
öðlist þau réttindi sem geri þeim
kleift að brjótast inn á kynskipta
vinnumarkaðinn. Nema áhugi sé
fyrir því að grípa inn í með rót-
tækari opinberum aðgerðum,
eins og t.d. í Bandaríkjunum þar
sem hið opinbera gerir kröfur um
jafnréttisáætlanir og jafnréttisað-
gerðir hjá þeim fyrirtækjum sem
skipt er við. Eða beita lagaboði
og koma af stað jafnréttisaðgerð-
um á vegum stjórnvalda, svo sem
gert hefur verið í Frakklandi.
(Guðrún Hallgrímsdóttir þýddi
úr Politiken 9/2 89)
LEITAÐU
AÐSTOÐAR
FAGMANNA
Áður en þú tekur ákvörðun
um húsbyggingu eða íbúðar-
kaup, hvetjum við þig til að not-
færa þér þjónustu fasteigna-
sala, hönnuða og annarra sem
þekkingu hafa, við að áætla
greiðslubyrðina eins nákvæm-
lega og unnt er.
GREIÐSLUBYRÐI OG
GREIÐSLUGETA
Greiðslubyrðina skaltu bera
saman við greiðslugetu þína og
láta þann samanburð hafa áhrif
á hvaða ákvarðanir þú tekur.
SKYLDUR OG ÁBYRGÐ
FASTEIGNASALA
Samkvæmt lögum um
skyldur og ábyrgð fasteigna-
sala, ber þeim að gera íbúðar-
kaupendum grein fyrir
áhvílandi lánum sem
kaupendur taka við, vöxtum af
þeim, hvort lán séu verðtryggð,
hvenær greiðslum eigi að vera
lokið og hverjar eftirstöðvar eru
að viðbættum verðbótum.
NÁKVÆM KOSTNAÐAR-
ÁÆTLUN HÖNNUÐAR
Ætlir þú að byggja, er heppi-
legt að fá hönnuð íbúðarhús-
næðis til að gera nákvæma
kostnaðaráætlun.
Láttu fagmenn aðstoða þig
við að áætla greiðslubyrði
vegna húsbyggingar eða
íbúðarkaupa. Þannig eru góðar
líkur á að þú komist hjá
skakkaföllum.
HAFÐU ÞITT Á HREINU
RÁÐGIAFASIÖÐ
HOS^ISSSIÖFMJNAR
Slys gera ekkii£>
boð á undan sér! tfar*"