Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 7
Gott aö vita um hljómtæki - 5. þáttur:
Tóm hjátrú að tvöföld
séu betri en einföld
- sitthvað um segulbandstæki
Þá er komið að fimmta
þættinum um hljómtæki. Að
þessu sinni er fjallað um
segulbandstæki, en það er
algengur misskilningur að
tæki með tvöföldu segul-
bandi séu mun betri en tæki
sem einungis hafa yfir einu
slíku að ráða. „Oj bara, ein-
falt segulband, erðanú
drasl,“ er algengt viðhorf
meðal þess stóra hóps fólks
sem metur gæði hljómtækja
eftir útlitinu. En það er stað-
reynd að segulbandstæki
með tvöföldu bandi ná ekki
að verða þolanleg fyrr en
komið er ofarlega í verð-
flokkinn. Yfirleitt geta því
tæki sem fylgja ódýrum
samstæðum ekki skilað
neinum hljómi, nema kannski
í örfáa mánuði. Þess ber þó
að geta að þetta á einnig við
um aðra hluta í ódýrum
samstæðum. En við skulum
halda okkur við kassettu-
tækin. Upplýsingarnar eru
sem fyrr úr bæklingnum Gott
er að vita, nr. 1, sem
fræðsludeild SÍS gaf út árið
1985.
Kassettutæki er að því leytinu til
frábrugðið öðrum hljómtækjum að
það gefur möguleika á eigin upptök-
um. Þetta er eini kostur kassettu-
tækja umfram hin tækin, en hann er
líka mikil.
Sem afspilunartæki standa kass-
ettutækin hljómtækjum þó ekki
langt að baki og mörg þeirra eru
raunar mjög góð. Það er annars
nokkuð merkilegt því bandfærslu-
hraði þeirra er lítill. Bandfærsluhraði
vandaðra spólutækja er venjulega
38 sm/sek þ.e. hraði bandsins
framhjá tónhausnum. Bandfærslu-
hraði kassettutækja er aftur á móti
aðeins 4.75 sm/sek eða um átta
sinnum minni. Hljómgæði ráðast að
verulegu leyti af hraðanum en
margt fleira kemur til.
Hinn takmarkaði hraði hefur orðið til
þess að aðrar takmarkanir á hljóm-
gæðum hafa minnkað. Þar má
nefna vandaðra gangverk, mótor
og færslubúnað, betri suðhreinsi-
búnað, betri tónhausa, betri raf-
eindabúnað og síðast en ekki síst
betri kassettur.
Öll kassettutæki þurfa upþtöku-
haus, afspilunarhaus og útþurrkun-
arhaus. í ódýrum tækjum er sami
hausinn notaður til upptöku og
afspilunar. Þetta hefur þann ókost í
för með sér að ekki er hægt að
hlusta á upptökuna út af bandinu
um leið og hún fer fram. Það er hins
vegar hægt ef tækið er þriggja
hausa. Auðveldara er að gera sér
grein fyrir gæðum upptökunnar ef
þessi möguleiki er fyrir hendi.
Dolby suðhreinsikerfi er svo að
segja í öllum kassettutækjum. En
sökum þess hvað það hefur þótt
takmarkað hefur endurbætt kerfi,
Dolby C orðið algengara í betri
tækjum. Dbx er annað suðhreinsi-
kerfi en nokkuð umdeilt. Dolby HX-
professional er ekki eiginlegt suð-
hreinsikerfi, heldur sjálfvirkt bias-
stilli. HX-proereingöngu í vandaðri
tækjum. Biasstilli er einnig á mörg-
um nýlegum tækjum sem telst til
bóta því stundum þarf að fínstilla
það eftir kassettutegundum.
