Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. apríl 1989 - DAGUR - 9 Litið inn í eldhúsið. Mcð eldhúsinu, matsainum og barnum segist Stefán loks vera kominn með hótel sem stendur undir nafni. Myndin tlv semi er ákaflega ómarkviss. Við auglýsum kannski lítið, hver að kúldrast í sínu horni, í stað þess að auglýsa bæinn í heild sem ferðamannabæ. Auglýsingar á borð við Hótel Stefanía - gott hótel, eða Hótel KEA - flott hótel, segja ekki neitt. Þetta vita allir. Við verðum að auglýsa ein- hverja „aksjón“ og gera það sam- eiginlega. Flugleiðir auglýsa helgarpakka, sem hefur verið slagorð til fjölda ára. Það hlustar ekki nokkur maður á þetta. Þess í stað væri ráð að koma með fal- legar landslagsmyndir frá Akur- eyri og taka fram í texta hótelin og veitingastaðina, skíði og eitthvað sem er að gerast.“ Sameiginlegar auglýsingar - En er helgarpakkahugmyndin ekki í sjálfu sér ágæt? „Jú, jú. Helgarpakkarnir hafa skilað okkur peningum þótt við höfum gefið afslátt. Þcir hleypa óneitanlega lífi í þetta og það hefur verið nánast fullt í þá nerna í desember og janúar. Það mætti lengja þessa helgarpakka og víkka þá út. Við getum bara litið á þennan tíma sem er núna. Það er vor- blíða í lofti og nægur snjór í Fjallinu. Nú ætti að hvetja fólk með sjónvarpsauglýsingum til þess að mæta á skíði. Þetta er ekki verra en í Austurríki, en það heyrist ekki bofs í okkur. Það mætti hugsa sér að gera þetta með einhvers konar punktakerfi þannig að menn borguðu sameiginlegar auglýs- ingar. Þá væri þetta orðið mjög öflugt með þátttöku Flugleiöa, Akureyrarbæjar, hótela, veit- ingastaða og allra sem eru þessu máli viðkomandi. Verslun mætti einnig færa sig til, t.d. þannig að verslanir væru opnar á laugar- dögum frá 11-14. Þá væri kannski hægt að ná til ferðamannanna í verslutiargeiranum cinnig. Yfir sumartímann gerum við akkúrat ekki neitt til að halda fólki í bænum. Það er stanslaus straumur í gegnum Akureyri til annarra staða en fólk stoppar stutt við. Auðvitað er margt hægt að gera. Skoöunarferðir um Glerárdal, trilluferðir á Pollin- um. hestaleiga, golf, gönguferð- ir. útihátíðir og meiri fjölbrcytni í skemmtanalífinu. Fólk sem ekki vill fara í lengri fcrðir hefur enga valkosti í skemmtanalífinu eftir hádegi á laugardögum. Þarna mætti virkja leikhús- og tónlistarfólk. Um veturinn verð- ur auðvitað að auglýsa skt'ðin og skautasvellið. Þá má hugsa sér snjósleðaferöir og ýmsar ævin- týraferöir, góð hótel með nuddpottum o.s.frv. Við tölum um þetta allt saman en enginn gerir neitt. Og það getur enginn einn gert þetta. Við verðum að gera það sameiginlega." „Eigum allir að geta lifað“ Stefán hélt áfram að ræða um ferðamannaþjónustuna og mögu- leika Akureyrar í þcim etnum. Hann lagði áhcrslu á samstarf og samciginlegar auglýsingar. Alla staði í bænum ætti aö auglýsa. Með þessu móti yrði fjárhagsleg áhætta líka mun minni en ella. „Við töpum á því að kúldrast hvcr í sínu horni," sagði Stcfán. - Þú hefur rætt töluvert um samvinnu samkeppnisaðila cn hvað með samkcppnina sjálfa? Nú er Hótel Norðurland að koma upp. Stefnir í offramboð á hótel- rými í bænum? „Maður hefði kannski feginn viljað vera laus viö þá samkcppni í eitt til tvö ár í viðbót. Á hitt verður þó að líta að fyrir fjórum árum var KEA með 30 herbergi, ég var ekki til og framboð á hót- elrými þvt' lítið. En túrisminn hefur margfaldast á undanförn- um árum og ég held að við séunt enn innan rammans þannig að við eigum allir að geta iifað. Ég verð líka að segja, fyrst þú minnist á Hótel Norðurland, að Hótel Stefanía er mjög vel sett hvað staðsetningu varöar. Þetta er túristahorn bæjarins og straumurinn hérna inn Hafnar- stræti hefur aukist, enda kominn hingað umferðarmiðstöð. Þetta horn er mjög sterkt eins og sjá iná á því að hér eru þrír