Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 13
Laugar.dagutVl.5..apríL1989 - PAGIJR - ia
dagskrá fjölmiðla
22.00 Fréttir • Dagskrá morgundagsins •
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Harmoníkuþáttur.
23.00 ....og samt að vera að ferðast."
Þættir um ferðir Jónasar skálds Hall-
grímssonar í samantekt Böðvars Guð-
mundssonar.
Lesarar með honum: Sverrir Hólmarsson
og Þorleifur Hauksson.
Fyrri hluti.
24.00 Fréttir.
00.10 Ómur að utan.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 1
Mánudagur 17. apríl
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
með Sólveigu Thorarensen.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8 og
veðurfregnir kl. 8.15.
Sigurður G. Tómasson talar um daglegt
mál laust fyrir kl. 8.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn.
- „Glerbrotið" eftir Ólaf Jóhann Sigurðs-
son.
Anna Kristín Arngrímsdóttir byrjar lest-
urinn.
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Dagmál.
9.45 Búnaðarþáttur.
- Virðisaukaskattur í landbúnaði.
Gunnlaugur Júliusson hagfræðingur
Stéttarsambands bænda sér um þáttinn.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Eins og gerst hafi í gær.“
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Dagskrá.
12.00 Fróttayfirlit • Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn.
- Tímastjórnun.
13.35 Miðdegissagan: „Riddarinn og
drekinn" eftir John Gardner.
Þorsteinn Antonsson þýddi.
Viðar Eggertsson les (11).
14.00 Fréttir • Tilkynningar.
14.05 Á frívaktinni.
15.00 Fréttir.
15.03 Lesið úr forystugreinum landsmála-
blaða.
15.45 íslenskt mál.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Richard Strauss.
18.00 Fréttir.
18.03 A vettvangi.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.31 Daglegt mál.
19.35 Um daginn og veginn.
Einar Már Sigurðsson kennari í Nes-
kaupstað talar.
20.00 Litli barnatíminn.
20.15 Barokktónlist - Georg Friedrich
Hándel.
21.00 Fræðsluvarp.
Þáttaröð um líffræði á vegum Fjar-
kennslunefndar.
Sextándi og lokaþáttur: Skógrækt.
21.30 Útvarpssagan: „Heiðaharmur" eftir
Gunnar Gunnarsson.
Andrés Björnsson les (17).
22.00 Fréttir • Dagskrá morgundagsins •
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Hugvit tii sölu.
Rannsóknir, þróun og gerð íslensks hug-
búnaðar.
Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson.
23.10 Kvöldstund í dúr og moll
með Knúti R. Magnússyni.
24.00 Fróttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Laugardagur 15. apríl
8.10 Á nýjum degi
Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöð-
in og leikur bandaríska sveitatóniist.
10.05 Nú er lag.
Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynn-
ir dagskrá Útvarpsins og Sjónvarpsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Dagbók Þorsteins Joð.
15.00 Laugardagspósturinn.
17.00 Fyrirmyndarfólk.
Lísa PálsdóXtir tekur á móti gestum og
bregður.lögum á fóninn.
• 19.00 Kvöldfréttir.
19.31 Kvöldtónar.
22.07 Út á lífið.
Magnús Einarsson ber kveðjur milli
hlustenda og leikur óskalög.
02.05 Eftirlætislögin.
03.00 Vökulögin.
Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri,
færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
Fréttir kl. 2, 4, 7, 8, 9,10,12.20,16,19, 22
og 24.
Rás 2
Sunnudagur 16. apríl
09.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari
Gests.
11.00 Úrval vikunnar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Spilakassinn.
15.00 Vinsældalisti Rásar 2.
16.05 Á fimmta tímanum - Chaplín 100
ára.
17.00 Tengja.
Kristján Sigurjónsson tengir saman lög úr
ýmsum áttum. (Frá Akureyri)
19.00 Kvöldfréttir.
19.31 Áfram ísland.
20.30 Útvarp unga fólksins.
Með Margréti' Frimannsdóttur og norð-
lenskum unglingum.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Á elleftu stundu.
- Anna Björk Birgisdóttir í helgarlok.
01.10 Vökulögin.
Lög af ýmsu tagi í næturútvarpi til
morguns.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og
4.30.
Fréttir sagðar kl. 2, 4, 8, 9, 10,12.20, 16,
19, 22 og 24.
Rás 2
Mánudagur 17. apríl
7.03 Morgunútvarpið.
9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun.
Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur
með afmæliskveðjum kl. 10.30.
11.03 Stefnumót.
Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem
neytendur varðar.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.15 Heimsblöðin.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu
með Gesti Einari Jónassyni.
14.05 Milli mála.
- Óskar Páll á útkíkki og leikur ný og fín
lög.
16.03 Dagskrá.
18.03 Þjóðarsálin.
Þjóðfundur í beinni útsendingu. Málin
eins og þau horfa við landslýð.
Sími þjóðarsálarinnar er 38500.
19.00 Kvöldfréttir.
19.31 Áfram ísland.
20.30 Útvarp unga fólksins.
21.30 Fræðsluvarp: Lærum þýsku.
Fjórtándi og lokaþáttur.
22.07 Rokk og nýbylgja.
Skúli Helgason kynnir.
01.10 Vökulögin.
Veðurfregnir kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30,
9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19,
22 og 24.