Þá eru upptalin þau atriði sem snúa
beint að hljómgæðum kassettutækj-
anna, en annað mál er síðan þæg-
indi við notkun. Spilun í báðar áttir
(dual capstan), þá þarf ekki að snúa
kassettunni við, gerist oftast með
tveimur mótorum í dýrum og vönd-
uðum tækjum en með einum mótor
í þeim ódýrari. Að spila sama lagið
aftur og aftur eða spila kassettuna
báðum megin aftur og aftur er
möguleiki sem nokkrir framleiðend-
ur bjóða upp á. Þetta getur verið til
þæginda en kostar alltaf peninga.
Svo er einnig um ýmsa aðra hluti
sem gera notkunina þægilegri og oft
skemmtilegri en of langt mál yrði að
telja hér upp.
Normal, Chrome og Metal skiptarar
eru yfirleitt á kassettutækjum og
vísa nöfnin á efnið sem notað er í
bönd kassettanna. Ástæðan fyrir
skipturunum er sú að tegundirnar
þurfa sitt hvorn biasinn. Skiptingin
getur verið sjálfvirk í sumum tilfell-
um, þá er skynjari í tækinu sem
skynjar bandtegundina og breytir
bias og tónjöfnun eftir henni.
Kassettur
Kassettur eða snældur eru algeng-
astar í lengdunum 60 mín. og 90
mín. 90 mín. eru heppilegri að því
leyti að yfirleitt er hægt að taka upp
eina hljómplötu á hvora hlið. Metal
kassettur hafa af mörgum verið
taldar gefa mest hljómgæði, en
bæði er það nú umdeilt og eins eru
þær mun dýrari en t.d. Chrome
kassettur sem líklega hafa bestu
hljómgæði miðað við verð. Hönnun
á húsínu og frágangur bandsins inn
i kassettunni hefur a.m.k. jafn mikil
áhrif á hljómgæðin og bandið sjálft.
Framleiðendur eru fjölmargir og
gæðin eru misjöfn. Þar fyrir utan
virðast sumar kassettur hæfa betur
einu tæki en öðru. Til þess að full-
kominn árangur náist verður að
gera tilraunir með kassettutegundir
og mismunandi upptökustyrk, þá er
vissulega gott að hafa þriggja
hausa tæki. En til þess að tækið sé
líklegt til að skila hljómgæðum
verða a.m.k. eftirtalin atriði að vera
fyrir hendi: Vandaður bandfærslu-
búnaður, stilling fyrir Chrome og
Dolby C. Annað er valið eftir þörfum
og fjárráðum.
Hljóðbönd eru úr burðarfilmu úr
polyester sem húðuð er með segul-
næmu efni annars vegar. Polyester-
filma heldur vel lögun, og slitnar
frekar en togna. Við spilun er mikil-
vægt að húðunin leggist vel að
hausum tækisins. Rykkorn sem þar
koma á milli eða óhreinindi á haus
eöa bandi lyfta bandinu frá, og rýra
hljómgæðin. Þessi óhreinindi mynd-
ast helst við sóðalega umgengni við
bandið, slitnar brúnir, rykfall, reyk-
mengað loft, fingraför.
Segulsvið frá spennubreytum geta
þurrkað út upptökur að hluta. Forð-
ast ætti að geyma spólur nálægt
rafmagnstækjum eða miöstöðvar-
ofnum, og bestu skilyrðin eru þurrt
og svalt loft.
Nótnaborðhald:
Stormsker rær á ný mið
Þátturinn í Ríkissjónvarpinu sl. mið-
vikudagskvöld þar sem Sverrir
Stormsker lék lög af hljómplötu
sinni Nótnaborðhald virðist hafa
vakið athygli margra. Mörgum kom
það í opna skjöldu að soramennið
Sverrir gæti gert tónlist sem þessa.
Sverrir benti líka réttilega á að um
plötuna hefur afskaplega lítið verið
fjallað. Og hvað pá að hún hafi verið
spiluð (útvarpi. Eg man að vísu eftir
einu tilviki á Bylgjunni undir mið-
nætti kvöld eitt, skömmu eftir að
platan kom út.
