Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. aprít 1989 - DAGUR - 3
Áskorun til þingmaima að styðja for-
könnun vegna alþjóðlegs flugvaflar í Aðaldal
Aðalfundur Ferðamálafélags
Húsavíkur og nágrennis var
haldinn á Hótel Húsavík sl.
miðvikudag. Á fundinum var
samþykkt samhljóða ályktun
þar sem vakin er athygli á
uggvænlegri stöðu atvinnulífs
og byggðar í Þingeyjarsýslum,
bent á að þjónusta við ferða-
menn hafi verið umtalsverður
þáttur í atvinnulífi héraðsins
og sé meðal þeirra atvinnu-
greina sem miklar vonir séu
bundnar við, enda nú þegar
orðin umfangsmesta atvinnu-
greinin í heiminum. Birgir
Þorgilsson, ferðamálastjóri
mætti á fundinum og flutti
Frumvarp um breytingu
á bú^árræktarlögum:
Búfjáreigendur
skyldaðir til
vörslu á fé sínu
Með samþykkt frumvarps um
breytingu á búfjárræktarlögum
sem nú er til umfjöllunar á Al-
þingi kann að verða breyting á
ágangi búfjár á þjóðvegum
landsins. Þannig fá sveita-
stjórnir lagaheimild til að
skylda búfjáreigendur til að
hafa búfé sitt í vörslu.
Talsverð umræða ’nefur verið
um umferð búfjár á þjóðvegum
vegna fjölmargra óhappa sem
orðið hafa þegar ökutæki keyra á
búfé. Heimild sú sem sveita-
stjórnir fá með samþykkt áður-
nefnds lagafrumvarps getur jafnt
tekið til alls lögsagnarumdæmis
viðkomandi sveitastjórna eða
afmarkaðs hluta þess, svo sem
umhverfis þéttbýli eða íjölfarna
vegi.
Samkvæmt frumvarpinu verð-
ur sveitastjórnum heimilt, til að
auka öryggi umferðar á þjóðveg-
um og að forða ágangi búfjár, að
ákveða að eigendum búfjár, þ.e.
sauðfjár, geita, nautgripa og
hrossa, sé skylt að hafa það í
vörslu allt árið, eða tiltekinn
hluta ársins. JÓH
Akureyri:
Árekstur
reiðhjóls
ogbfls
- drengur slapp
ómeiddur
Síðastliðið fhnmtudagskvöld
lenti drengur á reiöhjóli í
árekstri viö bifreið og var hann
fluttur á Fjórðungssjúkrahús-
ið. Hann reyndist ómeiddur og
fékk að fara heim að lokinni
skoðun.
Þetta atvik minnir á það að
lögreglan á Akureyri hefur hvatt
foreldra til að geyma hjól barna
sinna inni aðeins lengur því þótt
farið sé að vora eru enn miklir
snjóruðningar við götur og gang-
stéttir.
Ruðningarnir gera það að
verkum að börnin hjóla oft úti á
miðjum götum auk þess sem út-
sýni er víða takmarkað á götu-
hornum. Þessar aðstæður bjóða
hættunni heim. SS
fróðlegt erindi.
„í Þingeyjarsýslum eru ein-
hverjir vinsælustu dvalarstaðir
ferðamanna hérlendis, en til
þessa hafa vinsældir héraðsins og
aðdráttarafl ekki nýst heimaaðil-
um sem skyldi, á meðan ýmsir
aðilar utan héraðs reka ferðir
sem að meira eða minna leyti
grundvallast á þingeyskum nátt-
úruperlum,” segir í ályktuninni.
Einnig var ályktað um flugvall-
armálið: „Fundurinn telur að
alþjóðlegur flugvöllur í Aðaldal
yrði mjög mikilvæg lyftistöng fyr-
ir ferðaþjónustu og raunar allt
atvinnulíf í héraðinu og lítur svo
á að fullkominn varaflugvöllur sé
þjóðarnauðsyn.
Fundurinn væntir þess að
skammsýni eða kjördæmarígur
verði ekki látinn ráða úrslitum í
slíku máli, en telur brýnt að
almenningur í héraðinu og utan
þess fái fyllri upplýsingar til að
eðlileg skoðananmyndun geti átt
sér stað.
F>ví skorar fundurinn á þing-
menn Norðurlands eystra að
styðja að því að fram fari for-
könnun vegna alþjóðlegs flug-
vallar í Aðaldal." IM
meirí háttar
osm
HLBOÐ
í nokkra daga
á ca. 1 kg stykkjum af brauðostinum góða.
Verð áður:
kr. 595/kílóið
Tilboðsverð:
kr. S06/A
kílóið w"