Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 6
T - flUOAQ - 6861 l'nqe 8Í lupebiBgusJ
6 - DAGUR - Laugardagur 15. apríl 1989
Bridge - Bridge
Vormót
Síðasta mót starfsársins hefst á þriðjudaginn og er það
svokallað Vormót. Um er að ræða tvímenningsmót
með Mitchell-fyrirkomulagi og tekur það þrjú kvöld.
Mótið hefst þriðjudaginn 18. apríl kl. 19.30 í
Félagsborg og er nægilegt að spilarar skrái sig á
staðnum.
Spiluð verða 26 spil á kvöldi.
Mótinu lýkur 2. maí en aðalfundur B.A. verður síðan
haldinn þriðjudaginn 9. maí.
Bridgefélag Akureyrar
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú
þegar:
1. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á Djúpavogi.
2. Staða hjúkrunarforstjóra og hálf staða hjúkrun-
arfræðings við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík.
3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina í Hólmavík.
4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Þórshöfn.
5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina í Neskaupstað.
6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Egilsstöðum.
7. Staða hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöð-
ina í Þorlákshöfn til styttri tíma, frá 15.05. til
30.11. 1989.
Akureyrarkirkja:
Kirkjulistavika hefst á morgun
- guðsþjónusta, myndlistarsýning og
tónleikar Kammerhljómsveitarinnar
Kirkjulistavika hefst í Akur-
eyrarkirkju á morgun, sunnu-
daginn 16. apríl, kl. 14 með
guðsþjónustu. Þar mun
Hornaflokkur norðursins ieika
og Kirkjulistavikan verður
formlega sett með ávarpi
Ragnheiðar Árnadóttur, for-
manns sóknarnefndar. Klukk-
an 15 verður myndlistarsýning
Kristínar Gunnlaugsdóttur
opnuð í kapellunni og kl. 17
hefjast tónleikar Kammer-
hljómsveitar Akureyrar.
Kirkjulistavikan stendur til 23.
apríl.
Tónleikar
Kammerhljómsveitarinnar
Kammerhljómsveit Akureyrar
efnir til þriðju tónleika sinna á
þessum vetri í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 16. apríl kl. 17, en
þar leikur Kammerhljómsveitin,
sem skipuð er 40 hljóðfæraleikur-
um, franska hljómsveitartónlist
og orgelkonsert.
Tónleikarnir eru skipulagðir í
tengslum við Kirkjulistaviku í
Akureyrarkirkju, sem hefst
þennan sama dag.
Björn Steinar Sólbergsson,
orgelleikari Akureyrarkirkju,
flytur orgelkonsert eftir Poulenc
með hljómsveitinni, en það mun
vera fyrsti flutningur á því verki
hérlendis.
Michael J. Clarke, baritón,
syngur með hljómsveitinni tvö
lög úr Miðsumarsnótt (Les nuits
d’été) eftir Berlioz.
Auk þess leikur hljómsveitin
nokkur vel þekkt hljómsveitar-
verk eins og Nautabanamarsinn
(Les torreadors) úr Carmen eftir
Bizet; Kopelíuvalsinn eftir Deli-
bes; Pavane eftir Ravel, en í því
verki leikur Helgi Þ. Svavarsson
nemandi við Tónlistarskólann á
Akureyri einleik á horn; Síðdegi
skógarpúkans (L’aprés midi d’un
faune) eftir Debussy og Judex
eftir Gounod.
Stjórnandi á tónleikunum
verður Roar Kvam.
Kammerhljómsveitin er skipuð
kennurum við Tónlistarskólann á
Akureyri og nokkrum nemend-
um sem lengst eru komnir. Einn-
ig fær hún til liðs við sig 9 hljóð-
færaleikara frá Reykjavík.
Myndlistarsýning Kristínar
Sýning á verkum Kristínar Guð-
rúnar Gunnlaugsdóttur verður
opnuð í kapellu Akureyrarkirkju
á sunnudaginn kl. 15 en Kristín
hefur lagt stund á íkonamálun.
Málun íkona er ein hefðbundn-
asta myndgerð listasögunnar og
hefur hún haldist nær óbreytt í
1500 ár. íkonar eru grísk-
kaþólskar helgimyndir af Jesú,
Maríu mey og dýrlingum og eru
íkonar notaðir til bænahalds.
Málað er á tréplötu og eru litir og
bindiefni eingöngu úr ríki náttúr-
unnar. Vinnslan er bæði nákvæm
og seinleg. Fyrst eru dökku litirn-
ir settir á og síðan þeir ljósu ofan
á. Hvert atriði hefur sína merk-
ingu, línur, litir, líkamsbygging
og andlitsfall. Það er mjög ákjós-
anlegt að íhuga og biðja meðan á
máluninni stendur, og að lokum
er íkoninn blessaður fyrir
notkun.