Ríkisútvarpið Akureyri
Mánudagur 17. apríl
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Ijósvakarýni
Gömul dægurlög
heyrast ofsjaldan
Útvarpsstöðvar hafa að öllu jöfnu mikil áhrif á
tónlistarsmekk, eins og áður hefur verið bent á í
þessum þætti. Tónlist er óumdeilanlegt menn-
ingarfyrirbæri, hvort sem hún er ný eða gömul,
góð eða slæm. Undirritaður hefur oft á tíðum
verið ósammála þeirri tónlistarstefnu sem
útvarpsstöðvarnar hafa fylgt. Verður hér á eftir
gerð tilraun til að benda á leiðir til úrbóta.
Þegar fjallað er um tónlist og tónlistarsmekk
ber að hafa í huga að tónlist á hverjum tíma
endurspeglar tfðarandann. Mörg verk eftir Moz-
art og Schubert voru, svo dæmi séu tekin, e.k.
popptónlist síns tíma. Verk gömlu meistaranna
voru langt frá því að vera alltaf alvarleg. Vegna
þess hversu langt er liðið frá samningu þessara
verka, og vegna þess að þau hafa lifaö af í
árhundruð, sum hver, og ekki tapað gildi sínu,
eru þau nefnd klassisk eða sígild.
Orðin klassik og sígilt hafa, því miður, mjög
neikvæða merkingu í hugum margra þegar um
tónlist er að ræða. Orsök þess er oft á tiðum að
viðkomandi hefur ekki alist upp viö að hlusta á
fjölbreytta tónlist, kannski eingöngu dægurlög.
Dægurlög eru líka tónlist, alveg eins og jazz og
þjóðlagatónlist. En til að geta metið gildi dægur-
laga verður viðkomandi aö hafa nokkuð staö-
góða tónlistarþekkingu, byggða á reynslu og fjöl-
breyttri hlustun.
Svavar Gests er gott dæmi um mann sem hef-
ur víðtæka þekkingu á dægurlagatónlist. Ekkert
væri honum fjær en að álíta það eitt einhvers
virði sem er nýtt á hverjum tíma. Dægurlögin
batna nefnilega stundum með aldrinum, ef svo
má segja. Ef við viljum fara aftur í tímann og
kynnast anda þess liðna þá er upplagt aö skella
gamalli plötu á fóninn - og láta óma gamalla og
góðra laga minna okkur á horfna tíð.
Uppeldishlutverk útvarpsstöðva í tónlistarleg-
um skilningi er geysilega mikilvægt. Plötusöfn
útvarpstööva, einkum Ríkisútvarpsins, ætti að
nota miklu meira en gert er til að auka tónlistar-
lega víðsýni. Þá ætti að vera einfalt mál aö útbúa
þáttaröð meö eins til tveggja klukkustunda löng-
um þáttum, þar sem tónlist liðinna ára væri rifjuö
upp. Mætti þá gjarnan byrja á einhverju ári rétt
eftir strið og fara alveg fram á sjöunda eða átt-
unda áratuginn. Þá gæfist mönnum tækifæri til
að kynnast mörgum gullmolum dægurlagatón-
listar liðinna áratuga. EHB
Lyfjatæknaskól i
íslands
Auglysing um inntöku nema
Lyfjatækninám er þriggja ára nám. Umsækjandi um
skólavist skal hafa lokið tveggja ára námi í fram-
haldsskóla (fjölbrautaskóla).
Umsækjendur, sem lokið hafa prófi tveggja ára
heilsugæslubrautar framhaldsskóla eða hliðstæðu
eða frekara námi að mati skólastjórnar, skulu að
öðru jöfnu sitja fyrir um skólavist. Skólastjórn er
heimilt að meta starfsreynslu umsækjanda og er
einnig heimilt að takmarka fjölda þeirra nema, sem
teknir eru í skólann hverju sinni. Upplýsingar eru
veittar í skólanum alla daga fyrir hádegi.
Umsókn skal fylgja eftirfarandi:
1. Staðfest afrit prófskírteinis.
2. Heilbrigðisvottorð á eyðublaði, sem skólinn lætur
í té.
3. Sakavottorð.
4. Meðmæli skóla og/eða vinnuveitanda, ef vill.
Umsóknarfrestur er til 9. júní.
Eyðublöð fást á skrifstofu skólans.
Umsóknir skal senda til:
Lyfjatæknaskóla íslands
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík. Sími 91-82939.
Skólastjóri.
Framtíðarstarf
Aðstoð á tannlæknastofu
Óska eftir að ráða starfskraft á tannlæknastofu frá 1.
maí eða 1. júní.
Lysthafendur sendi umsóknir á afgreiðslu Dags fyrir
20. maí, merkt „TENNUR
Atvinna
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga í sumarafleysingar og/eða
fastar stöður á eftirtaldar deildir:
Handlækningadeild,
Slysadeild,
Bæklunardeild,
Skurð- og svæfingadeild,
Gjörgæsludeild,
Kvensjúkdómadeild,
Lyflækningadeild,
Sel (hjúkrunardeild),
Barnadeild,
Geðdeild.
Til greina kemur að ráða á fastar vaktir.
Umsóknarfrestur til 1. maí 1989.
Nánari upplýsingar gefa Sonja Sveinsdóttir, hjúkrun-
arframkv.stj. og Ólína Torfadóttir, hjúkrunarforstj. í
síma 91-22100.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
LJÓSMÆÐUR
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða Ijós-
mæður í sumarafleysingar og/eða fastar stöður á
Fæðingadeild.
Til greina kemur að ráða á fastar vaktir.
Umsóknarfrestur til 1. maí 1989.
Nánari upplýsingar gefa Friðrika Árnadóttir, deildar-
stjóri og Ólína Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri í síma
22100.
Slys gera ekki^3>
boð á undan sér!
ÖKUM EINS OG MENNl
yuj^noAR