Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur
Akureyri, laugardagur 15. apríl 1989
72. tölublað
TEKJUBRÉF
KJARABRÉF
fjArmál pIm
SÉRGREIN OKKAR
FjARFESTlNGARFELAGID,
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Vorið er komið á Fífílbrekku við Akureyri eins og glöggt má sjá á þessari mynd. Þar bar ein ærin óvenju snemma
og eru þetta sjálfsagt ein fyrstu lömbin í Eyjafirði. En Albert Gíslason frá Fífílbrekku er ánægður með það og lætur
vel að litlu vorlömbunum tveimur, þó móðirinn gæti þess að allt fari vel fram. Mynd: tlv
Knútur Karlsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Kaldbaks á Grenivík,
og fleiri stofna nýtt fiskverkunarfyrirtæki á Svalbarðseyri:
Knarranes verkar Ítalíu-
skreið á SvaJbarðsströnd
- búið að reisa hjalla í Ystuvíkurhólum
Stofnað hefur verið nýtt fyrir-
tæki Knarranes, sem mun
væntanlega um helgina hefja
skreiðarverkun á Svalbarðs-
eyri. Eigendur fyrirtækisins
eru Knútur Karlsson og fjöl-
skylda hans, hlutafélagið
Hlaðhamar hf. á Svalbarðs-
strönd og tveir aðilar í Reykja-
vík.
Knarranes hefur tekið á leigu
húsnæði á Svalbarðseyri sem er í
eigu Samvinnubankans. Þar er
ætlunin, a.m.k. fyrst um sinn, að
vinna fisk til skreiðarverkunar en
engin áform eru uppi um stöðuga
fiskvinnslu allt árið á vegum
þessa nýja fyrirtækis. Fiskurinn
verður hengdur upp í hjalla í
Ystuvíkurhólum, sem á síðustu
dögum hefur verið unnið að því
að reisa. Knarranes verður ekki
eftirbátur annarra fiskverkunar-
fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu
og beinir því sjónum fyrst og
fremst að verkun Ítalíuskreiðar,
en hún hefur gefið allgóðan pen-
ing í aðra hönd, þ.e.a.s ef verkun
hennar heppnast.
Knútur Karlsson, einn eigenda
og framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, segir að tilgangur með stofn-
un fyrirtækisins sé fiskverkun en
„það eina sem vit er í núna er
Ítalíuskreiðarverkun. Við mun-
um því einungis hengja upp fisk
fyrir Ítalíumarkað á næstu
vikum,“ segir Knútur. Hann seg-
ir að ekki sé markmiðið að halda
úti stöðugri vinnslu allt árið.
„Við munum leggja áherslu á þá
vinnslu sem er hagstæð á hverj-
um tíma. Við teljum að nú séu
nógu mörg fyrirtæki með vinnslu
undir núllinu og því er ekki
ástæða til að bæta einu í þann
hóp,“ segir Knútur.
Hráefnis til vinnslunar segir
Knútur að verði fyrst og fremst
aflað í gegnum fiskmarkaði en
einnig sé hugmyndin að trillur á
Svalbarðseyri leggi upp hjá fyrir-
tækinu.
Skreiðarverkun á Ítalíumarkað
fer nokkru fyrr af stað á Eyja-
fjarðarsvæðinu en undanfarin ár.
Þær raddir hafa heyrst að fisk-
verkendur taki nokkra áhættu
með þessu vegna viðkvæmni
Ítalíuskreiðarinnar fyrir frosti,
a.m.k. á fyrstu dögum þurrkun-
ar. Talað er um að hættumörk
séu við -5 gráðu markið. Knútur
segir það vissulega rétt að menn
taki vissa áhættu. Hann bendir
þó á að miðað við reynslu undan-
farinna ára sé áhættan ekki veru-
leg. óþh
Akureyri:
Norðurlandamótið
ílyftmgumí
fþróttahöliiimi
- keppni hefst kl. 14
í dag
Norðurlandamótið í ólympísk-
um lyftingum fer fram í
Iþróttahöllinni á Akureyri um
helgina. Mótið hefst kl. 14 í
dag laugardag, með keppni í
léttari þyngdarflokkunum cn á
inorgun sunnudag, hefst
keppni kl. 13 og þá verður
keppt í þyngri flokkunum.
Alls mæta 33 lyftingamenn til
leiks að þessu sinni og koma þeir
frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku,
Finnlandi og íslandi. íslensku
keppendurnir eru 7 og þar af eru
3 frá Akureyri, þeir Haraldur
Ólafsson, Snorri Arnaldsson og
Tryggvi Heimisson en auk þess
Rcykvíkingarnir Guðmundur
Sigurðsson, Guðmundur H.
Hclgson, Þorstcinn Leifsson, og
Agnar M. Jónsson.
Norðurlandamótið um helgina
er cinn stærsti íþróttaviðburður
hcrlendis á árinu og óhætt er að
hvctja norðlenska íþróttaáhuga-
mcnn til að fjölmenna í Höllina
og hvctja okkar mcnn til sigurs.
-KK
Leikfélag Akureyrar:
Nýtt leikhús-
ráð mun ráða
leikhússtjóra
- umsóknarfrestur
rennur út í dag
I dag rennur út umsóknarfrest-
ur um stöðu leikhússtjóra hjá
Leikfélagi Akureyrar en
umsóknarfresturinn var fram-
lengdur til 15. apríl. Valgerður
H. Bjarnadóttir, formaður
leikhúsráðs, sagði í samtali við
Dag í gær að nokkrar umsókn-
ir hefðu borist til viðbótar
þeim fímm sem áður höfðu
komið inn á borð leikhúsráðs.
Væntanlega verður ekki geng-
iö frá ráðningu leikhússtjóra hjá
Leikfélagi Akureyrar fyrr en um
mánaðamótin apríl-maí og mun
núverandi leikhúsráð þá ekki
taka afstöðu til umsóknanna.
Aðalfundur Leikfélags Akureyr-
ar verður haldinn síðustu vikuna
í apríl og þá verður kosin ný
stjórn.
„Það var tekin sú ákvörðun að
þar sem verið er að ráða nýjan
leikhússtjóra þá sé eðlilegt að
nýtt leikhúsráð ráði þann
leikhússtjóra. í rauninni væri
óeðlilegt að þeir sem að hugsan-
lega eru að fara í burtu ráði
leikhússtjóra sem á eftir að vinna
með öðru fólki,“ sagði Valgerður
H. Bjarnadóttir, núverandi for-
maður leikhúsráðs.
Á aðalfundi Leikfélags Akur-
eyrar er jafnvel búist við að ein-
hverjar breytingar verði gerðar á
skipan leikhúsráðs og ráðið mun
síðan skoða umsóknirnar eftir
aðalfundinn og taka ákvörðun
um ráðningu leikhússtjóra. SS