Kristín Guðrún er fædd á
Akureyri 15. apríl 1963. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1983 og
stundaði myndlistarnám í Mynd-
listaskólanum á Akureyri ’83-’84.
Hún var í Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1984-87 og lauk
þaðan prófi úr málunardeild.
Kristín fór til Rómar veturinn
’87-’88 og lagði stund á íkona-
málun. Hún stundar nú nám við
ríkisakademíuna í Flórens hjá
prófessor Giulietti. SS
Söngvakeppni íslands 1989:
8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv-
arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.
9. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Hvammstanga frá 1. júní 1989 til tveggja
ára.
10. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Patreksfirði.
11. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina í Keflavík.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík.
Heilbrigðis- og tryggingamálaraðuneytið
11. apríl 1989.
Fyrsta lagið kynnt í kvöld
Landslagið - Söngvakcppni ís-
lands 1989 hefst á Stöð 2 í
kvöld, laugardaginn 15. apríl.
Þá verður fyrsta lagið kynnt af
þeim tíu sem dómnefnd valdi
til úrslita. Rúmlega 300 lög
bárust í keppnina og telur
dómnefndin úrslitalögin 10
endurspegla fjölbreytnina sem
þar kom fram.
Úrslitalögin verða kynnt á
- tíu lög í úrslitum
Stöð 2, eitt á dag frá 15.-24. apríl
kl. 20.25. Föstudaginn 28. apríl
verður bein útsending frá úr-
slitunum sem fram fara á Hótel
Sögu.
Pess má geta að lögin tíu verða
gefin út á hljómplötu sem kemur
á markað þegar keppnin er um
garð gengin. Útgetningar og
hljóðritun eru höfundum að
kostnaðarlausu. Þá fá höfundar
Raðhús á einni hæð með bílskúr
□Ol
m —:T3)k^“
mi-- - TÍ-"TT Tg^g
NR 14
M
Erum að hefja byggingu á raðhúsum á einni hæð við
Bogasíðu 10-12-14 á Akureyri
Stærð 113 fm + 30 fm bílskúr.
íbúðirnar verða afhentar fokheldar 1. oktober.
Athugið! Hægt er að fá íbúðirnar
á hvaða byggingastigi sem er.
^ All
/y
H3
Allar nánari upplysingar í símum:
96-25131 Haraldur,
96-22351 Guðlaugur.
Haraidur og Gucilaugur
b>ggir ígaverktaka r
Möðfusíðu 6. Simar: Har. 25131. Guðl. 22351.
laganna sem lenda í 1.-5. sæti
vegleg verðlaun og er heildar-
verðmæti þeirra vinninga um
þrjár milljónir króna.
Þá er best að rifja upp hvaða
lög komust í úrslitin og hvaða
tónlistarmenn standa á bak við
þau:
Brotnar myndir - eftir Rúnar
Þór Pétursson. Höfundur flytur
ásamt Andreu Gylfadóttur.
Dúnmjúka dimma - eftir Ólaf
Ragnarsson. Höfundur flytur
ásamt bræðrum sínum Jóni og
Ágústi Ragnarssonum. Ég sigli í
nótt - eftir Bjarna Hafþór Helga-
son. Júlíus Guðmundsson flytur.
Ég útiloka ekkert - einnig eftir
Bjarna Hafþór Helgason. Inga
Eydal flytur. Fugl í búri - eftir
Bergþóru Árnadóttur. Höfundur
flytur. Prinsippmál - eftir Pórhall
Sigurðsson, eða Ladda. Höfund-
ur flytur. Ráðhúsið - eftir Ágúst
Ragnarsson. Höfundur og Sveit-
in milli sanda flytja. Við eigum
samleið - eftir Jóhann G. Jó-
hannsson. Sigríður Bcinteins-
dóttir og Grétar Örvarsson flytja.
Við fljótið - eftir Sigfús E. Arn-
þórsson. Júlíus Guðmundsson
flytur. Við tvö - eftir Inga Gunn-
ar Jóhannsson. Höfundur flytur
ásamt Evu Albertsdóttur. SS
ITC deildin Mjöll:
Almennur
deildarfundur
ITC deildin Mjöll, heldur
almennan deildarfúnd þriðjudag-
inn 18. apríl kl. 20.30 í „Zonta-
húsinu“, Aðalstræti 54. Allir,
sem áhuga hafa á þjálfun og
sjálfsmenntun í félagsstörfum,
ræðumennsku og skipulagningu
eru velkomnir. Fundi lýkur kl.
22.30.