Platan Nótnaborðhald er eingöngu
leikin og sér Sverrir um öll hljóðfær-
in. Raunar er aðeins um að ræða
hljóðgervil, fyrir utan flygiiinn. Það
er sem sé engin sinfóníuhljómsveit
á bak við hann, heldur er þetta allt
framkallað með hljóðgervli. Það er
kannski helsti veikleiki plötunnar,
vegna þess að á köflum verður
hljómurinn of óraunverulegur. Laga-
smíðarnar eru hins vegar nokkuð
góðar og greinilegt aö Sverrir hefur
hæfileika á þessu sviði. Hins vegar
ber dálítið á einhæfni og greinilegt
að lagasmíðarnar eiga eftir að
slipast.
Það gefur augaleið að með plötu
þar sem ekki er mælt eitt einasta
orð, á Sverrir ekki auðvelt með að
hneyksla siðprútt fólk, eins og hon-
um hefur oft tekist eftirminnilega
með berorðum og beinskeyttum
textum sínum. Á þessari plötu er
því ekkert sem getur farið fyrir
brjóstið á fólki, nema kannski heiti
nokkurra laga, þar sem Stormsker
hefur ekki getað setið á strák
sínum. Má þar nefna heiti eins og
Magra veröld, Afi Maríu og Tungl-
sýkissónötuna. Þetta er þó mjög
saklaust grín allt saman og ætti ekki
að standa i vegi fyrir því að fólk veiti
þessari plötu athygli, því að á henni
er mjög athyglisverða hluti að finna,
og synd að ekki fleiri hafi uppgötvað
þessa plötu. Með henni hefur Sverr-
ir Stormsker bætt enn einni fjöður í
hattinn.
Laugardagur 15. apríl 1989 - DAGUR - 7
Auglysing frá Byggðastofnun
Smábátaeigendur
Ríkisstjórnin hefur falið Byggðastofnun að
kanna þörf smábátaeiganda fyrir stofnlán. Því er
nauðsynlegt að þeir eigendur smábáta sem hug
hafa á að sækja um lán geri það fyrir 1. maí n.k.
Skilyrði fyrir lánveitingu eru m.a. eftirfarandi:
1. að báturinn sé minni en 10 brl.
2. að hann hafi verið keyptur eða smíðaður á árun-
um 1987 eða 1988.
3. að umsækjandi sýni fram á getu sína til að endur-
greiða lánið.
Athygli umsækjenda er vakin á því að lánin verða
verð- eða gengistryggð með markaðsvöxtum. Lánin
verða einungis veitt gegn 1. veðrétti í viðkomandi
báti.
Ekki hefur verið ákveðið hvert hámarkslán verður en
það verður þó ekki hærra hlutfall en 1/3 af verðmæti
bátsins.
Þeir eigendur smábáta sem óska eftir láni eru beðnir
um að senda bréf til Byggðastofnunar Akureyri,
Geislagötu 5, 600 Akureyri, sími 96-21210, fax 96-
27569. Tilgreina þarf ástæður umsóknar og
umbeðna fjárhæð. Ljósrit af kaupsamningi skal
fylgja með. Þeir sem hafa nú þegar sent umsóknir til
Byggðastofnunar þurfa ekki að endurnýja þær.
Þegar endanleg ákvörðun hefur verið tekin um upp-
hæðir lána og útlánareglur verður haft samband við
umsækjendur og þeir beðnir um frekari upplýsingar.
Nissan Patrol ’89
NI55AIM
Bílasýning
verður laugardaginn 15. og
sunnudaginn 16. apríl frá kl. 2-5 e.h.
báða dagana að
Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar
í sýningarsal að Óseyri 5 (norðurhluta).
Sýndir verða meðal annars:
Subaru J12 4x4, auk fleiri gerða af Subaru
bílum, Nissan Sedan og Nissan Sunny.
B if r eiða verkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri.
Ingvar Helgason hf. Rauðagerði.