veitinga- staðir og tvö hótel. Ég er ágætlega bjartsýnn en við verðum að ná betur saman. Það eru hagsmunir í húfi fyrir svo marga og reyndar bæinn í heild. Þetta eru ekki litlar tölur sem um er að ræða þegar við tölum um eyðslu ferðamanna á hótelum, veitingahúsum, í verslunum, hjá flugfélögum, bílaleigum og á fleiri stöðum. Hér eru líka orlofs- íbúðir og þeim fer fjölgandi og þeir sem þar dvelja eyða auðvit- að sínurn peningum hér. Þeir eru ánægðir og bera Akureyri vel söguna." „Yar ekki spáð löngum lífdögum“ - Mig langar að víkja aðeins að þér sjálfum Stefán. Þú hefur ver- ið á kafi í hótelinu undanfarin fjögur ár og væntanlega hefur þú ekki getað hugsað um margt ann- að á meðan. „Nei, allar tómstundir og ann- aö hefur farið í þetta. Aldrei frí- dagar, bara botnlaus vinna í botnlausu verðbólguþjóðfélagi sem maður veit aldrei hvernig snýr að manni. Vextir í dag 2% á mánuði og kannski 5% í næsta mánuði." - Sérðu fram á að geta farið að slaka á, fengiö þér sæti á toppi pýramídans og látið hlutina rúlla? „Nei. Það eru fjögur til fimm ár þangað til ég get verið viss um að þetta dæmi gangi upp. Og það eru í rauninni ekki nema bara asnar sem standa í einhverjum atvinnurekstri í dag, enda var manni ekki spáð löngum lífdög- um fyrirfram. Núna eru menn hins vegar orðnir umburðarlynd- ari og ég er þakklátur fyrir þaö. í rauninni má vel nýtt hótel ekki skulda mikið yfir 2 milljónir til þess að geta borið sig. Þegar við erum að tala um skuldir á borð við skuldir Holiday Inn þá er dæmið algjörlega út í hött." - En það hafa greinilega ein- hverjir haft trú á þér þegar þú blankur maðurinn réðist í hótel- rekstur. „Ég vcit það nú ekki. Hitt er alveg Ijóst aö þetta dæmi er tölu- vert dýrt og það þarf að ganga upp. Hóteliö var komiö á nokkuð góðan veg áður en ég fór út í þetta nýjasta ævintýri. Það var kornið á rólegan sjó." - Þú vilt kannski ekki sigla lygnan sjó. Viltu hafa spennu og ævintýri í kringum þig? Stefán lilær við en segir svo: „Þetta er eitthvað sem maður þurfti að gera. Viö getum borið hótelið saman viö skíðalyfturnar uppi í Fjalli. Þótt þær séu nógu góöar 1975 þá er ekki þar með sagt að þær séu í nögu góðu standi 1985. Það þarf að bæta við lyftu, fylgja tímanum. Hótel sem þótti ágætt fyrir fjórum árum þarf einhverja viðbót. Það eru ótal vcrkefni fyrir hendi í því að gera alltaf betur." „Þetta er skrýtið þjóðfélag“ Stcfán sagðist vonast til þess að ráðast í síðasta áfangann, sundið, í haust. „Ef sumarið verður gjöfult og þjóöfélagiö fer að snúast á réttan snúning aftur þá skclli ég mér í þetta. Þetta er skrýtið þjóðfélag. Maöur hefur aldrei þekkt annað en óðaverðbólgu frá því að mað- ur man eftir sér. Nú er allt í gjaldþrotum, eymd og volæði og atvinnuleysi framundan, en samt eru ytri aðstæður virkilega góðar. Þá á ég við góða veiði, hátt fiskverð, hátt álverð o.s.frv. Allt er í toppi en samt er eymdin i íkj- andi hér innanlands. Það er ekk- ert einstakt dæmi að Sambandið skuli brenna upp 25% af höfuð- stólnum á einu ári. Ég hugsa að þetta eigi almennt við um öll fyrirtæki í landinu. Það er eitt- hvað öfugt við það þegar ekkert getur þróast nema verðbréfa- markaðir og bankar." Að lokum vildi hann leggja áherslu á að Akureyri ætti fram- tíðina fyrir sér í ferðamanna- þjónustu og atriði á borð við hreina loftið á íslandi inætti ekki vanmeta. Stefán tók dæmi af þýskum ferðamanni sern var svo heillaður af því að hann stóð langtímum saman úti á götu og andaði. Naut þess að anda að sér fersku lofti. Þessi maður gat varla hugsað sér að snúa aftur til loft- mengunarinnar í Mið-Evrópu. En þessu spjalli við bjartsýn- ismanninn Stefán Sigurðsson á Hótel Stefaníu er hér með lokið enda þarf hann í ýmsu að snúast. Hótelið er harður húsbóndi. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.